13.1.2009 | 10:38
Refagildra.
Í gær fór ég með Eikanum mínum út í sveit til Önju og Karstens að ná í refagildru.
Í lánsbæti fengum við hana til að setja í gildruna.
Fallegasti hani en það átti að lóga honum hvort eð var þannig að öllum fannst best að Eiki mundi taka það að sér og nota hann svo sem beitu.
Eftir smá spjall og fullt af gagnlegum upplýsingum um allt milli himins og jarðar fórum við heim með gildruna.
Eiki varð náttúrulega (eins og allir aðrir strákar hefðu líka orðið) að setja gildruna upp hér og nú!
Á meðan ég pissaði, slátraði hann hana greyinu og setti upp gildruna.
Svo néri hann höndunum stoltur saman og sagði "Nú skal sko helvítið fá að finna fyrir því"
Eiki átti voða erfitt með að sofa í nótt. Velti sér fram og tilbaka og tautaði eitthvað óskiljanlegt á milli þreytulegra hrota.
Klukkan 6:17 í morgunn rauk svo maðurinn út til að kíkja á rebbann sinn. Hann næstum slefaði af spenning. Stuttu seinna kom hann aftur inn og ég verð bara að viðurkenna að ég var orðin svolítið spennt.
"Var eitthvað í gildrunni?" spurði ég.
"Já" Frekar þurrkuntulegt svar eitthvað.
"Og"
"Kötturinn þinn" hreytti hann í mig.
"Thihihihi" Æ og var hún ekki hrædd greyið? spurði ég
"Nei, bara blaut" sagði Eiki og fannst litla Branda mín greinilega svikari dauðans og ég í liði með henni.
Þegar Eiki og strákarnir voru farnir fór ég að leita af þessum óvinsæla ketti. Fann hana glaða og ánægða inn í þvottahúsi að éta. Sennilega hefur hana lærið ekki dugað til að metta þennan kött.
Rebba litla er svo búin að sofa upp í sófa síðan í morgunn.
Og ég get svo svarið það, hún glottir annars lagið.
Athugasemdir
Afhverju ætli þér líki svona vel við þennan kött?
Guðrún Þorleifs, 13.1.2009 kl. 11:16
thad hefur nú liklegast hlakkad i thér vid thetta eller hva??? kallgreyid ad missa svefn af spenningi og svo er ekkert nema kattarræfill i gildrunni... óborganlegt bara.
hafdu thad gott skvís, knús og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:47
Æ, æ aumingja kisi.
Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2009 kl. 15:09
Hahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 16:22
Alltaf fjör í ykkar sveit
Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:16
Dóra, 14.1.2009 kl. 07:34
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.1.2009 kl. 08:59
hehe Rebba litla... dugleg stelpa
Jóna Á. Gísladóttir, 15.1.2009 kl. 12:48
Mamma (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:42
Heppinn rebbi að kisa skyldi loka gildrunni fyrir hann.
Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:41
HAHAHAH æi ojmingjans kisuskottið.. og Eiki
Guðríður Pétursdóttir, 17.1.2009 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.