Kynlífskúrinn.

Þeir sem eru af einhverjum ástæðum ekki eins hrifnir af bjór og ég, hljóta að vera hrifnir af bólfimi í einhverju formi.
Allir vilja jú vera flottir og fitt. Hehehe

Það hefur verið vitað frá örófi alda að kynlíf er hin fínasta heilsubót. Fólk er að brenna umtalsverðum kaloríum og eru flestir sammála um að þetta sé einn skemmtilegasti æfingarmátinn samanborið við stigvél, tröppu eða hlaup. Það er komin út splunkuný könnun þar sem þetta æfingarform var kannað niður í kjölinn og reiknað út nákvæmlega hversu mörgum kaloríum við værum eiginlega að brenna miðað við hinar ýmsu athafnir. Hér eru niðurstöðurnar:
 
Að klæða hana/hann úr fötunum:
Með hennar/hans samþykki................ 12 kaloríur
Án hennar/hans samþykkis................ 187 kaloríur
 
Að opna brjóstahaldarann:
Með báðum höndum.................. 8 kaloríur
Með annarri hendi..................... 12 kaloríur
Með tönnunum........................ 85 kaloríur
 
Að setja á sig getnaðarvörn:
Með stinningu........................ 6 kaloríur
Án stinningar........................ 315 kaloríur
 
Undirbúningurinn!
Reynt að finna snípinn.............. 8 kaloríur
Reynt að finna G blettinn.......... 127 kaloríur
 
Stellingar:
Trúboðastellingin.....................12 kaloríur
69 liggjandi........................... 78 kaloríur
69 standandi......................... 112 kaloríur
Hundastellingin...................... 216 kaloríur
Hjólbörurnar......................... 326 kaloríur
Ítalska ljósakrónan................ 923 kaloríur
 
Fullnægingin:
Alvöru................................. 112 kaloríur
Að fake-a það........................ 345 kaloríur
 
Eftir fullnæginguna:
Liggja í rúminu og faðmast........ 18 kaloríur
Standa strax upp......................36 kaloríur
Útskýra af hverju þú stóðst strax upp..823 kaloríur
 
Að fá stinningu númer 2 / Ef þú ert:
20 - 29 ára........................... 36 kaloríur
30 - 39 ára........................... 80 kaloríur
40 - 49 ára........................... 124 kaloríur
50 - 59 ára........................... 972 kaloríur
60 - 69 ára........................... 2915 kaloríur
70 ára og eldri................... Enn verið að reikna kaloríurnar
 
Að klæða sig í á eftir:
Rólega................................ 32 kaloríur
Í flýti................................ 98 kaloríur
Með pabba hennar á hurðinni..... 1218 kaloríur
Með konuna þína á hurðinni.......3521 kaloríur 

Ef þið eruð í með það í huga að brenna nokkrum kaloríum getið þið reynt eitthvað af þessu.

Svo er ég hér með hætt að stela efni af annarra manna síðum.
Fannst þetta bara svo hrikalega, óstjórnlega fyndið og ég argaði hérna og átti bágt með að segja Eika mínum frá þessu, svo mikinn ekka var ég komin með. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fitna og fitna eins og púkinn á fjósbitanum, bakaðgerð er ekki góð fyrir sexið. Ætla að vera dugleg að grenna mig eftir ca. 3 vikur.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 15:35

2 identicon

Hæhæ

Vildi bara segja þér að Loppa hefur það fínt ogmjög ánægð. Hún er algjör kelirófa og rosalega skemmtileg, er sko drottningin á heimilinu takk æðislega fyrir okkur .

Sveina Peta (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss eru ekki allir hættir að gera það?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Góður, og byrja svo ...

Elísabet Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég var að skoða fyrri færslur sem fóru framhjá mér og verð að segja mikið rosalega lítur þú vel út, brún og sæt.  Þú yngist bara upp með árunum dúlla.  Æðislegar allar myndirnar.

Knús og kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Gísli Torfi

Ítalska Ljósakrónan  ... veit þú hvaða stelling það er... mig grunar eina en er ekki viss... en þetta er Hressilegt aflestrar...

sagan segir að stunda svona cirka eðlilegt SEX sé eins og að hlaupa 1500 m hlaup... " gott að svitna og gleðjast"

Gísli Torfi, 5.8.2008 kl. 17:44

7 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Já maður kemst bara í stuð við lesturinn

Þóra Björk Magnús, 5.8.2008 kl. 18:49

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert yndisleg mín kæra vinkona spherical head laughing animated gif

(Hvernig er svo þessi ítalski??? )

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.8.2008 kl. 19:08

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já þetta var fróðlegt,nú er bara að finna einhvern til aðstoðar  En annars að þá sá ég hana Lenu þína í gær,stórglæsileg og eitthvað svo norræn í útliti,hún var með Samönthu fósturd.Óla í matarbúðinni bak við hjá mér.Ég er svo óttarlega rugluð, eða það var útlitið sem ruglaði mig en mér fannst eins og hún talaði ekki íslensku,þannig að ég brosti bara til hennar, en það skilst á öllum tungumálum

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.8.2008 kl. 19:21

10 Smámynd: Hulla Dan

Jenny: Fólk er ALLTAF að gera það. ógisslegt alveg hreint.

Ásdís: 3 vikur er ekki lengi að líða.

Beta: Ég er bara 25  

Gísli: I dont know

Þóra: Róa sig kona

Rúna: Takk

Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 19:25

11 Smámynd: Hulla Dan

Katrín: Lena er ÆÐI. Hún tala fljótandi íslensku en fattar líka bros

Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 19:29

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hahahha... ég er í krampakasti, sérstaklega yfir ljósakrónunni, held ég þekki ekki þessa ítölsku en tékkneska ekkert mál og þar er sko brennslan óútreiknanleg. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:00

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hulla, vantar svar við spurningu: Hvernig er ítalska ljósakrónan? Get engan veginn ímyndað mér eitthvað þvíumlíkt, enda veit undirrituð ekki hvernig svoleiðis ljósakróna lítur út!

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:38

14 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábært framtak hjá  þér að koma með þessa kúra svona tímanlega fyrir  þá sem vilja í kjólinn fyrir jólin.

Kvitta hér fyrir síðustu færslur sem streyma inn hraðar en hratt, sem er skemmtilegra en engar færslur. 

Guðrún Þorleifs, 6.8.2008 kl. 06:25

15 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég tharf ad fara ad grennast adeins aftur, prenta thetta bara út og hengi á gódum stad.  Takk fyrir.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 21:12

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ok ..ég byrja um helgina... uss..thad held ég ad kallinn verdi gladur , madur minn

María Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 04:42

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég rakkst á brjóstin þín á annarri síðu, varð að kíkja smá á skrifinn. Ég er að fara að reikna út kaloríurnar og hvernig best sé að stunda kinnlíf tl að brenna sem mest. Í fljótu bragði held ég að ég fái sem mest út úr þessu ef að ég vel mér stórann og mikinn mann sem ekki vill hafa samfarir við mig.

Því að þá þarf ég að berjast við hann til að ná fötunum hans af og setja smokkinn á hann linann. Já og með konuna hans á hurðinni þegar að ég skoppast í fötin mín í flýti svona svo að hún berju mig nú ekki

Sporðdrekinn, 7.8.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband