Í fyrsta sinn í rúm 4 ár

fékk ég lyst til að skreppa ein út í gærkvöldi. Ok hljómar ekki vel. Reynum aftur.
Í gærkvöldi fékk ég (í fyrsta sinn) í rúm fjögur ár virkilega löngunn til að skreppa ein út.
Bara setjast niður hjá einhverri kjellu og blaðra fram á kvöld.
Ég hugsaði þetta í smá tíma (ca hálfan) og ákvað svo að þeir sem mig virkilega langaði að spjalla við búa það langt í burtu að ég var ekki að nenna að aka þangað.
Samt er Sønderborg bara 13 km hér frá og Åbenrå 15.
Þóra og Stína búa svo í klukkutíma fjarlægð og klukkan var orðin hálf átta, þannig að það kom ekki til greina.
Ég hugsaði og hugsaði og komst að því að ég er frekar einangruð hérna Woundering 
Það er reyndar fullt af fólki búið að segja mér það en ég upplifði það fyrst virkilega í gærkvöldi.
Það endaði með að ég ákvað að fara niður í vinnu og betla einn kaffibolla og var búin að ákveða að ég gæti þá hjálpað til við að leggja í rúmið í staðinn.
Hversu langt hef ég eiginlega verið leidd í gær???
Ég skrifaði einni sem ég þekki, ekki vel, sms og spurði hvort hún væri að vinna.
Ég fékk auðvitað ekkert svar því að Fatma (sú sem ég þekki ekki vel) veit vel að hún má ekki vera með gemsan í vinnunni og hún er greinilega að fara eftir reglunum.
Ég ákvað nú samt að renna niðrí vinnu og kíkja þá bara á gamlingjana mína ef engin skemmtilegur væri vinnandi.
Ég rauk sem lá leið inn i herbergi, reif mig úr náttfötunum, sem ég var búin að vera í allan daginn vegna næturvaktarinnar nóttina áður. Úr nátturunum og í gallabuxur og bol og út.
Á leiðinni í vinnuna fékk ég sms frá einni sem ég vinn með og býr líka hérna í sveitinni. Hún bauð mér í kaffi þessi elska og því fór ég bara sem leið lá beint til hennar.
Það er eiginlega saga að segja frá henni en þar sem ég er engin sagnaþulur er ég ekkert að því. 
Í stuttu máli þá þekki ég manninn hannar lítillega en var að vinna með fyrrverandi konuna hans, sem ég þekki mun betur. 
Þau komu t.d bæði í brúðkaupið okkar í fyrra.
Allavega náði þessi maður sér í nýja konu. Og konan tók við heimili og vinnu fyrrverandi konunnar. Og það er þessi núverandi kona sem ég heimsótti í gærkvöldi.
Asskoti flókið...
Það var bara fínt að setjast aðeins niður með "blá"ókunnugri konu og blaðra um allt milli himins og jarðar.
Þar sem ég drattaðist ekki heim fyrr en um 23 á ég von á því að þessi nýja kaffivinkona mín hafi verið frekar þreytt í vinnunni sinni í morgunn.

Ég er að búa til ógó gott marmelaði.
Uppskrift sem ég fékk hjá einni nýrri bloggvinkonu og eftir lyktinni að dæma þá lofar það góðu.

Annars er mest lítið að frétta héðan.
Ég hef ekki en nennt út í garð að vinna í blómabeðinu mínu, eða neitt annað.
Ég er ekki einu sinni búin að drullast til að mála hilluna sem mér var gefið fyrir ótrúlega löngu síðan.
Hugsa samt um það á hverjum degi.

Until næste gang. Hulla Haugur.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hefðir tú komið til mín í kaffi í gærkvöldi hefðir tú fengid orginal og live þögn við kaffiborðið atriði!!! Mjög magnað atriði sem ég get kannski sagt þér frá einhvern tímann

Spurning hvort það sló út Boris Violin Rumenski atriðið mitt hér fyrr í sumar

Guðrún Þorleifs, 7.8.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Hulla Dan

Já nú ertu aldeilis búin að vekja áhuga minn og líka, og aðalega, forvitni mína.

Förum að hittast.

Hulla Dan, 7.8.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt hvað nýju konurnar erfa allan pakkann.  Börnin, eldhúsið, tuskurnar og kústana, rúmið og núna VINNUNA

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að það rættist úr kvöldinu. En svona í tengslum við komment Guðrúnar að þá held ég að ég geti fullyrt að ekkert slær út Boris Violin  hann er skemmtiatriði ársins í mínum huga, þá var ég sko "tekin"

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Gott að þú náðir að fá útrás fyrir kjaftakellingaþörfina  yndislega stúlka.  Þú hafðir örugglega gott af því. 

Ég sakna Glúntrahópsins okkar.

Elísabet Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Hulla Dan

Sakna líka Glúntrasystra

Hulla Dan, 7.8.2008 kl. 13:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst ég endilega hafa heyrt systir mína tala um Glúntra systur, þekkið þið Bryndísi Torfadóttur??

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 13:29

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að kvöldið reddaðist Hulla mín, ég fæ þessa tilfinningu ansi oft og hun er slæm, fjandi slæm.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 14:59

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já, algert must ad hittast svona i kerlingabladri af og til..fæ thessa THØRF af og til..adallega til...en thá er hálftíma keyrsla á stadinn sem ég fer á i svona spjall  adeins of langt svona i skyndihugdettu...en gott hjá thér bara ad drífa thig..

knus og krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:10

10 Smámynd: Linda litla

Ég held að þetta sé nauðsynlegt að fara í kjaftakaffi, ég er svoooo heimakær að ég fer aldrei neitt í heimsókn, hvorki ein né með einhverjum. Verð að fara að koma mér til þess, veit að við höfum svo gott af því.

Linda litla, 7.8.2008 kl. 16:47

11 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Já þa er sko ekki að ástæðulausu sem við höfum þessa þörf, ég var að lesa um rannsókn sem gerð var um tengsl á milli langlífis og félagsskapar. Og þar kemur fram að þeir sem eiga marga vini eru langlífari en þeir sem eru mikið einir.

  Svo það er satt sem gamla máltækið segir :   Maður er manns gaman

    Endilega fáðu svona skyndihugdettu og kíktu í kjaftakaffi barasta þegar þú vilt seint eða snemma

Þóra Björk Magnús, 7.8.2008 kl. 18:41

12 identicon

Er það eitthvað að ganga að verða að komast í vinkonuspjall. Kíktu á næst síðustu færsluna mína.
Gott að við skiluðum okkur báðar heim í tíma úr okkar vinkolnuspjalli. 

Knús Hulla mín
Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:52

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Verst tú búir eki í nágrenni vid mig  elsku snúllan mín....Hefdum getad spjallad til morguns ef sá gállin hefdi verid á okkur.Elska svona kjaftakerlingakvöld eru bara allt of sjaldan.

Knúse knús á tig Hulla mín

Gudrún Hauksdótttir, 8.8.2008 kl. 05:39

14 Smámynd: Hulla Dan

Ásdís: Bryndísi kannast ég ekki við í augnablikinu. Hún var allavega ekki ein af Glúntrasystrum. En kannski þekkti hún eina af okkur. 

Ragna: Las hjá þér. Bara snilld.

Guðrún drottning: Fékkstu ekki skilaboðin frá mér varðandi kjellinga kvöld???

Knús á ykkur allar.

Hulla Dan, 8.8.2008 kl. 08:04

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég skil þig svoooooo vel Hulla mín

Ía Jóhannsdóttir, 8.8.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband