Feita kjötbollan

Ég og Stína vorum mættar á svæðið klukkan 6.
Meat Loaf átti ekki að byrja sjálfur fyrr en um 9 svo við nutum þess bara að sitja í grasinu og spjalla. Veðrið var æðislegt og regnslárnar sem ég hafði pakkað niður voru aldrei teknar upp.
Tíminn var fljótur að líða og um það leiti sem sólin settist byrjaði Hlunkurinn að spila.
Fyrstu 4 lögin könnuðumst við ekkert við. Hljóta að hafa verið ný vegna þess að það leit ekki út fyrir að neinn kannaðist við þau.
Hann var með 2 skvísur sem bakraddasöngkonur og þær vöktu helmingi meiri athygli en hann sjálfur.

Loksins kom lag númer 5 eða 6 og það könnuðust allir við. Paradis by the desboard ligth.
Hljómsveitin var frábær. Og þegar Meat Loaf byrjaði að syngja sló þögn á mannskapinn. Ég veit ekki hvort kallinn var orðinn svona fullur eða hvort hann er bara búinn að missa getuna, en allavega hljómaði þetta skelfilega hjá honum. Fólk leit á hvort annað og það mátti lesa samúðina úr augum þeirra. Svo kom að því að konan átti að byrja og inn á sviðið leið hún Patricia og bjargaði málunum.
Hún var hreint ótrúleg. Veit ekki alveg hvað hún er að hugsa að hanga þarna með honum, en hún hefur sennilega sínar ástæður. Hún er stórkostleg söngkona og öll sviðsframkoma hennar frábær.
Svo koma annað kunnuglegt lag. Hot sommernigth. Þar ákvað kall að syngja bara viðlagið. Hann söng það í ca 20 mínútur. Svo tók hann Bat out of hell og eitt annað nýlegra. Svo var bara allt búið. Uppklappslagði var ekki eitt af þessum gömlu góðu.
Miða við George Mikchael tónleikana sem Þóra bauð mér á í fyrra var þetta bara prummp.

Ef hann hefði ekki haft Patirciu og Susane (held ég að hin hafi heitið) hefði hann verið í ljótum málum.
En ég sé alls ekki eftir þessu. Það var lítið af fólki og ég með mína mannafóbíu þorði næstum alveg inn í þvöguna og fékk ekki eitt einasta köfnunarkast Smile
Leið bara svaka vel. Svo fengum við fullt af athygli bæði frá 60 ára mönnum og svo aftur frá 16 ára strákum. Ekkert mikið þar á milli. En þetta segir okkur bara að við séum á mjög óræðnum aldri Undecided

Við löbbuðum svo niður í bæ. Lengri leiðina -því við villtumst- og Eiki náið i mig og Bjarni vonandi í Stínu. Lestin var nefnilega nýfarin þegar við komum.

Well thats all folks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kannski að kallin sé bara orðin of gamall og röddin farin.  En þegar þú þarft að fara inn í svona mannmergð skaltu signa þig, bara huglægt áður en þú ferð inn þar sem er mikið af fólki, þetta virkar allavega fyrir mig, sakar ekki fyrir þig að prófa.

Eigðu gott kvöld ljufan

Kristín Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 18:05

2 identicon

Hullan mín hvernig datt þér það bara í hug að hann hefði enn þann kraft sem hann hafði fyrir hvað 25árum? Mér dytti ekki í hug að hann gæti nokkuð orðinn gamall og hefur ekki heyrst mikið og bara eiginlega ekkert í honum undanfarin ár. Dytti helst í hug að hann kæmi fram í göngugrind og undirspilið væri harmonika óbó og orgel. Stundum eru minningarnar bestar. N gaman að þið nutuð dagsins, ég missti af Eric Claptonúm síðustu helgi var þá stödd í Noregi n frétti að það hefði bara verið misheppnað alltof heitt í höllinni og framandi tónlist ekkert kunnuglegt prógramm var fúl með að missa af n ekki lengur.

N ég sá John Fogarthy í vor og það voru tónleikar í lag hefðu að vísu mátt vera um helgi slík stemmingstónlist var Creedens Clearwater fílingur.  Knús.

Bína (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

 Ég fæ svona samúðarkennd með honum greyinu. 

En alltaf gaman að skella sér út og fá smá athygli.

Knús og koss

Elísabet Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Vonandi segir þú??? Ertu búin að heyra í Sínu síðan eftir tónleikana ?? 

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Já thad er agalegt ad prófa svona. Hef ekki prófad svona glatada tónleika en mér dettur í hug rádstefna sem ég var á, thar sem sami adilinn átti ad tala í heilan dag og hann rugladi bara allan daginn. Fólk var midur sín og ég skammadist mín bara svo, fyrir hans hønd. Vá hvad mér leid illa eftir á.

Madur skilur bara ekki í fólki ad vera ad thessu, ef thad getur ekki sinnt sínu lengur. En ætli Meatloaf vanti ekki bara pening ???

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer ekki á svona tónleika-reunions.  Verð svo döpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Guðbjörg Oddsdóttir

Það var nú gott að þið náðuð samt að skemmta ykkur vel og láta það ekki skemma fyrir ykkur að kjötbollan er útbrunnin.  Það er líka alltaf gaman að fá smá athygli frá hinu kyninu þó maður sé harðgiftur - kitlar hégómann pínu

Guðbjörg

Guðbjörg Oddsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Linda litla

Leiðinlegt að það var ekki skemmtilegra en þetta. Ég væri einmitt til í að skella mér tónleika með honum, mér finnst hann ógla góður. En yrði örugglega svekkt ef að hann myndi klikka...

Bestu kveðjur í danaveldi.

Linda litla, 17.8.2008 kl. 02:08

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessaður kallinn, hann eldist jú eins og við öll. vonandi lætur hann vera að taka peninga fyrir þetta næst, þá er það svosemí lagi :o)

knús inn í daginn

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 05:13

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er alveg hætt að sækja svona tónleika vegna þess að ég veit að þetta verður ,,flopp"  því miður.

Sunnudagskveðja til þín og þinna í DK

Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 07:50

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ kallgreyid....liklega samblanda af øllu,of gamall,of feitur og of fullur 

en thad mátti reyna knus og krammar á thig

María Guðmundsdóttir, 17.8.2008 kl. 13:54

12 identicon

    Ég er ekki viss um að aldrinum sé einum að kenna því ég fór fyrir tveimur árum síðan á tónleika með Rolling Stones, og ef ég man það rétt þá eru þeir talsvert eldri, og þeir voru FRÁBÆRIR !!!   

Orkan í þeim var margfalt meiri en ég hef nokkurn tímann haft og ég er "bara" 39

Þóra Björk (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:01

13 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hvað segirðu,ekkert frétt af Sínu?

Guðríður Pétursdóttir, 18.8.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband