Fermingar og fyllirí

Atli kom til mín um daginn og sagði mér að hann væri að fara á fyllirí þann 4. maí
Uhhh "nei sagði ég, þú ert að fara að fermast þá en ekki að fara á fyllirí"
- Já en allir strákarnir í mínum bekk ætla á fyllirí...
Mér er nú bara alveg sama, þú ferð sko ekkert á eitthvað fyllirí, þú ert barn!
- Ok, ég fæ mér þá bara einn bjór í staðinn-

Það er ekki smuga að Atli Haukur fái einn bjór. Ekki glæta.
Enda fannst mér hann slaka pínu á þegar ég sagði honum að það væri ekki séns.
Ég talaði við eina mömmuna frá skólanum og hún staðfesti að sumir foreldrar litu þannig að á eftir fermingu væru börnin orðin nógu gömul til að geta farið að "æfa sig", en bara ef þau væru undir eftirliti!!!
Hálfvitar!!!
Allavega fær Atli ekki að taka þátt í svona. Ekki einu sinni undir eftirliti.

Ég var sjálf bara 14 þegar ég smakkaði áfengi í fyrsta sinn. (fyrir utan að hafa lappið froðuna af heimagerða bjórnum hans pabba).
Það var ekki undir "eftirliti" og ég veit að hún móðir mín hefði aldrei tekið það í mál þó ég hefði spurt fallega um leyfi.
Ég á sjálf engar minningar frá þessu kvöldi, nema áður en ég helti í mig þessu hálfa glasi af Sjeníver. Ég held hinsvegar að mamma mín eigi ekki góðar minningar frá þessari nótt.

Mamma mín var að vinna sem þjónn í Sjallanum á Akureyri og ég -stóra stelpan- að passa Boggu og Begga.
Ég hafði passað 1000 sinnum áður og var vel treystandi.
Ein vinkona mín var hjá mér þetta kvöld og við höfðum boðið tveimur strákum í heimsókn.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég bauð einhverjum öðrum en vinkonu minni að vera hjá mér.
Annar strákurinn var kallaður Göndli. Hinn Maggi.
Þeir voru jafngamlir mér, en ekki í sama bekk.

Eftir þetta hálfa glas man ég svo til ekki neitt.
Rámar í eitt og annað. en það er líka allt og sumt.
Morguninn eftir vaknaði ég hins vegar með timburmenni dauðans og mömmu sem var ekki kát.
Þegar hún kom heim um 5 leitið, dauðþreytt eftir að hafa staðið upp á endann alla nóttina, blasti við rosalega hreint heimili. Það var sem sé ekki venjan þegar ég var að passa. Þá fékk hún fyrsta sjokkið.
Sjokk númer tvö, skall á þegar hún gekk inn í sjónvarpsholið og sá þar Begga bróðir og Göndla, sem hún þekkti ekki neitt og hafði aldrei sé áður, horfa á stundina okkar á vídeói.
Sjokk númer 3. Hún gekk inn í herbergið hjá barnapíunni og fann hana sofnandi (rænulausa) með gubbufötu við rúmið og öll handklæði hússins í rúminu hjá sér.

Ég held að ég hafi ekkert lagt það í vana minn að vera dónaleg við foreldra mína. En eftir að ég vaknaði þarna um morguninn og við tóku endalausar spurningar og ásakanir og nöldur að mínu mati, enda ótrúlega "veik" bað ég mömmu um að hætta að tuða.
Ég er líka viss um að það hafi verið pínu ruddalega sagt. Allavega varð mamma ekkert glaðari.

Mamma gerði eins og flestir ábyrgðarfullir foreldrar hefðu gert. Hún ákvað að hringja til foreldra strákana. Ekki beinlínis það sem mér fannst töff.  
Þar sem ég þóttist ekkert vita um símanúmer hjá strákunum, gerði hún símabókina mína upptæka.
Fyrst hringdi hún í mömmu hans Göndla. Sem heitir í raun Sigurjón. En það stóð Göndli í símabókinni og ég þóttist ekkert vita hvað hann héti, í veikri von að mamma mundi þá gefast upp og setja mig í straff í staðinn, en hún hringdi samt. Enda ótrúlegt hvað konan er þrjósk.
- Halló, er þetta móðir hans Gönduls, sagði hún í símann.
Greinilega ekki góð í beygingum. Mamma Göndla, ekki Gönduls!
Mér sortnaði fyrir augun og fannst ég bara eiga eftir að hoppa í hafið til að ljúka þessari niðurlægingu sem ég hafði orðið fyrir.
Til að toppa allt, kynnti hún sig sem móður HUGLJÚFAR!!! Greit.
Ég náði að hvísla eða skrifa á blað hans rétta nafn til að reyna að gera hlutina bærilegri, þeir urðu hreint ekki bærilegri.
Eftir að hafa átt (að hennar sögn) gott samtal við mömmu Göndla, hrósaði stráknum meiri að segja fyrir að sinna Begga þar til hún kom heim, hringdi hún í mömmu Magga.
Ég gat ekki meira og forðaði mér inní herbergi. Þangað kom hún svo stormandi eftir ekki langa stund og sagði mig vera að ljúga að Maggi hefði verið með okkur.
Mamma hans varð nefnilega ekki glöð þegar hún heyrði í mömmu, og sagði sinn strák hafa verið heima að spila tölvuspil allt kvöldið.
Þetta fannst mér ofsalega furðulegt... Þar til ég komst að því að mamma hafði hringt í allt annan Magga. Pinch
Restin af lífi mínu hrundi til grunna og ég ákvað að fara aldrei meir út fyrir hússins dyr, nema kannski til að koma mér út á flugvöll, og langt langt í burtu frá þessu öllu.
Ég gaf mömmu aldrei númerið hjá rétta Magganum. En bæði Göndli og Maggi komu hinsvegar í heimsókn til mömmu, eftir að þeir fréttu að hún hefði hringt í hinn Maggan, og báðust afsökunar og voru kurteisir og prúðir og lofuðu öllu fögru.
Mamma skít féll fyrir þeim og hætti öllu símabrjálæði.

