Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Náttfatapartý.

Síðan Þóra mín flutti hingað fyrir rétt tæpum 2 árum, höfum við talað ansi oft um að hittast reglulega, án barna og manna, bara til að blaðra um allt milli himins og jarðar. Það finnst okkur fara konum svo vel Smile
Einhvernvegin varð svo aldrei neitt úr neinu og fyrir rúmu ári síðan flutti svo hún Þóra mín "far, far away" rétt um klukkutími að skjótast. Hún hefur líka verið voða dugleg að kíkja á okkur.
Við höfum hinsvegar ekki verið voða dugleg að kíkja á hana. Frown

Í febrúar ákváðum við síðan að gera eitthvað í þessu - eftir að hafa margfrestað svona partýum-
Þóra sótti mig hingað einn föstudag í febrúar og bauð mér í mat og tilheyrandi. Það var býsna skemmtilegt og við ákváðum að gera þetta oftar.

Á laugardaginn síðasta sótti svo Þóra mig um hádegisbil. 
Eina sem var planað var að koma við í Hjem og fix og kaupa skrúfur og tappa og fara svo heim til hennar og bora og negla myndir og dót upp á veggi.
Það er alltaf betra að gera þess hátta með hjálp frá öðrum og fá annarra álit. Finnst mér allavega. 

Í Hjem og fix fengum við mjög dularfulla þjónustu frá strák sem er sennilega ekki mikið meira en 17 ára og ég er nokkuð vissum að Þóra hafi meira vit á skrúfustærðum og gifsplötum en þessi starfsmaður. Hann reyndi samt sitt besta greyið. Þegar við vorum búnar að losa okkur við hann, kom til okkar íslenskur maður (ekki starfsmaður) og bauð sína aðstoð. Smile Það var voða gott. Sá eftir á að ég hefði kannski átt að koma honum og Þóru á blind date, þar sem ég er viss um að hann hafi verið á lausu LoL

Þóra kom svo við í búð og keypti bollur og álegg og við heim til hennar og átum á okkur gat. Tónlistin á milljón, og ég er búin að átta mig á afhverju nærliggjandi hús eru til sölu Wink 
Þóru er nefnilega slétt sama þó að hún sé með alla glugga opna og líka útidyrnar. Hún hækkar í botn, grípur hárburstann eða eitthvað annað nærtækt og svo syngur hún þar til hún er búin að sprengja hljóðhimnurnar í bæði nágrönnum og köttum. Hún er með stóra og mikla rödd hún Þóra mín og hljóðin sem koma frá henni eru ótrúleg. Lena segir að hún syngi eins og negri og það er mikið hól.

Þegar við vorum að ganga frá eftir matinn, varð mér á að opna eina af fjölda mörgum eldhússkúffum hjá þessari elsku. Þar blasti við ógirnin öll af hinum ýmsu eldhúsáhöldum frá hinum ýmsu tímum. Það elsta sennilega frá 1912. Þóran mín elskar bara eldhús dót og svei þeim sem reynir að koma sínu viti fyrir hana og gera henni grein fyrir að hún búi ein og þurfi ekki dót í því magni að það gæti þjónar veitingaeldhúsi í stærri kantinum. -Ég er búin að reyna og var lengi að komast á vinsældalistann aftur- W00t
Við eyddum MJÖG löngum tíma í að skoða hin ýmsu tæki og tól og reyna að finna út úr hvaða tilgangi þau þjóna. Sumu fundum við aldrei út úr.
Ég eyddi svo svipað löngum tíma í að leggja hana í einhelti og gera (góðlátlegt) grín af henni elsku vinkonu minni.
Þegar ég fór svo með ruslið í tunnuna,  -Maður verður sko að fara með það inn í bílskúr og henda því þaðan í gegnum svona gat, voða töff- blasti við mér 50 lítra plast kassi á bílskúrsgólfinu stút fullur af kryddi og súputeningum. Þá bilaðist ég algjörlega. Þóra var lengi að róa mig og þurfti til sidst að opna rauðvín til að fá mig til að halda mér saman.
Maður verður svo glaður inn í sér, bara við að vera í kringum þessa konu, hún er gullperla.
Ég komst líka að því með snuðri mínu að konan er tefíkill mikill (28 pakkar sanna það) og kertaunnandi. Þá eru við ekki að taka um nunnu kerti þó að konan búi ein LoL En það er alltof löng saga og dugar í 8 langar færslur svo ég er ekkert að byrja á því að tala um það núna.

Klukkan 8 slökktum við svo á öllum ljósum og tækjum því það var jú heimsátak að hafa allt slökkt milli 8 og 9 og við lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum. Enda meira en nóg til af kertum í kotinu til að upplýsa eina og hálfa Reykjavík.
Við tók rauðvínsdrykkja með smá bjórívafi, af minni hálfu, og hlustun á gömul diskólög (og Þóru) og spjall um stráka og kynlíf.... Grin  Ok smá ýkjur, en vá hvað við gátum talað.
Tímanum var svo breytt klukkan 2 um nóttina og við töpuðum þar dýrmættum klukkutíma. Svifum um í fallegum silkináttkjólum... Ok nú er ég bara hreinlega farin að ljúga heilan helling... Ég var sem sagt í eldgömlum náttbuxum sem Lena saumaði sér i 6 bekk og mest sjúskuðum bol við og ég get ekki með nokkru mót munað í hverju Þóra var... Er samt viss um að hún hafi verið í einhverju. Whistling
Allavega dröttuðumst við upp í rúm klukkan hálf fimm með köttum heimilisins.
Þóra á besta rúm í heimi og ég svaf eins og engill.

Þegar ég vaknaði morguninn eftir og fór fram (Þóra var þá komin á fætur og komin í sturtu) reyndi Þóra að koma mér upp í rúm aftur. Hún hafði nefnilega ætlað sér að koma mér á óvart og vera búin að fara til bakarans og færa mér te í rúmið.
Er hægt að hugsa sér meiri Gullklump???

Boruðum svo eins og vitleysingar - í gegnum rafmagnsleiðslur og allan pakkann- áður en hún keyrði mig heim. Þar beið mín veikur Jói og einmanna eiginmaður og tveir aðrir guttar.

Mikið er ég heppin að eiga svona góða vinkonu og mann sem styður náttfata partýin okkar með heilum hug...

Hlakka mikið til næst LoL


Feitir puttar

Var að hugsa um að blogga hér um náttfatapartýið sem ég fór í um síðustu helgi og var meðal annars ótrúlega skemmtilegt, enda bara skemmtilegar manneskjur sem svifu um til 4:30 í nátturum.
En... ég er bara svo assskoti þreytt eftir næturvaktina mína að puttarnir á mér eru eiginlega hálfdofnir... Ég hitti alltaf á tvo til þrjá stafi á lyklaborðinu og er nú búin að eyða 20 mínútum í skrifa bara þetta.... Svo ég ætla að fleygja mér upp í dásamlega sófann minn og blogga þegar ég stend upp aftur...

Góðan dag Cool það er að koma sól hérna...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband