Ætli ég sé frek?

Ég hef aldrei áður verið í einhverjum vafa um hvort ég sé frek eða ekki.
Mitt álit er að ég sé að sjálfsögðu ekki frek. Finnst ég þvert á móti alltof undirgefanleg og auðveld fyrir frekjudollur.
Stundum þegar mig langar voða voða mikið í eitthvað sérstakt og get ekki fengið það (gerist ansi oft) verð ég alveg gríðarlega vonsvikin og verð stundum bara sár og leið í marga marga daga. Það er nú samt ekki kannski bara hreinræktuð frekja, er það nokkur?
Eins og þegar mig langaði að kaupa húsið okkar á Stokkseyri...
Eiki (sem þá var reyndar bara rétt um tvítugt) langaði hinsvegar ekki baun í bala að kaupa sér hús lengst út á landi eða bara over hoved að flytja úr sínum ástkæra Hafnarfirði.
Eftir langa lengi og ótal mörg bréf sem ég neyddist til að skrifa mínum ástkæra til að hann gæti ekki alltaf gripið fram í fyrir mér, ákvað ég að grípa til örþrifa...
Ég sagði honum að það væri einfaldlega tvennt í stöðunni...
Númer 1. Að grotna niður í alltof dýrri og þröngri kaupleigu íbúð í blokk þar sem við vorum með 3 svefnherbergi og 4 börn.  Eða...
Númer 2. Að kaupa einbýlishús út á landi, þar sem öll börnin gætu fengið sér herbergi og gætu farið út í garð að leika sér án þess að verða fyrir strætó. Við gætum verið með dýr og matjurtargarð og lukkan mundi blómstra.

Við þetta fann ég að hann varð aðeins mýkri og bauð honum þá að við skyldum prófa að bjóða í húsið og lækka það u 2 millur. Ef því tilboði yrði tekið æri okkur hreinlega ætlað að flytja annars mundum við sætta okkur við blokkina (sem Eiki var reyndar hæst ánægður með)
Ég ákvað svo með sjálfri mér að ef tilboði mínu yrði ekki tekið mundi ég finna upp á einhverju öðru.
Ég bara varð að fá þetta hús!

Fasteignasalinn sagði mér að ég væri ósvífin að lækka húsið svona mikið og að bara bílskúrinn væri 2ja milljóna virði.
Ég sagði honum hinsvegar að það mundi frjósa í helvíti áður en ég mundi kaupa mér bílskúr út á landi fyrir 2 millur.
Tilboðinu var tekið og við fluttum stuttu seinna í draumahúsið mitt.
Þarna sagði Eiki til dæmis að ég væri frek! Ég var hins vegar svo hamingjusöm í nýja húsinu mínu að ég tók ekki bit mark á honum.

Svo hefur verið að koma upp öðru hverju að hann hefur sagt að ég sé frekjudolla en ég aldrei tekið almennilega mark á honum. Hann er náttúrulega bara karlmaður :)

Svo var það núna um daginn að ákvað að skrifa bréf til manns sem hefur alltaf verið mér býsna kær.
Manni sem ég hef ekki séð í ár og daga, en hugsa um næstum daglega.

Það er nú einu sinni þannig að það er svo margt fólk í lífi okkar sem hefur ofboðslega sterk áhrif á okkur í einu eða öðru. Fólk sem kemur og fer án þess að maður taki eftir því eitthvað sérstaklega.
Svo allt í einu einn góðan veðurdag les maður minningagrein um viðkomandi og gerir sér grein fyrir hvað manni þótti ofboðslega vænt um viðkomandi án þess að hafa svo mikið sem gert eitt né neitt í að hafa samband. Alltaf hægt að gera það seinna. 
Svo allt í einu og án fyrir vara... Bomm.. No can do. Manneskjan dáin. 

Ég hin skynsama settist því niður (miklu seinna en ég hafði ætlað mér) og handskrifaði email til þessa manns.... Og sendi.
Svo beið ég í nokkra daga, hef alltaf verið talin óskaplega þolinmóð og hélt fast í það á hverjum degi þegar ég opnaði meilið mitt og sá að það var ekki neitt persónulegt til mín þar... Róleg Hugljúf... þú ert jú svo þolinmóð, manstu.
Svo loksins aðfara nótt sunnudagsins opnaði ég mailið mitt og vitið menn :) Þar var persónulega bréfið sem ég var búin að bíða eftir.
Ég brosti að sjálfsögðu hringinn og fékk ekki af mér að opna umslagið.
Stóð upp og fékk mér kaffi og settist aftur.
Brosti meira og fór að ímynda mér hvað stæði í bréfinu. Auðvitað eitthvað fallegt.
Svo loksins, löngu seinna opnaði ég. Var ekki að höndla spennuna og var orðin svo sveitt í lófunum að ég hreinlega rann til á lyklaborðinu.
Þetta hafðist nú samt allt sama og eftir að hafa dregið voðalega djúpt andann opnaði ég augum (sem ég hef greinilega lokað þarna í milli tíðinni) og leit á bréfið.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðu mínum... Jú annars, ætla að reyna það.
Beint fyrir framan mig blasti við bréf. Það sama og ég hafði sent....
Ekkert annað.
Ég lokaði og opnaði aftur, en það var alveg sama. Engin kveðja eða neitt... Veröldin hrundi til grunna (smá drama kannski) og ég var bara ekki að trúa þessu.
Vissi ekki hvort ég ætti að orga eða bara skæla voða kvennlega, en tók svo þá ákvörðun að skrifa sameiginlegum vin og biðja hann að kanna stöðu mála.

Ég áttaði mig á þessa nótt að ég ætti greinilega svakalega erfitt með að taka höfnun. Og ég spáði í í fyrsta sinn af einhverri alvöru hvort það gæti verið að ég væri kannski bara frek eftir allt saman.
sameiginlegi vinur okkar skrifaði mér sem betur fer strax eða um leið og það varð fótaferðatími hjá honum og tjáði mér að vinur okkar væri ekkert svakalega fær á email og tölvur, en hafði haft samband við sig og fengið leiðbeiningar til að svara mér :)

Nú er ég búin að fá fallegasta email ever og passa það vel.
Brosti býsna kjánalega í alla nótt, en hverjum er ekki sama :)
Frek eða ekki frek.
Nú er ég komin í samband við mann sem hefur haft gríðarlega mikið að segja um mig sem persónu og ég sé ekki eftir því eitt andartak að hafa ákveðið að skrifa honum.

Stefni svo á að vinna í Lottói um næstu helgi og vinna milljónir :)

Lifið vel og munið að gleðin er besta víman Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott hjá þér að hafa samband, maður missir samband við allt of mikið af góðu fólki bara af eintómum sauðshætti. Svo getur þú eiginlega ekki unnið í lottó á laugardaginn því ég ætla að gera það.

Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Knús ljúfasta meyja

Guðrún Þorleifs, 27.10.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Hulla Dan

Helga: Þá vinnum við bara báðar 1. vinning! Ég spila í því danska nebblega

Jenny:

Rulga: Já ég er í sambandi við fullt af dánu fólki... Þessi er samt, gud ske lov lifandi.

Fannst þér ég í alvöru frek??? Guðlaug átti kínabuxurnar  
Erum við ekki frekar að tala um unglingsstrák??? Þar viðurkenni ég nefnilega alla mína frekju

Knús á ykkur

Hulla Dan, 27.10.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Hulla Dan

Knús til þín líka Guðrún... Hvernig ertu í fimmtudeginum, snemma???

Hulla Dan, 27.10.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Humm... skóli til hádegis eða svo...

Verður þú á ferðinni?

Mundi taka allt til skoðunar með tilliti til mikilvægis

Guðrún Þorleifs, 27.10.2008 kl. 21:34

7 identicon

Elsku Hulla mín. Það eru til svo miklu fallegri orð eins og að vera fylgjandi sjálfum sér og að vera ákveðinn. Það þykir voðalega flott að vera svoleiðis. Að kalla þig frekjudollu nær auðvitað engri átt.
Sendii ykkur öllum knús.

Ragna (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:52

8 Smámynd: Linda litla

Þú ert örugglega ekkert frek, er viss um að þú sért bara soldið ákveðin. EN ég hef samt alltaf sagt að ég verði að vera frek, annasrs kemst ég ekkert áfram í þessu lífi og hana nú !!

Ég vona svo sannarlega að þú vinnir lottóvinninginn.

Linda litla, 27.10.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innlitskvitt til tín mín kæra..

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 06:26

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

kalla thetta ekki frekju,bara ákvedni. thad sagdi amma heitin alltaf um mig.."hva,hún er ekki frek, bara thokkalega ÁKVEDIN"  

vid dollurnar unum okkur bara vid thad, erthakkí??

hafdu gódan dag, og já,gott hjá thér ad skrifa ádur en thad verdur of seint,vid gerum alltof mikid af thvi ad bida eftir "rétta " timanum sem kannski aldrei kemur.

María Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 07:42

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ þú er bara yndisleg Hulla mín.  Ég var einmitt að hugsa um vinarböndin hér í gær og var næstum farin að skæla, búhu´hu  engin vill tala við mig! Svo bara tók ég upp símann og viti menn vinirnir eru þarna enn og ég brosti hringinn eins og þú.  Góðan daginn vildi ég sagt hafa.

Ía Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 08:08

12 Smámynd: Líney

svo satt svo satt.....knús

Líney, 28.10.2008 kl. 09:13

13 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hulla mín, þú ert ábyggilega ekkert frek. En það var ég sem ætlaði að vinna í lottóinu ef einhver gæfi mer 50 dkr. Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 13:11

14 identicon

Flott færsla.Gott að lesa hana.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:49

15 identicon

Sko :) Told you!

Beggi bró (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:37

16 identicon

Aldrei mun ég viðurkenna að þú sért frek Hulla mín litla, bara dálítið eins og mamma þín svona smávegis rómó,hús úti á landi og fleira í þeim dúr.'Eg hef nú alveg vanið mig af þessháttar enda eigum við Lási sumarbústað sem alltaf er verið að laga og bæta.Eða hvað?Kannski er ,ég ekki alveg hætt,Það væri nú voða gaman svona í ellinni að búa þar sem væri minni bílaumferð o.s.frv. Nei takk nú hætti ég þessu nú er alveg nóg komið af vitleysunni í mér,en samt.Ef ég byggi upp í sveit, þyrfti ég aldrei að fara í bústaðinn á gamlárskvöld því ég þoli ekki lætin hamaganginn þá .Maður á víst aldrei að segja aldrei.                                                  Hér er gott húsráð  handa þeim sem ekki mega halda dýr af einhverjum ástæðum; Flugur eru ákaflega skemmtileg og elskuleg dýr í alla staði,að vísu eru þær sjaldséðar á veturna en þá er bara að bíða sumarsins þolinmóður því þær koma engin hætta á öðru .Til að hæna flugurnar að er gott að galopna alla glugga,setjið dálítið af strásykri hingað og þangað í gluggann og gott er að setja sykur mola líka , gangi ykkur vel með blessaða litlu angana.Bless í bili Ljúfan mín,þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:10

17 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Áskorun dagsins:

Nú finnst mér komin tími á að "hin" frænka mín opni blogg. Það væri skemmtun fyrir mit og táninginn hana múttu mína.

já og svo hefur mamman auðvitað rétt fyrir sér, Hulla er ekki frek en ákveðin og það er yndislegt.

Knús á ykkur

Frænkubeibið

Guðrún Þorleifs, 29.10.2008 kl. 17:02

18 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert örugglega það sem kallast á mínu heimili að vera ýtin   Reyna að koma sínum málum í gegn, það er málið.  Mér líst vel á þig Hugljúf, öðruvísi kemst maður ekki neitt.

Kveðjur yfir hafið.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:17

19 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hurrrrrðu.... hvernig er annað kvöls hjá þér????  ísl konur að fara að hittast á café húsi í SDB . . .  Tilboð dagsins: Ég bíð, þú kemur

Guðrún Þorleifs, 29.10.2008 kl. 20:42

20 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.10.2008 kl. 22:41

21 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær færsla, varð meira og meira spennt því lengra sem leið, varð svo skúffuð þegar þú fékkst bréfið aftur, en brosti svo sæl að lokum !

takk , núna get ég farið út í garð að taka til.

Ljósakveðjur frá Lejre

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:57

22 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

weekend_662605.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 12:14

23 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú sem mundir gera allt fyrir alla ef þú gætir það, þú ert ekki frekja Hulla mín. 

Góða helgi sætasta

Elísabet Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 14:45

24 identicon

Hæ frekjudolla hehe smá grín,, nei þú ert ekki frek heldur ákveðinn.

Heyrðu ég var að skoða gamlar færslur hjá þér og þar á meðal um tónlista færni bróður míns  Það minnti mig á soldið skondið,, þegar ég var lítil og við fórum austur á Hvolsvöll í heimsókn,,, þá var húsbóndinn á bænum alltaf sendur í kjallarann með nikkunna og bokkuna og kerla lokaði hurðinni svo hún gæti fengið smá ró, allveg þangað til að hún var sjálf búin að líta í bokkuna þá mátti karlinn koma upp með nikkuna og spila fyrir hana og gesti .

Enn please ekki senda Eika út í hlöðu að spila  

Knús á ykkur öll

Linda (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:43

25 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þarf að tala við Eika um þessar heimsóknir á Hvolsvöll, ég átti fasteign þar án kjallara... en þekkti fól með nikku, bokku og fleirra...

Guðrún Þorleifs, 31.10.2008 kl. 22:01

26 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

þú verður því miður að deila viningnum með mér kæra Hugljúf...

En ég er líka svona frek í vafa...veit ekkert hvernig ég á að dæma þessa svo kölluðu frekju.. því ég er nefninlega mjög oft fljót að gefa eftir því sem aðrir eru að suða..

kannski er ég bara misheppnuð blanda

Guðríður Pétursdóttir, 1.11.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband