Er þetta að gera sig á dönsku???

Þá hef ég fengið fyrstu fyrirspurnina um hvort ég geti ekki bloggað á dönsku svo að sumir geti fylgst með.Smile
Það finnst mér voða falleg fyrirspurn og vildi á þessu tiltekna augnabliki bara getað verið betri í dönskunni til að geta bloggað fyndið... á dönsku.Blush
Stundum dauðsé ég eftir að hafa ekki skellt mér á dönsku námskeið þegar við fluttum. Þó ekki væri nema að læra danska stafsetningu og setningargerð.
Ég er það slöpp í dönskunni að ég get ekki hjálpað Júlla og Atla Hauk öðruvísi en að hafa bullandi áhyggjur af að ég sé að kenna þeim einhverja vitleysu.
En þar sem ég er hugrökk með eindæmum ætla ég samt að reyna að yfirfæra bloggið mitt yfir á dönsku jafn óðum. Kannski vek ég svo mikla meðaumkun hjá einhverjum Dananum að hann ákveður að veita mér ókeypis ráðgjöf í danskri stafsetningu og setningargerð.

Ég á mann. Tiltölulegan nýjan mann meiri að segja. Eftir tæplega 12 ára sambúð, uppgötvaði hann, að hann vildi ekki deyja einn og bað mig að giftast sér. Veit ekki hvort að það sé neitt jákvætt fyrir mig að ég sé að nefna það eitthvað sérstaklega...
Allavega er hann töluvert yngri en ég og þar af leiðandi aðeins minni reynslu af þvottavélum. Fyrir utan að vera ekkert eins áhugasamur um þær og ég.
Um daginn þegar ég var að fara að fara að þvo strigaskó heimilisins og stíbba, fékk ég sko að heyra það frá honum að þetta væri bara stranglega bannað.
Hvort ég væri óð.
Hvort ég væri gjörsamlega „GAGA“
Hvort ég vissi ekki að þvottavélar væru ekki til þess að þvo skófatnað???
Það vissi hún ég ekki. Mundi hinsvegar ferskt eftir því að móðir mín „GAGA“ þvoði alla okkar skó og stígvél í sinni þvottavél og við sistkynin erum 4.
Ég man líka vel eftir því hvernig ég hef í þau tuttugu og eina ár sem ég hef búið, þvegið TÍTT alla skó og stíbba án þess að minni vél hafi orðið meint af.
Ég ákvað samt af minni einskærri skynsemi að halda mínum munni lokuðum og bíða bara eftir að drengurinn drifi sig í vinnuna.
Þegar hann, hás eftir fyrirlesturinn, dreif sig af stað, þvoði ég alla skó sem ég fann og líka stígvél í þvottavélinni. Sumt af þessu setti ég svo í smá stund í þurrkarann,(en bara örstutt, elska nefnilega þurrkarann minn) aðallega til að undirstrika mitt, þó engin væri heima til að sjá hvað ég væri töff.

Nokkrum dögum seinna kom ég svo að ástkærri þvottavél okkar hjóna þar sem hún var kúguppgefinn og gat ekki með nokkru móti þeytivind (veit að á að skrifa þetta öðruvísi, veit bara ekki í augnablikinu hvernig) Ég notaði strax tækifærið og hringdi í mann minna drauma til að bögga hann, bara örlítið.
Ég byrjaði ofur varlega að útskýra fyrir þessari annars ágætu tegund mannfólks, að hann gæti ekki leyft sér að troða þannig í vélina að varla væri hægt að loka.
Teppi, svefnpoki og sængurföt utan af hjónarúminu væri bara of mikið. Svefnpokinn yrði ferlega þungur þegar hann væri blautur og svo framvegis.
Minn maður var nú ekki alveg á því. Sagði að það væri greinilega eitthvað allt annað að vélinni. Ég þakkaði guði og grænum mönnum fyrir að hann vissi ekkert um skó þvottinn nokkrum dögum áður.
Nei, sagði ég, það var of mikið í vélinni. Hún vann eins og hún er vön um leið og ég dró alltof þungann svefnpokann út úr henni.
Þú mátt t.d aldrei setja meira en hálfa vél þegar þú ert að þvo handklæði, því þau verða svo geðveikislega þung þegar þau blotna, sagði ég svo við hann að síðustu, bara til að hann áttaði sig á að ég væri búin að vinna þessa lotu.
Þar sem hann er aldrei tilbúinn að tapa, sagði hann mig lélega í reikningi og að vélin tæki aldrei meira en 5 lítra af vatni inn á sig... Típikal eiginmaður. Svo neitaði hann að ræða málið eitthvað frekar.
Og þá er að gera tilraun til að þýða þetta yfir á dönsku. Gangi mér guðdómlega.Grin

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -- -
Så har jeg fået min første forespøgelse om jeg ikke kan blog på dansk, så nogle andre også kan læse mit blog. Dvs. Hanne DC  LoL
Det syns jeg er en meget køn forespørgelse, og nu, på det her tidspunkt, ville jeg bare ønske at jeg kunne lidt mere i dansk, så jeg kunne skrive noget meget sjovt på mit blog. Cool
Nogen gang dødfortryde jeg at jeg ikke har taget fat i mig selv og smidt mig, på en dansk kursus da vi flytte her til. Så kunne jeg måske skrive og stave rigtigt.
Jeg er så daset i dansk at jeg ikke rigtig kan hjælpe Julius og Atla Hauk med deres lektier uden at bekymrer mig at jeg måske er ved at lære dem noget pjat.Shocking
Men fordi at jeg er modig med mere, vil jeg alligevel prøve at, skrive mit blog om til dansk.
Måske er der en som læser det og bliver ful af medfølelser, at den bestemmer sig til at give mig gratis rådgivning vedr, at stave og skrive. Grin

Jeg har en mand. Næsten helt ny mand. Efter næsten 12 år som samliver, opdagede ham at han ikke ville dø alene, og smidte sig ned på knæene og spurgte om jeg ville gifte mig med ham... Jeg  er ikke sikker på at det her snak er særligt positivt for mig...FootinMouth
Alligevel er han, lidt mere end lidt, yngre men jeg er, og har derfor lidt mindre erfaring af vaskemaskine. Desuden, har han ikke så stor interesse i dem, men det har jeg.Pinch
For noglen dage, da jeg var lige ved at vaske hjemmens tennissko og støvler, fik jeg at høre fra ham at det her var strengt forbudt.
Om jeg var gal.
Om jeg var total „GAGA“
Om jeg ikke vidst at vaskemaskiner ikke er til skotøjs vask???
Det vidste hun lille mig ikke. Men kunne tvært i mod godt huske at min mor „gaga“ vaskede alle vores sko i sin vaskemaskine og vi søskende er 4.
Jeg kan også godt huske hvordan jeg har i de 21 år som jeg har boet selv, tit vasket alle vores sko og støvler, uden at slå min valkemaskine ihjel.
Fordi at jeg er så godt af gud gjort, bestemte jeg mig at holde min mund lukket og ventede kun efter at drengen skyndede sig til arbejde.
Da ham, hæs efter sin fordrag, skyndte sig af sted, vaskede jeg alle de sko som jeg kunne finde i huset, også støvler, i min vaskemaskine. Noget af dem puttede jeg der efter i min tørretømble, (kun i meget kort tid, elsker nemlig min torretømble) mest til at understrege mit, selv om ingen var hjem til at se hvad cool jeg var.

Nogle dage senere kom jeg til vores elskede vaskemaskine, den var kvalmefærdig og stop og kunne ikke forsætte med at skyle ud og gøre sig færdig. Jeg tog med det samt chancen og ringede til, the man of my dreams, kun til at irritere ham lidt.
Jeg forklarede for, den ellers gode sort mennesker, at han ikke kunne give sig selv lov til at putte så meget i maskinen at man ikke kunne lukke døren.
Tæppe, sovepose samt sengetøj fra vores dobblet seng er bare for meget. Soveposen bliver forfærdelig tung når den bliver våd og så videre.
Min mand var nu ikke helt med på det. Sagde at mand tydlig kunne se, at det var noget helt andet galt med den maskine. Jeg takkede gud og grøn mennesker for at han ikke vidste om mit skotøjsvask nogle dage før.Tounge
Nej, sagde jeg, det er for meget i maskinen. Den arbejdede så godt som vanlig med det same og jeg fik den våd og tunge sovepose ud af den.
Du må f. ex aldrig put mere end halvdelen i, hvis du skal til at vaske håndklæde, fordi de blive sindsyg tung når de bliver våd, sagde jeg til ham til sidst, bare til han kunne forstå at det var mig som havde vundet den her gang.
Fordi han aldrig er klar til at tabe, sagde han at jeg ikke var så god til matematik og at maskinen aldrig fik mere end 5 liter af vandt ind i sig... Gasp Tipikal ægtefælle Så nægtede ham at snakke mere om det.

Det var min første forsøg at skrive blog på dansk... Tro ikke det har gået så guddomlig...
Muhahhaha
Mojn... Hulla Pulla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hey, hey, þér er ekki fisjað saman við aðra. Góð í þvottinum held að þetta sé í genunum eins og annað gott Mér hefur reynst illa að þvo skrúfur og 4"nagla. Það er eins og mínar vélar séu ekki gerðar fyrir slíkan þott. Peninga og vegabréf þvæ ég með þokkalegum árangri. Skótau og leirtau líka.
Humm... nú er ég kannski komin á smá flug

Kalla þig góða að nenna að blogga á dk líka. Bara dugleg þar.

GN 

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Hulla Dan

Hey kannski æfist ég smá í dönskunni minni við það

Mín vél þolir allt. Líka skrúfur og yddara, endurskinnsmerki og gsm síma. Símarnir þola það samt ekki eins vel

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 22:01

3 identicon

Frábært hjá þér að blogga á dönsku, verður væntanlega farin að skrifa eins og innfædd áður en langt um líður.

Mér fannst þeytivindu setningin þín frábær. Fyrrverandi leigjandi minn kom með ráð til að leysa úr þessu. Einfaldlega að umorða setninguna, í staðin fyrir "og gat ekki með nokkru móti þeytivind" kemur "og vildi alls ekki þeytivinda". Alltaf betra að forðast vandamálið en að takast á við það ;). Annars ætti Jófríður systir okkar að geta leyst úr þessu 1,2&3. Held samt að það sé bara ekki hægt að beygja þetta, vinda ætti að verða undið.  Þeytiundið hljómar frekar undarlega.  Nú geturðu þeytiundið rúmfötin.... hahaha.. frekar slappt! :D

Bogga systir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Hulla Dan

Fyrrverandi leigjandinn??? Er það ekki bara einn sem kemur til greina þar???
Allavega vona ég það
Elska ykkur út af lífinu og held bara áframa að þeytivinda eins og ég eigi lífið að leysa...

Knús og páskakveðjur héðan til ykkar sistkynina og L-nóru litlu.

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 23:24

5 identicon

Så har jeg fået min første forespøgelse..... hahahaha :D fyrsta fyrirdraug?? tíhí

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Hulla Dan

Hey... op yours.... skirfaði ég það????

Dem it... Þarf greinilega að æfa mig betur. Þetta átti að vera spørgelse...

Gangi þér vel með Hulla.... ég elska þig mása

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Þú ert bara frábær þvílík elja að nenna að færa allt yfir á dönskuna, en eins og þú segir  þá er þetta æfing og "æfingin skapar meistarann" það er gefið mál.  Áfram á sömu braut frænka mín, ég er stolt af þér.  Takk fyrir innlitið til mín við eigum allavega EINN sameiginlegan "óvin" ef svo mætt orða

Páskakveðja frá Ástu frænku. 

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:45

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Halló sætasta Hullan í danaveldi  Þú ert nú barasta frábær,alltaf brosi ég þegar að ég les bloggið þitt  Ég hef einu sinni á minni ævi sett skó í þvottavélina, og það geri ég ekki aftur  Þennan klukkutíma sem strigaskórnir skoppuðu í minni heittelskuðu, var ég alveg skelfingulostinn  Ég var nokkuð viss um að þetta væri hennar síðasta,hún lifði það af,en er ekki notuð fyrir neitt skótau meira  Þú dugleg að blogga líka á dönsku,ég held að þú getir bara farið að sega upp vinnunni þinni,fljótlega hefur þú  engan tíma fyrir vinnuna líka  Ég kann því miður ekkert í dönsku, og verð allavega í bili að láta mér nægja að lesa íslenska bloggið þitt dúlla  Já,er ekki bara fínt að hafa svona yngri eiginmann,enn ferskur og fínn hí,hí  Ég óska ykkur (líka lambinu þínu ) gleðilegra páska

Katrín Ósk Adamsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:10

9 identicon

Fyrrverandi vinkona mín fann góða lausn á þessu með áhugaleysi karla á þvottavélum. Það eina sem þarf að gera er að hafa áletrunina play í stað on á startrofanum.

Eva (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband