1.1.2009 | 18:39
Klæðskiptingur!
Góðan daginn og gleðilegt ár.
Ég heiti Hulla og ég er klæðskiptingur.
Ég áttaði mig á þessari áráttu minni um daginn þegar ég var að taka til í löngu gleymdum skáp, og fann þá hermannabuxurnar hans Darra.
Þessar sem hann gleymdi og ég ætlaði alltaf að senda honum, í ágúst 2007
En af því að þær voru í gleymda skápnum fann ég þær fyrst núna þegar ég gerði jóla hreint. Gleymdi því greinilega í fyrra.
Nohhh ég ákvað nú að taka þær frá, enda uppáhalds buxur frænda míns, og koma þeim í póst.
Svo fór ég allt í einu að spá í hvort hann væri ekki bara búinn að vaxa upp úr þeim, enda drengur í uppvexti miklum, og setti þær aðeins til hliðar.
Svo var ég eitthvað búin að kíkja á þær af og til og viðurkenni það bara hér og nú að ég hef alltaf verið frekar veik fyrir hermannabuxum. Átti einar í rúm 8 ár en þær voru algrænar. Þessar eru flekkóttar.
Nú það endaði náttúrulega með að ég mátaði helvítis buxurnar, en aðallega til að sjá hvort ég væri nokkur feit í þeim. Darri rosa grannur og ég ákvað að ef þær pössuðu mér þyrfti ég ekki framar að hafa áhyggjur af auka kílóum.
Þegar ég var komin í buxurnar rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði aldrei ætlað að senda buxurnar með það sama! Og núna þegar ég sé hvað þær klæða mig dásamlega (fyrir utan að vera aðeins of stórar) langar mig ekki baun að senda þær over hoved. So sorry Darri.
Svo fór ég að pæla í hvort að þetta væri kannski vandamál og eins og svo oft prófaði ég að snúa málinu til að sjá það frá öðru sjónarhorni.
Ég setti Eika í mitt hlutverk og Soffíu systurdóttur hans í Darra hlutverk. Og þá sá ég að ég á við stórt vandamála að glíma!
Svo fór ég að hugsa aftur í tíman, um öll skiptin sem ég hef t.d fengið lánaðar peysurnar hans Eika. Skroppið út til hænsnana í íþróttabuxunum hans og jafnvel stolið boxer buxum af honum þegar ég er nýkomin úr sturtu og ekki nennt að fara strax í náttara.
Ég get alveg svarið fyrir það að ef hann Eiki tæki upp á því chilla hérna á G-streng af mér eftir gott sturtubað, yrði ég ekki alveg hrifin. Í alvöru.
Eða ef ég kæmi að honum lauma sér út í eitthvað af peysunum mínum. Eða træði sér í buxur af mér.
Þannig að kæru vinir.
Ég er klæðskiptingur af lífi og sál og sennilega fædd með þennan galla.
Eigið gott fyrsta kvöld ársins og ég sendi mikið af kossum heim og glás af þakklæti til þeirra sem mótmæla meðferð íslensku þjóðarinnar.
--------------------------------------------------
God dag og glædeligt nyt år.
Jeg hedder Hulla og jeg er en transvesitter.
Jeg fand ud af mine tvangstanker (ved ikke om man skal bruge dette ord) en dag når jeg var ved at gøre rent i en, for længe glemt skabe, og fand der militær bukser fra min nevo Darra.
Dem som han glemte hos mig og jeg skulle sende tilbage til ham i august 2007.
Men fordi at de var i den glemte skabe, fand jeg dem først nu når jeg var ved at gøre jule rengørning.
Har helt klart glemt det sidste år.
Nohhh, jeg tog dem til siden, til at kunne sende dem til min nevø med det samme.
Så begyndte jeg at tænke om han kunne passe dem endnu, han er jo en dreng som vokser meget hurtig. jeg sætte bukserne til siden.
Så kiggede jeg på dem af og til. Jeg kan godt fortælle jer at jeg har altid været lidt syg for milletæri bukser. Jeg havde en gang sådan en i 8 år men de var kun grøn. De her er sådan med plette på.
Til sist blev det selfølge til at jeg prøvede de lorte bukser på, men mest til at se om jeg var fed eller/og kraftig i dem. Darri er nemilg meget tynd og jeg så det sådan at hvis de passede godt til mig, ville jeg aldrig igen bekrymme mig for extra kilo
Da jeg havde bukserne på opdagede jeg noget. Jeg ville ikke sende bukserne tilbage med det samme! Og nu da jeg kan se hvor fantastik jeg ser ud i dem (lidt for store måske) vil jeg slet ikke sende dem tilbage, over hoved. Undskyld Darri
Så begyndte jeg at spekulere om det måske var probleme og lige som often før prøvede jeg at se tingene fra en anden synspunkt.
Jeg vendede det hele om og sætte Eiki i mit sted og hans kusine Soffie, i Darris sted.
Og O MY GOD, nu kunne jeg se at det var et kæmpe probleme som jeg havde!
Da jeg tænker til bage, om alle gangene som jeg har lånt Eikis striktrøjer. Gået ud til hønsnene i hans idrættsbukser og jeg har også nappet hans boxer underbukser da jeg har været i brusebad og ikke gidet med det samme at tage mit nattøj på
Jeg kan godt fortæl jer at hvis han Eiki ville begynde at chille her hjemme i min G-stren, efter at han havde været i brustbad, ville jeg ikke blive glad. Helt ærlig.
Eller hvis jeg så ham prøve at snyde sig ud i min trøje eller bukser.
Så mine kære venner.Jeg er altså en transvesitter af live og sål og er nok født med den ulemp.
I må have et rigtigt godt første aften denne år, og jeg sende meget af kys hjem og utroligt meget af søde tanker til dem som demostrater behandllinger af den Islandsk nation.
Athugasemdir
Ég sá þig fyrir mer í boxer, þú ert frábær. Gleðilegt ár dúlla og takk fyrir kynnin í hittíngnum
Kristín Gunnarsdóttir, 1.1.2009 kl. 18:46
elska boxer..og thá meina ég kallsins mins..ekki kellingaboxer...svo YOUR NOT ALONE my dear en mikid sammála..fyndist midur fyndid ef hann væri ad strolla um i minum naríum..óboy..thá yrdu vandrædi...held bara ad kallaføt séu yfirhøfud eitthvad thægilegri,svo stór,vid og bara thægileg..flest...svo ekkert skrá thig á geddeild,. ....held vid leynumst nokkrar med sama "fettish..."
knús og kram til thin, hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 1.1.2009 kl. 19:37
Aha, ertu kannski að koma þér upp klæðnaði til þess að mæta í til að mótmæla á Íslandi. Þá nappar þú bara í snatri einni af peysunum hans Eika og finnur stóran trefil til að vefja um höfuðið. Ég býðst ekki til þess að koma með þér á mótmælafund, en gott bað og gott rúm get ég boðið þér til að hvíla þig í eftir mótmælin og nóg að borða. Hey, af hverju skreppurðu ekki bara í heimsókn. Við' erum hér til þess að taka á móti þér.
Knús til ykkar allra,
Ragna (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:45
Já ekkert betra en karlmannsboxerar sem náttföt, engin spurning. En ég sá einu sinni krarlmann í g-streng.
Og það var bara hin mesta skemtun hann var svo líka í sokkum og spariskóm dásamlegt átfitt..... auðvitað var þettað Borat.
Er að reyna að sjá Eika fyrir mér í G-streng n það er svo kjánalegt eitthvað að ég sleppi því að sjá andlitið hans fyrir mér, ég c hauslausann karlmann..... það er betra fyrir Eika. Muahahahaaaaaaaa. Gleðilegt nýár.
Bína (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:48
Kære Hulla.
Det er så moderne at "springe ud" så nyd det nu du ikke behøver at skjule det for andre Jeg elsker at sove i min mands t-shirt Må det nye år bringe dig megen glæde. Knus fra Hanne.
Hanne Nothlev (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 00:25
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 01:06
Hæ aftur stelpuskott! Ég varð hálf hissa þegar ég las svarið frá þér, þú virðist túlka bréf mitt svo að það sé allt í lagi með ástandið á Íslandi, af því allt sé svo hræðilegt í Palestínu!! Fæst orð bera minnsta ábyrgð! Þetta drullusokkatal er þitt en ekki mitt. Sagan um konuna sem var lamin á hverjum degi er ljót og aldrei ætti að nefna snöru í hengds manns húsi. Við Lárus erum fyrir löngu síðan byrjuð að hugsa um sumarfrí og langt síðan ég fór að hlakka til. Vertu svo góð Hulla mín að skrifa aldrei um barsmíðar framar,hinsvegar væri vel þegið að heyra eitthvað um tónsmíðar eða trésmíðar! Ég er enn að velta þessu fyrir mér blogg, ég á afskaplega erfitt með að hugsa mér að nokkur hafi áhuga á hvað ég er að gera daglega, satt að segja hélt ég ekki einu sinni dagbók þegar ég stelpa. Ég á líka erfitt með að skilja til hvers fólk sem hittist jafnvel daglega þarf að skrifast á. Stundum virðist mér að fólk sé mið stimpil, að það kvitti bara fyrir í hvert skipti sem einhver sendi því línu. Annað mál er það svo að ég þarf alls ekki að skilja alla hluti . Hvernig fór með hérasjóðssjóðinn, er búið að safna, kom þetta að einhverjum notum? Ég á eftir að hitta Láru og Loppa, læt heyra í mér þá. Mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:10
Gleðilegt árið :) takk fyrir spjallið á árinu :)... eigðu Massa gott ár.
Gísli Torfi, 2.1.2009 kl. 02:09
HUlla tad hfdi verid svo gaman a dfá tig og tína í heimsókn ....Hvort tad séu hommar ,lesbíur,klædskiptingar eda hvad sem er tá eru allir velkomnir í mitt hús.
Knús á tig mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 07:08
Góðan daginn Hulla mín. Njóttu vel í hermannabuxum eður ei hehehe
Ía Jóhannsdóttir, 2.1.2009 kl. 08:59
Ég held þú hljótir að vera glæsileg í þessum buxum, njóttu vel, sendir kannski mynd inná bloggið við tækifæri. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 17:59
hehehehe þú ert bara findin... gleðilegt árið... knús frá Esbjerg
Dóra, 3.1.2009 kl. 23:01
Takk fyrir áðan elsku frænka! Æðislegt að fá ykkur í heimsókn og frábært að hafa fengið að kynnast þér
Góða næturvagt og svo skoðum við prjónamálin af fullri alvöru og með viti þeirra er það hafa
Knús
Guðrún Þorleifs, 3.1.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.