Matarboð.

Okkur var boðið í mat i gærkvöldi.
Öllum 5.
Heimatilbúin pitsa á boðstólnum, jammí góð, og svo sátum við og spjölluðum til klukkan 21.

Ekkert voðalega íslenskt, en þar sem Eiki átti að mæta í skólan í dag og strákarnir í SFO, ákváðum við að fara frekar snemma heim. Auk þess sem Eika mínum fannst ekkert hrikalega gaman.
Strákarnir vildu fá að gista, en frú Frekja móðir þeirra tók það ekki í mál og notaði þá afsökun að þeir ættu að fara í SFO daginn eftir.
Þá vildi drengurinn sem býr á heimilinu fá að koma heim og gista þar.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann og strákarnir mínir hittast. Þessi strákur er 13 ára og ekki sá félagsskapur sem ég endilega mundi velja fyrir strákana mína. En samt sem áður ákvað ég að gefa þessu sjéns.
Þegar við komum heim fengu strákarnir leyfi til að horfa á eina mynd fyrir svefninn.
Gesta strákurinn kom niður ca 80 x á meðan myndin var í gangi og betlaði þessi lifandi ósköp.
Hann var svangur... Ekkert í boði svona seint á kvöldin hjá okkur nema ávextir.
Hann var þyrstur...  Ekkert í boði hjá okkur nema vatn... Nei ekki kók.
Hann vildi ofsalega nammi... Nei ekki í boði
Jói kom nokkru sinnum niður volandi yfir þessum strák. Hann talaði dónalega, slóg og sparkaði.
Ég var farin að dauðsjá eftir að hafa tekið í mál að leyfa honum að gista.
Þegar klukkan var eitthvað yfir 22 var ég alveg hörð á að þeir ættu að fara að sofa ekki seinna en núna.
Þá fór þessi blessaði drengur að finna vondar lyktir út um allt.
Hann vildi bara heim og tók það skýrt og greinilega fram að hann væri ekki með heimþrá.
Ég hafði skrifað mömmu hans sms hálftíma áður og sagt henni að allt gengi vel og skrifaði henni nú annað og bað hana að sækja stráksa.
Á meðan við biðum eftir að hún kæmi fór hann og Júlli að skylmast með risastórum sogrörum.
Júlli vann fyrstu lotuna og við það tækifæri lét stráksi rigna yfir Júlla skít og skömmum. Sumt af því sem hann sagði er bara of ljótt, þó það sé á dönsku að ég birti það ekki á prent.
Og ég bilaðist. Það er ekki oft sem ég hækka röddina og hvað þá við ókunnuga. En ég lét þennan strákling heldur betur heyra það. Svona væri ekki talað heima hjá okkur og þeir sem ekki gætu farið eftir því væru ekki velkomnir. Og ég meinti hvert einasta orð.
Hann horfði á mig í smá stund og ég hélt að hann væri kannski hræddur við mig. Ég sá nefnilega að Júlíus skrapp saman og ég var sjálf með bullandi hjartslátt og dauðhrædd við sjálfa mig.
Ég er ekkert vön, frekar en Júlli, að heyra mig tala svona hátt og ákveðið.
En þegar stráksi var búinn að velta mér svolítið fyrir sér, og reyna einu sinni að koma með þá útskýringu að hann hefði ekki sagt neitt, brosti hann smá og fór að tala um að næst þegar hann mundi gista þá... Þarna eyðilagði ég allt fyrir honum og sagði að við skyldum nú bara sjá til og ég væri ekki tilbúin í eitthvað svona bull á næstunni.
Mikið var ég fegin þegar bíllinn keyrði í burtu með stráksa innanborðs.
Strákarnir virðast ekkert vera æstir í félagsskap hans og ég er hálffegin. Þeir eru búnir að vera svolítið einangraðir hérna og ég er ekkert viss um að þetta sé æskilegur félagsskapur.

Svo er eitt sem ég er búin að velta dálítið fyrir mér.
Ég er að vinna með íslenskri konu (stelpusnót) og um daginn varð henni á að kveðja mig á íslensku og sagði eitthvað við mig í leiðinni. Einhverja eina setningu, og ég get lofað ykkur því að dönsku kjellurnar urðu ekki glaðar.
Þær lögðu nefnilega saman 2 og 2 og fengu út 19, og urðu vissar um að við hlytum að hafa sagt eitthvað voðalega slæmt um þær.
Hvar er sjálfsálitið hjá fólki. Og hvaða álit hafa þær eiginlega á okkur???
Hefði því liðið eitthvað betur ef hún hefði hvísla að mér. Danskar konur gera mikið af því.
Eða ef hún hefði sagt mér að hún yrði að tala við mig undir 4. Grrrrr
Stundum er ég bara að gefast upp á að vinna með eintómum kellingum.
Þær eitra svo útfrá sér að það er skelfilegt.
Og það er ein staða sem ég mundi aldrei í lífinu sækja um. Og það er að vera yfirmaður á kellingavinnustað! Ábyggilega það ömurlegasta starf sem hugsast getur.

Hagið ykkur vel í dag, meðan ég þjöstna mér áfram í veldi kellinga.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott hjá þér að láta pottorminn heyra það hehehhe..  kerlingaveldi, æ ekki mjög skemmtilegt til lengdar.  En eru þær svona spéhræddar þessar dönsku ?

Ía Jóhannsdóttir, 8.8.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Linda litla

Gott hjá þér að láta strákorminn heyra það, ég hef heldur betur þurft að gera svona og drengurinn átti það svo sannarlega skilið að fá að heyra það.

Linda litla, 8.8.2008 kl. 11:00

3 identicon

Gott að þú lést sækja stráksa. Þínir synir eru örugglega betur settir með félagsskap hvers annars þangað til eitthvað betra býðst.
Kveðja og knús til ykkar allra.

Ragna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessum dreng líður illa, ég finn til með honum.  Ömurlegt.

Brostu framan í heiminn dúllan mín og hann mun brosa framan í þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 11:36

5 Smámynd: Hulla Dan

Ía: Veit ekki hvað er málið með þær dönsku. Þær hafa alla vega ekki mikið álit á öður fólki. Svo er þetta smá múgæsingur líka. Ein byrjar og hinar æsast upp.

Jenný: Stráksa LÍÐUR illa. Ég veit bara ekki hvort ég geti nokkuð gert til að hjálpa honum öðruvísi en að það gangi út yfir mína stráka og ég er hætt öllu slíku.

Það er ömurlegt að horfa upp á krakka sem eiga bágt og geta lítið sem ekkert gert til að hjálpa þeim.

Hakúnamatata

Hulla Dan, 8.8.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ekki láta þessar neikvæðu kellur hafa áhrif á þig elskan mín, þú ert svo jákvæð að þú ættir ekki að vera í neinum vandræðum með þær. 

Pjúff hvað það hefur tekið á með drenginn, segi það sama og Jenný, honum líður eitthvað rosa illa. 

Knús og mange kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 11:58

7 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Mér dettur nú barasta enn eitt orðtakið í hug þegar um er ræða þessar konur og það er sko :

   Margur heldur mig sig !!!

   Þú ert sko bara hetja að láta pottorminn heyra það, ég er stolt af þér stelpa

Þóra Björk Magnús, 9.8.2008 kl. 23:17

8 identicon

Bara smá kvedja frá "stelpusnótinni". Ég mæli ekki med mínu starfi...vertu bara tar sem tú ert núna...

maja (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband