6.11.2008 | 07:25
Enn eitt afmælið :)
Þá er komið að næst síðasta afmælinu á þessu heimili á þessu ári... Ekki því síðasta í fjölskyldunni, en hérna hjá okkur.
Dásamlegi Eikinn minn til 14 ára er 31 árs í dag Kominn á fertugs aldurinn og er þar með búinn að ná mér
Kúturinn fékk ekki pönnukökur og ekki pakka þegar hann vaknaði, því ég var á næturvakt og hef ekkert komist í búðir upp á síðkastið
En það er allt í lagi því að hann fékk einn frá henni systur sinni og ég er nokkuð viss um að hann hafi fæðst seinni partinn + að það er eins tíma munur á milli landana núna svo ég græði smá tíma...
Og svo hef ég bara svo oft þurft að bíða eftir mínum pakka svo samviskubitið er í lágmarki
Allavega vona ég að eiginmaðurinn minn fái svakalega góðan dag, og að ég sofi vel.
Fann enga nýlegri mynd svo ég skelli bara einni inn af Eika á 12 ára afmælinu sinu.
Við hliðina á honum er svo Heiða, litla systir hans sem er 5 ára daginn eftir honum og svo er þarna Bjarni frændi... Þessi sem horfit girndar augum á kökurnar....
Júbb... Fann aðra nýrri eftir mikla leit.
Svona er hann í dag nema yfirleitt með gítar hangandi framan á sér...
Þess má svo í gamni geta að ég og strákarnir sungum fyrir hann afmælissönginn í morgunn, og ég spilaði undir á gítarinn hans Júlla.
Þetta var gjörsamlega óæft og mig grunar að Eika hafi bara líkað vel, og orðið þó nokkuð afbrýðisamur út í snilli mína á gítarinn. Alla vega rauk hann til og reif af mér hljóðfærið og bað mig að lofa sér að snerta það aldrei meira, hann var með tár í augunum og allt.
Nú er hálftími síðan hann fór og hann er þegar búinn að hringja 4x ég held að hann sé að kanna hvort sé utanlandsferð í uppsiglingu
Gúdd næt jú ol og hellingur af knúsi til ykkar inn í daginn
Athugasemdir
Til hamingju með gítarspilarann
Auðvitað hafa einstakir gítahæfileikar þínir snert hann á einn eða annan hátt ( skil núna, hvað ég vaknaði við )
Er hann að vona að þú farir með hann á grensuna??? Muhaaahaaaa . . . .
Sofðu rótt
Kær kveðja frá einni sem á að vera að læra heima hjá sér
Guðrún Þorleifs, 6.11.2008 kl. 07:39
´Til hamingju med strákinn tinn....Hann felldi tár...ÆÆ en sætt.
Kvedja frá mér.
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 07:49
til hamingju med thennan flotta mann Hulla
María Guðmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 07:54
Guðrún: takk og farðu að læra... Og já.... við verðum að fara yfir grensuna í dag eða morgunn... Makintos og jólabjórinn maður minn!!! Muhahhaha
Guðrún sjálenska: Hann feldi tár já... Og hélt fyrir eyrun... vildi bara ekki taka það fram
Maja: Takk fyrir það og ég skal taka vídeó með af honum ef þú bara lest blogg skilaboðin þín og mætir á laugardaginn
Hulla Dan, 6.11.2008 kl. 08:06
Til hamingju með þinn Sporðdreka og takk fyrir kveðjuna vegna míns Hafið það gott!!
Hugarfluga, 6.11.2008 kl. 08:31
Innilega til hamingju með karlinn....flottur er hann :o) eigið góðan dag saman.
Kúturinn minn er áætlaður samkvæmt sónar á mánudaginn næsta....vona að hann komi amk í næstu viku, það er nóg að gera hjá mér um og yfir helgina og kemst ég því ekki niður á fæðingardeild fyrr en eftir helgi ha ha ha..... :o)
Bestu kveðjur út til ykkar.
Harpa Hall (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:33
Til hamingju meðgítarspilarann..
kveðja Dóra Esbejrg
Dóra, 6.11.2008 kl. 08:35
Læra
Makintos = Er það ekki breskur andskoti?
Breskt = nei takk
Íslenskt = já takk
... og ef það er eh vanda mál þá redda ég því!
Guðrún Þorleifs, 6.11.2008 kl. 08:39
Hamingjuóskir með gamla kallinn. Voðalega eru allir að verða gamlir í kringum mig. Frekar spes hehe
Rakel (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:00
Til hamingju með karlinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 10:15
Ynnilegar hamíngju óskir með mannin þinn, ljúfan.
Knus til þín Hulla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:10
Innilegar hamingjuóskir með flotta kallinn þinn. Og góða ferð yfir grensuna ég kem þarna yfir á sunnudag svo e.t.v. hittumst við á miðri leið. Ætla alla vega að vinka ef ég sé flott fólk á ferð.
Skilalveg þetta með Macintosið heheheh
Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:47
innilega til hamingju með kallinnog góða skmemtun í grensubúðunum
Líney, 6.11.2008 kl. 16:03
Elsku Eiki minn. Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn!Veistu bara hvað? Gamla tengdamútta keypti meira að segja pínulitla afmælisgjöf,sem kemur með pakkanum sem ég hef ætlað að senda allan síðastliðin mánuð, það er nú ekki að spyrja að dugnaðinum og driftinni. Þetta með söfnunina var ekkert grín ef einhverjum skyldi hafa dottið það í hug. Var í aðgerð á löppinni í morgun, vírarnir teknir og allt gekk vel. Segðu Hullu að það komi mér alls ekki á óvart þó hún hafi einhverjar músikkalskar tilhneiingar,hún sýndi það sem barn.Ég held að það væri gott fyrir hana að byrja t.d. BÁSÚNU eða TÚBU. Bestu kveðjur til ykkar allra, tengdamamma.
Tengdó (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:39
Til hamingju með Eika
Knústu brósa frá mér
kv. litla sæta stelpan á myndinni
Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:38
það að fá að vakna við hlið þér er stærsta gjöf sem þú getur gefið mér ;) takk fyrir að vera þú :) Elska þig
Eiki
Eiki (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:38
'o enn sæt skilaboð frá Eika,, þetta er sko bróðir minn Eða skrifaðirðu þetta kanski sjálf Hulla hehe. Allavega til hamingju með karlinn þinn vona þið hafið fengið góðann dag Hmmm enn hvað varð af kökunni?
Love you heyrumst á morgun igen igen
Linda (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.