Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
19.2.2009 | 08:41
1 árs og í bloggdvala
Á sunnudaginn síðasta var ég búin að blogga hérna í 1 ár!!!
Ætlaði að halda þvílíka veislu, en gleymdi öllu saman. Hehehe
Er í bloggdvala þessa dagana.
Næstum ekkert búin að fitna, þó ég éti viðstöðulaust allan andskotans daginn.
Búin að vera reyklaus í 76 daga og líður ekkert illa.
Hefur ekkert langað í rettu þannig lagað.
Hef hinsvegar nokkrum sinnum lent í þannig aðstöðu að langa til að langa í rettu til að geta byrjað aftur... En langaði bara ekki baun. Skiljið.
Ég er sem sagt hrikalega dugleg og er að vonast til að æðri máttum finnist það líka og séu svo stoltir af mér að þeir hlífi mér að eilífu við lungnakrabba (og öllum öðrum kröbbum líka).
Er að hugsa um að harka af mér aumingjaskapinn og hunskast í myndatökuna í næsta mánuði til að geta hætt að hugsa um hverjar niðurstöðurnar verði.
Ég er búin að vera andstyggilega löt við að kommentera hjá ykkur en fylgist samt með öðru með ykkur.
Knús og hagið ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.2.2009 | 09:42
Vetrarfrí
Já ég og strákarnir mínir erum í vetrarfríi út þessa viku. Dásamlegt. Svo er ég ein í fríi í næstu viku. Það er ekki eins dásamlegt!!!
Þar sem ég átti inni nokkra daga í fríi sótti ég um tvær samliggjandi vikur.
Upprunalega vegna þess að mig langaði svo heim til Íslands með ungana mína, og þar sem bæði Atli Haukur og Júlíus eru að fara í praktik í viku 8 (seinni vikan sem sagt) sá ég fyrir mér að það væri nú kannski hægt að koma þeim að heima.
En það er langt síðan þessar pælingar voru í gangi, og löngu fyrir jól sótti ég um þessar tvær vikur.
Svo fór allt í vitleysu þarna heim og kreppu tímar í hámarki og við ekkert ríkari en fyrri daginn svo þessar pælingar um Íslandsreisu löngu dottnar upp fyrir.
Þess í stað sá ég fyrir mér frí með strákunum mínum hérna heima. Gætum dundað okkur í garðinum, spilað, farið í gönguferðir og eitthvað svona notalegt. Hina vikuna ætlaði ég svo að nota bara fyrir mig Vakna þegar ég væri búin að sofa nóg. Lesa. Prjóna. Hekla ( var að læra það nebblega) Halda heimilinu svaka hreinu og elda góða kvöldmata handa Eika mínum. Fá mér rauðvínsglas á kvöldin og sitja við kertaljós og njóta þess.
Hlakkaði bara hreinlega svakalega til.
En nei nei. Haldi þið ekki að Atli Haukur hafi fengið pratik í bakaríi í Sönderborg, sem þýðir að ég verð að vakna á hverjum morgni í fríinu mínu kl 4!!! til að koma honum þangað kl 5.
Eiki verður að vakna líka því hann þarf að vera kominn til Nyböl kl 5:30 til að fá far í vinnuna.
Ég get svo brennt heim til að koma strákunum á fætur og smyrja nesti og allt það og þarf svo að koma þeim á sína staði. Þegar allir eru komnir á sinn stað er kl orðin 8 og þá fer maður ekkert að sofa aftur.
Þegar ég komst að því að fríið mitt yrði bara keyrsla hafði ég sambandi við vinnuna og bauðst til að taka fríið út seinna ef þau þyrftu á mér að halda, en nei, búið að redda öllu.
Þannig að mér hlakkar ótrúlega til að halda frí... eða þannig.
Jæja ætla að koma mér í eitthvað.... Svo er stefnan tekin á að lesa blogg í dag, og jafnvel kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.2.2009 | 17:14
Saga frá mömmu :)
Svolítil saga af sjálfri þér.
Þú varst alveg pínulítil þegar þetta gerðist, sennilega ekki einu sinni farin að ganga.
Við pabbi þinn vorum nýflutt í Álfaskeið 86 í Hafnarfirði. Þú fékkst óstöðvandi áhuga á innstungunum í íbúðinni, reyndir að pota öllum fjáranum inn í þær, pennum og öllu sem þú náðir í. Ég var stöðugt á hlaupum á eftir þér til að passa að þú færir þér ekki að voða. Pabbi þinn var búin að líma yfir nokkrar innstungur sem voru það neðarlega að þú náðir til þeirra, þú plokkaðir límbandið nú bara af og hlóst. Þá setti pabbi þinn dósir sem þú náðir ekki í yfir innstungurnar. Þú lést vanþóknun þína í ljós með reiðilegum stunum og svip.
Það var nú samt sem áður svo að einhverjar innstungur urðu að vera aðgengilegar fyrir lampa og aðra hluti. Þá var mér bent á að ég gæti fengið öryggishettur yfir þær og fór óðar og keypti nokkrar.
Sú fyrsta var sett upp í herberginu þínu og Jóu. Jóa átti lampa sem var eins og lítið lamb og henni þótti afskaplega vænt um. Þú sóttir mikið í lampann og fannst gaman að setja hann í samband, það fannst mér ekki og var fljót að setja öryggishettuna á. Þennan dag var vinkona mín stödd hjá mér og sá þegar ég sigri hrósandi setti hettuna á.
Það voru agnarsmáar holur inn í hettuna sem varla sáust, og með því að stinga lampaklónni í hægt að draga hana út. Þú horfðir dálitla stund á fyrirbærið, síðan á innstunguna og stakkst henni inn í hettufjandann, dróst hann út og skellihlóst þessum sérstaka Hulluhlátri sem strax gerði þig svo sérstaka.
Vinkona mín sá aðfarirnar og sagði ; hún er óvitlaus þessi og spái ég því að hún muni jafnan fara sínu fram í lífinu, þessi kona hét Inga Matthísen, hún er nú látin fyrir mörgum árum, langt fyrir aldur fram og var mamma hennar Kötu sem þú mannst áreiðanlega eftir. Eitt er víst að spádómurinn gekk eftir. Þú ert einstök perla Hulla mín litla, en oft hef ég viljað að þú hefðir líkst honum pabba þínum meir, hann er mun aðsjálli og gætnari maður en ég.
Kærar kveðjur frá Lása þín og þinna þín mamma.
Takk fyrir þetta mamma mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2009 | 12:28
:o)
Um daginn keypti ég ofsalega sætar myndir í herbergið hans Jóhanns. Við erum að fara að setja upp vegg til að fá sitthvort herbergið fyrir Atla Hauk og Jóhann og þá vantar ýmislegt í herbergin hjá þeim. Fannst svo sniðugt að kaupa þessar sætu myndir til að þurfa ekki að kaupa allt í einu.
Þegar ég svo sýndi Jóa myndirnar varð hann frekar vandræðalegur en þakkaði samt fallega fyrir sig.
Þar sem Eiki var búinn að vara mig við að Jói væri orðinn alltof stór (9 ára) fyrir þessar myndir ákvað ég að spyrja hann bara hreint út.
Þá treysti hann mér fyrir því að hann hefði frekar viljað plakat af AC/DC eða Green day.
Þannig að nú á ég smábarnamyndir en ekkert smábarn.
Jói er með dásamlegan húmor og fljótur að hugsa. Um daginn fóru þessar samræður fram hjá okkur Jóa þegar hann hafði skriðið upp í einn laugardagsmorgunninn til að kúra smá.
Jói lá alveg upp að mér og ég sá að hann góndi af öllu afli á efri vörina á mér, svo spurði hann með litlu sætu röddunni sinni...
Jói: Mamma, af hverju ertu með skegg???
Mamma: Jói, ég er ekki í alvörunni mamma þín. Ég er hann pabbi þinn. (Fannst ég svakalega fyndin)
Jói: Hver er þá mamma mín?
Mamma: Sá sem hingað til hefur þóst vera pabbi þinn. (hehehe rosa góð)
Jói: Já okei er það þess vegna sem hann er með brjóst
Ég bilaðist úr hlátri. Eiki greyið er jú búinn að fitna smá... en komon.
Njótið dagsins. Ég þarf að vinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)