Ég fór út fyrir hússins dyr aftur. Það var allt annað en auðvelt að mæta í skólann og reyna að útskýra fyrir hinum Magganum að mamma væri ekki skrítin sem slíkt. Ætti bara svakalega erfitt og væri ekki eins og fólk er flest.

Ég smakkaði ekki áfengi í mörg ár eftir þetta, enda ekki leyfður bjór á Íslandinu á þessum tímum og ég get ekki sagt að annað áfengi höfði beint til mín.

Atli fær ekki mitt samþykki til að drekka. Punktur.

Mojn Hulla Pulla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hið almenna viðhorf Dana til unglingadrykkju er eins og þú lýsir hér að ofan og er að mínu mati undarlegt þegar litið er til þess drykkjuvandamáls sem hér er á ungu fólki. Þegar ég var með Ingunni pingunni á þessum aldri kom þetta með ferminguna og bjórin til umræðu á foreldrafundi. Allir danskir bekkjarfélagar hennar máttu drekka undir"eftirliti" frá þeim tíma. Ekki mitt barn. Vá hvað liðinu fannst ég skrítinn. Ekki lagaðist það þegar ég ákvað bara að standa á minni meiningu og rökstyðja hana með fréttum úr útvarpi um alvarlegt ástand í drykkjumálum unglinga. Við getum ekkert gert sögðu þau sér til varnar. Getið þið ekkert gert? Hvaðan á breytingin að koma? Ef ekki frá ykkur hverjum þá? Humm... að hækka áfengisaldurinn var tillaga. . .  Aular...

Þegar kom að prinsessunni og hennar fermingu þá tók ég bara ekki þátt í þessari umræðu. Línurnar voru lagðar hér heima og gilda enn þó snótin sé 16 ára. Hún er sátt við það svona er þetta hjá okkur.

Að lokum þessa bloggs ( ) vil ég segja að mér fannst mamma þín takla þetta flott enda árangur af því

Guðrún Þorleifs, 10.3.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Landfari

Þetta er náttúrulega komið út í tóma vitleysu. Ekki að furða þó svona mikil vandamál tegd drykkju séu í danaveldi.

Landfari, 10.3.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Hulla Dan

Ég er reyndar ekkert viss um að sé stærra drykkju vandamál hérna meðal unglinga, heldur en á Íslandi.
Ég held að vandamálið liggi hjá foreldrum að stórum hluta.
Foreldrar hafa ekki (að mínu mati) rétt til að gefa börnum sínum leyfi til að drekka, hvort sem undir eftirliti eða ekki.
Foreldrar hafa heldur ekki leyfi til að leyfa börnum sínum að aka bíl fyrr en tilteknum aldri er náð og búið að sækja um réttindi.
Svona mætti endalaust telja upp.
Svo er bara allt fljótandi í allskonar öðruvísi viðbjóði sem foreldrar ættu heldur ekki að gefa börnum sínum grænt ljós á að nota. Ekki heldur undir eftirliti.

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Almattur minn!!! Ekki fer ég að kaupa bjór handa Snorra mínum...ónei, ónei!  Gaman að lesa endurminningar fyllibyttu!!!   Eigum við ekki öll einhverjar slíkar minningar af fyrsta smakkinu??? Gæti trúað því

Óskaplega gaman að lesa skrif þín Hulla. Kærar kveðjur frá okkur Snorra!

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:11

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þekki ekki hvernig þetta er heima, gæti örugglega verið betra. Það sem er slæmt hér er að krakkarnir geta bara rölt út og keypt sér bjór 15 ára. Hvað gagnar þá að skammta þeim? Æ, þetta er skrítið

Guðrún Þorleifs, 10.3.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Hulla Dan

Held samt að skipti litlu hvort krakkar geti labbað sér inn í næstu verzlun og keypt eða stolið af barnu hjá pabbanum...
Æ, þetta ER skrítið

Takk fyrir það Rúna rúsína   Kveðja til Snorra frá Atla Hauk

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 19:56

7 identicon

  Já ég verð að taka undir það  hvað drykkjuvenjur Dana eru furðulegar, að minnsta kosti í mínum augum.  Hér þykir það bara allt í þessu fina að vera með fylleríis veislur í barnaafmælum ( þ.e. fullorðna fólkið drekkur ) og ég hef heyrt að það þyki ekkert mál að sörvera áfengi þegar eitthvað er um að vera í skólum og leikskólum. . . . .  þetta kalla ég að vera MJÖG slæmt fordæmi fyrir börnin.  

  Einhvern tíma sagði vitur maður :  Börnin læra það sem fyrir þeim er haft !

   Berta að láta drykkjuna bara eiga sig þegar börn eru í félagi með manni :)

    Förum að plana hitting Hulla mín I miss you

Þóra Björk (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:47

8 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

úff ég er alveg éð hlaupasting eftir að hafa lesið um Göndul og Hugljúfu...hehe sé alveg mömmu þína fyrir mér þó ég hafi svosem aldrei séð hana svo ég viti....en allavega ég grenjaði úr hlátri...fór allt í móðu...góður pistill, eins og þeir allir hjá þér

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 14.3.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband