Staldrið aðeins við!

Mig langar að tileinka öllum þeim sem fordæma mótmælunum heima þennan brjálæðislega flotta og -mikið í varið- texta.
Sumir eru kannski dálítið þröngsýnir og neita að trúa því að hægt sé að breyta hlutunum til hins betra með aðgerðum.
Allir hafa rétt á sínum skoðunum og að skipta um skoðanir ef þeim hentar.
Og ekki reyna að lesa eitthvað bull á milli línanna. Ég er ekki hlynnt ofbeldi eða skemmdarverkum!
Og hana nú... verði ykkur að góðu!

---------------------------------------------------------

Ég labbaði í bæinn, mér létt í skapi var
að líta inn á búllur samkvæmt vana.
Mér fannst ég vera þyrstur, fékk mér bjórglas inni á bar
og byrjaði að spá í nátthrafnana.

Þá settist hjá mér stúlka, hún sagðist vera sautján.
Hún sagði ei margt að vísu , en fylgdist með.
Ég gaf mér nægan tíma, því oft er það mín áþján
að ætla að gefa ráð og elginn veð.

Við töluðum um bilið, sem byggjum við af hvöt,
um bilið milli aldurs sem er gríma.
Við gefa viljum börnum okkar græna skóga og föt
en gleymum oft því dýrmætasta:  Tíma.

Þá kom hún mér á óvart, því er ég fór að inna
eftir hennar skoðunum, ef hefði hún einhverjar.
Það litla sem hún sagði, ég verð að viðurkenna
vakti mig til umhugsunar á því hver ég var.

Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur
á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur  
komið fram með svörin, þar sem  sigldum við í strand.

Okkur kann að virðast, að ungdómurinn nú
sé einskis nýtur, reki í lífsins gjólu.
En gleymum ekki staðreyndum, því staðreyndin er sú: 
Það vorum ég og þú, sem upp þau ólum.

Ekki vitlaus texti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott hjá okkur

Oft þegar ég hlusta á börnin mín, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst mér hafa farnast vel sem uppalanda.

Varla er ég sú eina sem hef alið upp börn sem eru hæf til að taka við arfleyfð okkar?

Kærleiksknús á þig 

Guðrún Þorleifs, 3.1.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Dóra

Dóra, 3.1.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kærleikur til þín dúllan mín, mótmæli eiga svo sannarlega rett á sér og ser í lagi á Íslandi eins og ástandið er þar

Kristín Gunnarsdóttir, 4.1.2009 kl. 07:55

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já segi eins og fleiri, mótmæli eiga fullan rétt á sér en ofbeldi og skemmdarverk eiga ekki samleid med theim ad minu mati.

Frábær texti og já,margt til i honum.

Hafdu gódan sunnudag Hulla

María Guðmundsdóttir, 4.1.2009 kl. 08:24

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 mikið rétt.

Ía Jóhannsdóttir, 4.1.2009 kl. 08:48

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódur texti.Mér finnst unga fólkid í dag mikklu upplýstara en ég var á teim árum og mikklu meyri kraftur og tor.

Knús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 4.1.2009 kl. 12:37

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef þá trú að unga fólkið sem mun fleyta okkur inn í framtíðina sé ekki á Austurvelli.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:40

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott !!!

knús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:55

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér finnst ungdómurinn núna alveg afbragð ef ég dæmi út frá mínum 15 ára og vinum hans. Klárir og skýrir krakkar sem fylgjast vel með og hafa sínar skoðanir á hlutunum, eru virkilega skapandi og bráðskemmtilegir.

Helga Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 19:01

10 identicon

Hæ elsku Hulla og gleðilegt ár1 Tinni hundur heitir Tinni dan Önnuson! Minn heittelskaði bróðir-Súpermann heitir nefnilega Jens Dan! Knús á þig og þína frá mér og mínum

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:10

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband