17.9.2008 | 19:10
Haustið
Hér er að koma haust!
Það finnst mér með eindæmum leiðinlegur og óhuggnarlegur árstími.
Finnst skelfilegt að sjá allt deyja og visna.
Hér er dautt lauf út um allt og ef maður sparkar því aðeins til með tánum gýs upp rotnunarfýla.
Eitthvað af fuglum ákveður að stinga af úr kuldanum og láta sig svífa á heitari slóðir á meðan sit ég hérna í kuldanum og hef hvorki efni á vængjum né olíu.
Við erum hinsvegar með nóg af timbri svo við getum vel kveikt upp.
Málið er bara að ég er mesti aulinn af öllum aulum og á í fyrsta lagi einstaklega erfitt með að ná upp eldi. Þegar það svo hefur tekist á ég í hinum mestu erfiðleikum með að stýra hitanum og einhverneigin hefur mér tekist í marg gang að ná upp svo góðum eldi að allt djöfulsins draslið bull sýður. Nú er t.d allt kerfið stútfullt af lofti svo einungis mórautt vatn (þó heitt) frussast út um busuhausinn.
Eiki en í skólanum og ég finn hjá mér brjálæðislega þörf til að fara í sturtu áður en ég fer á næturvakt en kemst ekki fyrr en karlmennið er búinn að renna sér niður í kjallara og gera við þetta allt og guð má vita hvenær hann kemur heim.
Haustið er bara ekki minn árstími.
Og það þýðir ekkert að tala um að þá sé tími kerta, því ég kveiki á um það bil 25 kertum á hverju kvöldi og þá breytir engu hvaða árstími er.
Mig hlakkar hins vegar alltaf jafn mikið til jólanna (þangað til um miðjan des) og get því látið haustið líða með því að hugsa um jólin.
Þegar jólin eru svo liðin get ég farið að hlakka til vorsins.
Það er minn uppáhalds árstími. Elska hreinlega vorin.
Ég talaði við hann pabba minn í dag. Hann er austur á Borgarfirði þar sem hann er fæddur og uppalinn. Með honum er dágóðum slatta af systkinum hans.
Eftir símtalið í dag kom yfir mig tilfinning sem ég fæ ekki oft. Mig langaði heim! Heim til að vera hjá pabba mínum í nokkra daga.
Auðvitað saknar maður alltaf fjölskyldu sinnar og vina, en þetta var öðruvísi.
Þetta er eini virkilegi gallinn við að búa í útlöndum. Maður getur ekki bara stokkið til og flogið heim þegar manni langar. Ekki einu sinni þó að manni langi virkilega.
Knús á ykkur og farið vel með hvort annað.
Úpps... smá viðbót. Gleymdi nebblega smá.
I gær lét ég klippa af mér allt hárið. Er núna með svipaða klippingu og ég var með 11 ára.
Eiki er ótrúlega hrifinn af þessu nýja lúkki mínu og finnst loksins og jafnvægi sé náð varðandi kynjamun á heimilinu. Nú líta allir út eins og karlmenn!!! Og ég get óhrædd prumpað, ropað og rifið í punginn á mér án þess að allt ætli um koll að keyra.
Athugasemdir
Vá hvad ég thekki thetta. Er líka vøn ad búa´langt í burtu frá fjølskyldu og bestu vinum, en thad koma dagar thar sem madur saknar theirra svo áthreifanlega.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:35
Hæ hæ snúllan mín. Þú ert greinilega álíka ýkt í þessu uppkveikjudæmi og ég. Ég var heppin að brenna ekki bústaðinn hjá mömmu og pabba hér um árið þegar ég fékk hann lánaðan. ...og að kveikja upp hér í Bjórgarði, OMG nú er ég að hætta því...
Hlakka til að hitta ykkur strákana við fyrsta tækifæri
Knús héðan frá SDBGuðrún Þorleifs, 17.9.2008 kl. 19:39
Ég skil þig alveg, það hlýtur að vera erfitt að búa svona langt í burtu frá fjölskyldu sinni. En hlýtur á móti að vera ennþá skemmtilegra þegar þið hittist.
Hafðu það gott Hulla mín og njóttu þess að geta ropað og prumpað eins og þú getur án þess að nokkur segi eitthvað við því.
p.s. Leyfðu okkur að sjá þig með nýju klippinguna. Skelltu inn mynd af þér.
Linda litla, 17.9.2008 kl. 20:08
En hvað ég skil þig vel Hulla mín, á svona dögum fer svo margt í gegnum hugann. Hafðu bara kveiikt á einu kerti á næturvaktinni og hugsaðu til Borgarfjarðar eystri og láttu góðar minningar ylja þér.
Líði þér vel mín kæra og ég sendi þér mikið knús, þó það sé nú fátæklegt á prenti þá veistu hug minn.
Ragna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:20
Heyrðu snoðkollurinn minn, ertu að fara á næturvækt í nótt? Úff... hvað þú ert dugleg!!! Vil bara segja að það er frábært að vita af þér hér rétt hjá, ekki gleyma því, þó það sé langt í hann pabba þinn Pabbar eru nefnilega bara frábærir
Knús frá eyjaskeggjanum á Als
Guðrún Þorleifs, 17.9.2008 kl. 20:32
Ég á þrjú systkini og fullt af systkinabörnum sem búa í útlöndum. Alltaf frábært þegar þau koma öll heim á jólunum.
Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:13
kominn með Kiwi-cut já drífa sig á frónið og fara í réttir og slást á Réttarböllum.... Gerist ekki þjóðlegra en það
Til Lukku með Haustið
Gísli Torfi, 17.9.2008 kl. 21:29
Komdu með mynd af nýja lúkkinu...alveg endilega
Drífðu þig svo bara heim í smá heimsókn.
Kveðjur.
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:49
Ég skil þig svoooo vel í sambandi við haustið- þetta er ekki minn tími.
En vorið kemur alltaf aftur - við getum huggað okkur við það- þó það sé óendanlega langt í burtu!!
Kv. Dísan
Dísaskvísa, 17.9.2008 kl. 23:24
alveg sammála..finnst haustid alltaf svo sorglegt einhvernveginn
en já, MYND takk af nýja lúkkinu, helvitis nagli ertu ...vildi óska ad ég hefdi kjark i svona..hundleid á asskotans lubbanum á mér
María Guðmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 07:07
Minn tími er haustið en EKKI svona haust eins og er hér uppi á Hamingjulandinu. Ég skil alveg þennan söknuð sem hellist yfir okkur ,,útlendingana" öðru hvoru svo þú átt nokkrar þjáningasystur þar Hulla mín.
Ætlaði bara að hugga þig með því að hér er skítaveður og hávaðarok.
Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 08:27
Brynja skordal, 18.9.2008 kl. 12:06
Sjáðu bara hvað ég er flott á nýju myndinni í höfundarboxinu!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 18.9.2008 kl. 15:25
MYND
MYND
MYND
MYND
Auðvitað langar þig öðruhvoru heim, það er eðlilegt...knús á þig og EKKI kveikja í kofanum !
Ragnheiður , 18.9.2008 kl. 18:55
Mikið skil ég þig, ég hugsa um það á hverjum deigi að mig langar SVVVOOO að skreppa heim en eins og þú seigir er ekki hlaupið að því, dullan mín
Kristín Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:08
ég fíla ill ahaustið útaf nokkrum ástæðum. Þá sérstaklega útaf kuldanum,rigningunni og rokinu.. en það er af því ég þarf að labba flest sem ég þarf að komast..
Annars finnst mér rosalega fallegir litir sem fylgja haustinu. Svo er ég eins og þú, ég er komin í jólafíling,mér finnst undirbúningurinn lang skemmtilegastur.. jólin bara svona punkturinn yfir i-ið
En annars hlakka ég til að sjá mynd af þér stutthærðri að klóra í punginn á þér
Guðríður Pétursdóttir, 19.9.2008 kl. 09:37
Mér finnst aftur á móti haustið yndislegur tími, litirnir svo flottir, kertin fá að njóta sín.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.