Er ekki eitthvað viðbjóðslegt við þetta???

Tveir dómar sama dag á sama landinu.


Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar *sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. --


----Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm* *hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Auladómar trekk í trekk. í hvaða heimi lifa þessir dómarar????

Guðrún Þorleifs, 18.3.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Linda litla

Þetta dómskerfi á Íslandi er alveg út í hött, það sýnir þig þarna.

Linda litla, 18.3.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Mannssálin hefur allatíð verið lítið metin í dómskerfi okkar íslendinga, því er nú miður. Við sjáum dómana sem menn eru að fá eftir að hafa misnotað börn og eyðilagt sálarlíf þeirra. Þær mannskepnur hafa verið að fá SVO sorglega væga dóma. Ég hef oft spurt mig hvað eiginlega sé að brjótast í höfði þess dómara sem getur varið þann sem svívirðir barn. Eins og þú bendir réttilega á þá færðu mun þyngri refsingu ef um peningastuld er að ræða eða brýtur höfundarrétt eins og Herra Hólmsteinn ku hafa gert. Við erum dálítið langt aftur í fortíðinni hvað siðferði varðar.

Kveðja til ykkar frændfólksins á dönsk jörðini, frá Ástu frænku í Hafnarfirði. 

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Peningar eru harðir húsbændur. Skildi Auði Laxness ekki líða betur...eða hvað?? Mér hefur nú þótt þetta Laxnessbókarmál verið allt his asnalegasta og hef ég verið Hanneasarmegin í því. Mér hefur fundist of mikil peningaóþefur af þessu.

Hinn dómurinn er aftur á móti um brot á manneskju, en manneskjan er langtum minna virði í þjóðfélaginu en peningar. Því miður.

Maður skilur ekki réttarkerfi þessa lands, það er engin leið. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.3.2008 kl. 08:34

5 Smámynd: Unnur R. H.

Já eitthvað finnst mér hlutir misskiptir í heimi hér...Finnst að konan sem lenti í ofbeldisverkinu ætti að fá meira, ekki peninga, heldur að þessi mannskr..... sitji ALLA ÆVI í fangelsi..Ekkert getur læknað hennar sár, en auðurinn vill fara þar sem hann er fyrir, það finnst mér um seinni dóminn sem kemur fram hjá þér

Unnur R. H., 19.3.2008 kl. 10:59

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Peningar bæta ekki fyrir svona gjörning,sá einstaklingur sem verður fyrir svona árás,hvort sem heldur nauðgun eða annað ofbeldi losnar aldrei undan hræðslunni eða sárið sem kemur grær ekki.Þannig að dómar fyrir svona brot eru ekki þannig að einhver svona hrotti hikar ekki að gera það aftur.

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 18:38

7 Smámynd: Hulla Dan

Ég veit að þessir tveir dómar eru um tvennt ólíkt.... en skil samt ekki hvernig þetta er hægt.
Finnst seinni dómurinn kannski í sjálfu sér ekkert óréttlátur, hef samt ekki mikið fylgst með þessu tiltekna máli, en fyrri dómurinn er bara út í hött.

Og peningar laga alls ekki svona sár, en hjálpa í mörgum til fellum heilan helling.

Fatta bara ekki svona.

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 21:11

8 identicon

"Auðurinn vill fara þar sem hann er fyrir." Sorrý en Hannes Hólmsteinn getur nú ekki beinlínis talist fátæklingur. Reyndar efast ég um að Auður sé ríkari en hann.

Það ber að hafa í huga að í máli Auðar er í raun verið að dæma manninn fyrir þjófnað. Höfundarréttur er í raun eignarréttur, einkaréttur höfundar eða eftirlifandi ættingja hans til að hagnast á textanum. Þótt þetta hafi frekar snúist um prinsipp en peninga í huga Auðar, eru það fjárhagslegir hagsmunir sem eru forsenda dómsins. Við verðum að athuga að peningar hafa alla tíð þótt dýrmætari en andleg og líkamleg líðan einhverrar kvenmannslufsu. Auk þess var hún unnusta mannsins þannig að eiginlega mátti hann alveg taka aðeins í hana. 

Eva (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband