Allt við það sama hér.

Kæru bloggvinir.
Nú er ég búin að vera aumingi með hor ansi lengi og er að hugsa um að hætta því. Núna.
Vantar samt smá ráð og svör ef þið hafið einhver.

Hvernig hjálpar maður fólki sem vill ekki leyfa manni að hjálpa sér?
Hvernig hjálpar maður fólki sem slær á fingurna á manni í hvert skipti sem maður réttir út hjálpar hönd?
Hvernig fær maður viðkomandi til að skilja muninn á réttu og röngu?
Hvernig fer maður að því að finna fólk sem er ekkert spennt fyrir því að láta finna sig?
Og hversu langt má maður ganga í þessu bloggi?
Er það virkilega einkamál hvers og eins hvernig þeir haga sér? Líka þegar það hefur hræðileg áhrif á heilu fjölskyldurnar?
Það er talað um að maður uppskeri eins og maður sáir... Er það ekki bara lygi???
Getur maður fengið hita og hálsbólgu af eintómu stressi? Nei djók... Veit að það er sennilega árstíminn.

Er að hugsa um að rífa mig upp úr þessum djöfulsins aumingjaskap og volæði...
Fæ orðið taugaáfall þegar ég lít í spegill og þegar Eiki minn gargaði í morgunn þegar hann leit framan í mig, skildi ég að ég verð að gera eitthvað í mínum málum. Sem sagt að fara að líta betur út.
Annars merkilegt hvað áhyggjur geta sest í andlitið á manni.

Fékk annars frekar sjaldgæfa minningu um daginn. Aldrei að vita nema að ég bloggi um hana fljótlega. Kannski meiri að segja á þessu ári.

Ætla að kveikja upp -er orðin ansi fær í því- svo ég komist í sturtu. Það ku vera svo hressandi.

Mojn í bili. Hulla sem er á barmi sturlunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Hulla, hvíldu þig. Þú getur ekki hjálpað þeim sem ekki þiggur hjálpina. Eins erfitt og það er þá er það bara ekki hægt.

Prógramm fyrir aðstandendur myndi líklega aðstoða þig -það hlýtur að vera til þarna eins og hérna.

Stórasta knús í heimi !

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Dóra

Voðalega er ég fegin að sjá þig aftur hér..  Var farin að hafa virkilegar áhyggjur af þér dúllan mín.

Nei það er voðalega erfitt að hjálpa fólki sem vill ekki þiggja hjálp það er rétt.

 En það fer líka eftir hvers eðlis hjálp vantar hverju sinni og fólkið sjálft.

Maður getur já orðið veikur af stressi.. Oft verður maður veikur viku eftir áfall.. það er að minnsta kosti mín reynsla..

Gangi þér vel dúllan mín og eigðu sem bestan dag.. Já eða eins og það er hægt að hafa hann þessa daga.

Kærleiksknús til þín og þinna hér frá Esbjerg dóra

Dóra, 20.11.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Stelpurassgatið...

En á morgunn er ég heppin þá kemur þú til mín

Guðrún Þorleifs, 20.11.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þegar stórt er spurt verður fátt um svör elsku Hulla mín.  Stundum verður maður bara að taka á honum stóra sínum og hugsa ég er hér og ætla núna að hugsa aðeins um mig.  Sem sagt: Ég, um mig, frá mér, til mín. 

Knús á þig nýsturtaða og settu á þig varalit það munar öllu.

Ía Jóhannsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Hulla mín, velkomin aftur, yndislegt að fá þig. Þú getur ekkert gert í stöðunni en ég veit hvað þú ert að tala um, þetta er örugglega svo hrillilega sárt að standa í þínum sporum, Guð hjálpi ykkur elsku fjödskylda, það eina sem ég held að þið getið gert er að standa saman. Því miður getur enginn bjargað þessu nema þessi manneskja, held ég. Ég finn svo til með ykkur Hulla mín.

Kærleikur og stórt hvitt ljós til ykkar elsku fjöldskylda

Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ekki séns að hjálpa þeim sem ekki vilja neina hjálp. Segi eins og Ragga, kannski væri gott að kynnast aðstandendahópi. Þá finnur þú allavega að þú ert ekki ein um þetta.

Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:39

7 Smámynd: Líney

Líney, 20.11.2008 kl. 13:03

8 identicon

Hæ sæta, gott ad heyra frá tér aftur. Vona ad tú verdir búin ad ná tessum flensuskít úr tér fyrir morgundaginn svo tú sért med okkur annad kvöld. Tú hefur gott af ad koma adeins út úr húsi og hugsa um eitthvad annad. Knus og kram.

maja (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já gott ad "sjá" thig aftur  

en veistu, thetta er eins og skrifad úr mínu hjarta bara...en ég veit ekkert hvad málid er hjá thér...thekki bara thessa stødu af eigin raun..ad reyna ad hjálpa manneskju sem ekki vill thiggja hjálpina og ad thurfa ad horfa uppá vidkomandi hreinlega søkkva oní skitinn thannig,thad er ekki audvelt. Er ad reyna ad "sleppa" takinu og einmitt,hugsa um sjálfan mig og mina fjølskyldu.

Og já, stress getur gert mann VEIKAN, thad hef ég lika prufad og er enn ad éta lyf til ad halda mér á mottunni  og thá meina ég ekki gedlyf,thótt ekkert sé athugavert vid thau. En thad gefur af sér likamlegar afleidingar ad vera alltaf stressadur,svo fardu vel med thig vinkona, og reyndu ad hafa thad gott i hjartanu.

María Guðmundsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:19

10 Smámynd: Tiger

  Heyrðu þarna rassgatið þitt! Sko, ef þú hættir ekki að hafa áhyggjur af öllum heimsins vandamálum - og reyna að leysa þau líka - þá verður rassinn á þér krumpaðri en rúsína! Ég sverða alveg niður í tær ...

Annars er gott að gera ýmislegt í nafnleysi - koma hlutum eða aðstoð til fólks án þess að leyfa þeim að sjá eða vita af manni. Gott að nota t.d. presta eða þannig staðsett fólk til að koma hjálp eða uppástungum áfram - fólk hlustar alltaf á prest ef hann talar beint við það..

Farðu að losa þig við krumpurnar og hættu þessum áhyggjum.

Knús og kramerí á þig og alla þína .. líka krumpaða rassinn þinn!

Tiger, 20.11.2008 kl. 17:44

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

margar spurningar kæra kona. fyrst vil ég svar þeirri sem þú spurðir á sblogginu mínu, ég var á skógarskóla.

ég held að besta ráði til að hjálpa öðrum þegar viðkomandi getur ekki tilfið við munnlegri hjálp, er að hjálpa með kærleika, án þess að dæma með að vera fyrirmynd fyrir aðra og aldrei að dæma. það er því miður oft þannig að við erum ekki nógu harmlaus til að hjálpa öðrum, það er alltaf eitthvað í undirmeðvitundinni sem sendir annað en það sem kemur út úr munninum á okkur og það er það sem hinn aðilinn tekur á móti og þar af leiðandi komast skilabo'in ekki rétt áfram.

kærleikur og ekki dæma og vera fyrirmynd , alls ekki eins  auðvelt og maður gæti haldið.

ég er nú ákveðin að kíkja á hænur hjá þér í sumar, kallinn minn er eitthvað að mögla yfir því að fá hænur aftur, vill miklu heldur gera sofu skýli úti í garði, en sjáum hvað setur.

Kærleiksknús til þín og upp með gleðina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 20:56

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hvíldu thig og láttu thér batna. Passadu upp á sjálfa thig. Svo thegar thú ert ordin hress, thá er kannski audveldara ad sinna ødrum. Bjóddu fram hjálp thína, segdu ad thú viljir hjálpa, segdu hvad thér finnst vera erfitt, og dragdu thig svo adeins í  hlé. Meira getur thú líklega ekki gert. Thú getur bodid hjálp, en ekki tekid á móti hjálpinni fyrir vidkomandi. madur getur bodid barninu vatn, en ekki drukkid fyrir thad.

Gangi thér vel med thetta og allt annad.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:01

13 identicon

Elsku Hulla mín

Ég reyni mitt besta til að senda þér góða strauma.  Ég þekki það að áhyggjur geta nagað mann að innan og hreinlega gert mann veikan.  Áhyggjur af þeirri tegund sem þú ert með er ekki svo auðvelt að losna við.  Maður bara hættir ekki að hugsa um svona mál, rétt si svona.  Elsku Hulla mín, gráttu úr þér augun, knúsaðu alla strakana þína stóra og smáa, talaðu við Guð (eða einhver önnur máttarvöld), kveiktu á kertum og gerðu allt sem þú getur fyrir sálartetrið þitt.  Ég vona að þetta skýrist fljótlega, hugsa til þín .

Kveðja

Guðbjörg Oddsd.

Guðbjörg Oddsd (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:01

14 identicon

Hæ Hulla, hér er vefur sem gæti hugsanlega komið að gagni við að takast á við málið sem hrjáir þig og þína http://www.al-anon.dk/

Vonandi fer allt að ganga vel, en góðir hlutir gerast hægt.

Bið að heilsa öllum í dönsku sveitinni.

Lárus P. (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:26

15 identicon

Elsku Hulla mín, það er ekki auðvelt að svara spurningunum þínum og erfitt að ráðleggja. Ég tek bara undir það sem hún Guðbjörg mín hefur skrifað hérna fyrir ofan. Eins og er, þá getur þú fátt gert annað en að bíða og vona. Þegar hjálp er ekki þegin og slegið á útrétta hjálparhönd aftur og aftur, þá verður maður bara að draga að sér höndina og bíða þar til viðkomandi er tilbúinn og sér sig knúinn til að rétta út sínar hendur og þá er gott að geta verið tilbúinn og snöggur að grípa. 
Hugur okkar er hjá þér og ykkur Hullla mín - missum ekki vonina.  X sér vonandi fljótt að þetta er ekki rétta leiðin til lífshamingju og þá verður gott að eiga faðmlagið þitt.

Knús til ykkar allra,

Ragna (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:19

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla kæra hulla

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:25

17 identicon

Eitthvað tvennt á hné ég hef, annað heitir Stína, mér satt í hug þetta litla vísubrot þegar ég las bloggið þitt Hulla mín litla.  Ég á ráð að gefa þér eins og stundum áður, en ég er handviss um að þú gerir ekkert með þau.  Þú værir nú ekki dóttir mín annars. Í Openro eru samtök sem hægt er að leita til í fyrra málinu .Ég sá að Lárus hafði eimitt bent þér á þetta í gær.  Ég er í rúminu illa haldin af lungnabólgu og ekki til stórræðanna þessa dagana.  Í samtökum aðstenda, segja þeir að ein gerir þú það, en ein getir þú það ekki. Eitt er víst að það er engin lifandi leið til að stjórna öðru fólki, maður hefur alveg nóg með sjálfan sig. Veistu það mín kæra að  stundum vill fólk bara alls ekki láta bjarga sér.  Það vill bara haga sér eins og því sjálfu finnst gott,þannig er það bara. Með hitt málið er alltaf best að vera hreinskilin og heiðarlegur,þú gætir t.d,hringt í persónuna sem þér þykir svo undurvænt um og sagt viðkomandi hvað þér mislíkar og hvað búið er að særa þig oft og illa.  Talað bara eins og þú gerðir í sumar,svo fleiri heyrðu. En þetta gerir þú áreiðanlega ekki heldur,en heldur í þér sárindinum og gremjunni og ekki nóg með það heldur kyssir þú á vöndinn,ekki einu sinni heldur aftur og aftur.  Þú ert nefnilega dóttir mín og því miður dálítið lík mér. Blogg er bara blogg,eða hefur þú lesið mikið um það sem raunverulega skiptir máli.  Þú lest áreiðanlega um flensuna sem Lilli litli er með og sokkana sem Gunna er að prjóna handa Sigga, eitthvað í þeim dúr.  Þegar stór og ljót mál koma upp er dálítið annað upp á teningin. Passaðu líka að senda aldrei imail sem þér er ekki sama um að allir lesi, ég veit þess dæmi að fólk hefur sýnt slík bréf við ýmis tækifæri. Það er hellingur að frétta héðan t.d, er tölvuóhugnaðinum aflétt í bili a.m.k. Það eru líka fullt af góðum fréttum, sumt af þessu ertu nú þegar búin að fá að vita þar sem við tölum svo mikið saman í síma. En í bili þá sendi ég þér baráttukveðjur og vona að þú fáir pakkann frá okkur sem fyrst.  Hjartanskveðjur og mundu nú að þú ert að fást við sjúkdóm en ekki neitt sem hverfur af sjálfu sér. Þín mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:35

18 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Risa risastórt knús elsku engill, sendi þér allrabestu strauma mína. 

Elísabet Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 21:50

19 identicon

Enn er ég sest við tölvuskrattann, get ekki sofið fyrir þyngslum og það er orðið hræðilega sárt að anda. Í fyrramáli um leið og ég vakna ætla ég til læknis sennilega þarf ég að fara á einn enn lyfjakúrinn.  Þú varst að tala um í blogginu þínu minningu, eitthvað sem hefði rifjast upp.  Þannig er líka með mig og nú langar mig til að segja þér frá þessu.  Þannig var að ég rakst inn á flóamarkað sem m.a, seldi gamlar bækur hér á dögunum. Þó að ég sé löngu hætt að kaupa bækur, allavega í því magni sem ég gerði hér áður fyrr, kemur samt fyrir að ég kaupi eina og eina.  Venjulega gef ég þær svo aftur.enda er skilningur minn á bókum sá að þær eigi að vera fyrir sem flesta.  Jæja hvað um það, þarna finn ég bók sem ég mundi örlítið eftir sem barn og heitir því ágæta nafni "Brækur biskupsins" og hafa verið gamansaga ef ég man rétt.  Nema hvað ég kaupi skræðuna á heilar 30 kr. Nú svo fór ég heim og þá fóru minningarnar að flykkjast að úr öllum áttum. Ég hef varla verið meir en 9-10 ára þegar þetta var.  Í amtbókasafni Akureyrar var ég vikulegur kúnni og fannst engum neitt athugavert við, enda bókaormur hinn mesti, ég var því vön að ganga út með það sem ég hafði áhuga á.  Þá kom babb í bátinn, ég fékk sem sé "Brækurnar" lánaðar og las þær víst, en varla hefur boðskapur sá rist djúpt því lítið man ég eftir skræðunni.  Nú segir fáll af annað en að ég lánaði vinkonu minni bókina sem aldrei las hana því hún var rekin með harðri hendi upp úr rúmi með bókina til að skila henni ásamt því að hringt var í föður minn og honum tilkynnt að svona sora vildi sá er í símanum var ekki fá inn á sitt heimili.  Ég held að pabba hafi brugðið enda friðsamur maður, sagði hann að best væri að lána ekki  og fá lekki ánaðar bækur frá öðrum ef bókasafnið ætti þær.  Nú var ekkert við þessu að segja enda orð föður míns næstum lög þá sjaldan sem hann opnaði munninn til slíkra hluta.  Nú ætti sagan að vera búin en ekki nú aldeilis, næst þegar ég kom á safnið tók bókavörðurinn við bókinni þeirri arna og sagði síðan stundarhátt, Þetta er ekki barnabók þær eru í þessum hillum hérna. Ekki brá mér mikið við þetta en fór að leita mér að bók sem ég fann reyndar strax, þriðja heftið af æfisögu Martins Andersons Nexö, hin heftin voru til heima og ég auðvitað löngu búin að lesa þau.  En nú kom aldeilis babb í bátinn upp stóð nú bókavörðurinn í öllu sínu veldi og hálf hvæsti á mig; ég var búin að segja þér og sýna hvar barnabækurnar eru geymdar .Skelfingu lostin flýði ég út úr húsinu sem ég hafði átt svo margar ánægjustundir í. Svo snautaði ég heim heldur niðurlút og skömmustuleg.  Það fór líka svo að ég gat ekki haldið aftur af tárunum við matborðið, var nú gengið á mig og sagði ég sem var nú að ég mætti aðeins fá lánaðar barnabækur á safninu.  Nú ætla ég að hugsa málið sagði faðir minn, með það sofnaði ég. Daginn eftir gekk faðir ninn með mér inn í innbæ, það var farið að skyggja og ég hélt fast í stóru vinnuhörðu höndina hans.  Við gengum inn á safnið og þar ræddi faðir minn við bókavörðinn, útskýrði fyrir honum að dóttir sín væri fyrir löngu síðan vaxin frá bókum þeim er aðallega börnum væru ætlaðar. Ég hafði ekki hugmynd um það þá að sá þjóðkunni maður og skáld Davíð Stefánsson væri sá sem faðir minn samdi við, en víst er um það að betur fór á með okkur eftir þetta,alltaf hefur mig hálfvegis grunað að faðir vinkonu minnar hafi hringt og ausið úr skálum bræði sinnar,en því má bæta við Hulla mín litla að ekki þótti mér minna koma til pabba míns eftir þetta og nú er best að byrja aftur á bókarskömminni.Ég get svo sent þér hana ef það er eitthvað varið í hana. Góða nótt ljúfust .Mamma. 

Mamma (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 02:12

20 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sé Jóa fyrir mér rölta með stúlkuna sína á bókasafnið og leysa málið. Þar fór góður maður og traustur. Leyfi mér líka að njóta góðs af kvittinu þínu og brosi út í annað við lesturinn.

Kærar kveðjur til ykkar

Guðrún Þorleifs, 22.11.2008 kl. 07:24

21 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er löngu hætt að reyna að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálp. Annars endar maður sjálfur í sálarflækju og hrúgu af óendurvinnanlegum sársauka og raunum.Vertu þú sjálf og láttu gott af þér leiða þar sem við því er tekið.

Kveðja yfir hafið

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.11.2008 kl. 13:37

22 Smámynd: Unnur R. H.

Hulla mín gaman að sjá þig aftur hér. Það er alveg hræðilega erfitt að gefa ráð við svona hlutum, en vonandi gengur allt vel hjá þér. Knus fra meg hehe

Unnur R. H., 22.11.2008 kl. 20:00

23 identicon

Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

 Sendi þér hlýjar kveðjur af klakanum og vona að það rætist úr öllu

knús á ykkur allar

Rut (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:41

24 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég veit ekki hvað skal segja.. ég er það þrjósk að ég mundi ekki láta segjast og neyða hjálp mína upp á fólk.. en það er víst ekki gott heldur.. :(

Guðríður Pétursdóttir, 25.11.2008 kl. 00:26

25 identicon

Viltu segja mér hvort þú fékkst E-mailið frá mér - kannski var ég ekki með rétta E-mail adr.

Knús til ykkar Hulla mín,

Ragna (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:11

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú maður getur veikst af áhyggjum engin spurning.
En það er ekki hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpina.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband