Allt að koma.

Ég er búin að finna undanfarna daga að eitthvað er að gerast með bloggarann í mér.
Samt ekki nógu mikið til að ég nenni að henda inn almennilegri færslu. En það hlýtur að koma.

Nú ætla ég að reyna að koma einhverju í verk hérna svo ég geti farið að baka aðeins til jólanna.

Læt fylgja með nýjasta piparkökusönginn.

Þegar piparúðinn notast
lítill löggumaður tekur:
Fyrst af öllu piparúðann
og hann ýtir fast á staut.
Þá má heyra ýmsa æpa,
aðrir hvítna eins og næpa.
Sumir nudda æstir augun,
æða grátandi á braut.

Þegar öllu þessu er lokið
lítill löggumaður segir:
Þetta er ansi góður úði,
allt er hyskið farið brott.
Inni í klefa á ég bjána,
einn með gulan bónusfána
Og með svona piparúða
gengur police-vinnan flott.

Bæ í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hí, hí, hí, bara skondinn söngur.  Hafðu það sem best darling

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott að heyra að þér líði betur.  Þið þarna í DK hefðuð nú alveg mátt sleppa því að senda okkur allt þetta rok sko við erum bara alls ekki vön svona vindi eins og er úti núna hehehe.... annars bara góð.

Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Líði þér vel Hulla mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Flottur pipar....bragur  Gangi þér vel að jólast....ekki gengur mér það of vel

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.12.2008 kl. 14:53

5 identicon

Hæ skemmtilegur piparsöngur, fíla húmorinn í þessu.  Vonandi sér spaugstofan þetta því svona er eins og skrifað fyrir þá.

Kveðja LP

Lárus (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gódur søngur hjá thér,

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 22:18

7 identicon

Ég sendi þér stórt knús  og vona að þér fari að líða betur Hulla mín.  Nú er svo kósý og skemmtilegur tími að fara í hönd. Njóttu vel.

Hjartans kveðja
frá Rögnu

Ragna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:03

8 identicon

 hehe skondin vísa

Gaman að sjá að þú ert komin aftur,
Ég sakna ykkar svo mikið, vildi óska að ég gæti komið líka um jólin  
knús til ykkar allra!

kv. Heiðan

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 06:05

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég fer bráðum að byrja að baka.. var svo spennt að fara að byrja en svo þegar tíminn er nánast kominn þá fer ég að verða löt...

Animated Gifs

Guðríður Pétursdóttir, 2.12.2008 kl. 23:03

10 identicon

Hæ Hulla og co, hér er skemmtileg síða sem ein starfssystir mín sendi á okkur vinnufélagana. http://notendur.snerpa.is/systaoggaui/jolafondur.htm

en þarna er ýmislegt til að skoða ef það á að föndra svoldið fyrir jólin. Gæti verið skemmtilegt fyrir krakka að nota eitthvað af þessu.  Datt svona í hug að láta þetta ganga en hef sjálfur haft gaman af að skoða því handverk af ýmsu tagi er alltaf spennandi finnst mér.

Bið að heilsa í sveitina á Jótlandi :)

Lárus Pálmason (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:30

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

jólakveðjukveðja

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 16:09

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:42

13 Smámynd: Hulla Dan

Kossar til ykkar

Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband