19.9.2008 | 18:09
Snoðhaus
Það eru búnar að vera misjafnar móttökurnar sem hármissir minn hefur fengið.
Sumir hafa sagt "ó nei ekki fallega síða hárið þitt!!!"
Halló... hárið mitt var bæði brennt og illa farið eftir nokkur heima permanett og það var þunnt og fíngert og bara ekki til að hafa á höfðinu.
Einn sem ég er að vinna með þekkti mig ekki og var í smá stund að átta sig á hver ég var.
Ætli minn stórkostlegi íslenski hreimur hafi ekki kippt honum í veruleikan aftur.
Annars er partý í vinnunni minni á föstudaginn eftir viku og ég get varla setið kjurr. Ætlum nokkrar að hittast hjá Maju og mig grunar að það verði ekki leiðinlegt.
Þar sem ég myndast hræðilega illa eða er bara af guðsnáð alveg hræðilega ljót, þá læt ég bara fylgja með næturvaktsmynd. Hún er tekin stuttu eftir miklar hrakfallir á stóra boltanum. Meira um það seinna.
Farin að horfa á talent.
Athugasemdir
Hulla mín.....þú ert flottust,...
Rúna Guðfinnsdóttir, 19.9.2008 kl. 18:26
Klippingin er flott Hulla mín, en myndin af þér er sko engan vegin flott svona yfirlýst. Láttu Eika þinn taka af þér góða mynd og sýndu okkur.
Það er fínt að klippa sig svona stutt þegar hárið er orðið slitið - það vex ef þú vilt láta það síkka aftur Ég efast samt um að þú gerir það.
Góða helgi elskurnar mínar,
Kær kveðja og knús
Ragna (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:30
Mér sínist þú bara vera flott svona dúllan mín
Kristín Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 19:25
Virkar mjøg flott, en erfitt ad sjá almennilega af thví myndin er svo yfirlíst. Spennt ad sjá meira...
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 20:00
Virkar bara eins og Lísa Minelly eða hvað hún nú heitir.
Allavega ertu bara fín, það þíðir ekkert að vera að halda í síddina endalaust.
Knús knús ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 21:07
OMG krútttið... og örugglega þægilegra, bara þvo þurrka m/handklæði smá klístur (fer eftir stemmingu) Og voila.... tilbúin í partýið... skemmtu þér vel gleðigjafi.
Bína (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:29
bara tøffari sko. Thessi klipping er nr 1 á minum óskalista,hef bara ekki haft kjarkinn i thad ennthá...og hefur sko langad i mørg ár!
hafdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 07:06
Held ég verði að koma með Guðmund/Boris og láta hann mynda þig
Guðrún Þorleifs, 20.9.2008 kl. 07:15
Flott. Ekki orð um það meir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 09:27
Mér finnst þú rosa pæja svona stuttklippt.
Ía Jóhannsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:54
Bara flottust...
Ragnheiður , 20.9.2008 kl. 18:32
vá þetta er bara töff :) klæðir þig þrælvel,, Vona við sjáumst fljótlega mín kæra.
Knúsí knús
Linda (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:10
Þetta fer þér rosa vel, vissi líka að það myndi gera það. Þú hefur áður verið stutthærð og ert mjög sæt þannig eins og alltaf :o)
Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 17:36
þetta er nú bara töff hár. alltaf ansi mikið viðbrigði í fyrstu, en venst .
talent er líka vinsælt á mínum bæ sá það samt ekki síðast var á fundi, súrt.
Kærleikur til þín inn í kvöldið.
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 18:49
Klippingin fer þér mjög vel
Elsa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:09
get ekki betur séð en að þetta fari þér alveg stórvel....til hamingju bara..
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.