Jólakort 1973

Í gær þegar ég var að leita að eldgömlum myndum og aðallega myndum frá því ég var í heimavistarskólanum á Reykjanesi fann ég dálítið ennþá betra. Nefnilega jólakort frá henni langömmu minni Helgu. Sem sagt mömma afa Jóa.
Það litla sem ég man eftir henni er inn á stofnun, ég held Kristneshælinu í Eyjafirði en samt ekki viss. Hún átti eins gollu og við systurnar og meira man ég ekki...

Allavega stendur þetta í jólakortinu til mín...

Jólin 1973

Elsku frænka mín!
Ég vona að þú hafir það sem best um alla ókomna tíð. Nú ferð þú bráðum
að fara í skóla.
                        Þín langamma Helga.

Á hinn helminginn er límt blað sem á stendur...
Elsku Hugljúf mín! Láttu
þessa fáu aura í baukinn þinn svo að hann sé ekki alveg tómur. Fyrirgefðu.
                                       Guð blessi þig amma.

 

Mér finnst þetta mest krúttlegasta jólakort sem ég hef nokkur tíma lesið InLove 
Þetta er skrifað þegar ég er 3ja ára og sennilega ekkert farin að pæla í skólagöngu fyrir alvöru á þessum tíma.
Gamla konan kallar mig frænku og svo biðst hún fyrirgefningar á því að gefa mér pening...
Gamalt fólk getur verið svo hrikalega mikil krútt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 6.1.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

elska svona gamla fársjódi, á nokkur gømul jólakort frá ømmu minni...bara ædi.

María Guðmundsdóttir, 6.1.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúft

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.1.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman að finna svona.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Æi dúllan, gaman að þú skulir eiga þetta kort ennþá Hulla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 6.1.2009 kl. 16:53

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er gott að geyma ég á enn mikið af gömlum bréfum frá önnu og afa sem eru orðin 40 ára gömul og svo á ég líka gamlar myndir frá þvi þegar þið stelpurnar voru að vinna á veitingahúsinu Singapor en sem betur fer eru þær ekki svo gamlar.

Vonandi verður þetta gott ár fyrir þig og þína fjölskyldu Hulla mín 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.1.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: Hulla Dan

Takk þið öll :)

Anna mín Ragna :) ekki vænti ég þess að þú sért á facebook....
Langar ekkert smá að sjá þessar myndir!

Hulla Dan, 6.1.2009 kl. 23:05

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Er á facebook en þær eru ekki á  andlitinu en gæti sett þær inn við tækifæri.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.1.2009 kl. 23:44

11 identicon

Ég man vel eftir þessum kortum, ég passaði vel uppá þau til að þau kæmust í þínar hendur.  Amma Helga var ein sú mætasta kona sem ég hef þekkt, svo hrein og bein og heiðarleg. Hún kunni líka þá list að koma til skila hlutunum án þess að særa nokkurn mann. Sárafátæk ekkja aðstoðaði hún börnin sín til mennta var vel lesin og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Mikið finnst mér vænt um að þú hefur varðveitt þetta svona vel. Kveðjur mamma. 

Mamma (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:53

12 Smámynd: Hulla Dan

Anna, ég er búin að adda þér :)  Væri ekkert smá til í að sjá þessar myndir... Voru góðir tímar sem fóru í að brjóta saman servéttur og borða góða matinn ykkar.
Man meira eftir því en afgreiðslunni :) Og tónlistinn maður minn :)

Mamma, ég á líka fullt af kortum sem afi og amma hafa sent mér og þú sennilega haldið utan um Þykkir rosa vænt um þetta allt.

Hulla Dan, 7.1.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband