Eiki minn :)

Eiki minn er kominn heim... alltaf búinn snemma á föstudögum. InLove

Þegar ég kom út úr sturtunni rétt áðan sat þessi snáði minn á brókinni (eitthvað sem allir strákarnir mínir gera þegar þeir koma heim úr vinnu eða skóla) (Brókalallar) inn í stofu, ný búinn að borða í sófanum mínum og með eitt allsherjar bros á andlitinu.
Hann var að horfa á útsendingu í sjónvarpinu um konur sem hafa tekið þá ákvörðun að verða manni sínum undirgefnar í einu og öllu. Þetta á nú hug hans allan. Smile
Þetta er eitthvað sem honum langar gjarnan að við prófum hérna á heimilinu.
Honum finnst brilljant að konan sé bara heima og haldi heimili og börnum í góðu lagi.
Honum fannst kannski aðeins of langt gengið þegar einn karlinn fékk að ráða klippingu konunnar, en annars finnst honum þetta brill.

Hann: Já en Hulla, þær eru sáttar við þetta. Þeim finnst þetta bara virka súper vel.
Ég: Það er líka til fólk sem vill endilega láta fjarlægja heilbrigða líkamsparta. Mér finnst bæði afar sjúkt.

Eiki minn ræðir þetta ekki meira.
Ég á að vinna alla helgina og hann verður heima með strákana og heimilið og undirbýr strákana og skólatöskurnar undir fyrsta skóladaginn. Og hann gerir það vel.
Svo verður hann sennilega búinn að kveikja á fullt af kertum og hella rauðvíni í glas handa þreyttri konunni sinni í kvöld þegar hún kemur heim slefandi af þreytu.

Ég á góðan mann sem ég elska út af lífinu. 
Og hann er karlmaður og má fá undarlegar hugmyndir við og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

ummm..... væri ekki yndislegt að koma heim í kertaljós og rauðvín, þreytt eftir vinnudaginn.

Hafðu það gott um helgina.

Linda litla, 8.8.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ætli að hann mundi fíla undirgefnu Hullu til lengdar.  Ég held að hann fengi nóg eftir nokkra daga eins og flestir heilbrigðir karlmenn mundu gera. 

Þið eruð yndi

Elísabet Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hann yrdi fljótt leidur á thví. Hljómar samt eins og thid hafid thad voda gott eins og er. kærar kvedjur og takk fyrir gott blogg.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Ragnheiður

Honum myndi finnast þú hundleiðinleg eftir nokkra daga. Minn myndi nú ekki þora að stinga upp á þessu hehe.

Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já já allt i lagi ad láta sig dreyma sko en sá draumur myndi nú fljótt breytast i martrød held ég..og Eikinn yrdi nú leidur á einhverri gólfmottu til lengdar...enda held ég ad sá dagur kæmi seint....búandi med thér ertekki med thessi "gólfmottugen" held ég

knus og krammar til thin og thinna

María Guðmundsdóttir, 8.8.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sammála stelpunum hér að ofan, best að vera með samhljóm í þessu, þá er lukkan í efsta sæti.  Knús og góða helgi 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 17:04

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

OH, ég var buin að skrifa her, min að flita ser. Ég skrifaði, njóttu heimkomunnar með þínum manni í kvöld dúllan mín.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:02

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að það bíði hársgreiðslumaður eftir þér á morgun þegar þú kemur heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband