Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Sunnudagur

Ég var búin að skrifa rosalanga færslu hérna, en gleymdi að skrifa fyrirsögn, svo allt eyddist út... grrrrr. Ógeðslega pirrandi.

Allavega vinnupartýið var frábært. Heitir brauðréttir og brauðterta að hætti sannra íslendinga.
drukkið, sungið. Sungið, drukkið. Drukkið meira og skálað. Skálað, drukkið og dansað og svo í bæinn um hálf 3, og á Nelson. 
Ég og Kirsten erum báðar haldnar smá "fjöldafólksfóbíu" svo við eyddum löngum tíma í að grafa okkur út af pöbbnum aftur.
Eftir ca 12 mínútna labb um götur Åbenrå á háum hælum, ákváðum við að viðurkenna háan aldur okkar og hringdum í Eika sem kom á mettíma og náði í okkur.

Dagurinn í gær sem átti að fara framm að mestu í rúminu, jafnvel í þynnku fór á annan veg. Ég var vöknuð um 9, alls ekki þunn, en reyndar smá þreytt. náði að leggja mig aftur um hálf tólf.
Þá hafði Jóa systir hinsvegar hringt og látið mig vita að Haukur frændi (sonur hennar) væri á leiðinni á puttanum frá Hamborg og til frænku sinnar (mín). Þar sem drengurinn ferðast alltaf um símalaus og vonlaust að ná í hann, var ekki um annað að gera en að bíða bara.
Ég varð líka pínu óróleg þar sem ég vissi að hún hafði gefið honum upp rangt heimilisfang Shocking 
Allavega um 6 leitið rendi svo ókunnugur bíll í hlaðið hjá okkur og út stökk Haukur skellihlægjandi með dreddlokkana sína flögrandi í allar áttir.
Það er undarlegt hvað manni getur funndist annara manna börn heillandi þegar þau eru óhrein og sjúskuð og með dredda Smile  Og þegar litli frændi minn ákvað að eiginn frumkvæði að fara úr sokkunum sínum úti, af tillitsemi við okkur hin, bráðnaði ég bara.
Ekki hefði ég bráðnað ef þetta væri minn sonur.
Jói minn er pínu búinn að reyna að koma vitinu fyrir stóra frænda sinn. T.d með því að reyna að tala hann til að greiða sér.
Gekk gjörsamlega framm af 8 ára barninu þegar hann hreyrði að uppáhalds frændi hans hefði ekki notað sjampoo eða greitt sér í meira en ár.
Haukur er búinn að vera duglegur í morgunn. Náði í eldivið og kveikti upp.
Vaskaði allt upp án þess að nota sápu og hjálpaði mér svo við að koma draslinu í uppþvottavél heimilisins. Núna er Haukur að leika við Júlla úti.


Segi þetta gott í bili.

Mojn, Hulla pulla.


Ætla að prófa hér.

Held að ég sé flutt hingað Errm  Nú erum við búin að vera á Central.is í nær 4 ár og gengið vel, amk við og við.
Ég er búin að vera að spá í að flytja síðan fyrir löngu síðan, en þar sem ég þoli ekki fluttninga þá hef ég ekki fengið mig til þess en. Þar til núna...
Vona að ég haldi þetta út.
Það sem ég kem til með að skrifa hérna eru mínar pælingar og mínar skoðanir. Ég hef ekki alltaf mikið vit á því sem ég skrifa um, en leyfi mér þrátt fyrir það að hafa skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Ég leyfi  mér líka að skipta um skoðanir eins oft og ég vil Whistling sem er stundum ogf oft fyrir suma.

Gott í bili. Er á leið í vinnupartý og er búin að ímynda mér að það verði skemmtilegast af öllu.

Mojn, Hulla pulla.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband