Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hænan og konan :)

Viti þið af hverju konan er með einni heiacellu fleirri en hænan???

Það er til þess að hún hlaupi ekki gaggandi og kúkandi útum allt LoL

 

Ómg.... Elska þennan brandara.
Held ég hafi verið 10 ára þegar ég lærði hann.
Á sama tíma lærði ég líka óteljandi klepparabrandara, sem ég gat endalaust kvalið hana stóru systir mína með.

Stundum efast ég um að é hafi veri skemmtilegur krakki Whistling


Algjört æði :)


Minningabrot.

Ég man ótrúlega langt aftur. Finnst mér allavega. Woundering

Þegar ég var lítil (þarna milli 4 og 6) bjuggu afi og amma í Víkurbakkanum.
Ég man að Núpsbakki (eða Núparbakki) lá samhliða Víkurbakkanum og bara göngustígur á milli.
Þar bjó Pollý frænka. Ég man eftir henni þó ég muni ekki hvernig hún leit út, fyrir utan að vera yngri en amma og ég mundi ekki þekkja hana í sjón í dag.
Vegna þess að það lá aðeins göngustígur á milli þessara tveggja bakka, fannst ömmu óhætt að senda mig til Pollýar frænku ef hana vantaði eitthvað t.d. egg.
Í mínum minningum fór ég þó nokkuð oft að ná í egg til Pollýar. Trúi samt ekki að hún hafi verið með hænur út á svölum...
Fyrir ein jólin voru skömmtuð egg, og þar sem amma bakaði ótrúlega mikið og var búin að senda okkur systurnar í sitthvoru lagi upp í Breiðholtskjör til að fá sitthvorn eggjaskammtinn, og fara sjálf og senda líka pabba, þá dettur mér í hug að Pollý hafi átt auka egg sem hún hefur lánað ömmu. Sem er samt voðalega skrítið vegna þess að ég man að ég var í strigaskóm og stuttermabol, og þannig er maður ekki klæddur í desember. Hummm
Ég man líka að hjá Pollý var teppalagður stigi niður, hægra megin þegar maður kom inn.
Og Pollý (eða kannski frekar börnin hennar) áttu búðarkassa sem var búinn til úr pappakassa. Ótrúlega flottur, og börnin hennar það stór að þau voru ekkert mikið að leika með hann lengur.
Það var góð lykt inni hjá Pollý en ég geri mér ekki grein fyrir hvort þessi lykt stafaði af kleinum eða kanilsnúðum. Finnst samt að það hljóti að vera annað hvort.
Og Pollý átti hund. Man að hann var þó nokkuð skemmtilegri en Heddý og Læla, sem amma átti á þessum tíma og áttu það til að glefsa í mig ef ég reyndi að koma þeim í einhver föt.
Veit samt að ég rugla eitthvað með þennan hund, því ég þekkti annan hund á svipuðum tíma sem treður sér inn í allar hunda minningar frá því að ég var lítil. Það er hún Dúna frá Ólafsfirði. Annað hvor Ranna eða Kolla áttu hana og hún var stór, allavega miða við mig, og hvít og yndisleg.

Hvort þessar minningar stemmi við annarra manna minningar er ekkert endilega víst.
Það er þá ekki í fyrsta sinn sem það gerist.

Eigið góðan eftirmiðdag Smile


Spuni

Í síðustu viku lék ég í spuna verki. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Og ég hef gert margt sem er erfitt.

Þar sem ég er bundin þagnarskyldu mun ég skrifa í rósum... þær eru í þessu tilfelli alsettar þyrnum Crying

Ég er kölluð út tvö kvöld í röð til að sitja fasta vakt hjá konu sem er lítið eldri en ég.
Konu sem er 36 kg og mikið illa farin eftir margra ára misnotkun á áfengi og sennilega alskonar lyfjum líka.
Konu sem getur ekki gengið, vegna afleiðinga lífernisins.
Konu sem á 2 syni sem hún hefur ekki séð, guð má vita hvað lengi.
Konu sem gerði sér enga grein fyir að synir hennar eru 23 og 29 ára, en ekki 9 og 15 ára.
Konu sem var allveg viss um að nú væri ári 1995
Konu sem virðist ekki eiga sama rétt og við hin, í hinu frábæra danska heilbrigðiskerfi.
Konu sem "valdi" þessa leið sjálf.
Konu sem mér þykir óskaplega vænt um og vildi óska að ég hefði menntun, gáfur og getu til að hjálpa.

Ég er sem sagt kölluð út til að sinna þessari vinkonu minni svo að annað starfsfólk geti sinnt öðrum einstaklingum og þeirra þörfum.
Þegar ég mæti fyrsta kvöldið situr Frú Fjóla í hjólastólnum sínum út á miðjum gangi og er hreinlega vitstola. Hræðslan streymir úr augunu á henni og það fer ekki framm hjá neinum (nema kannski kvöldvaktinni) að Frú Fjóla er hreinlega að missa vitið úr hræðlu. Enda ekki skrýtið.
Svæðið er í kringum heimilið sem hún býr á er umkringt af ný nasistum. Skotið er á húsið og börn eru deyjandi. Frú Fjóla hefur greinilega orðið vitni af hinum hræðilegustu hlutum rétt áður en ég kom og er gáttuð á að ég hafi ekki verið plöffuð niður í andyrinu. 
Við flýtum okkur inn á herbergi þar sem okkur er fært kaffi og með því (í alvörunni s.s) og yfir kaffinu fer þessi lífsreynda kona að segja mér frá atburðarrás kvöldsins. Ansi ruglingslega en mér datt ekki í hug annað en að "trúa" henni og reyna að hughreysta hana. Ég gekk meiri að segja svo langt -að hennar mati- að reyna að ljúga að henni að þetta væri yfirstaðið og að hún væri örugg núna.
Meðan við drukkum kaffið svifu flugvélar yfir heimilið og stundum var kastað út sprengjum.
Hún heyrði og sá útum gluggan deyjandi fólk og hermenn með byssur sem voru að leita að henni.
Ég sóð upp og dróg gardínurnar fyrir gluggan.
Ég sótti spil og reyndi eftir bestu getu að dreifa huganum hjá henni með Ólsen Ólsen, en það er ekki þægilegt að reyna að spila þegar allar þessar hörmungar dynja á rétt fyrir utan gluggan hjá manni. Þá fer maður líka að svindla, útskýrði hún. Og gerði það svo!
Skyndilega mundi hún svo eftir því að henni vantaði brúðarkjólinn sinn!
Þegar ég spurði Frú Fjólu hvað í ósköpunum hún ætlaði að gera við brúðarkjól akkúrat þetta kvöld, leit hún á mig eins og vantaði eitthvað stórkostlega mikið í mig. " Hvað helduru?? ég er að fara að gifta mig" Ég hefði líka alveg getað sagt mér það sjálf. Hvað annað ætti hún að vilja með brúðarkjól.
Ég náði samt að tala hana inn á að það væri nú sennilega einhver ruglingur með dagsettninguna og lofði að fara í að kanna þetta strax daginn eftir.
Þegar leið á kvöldið róaðist Frú Fjóla það mikið að hún gat sagt mér helling um sjálfa sig og fjölskyldu sína frá því að hún var ung.
Ég tók mér blað og penna og stakk upp á að við mundum búa til einhverskonar fjölskyldutré fyrir hana. Það leist henni stórvel á og við reyndum okkar besta. Hvort nöfn og annað er rétt er ekki gott að segja en ég held samt að hún sé nokkuð klár þegar er talað um löngu liðinn tíma.
Eftir að hafa komið henni í rúmið fór ég heim.
Eftir þessa 4 eða 5 tíma, var ég eins þreytt og þegar ég hef tekið tvöfalda vakt og verið að vinna frá 7-23. Búin í skrokknum og höfuðið að springa og með ógleðina upp í kok.

Ég get alveg lofað ykkur því að heimur -geðveikinar- er ekki spennandi.
Mikið svakalega hlýtur að vera hræðilegt að sjá og heyra eitthvað og finna svo að manni sé ekki trúað. Þó ég hafi reynt mitt besta þessi tvö kvöld, gekk ég ekki svo langt að kasta mér í gólfið þegar hún æpti "NIÐUR" og kúrði sig sjálf niður í hjólastólinn. Það eitt olli henni pínu hugarangri. Afhverju var ég ekki eins hrædd og hún???
Þegar ég svo kvöldið eftir reyndi að útskýra fyrir henni að ég sæi ekki það sama og hún, spurði hún mig hvort ég héldi að hún væri geðveik. Ég sagði henni að ég héldi það hreint ekki, en ég vissi að hún væri búin að eiga erfitt + að hún var með blöðrubólgu og það eitt og sér gæti haft ótrúleg áhrif á allar hugsanir og lýðan. Hún lét sem hún trúði mér. Ég vona að hún hafi trúað mér. 
Ég held ekki að Frú Fjóla sé geðveik, þó hún lifi í geðveiki. Og ég vona að hún eigi eftir að fá rétta hjálp og komast aðeins lengra í lífinu.

Góða nótt. Hulla andvaka.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband