6.11.2008 | 07:25
Enn eitt afmælið :)
Þá er komið að næst síðasta afmælinu á þessu heimili á þessu ári... Ekki því síðasta í fjölskyldunni, en hérna hjá okkur.
Dásamlegi Eikinn minn til 14 ára er 31 árs í dag Kominn á fertugs aldurinn og er þar með búinn að ná mér
Kúturinn fékk ekki pönnukökur og ekki pakka þegar hann vaknaði, því ég var á næturvakt og hef ekkert komist í búðir upp á síðkastið
En það er allt í lagi því að hann fékk einn frá henni systur sinni og ég er nokkuð viss um að hann hafi fæðst seinni partinn + að það er eins tíma munur á milli landana núna svo ég græði smá tíma...
Og svo hef ég bara svo oft þurft að bíða eftir mínum pakka svo samviskubitið er í lágmarki
Allavega vona ég að eiginmaðurinn minn fái svakalega góðan dag, og að ég sofi vel.
Fann enga nýlegri mynd svo ég skelli bara einni inn af Eika á 12 ára afmælinu sinu.
Við hliðina á honum er svo Heiða, litla systir hans sem er 5 ára daginn eftir honum og svo er þarna Bjarni frændi... Þessi sem horfit girndar augum á kökurnar....
Júbb... Fann aðra nýrri eftir mikla leit.
Svona er hann í dag nema yfirleitt með gítar hangandi framan á sér...
Þess má svo í gamni geta að ég og strákarnir sungum fyrir hann afmælissönginn í morgunn, og ég spilaði undir á gítarinn hans Júlla.
Þetta var gjörsamlega óæft og mig grunar að Eika hafi bara líkað vel, og orðið þó nokkuð afbrýðisamur út í snilli mína á gítarinn. Alla vega rauk hann til og reif af mér hljóðfærið og bað mig að lofa sér að snerta það aldrei meira, hann var með tár í augunum og allt.
Nú er hálftími síðan hann fór og hann er þegar búinn að hringja 4x ég held að hann sé að kanna hvort sé utanlandsferð í uppsiglingu
Gúdd næt jú ol og hellingur af knúsi til ykkar inn í daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
3.11.2008 | 10:13
Sjálfsskoðun.
Síðustu dagar hafa verið svakalega undarlegir hjá mér.
Þeir hafa einkennst af annað hvort ógurlegri kæti og sjálfsöryggi eða af depurð og fýlu yfir óréttlæti sem mér finnst eiga sér stað í heimi kvenna í vanþakklátum störfum.
Þannig er að ég er í einu svona starfi og valdi mér það sjálf.
Eyddi mörgum mánuðum í nám til að geta unnið við það að hugsa um gamalmenni á sem bestan og óeigingjarnastan hátt.
Gerði mér fulla grein fyrir að þetta væri illa launað starf og að gamalt fólk verður ansi oft mikið geðveikt og ég gæti á það á hættu að verða fyrir allskonar áreiti.
Það er til dæmis allt annað en gaman að reyna að hjálpa fólki við það allra nauðsynlegasta og fá í staðinn hráka í andlitið, hnefa, eiga á hættu að fötin séu rifin utan af manni, nú eða fá að heyra þau ljótustu orð sem fyrir finnast.
Það er heldur ekkert gaman eða gefandi að þrífa kúk af veggjum en fólk sem málar með kúk er heldur ekkert algengt og er þá yfirleitt mjög veikt en á samt sama tilverurétt og þeir sem eru svo heppnir að veikjast ekki á þann háttinn.
En mér fannst allir þessir gallar vega lítið í samanburði við að geta kannski gert einhverjum lífið léttara og brosin sem þakklát og glöð gamalmenni gefa manni eru þau fallegustu. Og ég hef verið sátt í minni vinnu.
Í sumar bauðst mér svo að taka 2 fastar næturvaktir í mánuði sem ég þáði. Alltaf gott og gaman að prófa eitthvað nýtt og svo sá ég fram á að fá aðeins hærri laun.
Ég er slugsi af guðsnáð og allt sem heitir launaseðlar og tímaseðlar hef ég ekki mikið verið að setja mig inn í. Já agalegur aulaskapur en ég geri bara ráð fyrir að ég fái rétt laun fyrir það sem ég vinn.
Svo núna um daginn fór ég aðeins að reikna út hvað mikið þessar tvær næturvaktir gefa mér í vasann í hverjum mánuði. Ég varð ekki glöð þegar ég sá að fyrir þessar tvær vaktir fæ ég 200 dk aukalega útborgaðar.
Ég fór í svakalega fýlu útí sjálfa mig og fannst ég auli dauðans og hafa ekki spáð aðeins í þessu fyrr.
Svo þegar ég var búin að rífa mig andlega á hol ákvað ég að segja upp þessum tveimur næturvöktum.
Finnst það ekki borga sig að snúa öllum sólarhringnum við og eyðileggja í raun 3 daga, vera ein á vakt með 27 gamalmenni fyrir 200 kr aukalega.
Þá get ég alveg eins tekið eina kvöldvakt fyrir vikarinn og fengið 1000 kall í vasann fyrir það.
Ég vaknaði svo hamingjusöm með þessa ákvörðun mína og fór svo upp til Maríu til að láta hana vita að ég vildi hætta þessum föstu næturvöktum.
Ég komst nú ekki langt, því um leið og ég sagði henni að ég vildi segja þeim upp greip yfirmaður hennar fram í fyrir mér. María náði ekki einu sinni að svara.
Þessi yfirmaður (sem þarna féll 300 metra í áliti hjá mér) sagði mér að það væri ekki hægt að segja þeim upp og ég gæti ekki bara komið svona inn og tilkynnt að ég vildi þær ekki meira.
Hummm. Ein sem ég vinn með var búin að segja mér að það væri sennilega best fyrir mig að ljúga og segja að ég gæti þetta ekki meir útaf andlegu álagi og stressi og hvað veit ég. Væri líka gott að undirstrika það með að fella nokkur tár.
En þar sem ég er ofsalega vel uppalin og heiðarleg blés ég á það og ákvað að koma hreint fram. Sé akkúrat enga ástæðu til að ljúga á sjálfa mig einhverjum veikleika. Hvað þá andlegum veikleika.
Þegar yfirmaðurinn vildi fá að vita af hverju mér dytti svona vitleysa í hug og ég sagði að mér fyndist ekki borga sig að eyðileggja 3 daga fyrir 200 kall, fauk greinilega dálítið í hana og þegar ég sagði að ég gæti en tekið næturvaktir sem extra vaktir til að fá örlítið meira fyrir þær, uppveðraðist hún öll og sagði mér að framvegis gæti ég ekki gert ráð fyrir fá extra vaktirnar mínar útborgaðar.
Åbenrå kommune er nefnilega að spara og þess vegna á að setja allar extra vaktir inn sem afspesering, sem þýðir að maður geti tekið frí út á þá tíma sem maður hefur tekið aukalega. En maður getur samt ekki alveg ráðið sjálfur hvenær maður tekur frí. Það fer eftir því hvernig stendur á með aukafólk. Maður getur lagt fram óskir og svo er farið yfir hlutina. Það er eitthvað sem ég á mjög erfitt að sætta mig við.
Áður en ég fór spurði ég hana að því hvort það væri virkilega þannig að ég þyrfti að segja upp vinnunni minni bara til að losna undan þessum 2 næturvöktum. "Það er þitt eigið vel" sagði hún... og ég fór heim og skrifaði uppsagnarbréf.
Ekki glöð og ánægð, en þetta er bara eitthvað sem ég vill ekki sætta mig við og ætla ekki að láta bjóða mér.
Ég tek aukavinnu akkúrat vegna þess að ég þarf að ná endum saman og hef þörf á auka pening. Og ég hef hreinlega ekki efni á að hugsa út í hvað aðrir eiga bágt, hvað þá sveitafélög.
Þannig að nú á ég bara eftir tæpan mánuð í vinnunni minni og þarf þá að kveðja allt gamla fólkið mitt og samstarfsfólk sem mér finnst ömurlega sorglegt.
Það er reyndar alveg nóg af vinnu fyrir mig að sækja um svo ég er ekkert hrædd um að standa uppi atvinnulaus. Ég er búin að fá tilboð um að koma aftur á gamla vinnustaðinn minn og þar sem ég er ótrúlega dugleg og sveigjanlegur vinnukraftur og er til í bæði dag, kvöld og nætur vinnu efast ég ekki um að ég fái vinnu fyrir mánaðarmót. Bara samt eitthvað svo dapurlegt.
Ég einblíni ekkert endilega á elliheimili og er eiginlega bara til í hvað sem er, bara ef ég fæ launin mín útborguð í peningum.
Er búin að skrifa nokkrar umsóknir en það rennur ekki út umsóknarfrestur á þeim fyrr en um miðjan mánuð svo ekkert skýrist fyrr en þá.
Þetta er sennilega það ömurlegasta blogg sem ég hef bloggað og ég skil ykkur svo vel ef þið nennið ekki að lesa það.
Varð bara að koma þessu frá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
27.10.2008 | 20:00
Ætli ég sé frek?
Ég hef aldrei áður verið í einhverjum vafa um hvort ég sé frek eða ekki.
Mitt álit er að ég sé að sjálfsögðu ekki frek. Finnst ég þvert á móti alltof undirgefanleg og auðveld fyrir frekjudollur.
Stundum þegar mig langar voða voða mikið í eitthvað sérstakt og get ekki fengið það (gerist ansi oft) verð ég alveg gríðarlega vonsvikin og verð stundum bara sár og leið í marga marga daga. Það er nú samt ekki kannski bara hreinræktuð frekja, er það nokkur?
Eins og þegar mig langaði að kaupa húsið okkar á Stokkseyri...
Eiki (sem þá var reyndar bara rétt um tvítugt) langaði hinsvegar ekki baun í bala að kaupa sér hús lengst út á landi eða bara over hoved að flytja úr sínum ástkæra Hafnarfirði.
Eftir langa lengi og ótal mörg bréf sem ég neyddist til að skrifa mínum ástkæra til að hann gæti ekki alltaf gripið fram í fyrir mér, ákvað ég að grípa til örþrifa...
Ég sagði honum að það væri einfaldlega tvennt í stöðunni...
Númer 1. Að grotna niður í alltof dýrri og þröngri kaupleigu íbúð í blokk þar sem við vorum með 3 svefnherbergi og 4 börn. Eða...
Númer 2. Að kaupa einbýlishús út á landi, þar sem öll börnin gætu fengið sér herbergi og gætu farið út í garð að leika sér án þess að verða fyrir strætó. Við gætum verið með dýr og matjurtargarð og lukkan mundi blómstra.
Við þetta fann ég að hann varð aðeins mýkri og bauð honum þá að við skyldum prófa að bjóða í húsið og lækka það u 2 millur. Ef því tilboði yrði tekið æri okkur hreinlega ætlað að flytja annars mundum við sætta okkur við blokkina (sem Eiki var reyndar hæst ánægður með)
Ég ákvað svo með sjálfri mér að ef tilboði mínu yrði ekki tekið mundi ég finna upp á einhverju öðru.
Ég bara varð að fá þetta hús!
Fasteignasalinn sagði mér að ég væri ósvífin að lækka húsið svona mikið og að bara bílskúrinn væri 2ja milljóna virði.
Ég sagði honum hinsvegar að það mundi frjósa í helvíti áður en ég mundi kaupa mér bílskúr út á landi fyrir 2 millur.
Tilboðinu var tekið og við fluttum stuttu seinna í draumahúsið mitt.
Þarna sagði Eiki til dæmis að ég væri frek! Ég var hins vegar svo hamingjusöm í nýja húsinu mínu að ég tók ekki bit mark á honum.
Svo hefur verið að koma upp öðru hverju að hann hefur sagt að ég sé frekjudolla en ég aldrei tekið almennilega mark á honum. Hann er náttúrulega bara karlmaður :)
Svo var það núna um daginn að ákvað að skrifa bréf til manns sem hefur alltaf verið mér býsna kær.
Manni sem ég hef ekki séð í ár og daga, en hugsa um næstum daglega.
Það er nú einu sinni þannig að það er svo margt fólk í lífi okkar sem hefur ofboðslega sterk áhrif á okkur í einu eða öðru. Fólk sem kemur og fer án þess að maður taki eftir því eitthvað sérstaklega.
Svo allt í einu einn góðan veðurdag les maður minningagrein um viðkomandi og gerir sér grein fyrir hvað manni þótti ofboðslega vænt um viðkomandi án þess að hafa svo mikið sem gert eitt né neitt í að hafa samband. Alltaf hægt að gera það seinna.
Svo allt í einu og án fyrir vara... Bomm.. No can do. Manneskjan dáin.
Ég hin skynsama settist því niður (miklu seinna en ég hafði ætlað mér) og handskrifaði email til þessa manns.... Og sendi.
Svo beið ég í nokkra daga, hef alltaf verið talin óskaplega þolinmóð og hélt fast í það á hverjum degi þegar ég opnaði meilið mitt og sá að það var ekki neitt persónulegt til mín þar... Róleg Hugljúf... þú ert jú svo þolinmóð, manstu.
Svo loksins aðfara nótt sunnudagsins opnaði ég mailið mitt og vitið menn :) Þar var persónulega bréfið sem ég var búin að bíða eftir.
Ég brosti að sjálfsögðu hringinn og fékk ekki af mér að opna umslagið.
Stóð upp og fékk mér kaffi og settist aftur.
Brosti meira og fór að ímynda mér hvað stæði í bréfinu. Auðvitað eitthvað fallegt.
Svo loksins, löngu seinna opnaði ég. Var ekki að höndla spennuna og var orðin svo sveitt í lófunum að ég hreinlega rann til á lyklaborðinu.
Þetta hafðist nú samt allt sama og eftir að hafa dregið voðalega djúpt andann opnaði ég augum (sem ég hef greinilega lokað þarna í milli tíðinni) og leit á bréfið.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðu mínum... Jú annars, ætla að reyna það.
Beint fyrir framan mig blasti við bréf. Það sama og ég hafði sent....
Ekkert annað.
Ég lokaði og opnaði aftur, en það var alveg sama. Engin kveðja eða neitt... Veröldin hrundi til grunna (smá drama kannski) og ég var bara ekki að trúa þessu.
Vissi ekki hvort ég ætti að orga eða bara skæla voða kvennlega, en tók svo þá ákvörðun að skrifa sameiginlegum vin og biðja hann að kanna stöðu mála.
Ég áttaði mig á þessa nótt að ég ætti greinilega svakalega erfitt með að taka höfnun. Og ég spáði í í fyrsta sinn af einhverri alvöru hvort það gæti verið að ég væri kannski bara frek eftir allt saman.
sameiginlegi vinur okkar skrifaði mér sem betur fer strax eða um leið og það varð fótaferðatími hjá honum og tjáði mér að vinur okkar væri ekkert svakalega fær á email og tölvur, en hafði haft samband við sig og fengið leiðbeiningar til að svara mér :)
Nú er ég búin að fá fallegasta email ever og passa það vel.
Brosti býsna kjánalega í alla nótt, en hverjum er ekki sama :)
Frek eða ekki frek.
Nú er ég komin í samband við mann sem hefur haft gríðarlega mikið að segja um mig sem persónu og ég sé ekki eftir því eitt andartak að hafa ákveðið að skrifa honum.
Stefni svo á að vinna í Lottói um næstu helgi og vinna milljónir :)
Lifið vel og munið að gleðin er besta víman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
25.10.2008 | 14:47
Talent 2008
Strákarnir mínir erubúnir að vera að fylgjast með Talent 2008 og eru með akveðnar skoðani á hverjir eigi að vinna. Og ég er bara svo sammála þeim.
Þessi 8 ára snúlla er í fyrsta sæti hjá þeim... Enda svakalega góð.
Svo kemur þessi gullklumpur
Svo kemur litli uppáhalds rokkarinn minn. Ragnar frá Færeyum :)
Hæfileikaríkur snáði.
Ætla að hafa það notarlegt í kvöld með srákunum.
Eiki er úti að bowla með strákunum úr vinnunni og ég er að fara á næturvakt, svo þetta er eini sjensin að hugga sig með afkvæmunum.
Gótt kvöld til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.10.2008 | 05:07
Bréf frá mömmu.
Það er ekki oft sem hún móðir mín elskuleg skrifar komment við færslurnar mínar, en ég veit að hún les stundum ruglið sem veltur upp úr uppáhalds dóttur sinni og ég efast ekkert um að hún spyrji sig stundum "Hvað gerði ég vitlaust"
Hún er samt svakalega heppin hún mamma. Það eru nefnilega ekki margar mæður sem eiga bæði velgefin, falleg, fyndin og skemmtileg börn... Jú ok, en það eru ekki margar mæður sem eiga mig!
Eg er að hugsa um að birta hérna kommentið sem hún skrifaði við færsluna mína hér fyrir neðan "Skrítinn gærdagur" Þá áttið þið ykkur kannski á hvað ég er að ganga í gegnum.
Mamma er ekki mikil tölvukona og við getum gert okkur það að hún hafi verið allan fyrri partinn að skrifa það, og klárað svo um kvöldmat
mamma
Svo fékk ég annað komment við sömu gein og komst þá að því að ég á mér þjáningarbróður.
Það er maðurinn hennar mömmu. Hann greyið er búinn að vera að ganga í gegnum eitthvað svipað og ég. Og allt í einu man ég mömmu síðan ég var lítil. Minningar sem ég hef greinilega verið búin að blokkera. Er það ekki eitthvað sem börn gera þegar þau eiga bágt??? Minningar um mömmu að æfa sig á orgelið okkar. Litla rafmagnsorgelið. OMG.
Hæ Hulla og þakka fyrir skemmtilega grein. Eins og þú veist þá spilar móðir þín á píanó daginn út og inn og er að æfa ýmis lög. Það nýjasta er Nallinn af öllum lögum og hann er spilaður fram og til baka í dúr og moll, bíti og jafnvel í reggý takti. Þetta venst nú allt saman en hentugt er að eiga þráðlaust headphone til að tengja við sjónvarpið þegar horft er á það. Einnig má nota það við hljómflutningsgræjurnar og setja bara Bítlana eða Stones á þegar það hentar. Þannig er hægt að leiða æfingarnar hjá sér ef maður verður þreyttur. Annars venst þetta allt saman, einkanlega þegar vel er spilað þá er bara gaman af því þótt lagínan sé kannski ekki alltaf í miklu uppáhaldi.
Lárus P.
Er að hugsa um að skríða aftur upp í svo ég komi alveg geiflandi úthvíld á næturvaktina í nótt.
P.s Til Önnu... Karate er sjálfsvarnar íþrótt þú veist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.10.2008 | 18:59
Dansk- Íslenska
Ég er alltaf betur og betur að átta mig á að strákarnir mínir tala hrikalega góða ísdönsku.
Þegar við fluttum hingað og ákváðum að setjast að, tókum við þá ákvörðun að við skyldum einbeita okkur að dönskunni.
Mér fannst ekki góð hugmynd að leiðrétta strákana í hvert sinn sem þeir sögðu eitthvað vitlaust á íslensku, einfaldlega vegna þess að danskan kom svo hratt inn hjá þeim öllum, þeir hefðu aldrei getað talað öðruvísi en ég væri að leiðrétta þá í hverju orði, og ég var hrædd um að þeir mundu bara hreinlega hætta að tala
Ég sé ekki baun eftir þessari stórgóðu ákvörðun minni, við erum búin að hlægja mikið.
Við töluðum jú svo til enga dönsku og þar sem aðeins íslenska er töluð á heimilinu fannst okkur snilldar hugmynd að leyfa strákunum að þróa ísdönsku.
Það eru ekki ófá skiptin sem við höfum legið hér og grátið úr okkur augun þegar við höfum verið að hlusta á þá bræður tala saman.
Svo var ég að spila kort við Jóhann um daginn. Nánar tiltekið Ólsen Ólsen og veiðimann. Þegar sonur minn spurði mig hvort ég ætti TVEGGJU, bara einfaldlega bilaðist ég.
Hann veit sem sagt núna að "tveggjan" heitir tvistur.
Júlli kom svo niður um daginn og sagði að Atli væri að trúa sér með einhverju stjörnóttu
Og mamma hans hló!!!
Júlíus litli var sársvekktur og fannst það ekkert hlátursefni þó að honum væri trúað með einhverju stjörnóttu.
Og vegna þess að hann Guðjón vinur minn er dálítið tregur, þá er hér skýring.
Júlla var sem sagt hótað með járni sem var sívalt! Þar hefurðu það Gaui.
Jóhann er að umbreytast í gítarsnilling og honum er hrósað til himins í karateinu.
Verð að taka hann upp bráðum og sýna ykkur.
Er aftur að fara á næturvakt þar sem bæði niðurgangur, nefrennsli og lungnakvillar herja nú á kollega mína.
Horfði á íslensku myndina "Stóra planið" í morgunn þegar ég kom heim og fannst hún æði, eins og eiginlega allt annað íslenskt sem ég sé.
Hafið unaðslegt kvöld og farið sátt að sofa.
Ég verð vakandi í nótt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.10.2008 | 13:04
Skrítinn gærdagur.
Ég kom heim frá vinnu um 15:30 í gær. Hrikalega þreytt og varð en þreyttari þegar ég sá að elskulegur eiginmaður minn var en með koddafar á kinninni. Hann segist samt hafa farið á fætur um 11... en hver trúir á þannig þegar koddafar er til staðar?
Ég byrjaði á því að tæta utan af mér óþægileg vinnufötin og kastaði mér síðan á typpinu og tatúinu upp í sófa til að láta aðeins líða úr þreyttum kroppnum.
Ég veit að þið getið aldrei, ekki í ykkar villtustu draumum látið ykkur dreyma um hvað hann Eiki tók þá upp á að gera til að græta mig. Og reyndar sig líka en af allt öðrum ástæðum!!!
Sko ég verð eiginlega a byrja á byrjuninni til að þið fáið það heila með.
Þannig var að fyrir 7 árum keypti Eiki sér gítar í ölæði.
Hann kom stoltur með hann heim og þó að hann kynni ekki eina einustu nótu eða grip var hann staðráðinn í að þessi gítar væri miklu mikilvægari en allt annað í heiminum, og þegar ég réðist á hann með kjaft og klóm, æpandi og skrækjandi og fór að væla yfir því að hann hefði eytt síðustu 800 dk í þetta bjánalega, notaða, hræðilega strengja hljóðfæri, varð hann bara ákveðnari í að sína mér að hann yrði snillingur á þennan fokking gítar.
Fyrstu 2-3 árin lifðum við börnin í stöðugu helvíti. Eiki notaði hvert einasta tækifæri til að kynna okkur fyrir nýjum gripum. Líka gripum sem hann kunni ekki og svo gripum sem hann bjó sjálfur til.
Hann tók ekki með nokkru einasta móti eftir því að börnin hans og þáverandi kærasta voru lögst í djúpa depurð og öll orð sem byrjuðu á G varð að banna tímabundið þar sem fjölskyldan fékk hland fyrir hjartað í hvert skipti sem stafurinn G var nefndur, af hræðslu við að á eftir mundi fylgja "ítar"
Nema Eiki. Hann "spilaði" og "söng" hvern óhróðurinn á fætur öðrum og það væri skömm að segja að unun hefði verið af.
Ekki batnaði svo ástandið á heimilinu þegar tengdamóður hans elskulegri datt í hug að hleypa smá fjöri í spilið og sendi honum bæði munnhörpu og BLOKKFLAUTU!!! En blokkflauta mun vera það allra ömurlegasta hljóðfæri (að mínu mati) sem fundið hefur verið upp. Ég finn hreinlega æðakerfið mitt dragast saman, hjartað sleppir úr slögum og hugurinn æpir á skjótan dauðdaga NÚNA...
Þegar ég heyri í þessari guðsvoluðu flautu missi ég alla löngun til lengra lífs.
Jæja ég var svo farin að venjast ástandinu á heimilinu og vinnir mínir og ættingjar voru farnir að venjast dökkum, djúpum baugunum sem ég var farin að halda að mundu fylgja mér alla ævi.
Eiki var nefnilega farinn að finna hjá sér einhverja ónáttúrulega hvöt til að skríða með gítarinn með sér upp í rúm og spila fyrir mig þegar ég þóttist vera farin að sofa. Mér var hvergi óhult og það útskýrir kannski meðal annars af hverju við eigum ekki fleiri börn (ásamt því að ég fór í kaskó)
Jæja en fyrir u.þ.b 4 árum síðan, fór að bera á því að Eiki var farinn að spila kannski heilar 2-3 línur úr hverju lagi... og ég fór að leggja við hlustirnar.
Á stuttum tíma bættust svo alltaf við fleiri og fleiri og áður en ég viss af var hann farinn að spila heilu lögin. Og syngja!!!
Við höfum í nokkur ár núna setið við og við heilu kvöldin, með sama gamla notaða Yamaha gítarinn sem Eiki fékk í ölæði fyrir síðustu peningana okkar og spilað og sungið alla nóttina.
Nema hvað. Eiki braut gítarinn um daginn!!!
Það hefur ekki verið mikil gleði á heimilinu síðan.
Eiki hefur samt reynt að halda uppi hamingjunni með því að spila á gítarinn hans Júlla.
Það sefar sárustu angursárin.
Nú er komið að því sem þessi vanhugsaði drengur gerði mér í gær...
Þar sem ég lá og slappaði af, á typpinu og tatúinu byrjuðu afar falskir og ónotarlegir tónar að ryðjast inn í þreytt höfuðið á mér.
Fyrst hélt ég ró minni því að ég hélt að ég væri sofnuð og væri bara með hræðilegustu martröð ever, en svo rann upp fyrir mér ljós...
Ég rifaði annað augað ofur varlega og kíkti út. Ég get svo svarið að það sem blasti við mér á stofugólfinu fleytti mér aftur um mörg ár og á nokkrum sekúndum upplifði ég alla fölsku tónana sem nauðguðu mér stanslaust nótt og dag, aftur og aftur í mörg ár og hugsaði "Nei ekki aftur"!!!
Þarna stóð heitelskaður eiginmaður minn, öðru nafni Eiki, með harmónikkuna sem við keyptum fyrir brúðkaupið okkar svo pabbi gæti spilað brúðarvalsinn, og þandi hana og teygði á alla kanta.
Mér sveið í hjartað og hvíslaði eins hátt og ég gat.
"Hvað ertu að gera"???
Eiki hélt bara áfram að semja og tárin voru farin að leka út augunum á honum.
Mér datt hreinlega í hug að hann tæki jafn mikið út fyrir þetta og ég. Að heyra sjálfan sig æfa. Enda skildi engan undra. Það ER erfitt!!!
En nei. Eiki var ekkert að skæla yfir því. Honum fannst bara lagið sem hann var að semja svo sorglegt að hann gat ekki haldið í sér.
Ég grét hinsvegar yfir því að hafa ekki eytt nikkunni eftir brúðkaupið. Auðvitað hefði ég getað sagt mér það sjálf að þessi hætt væri fyrir hendi.
Ég grét líka því mig sveið svo í allar taugarnar mínar og aðeins í sálina.
En svo rifjaði ég upp öll viðhöldin sem Eiki hafði átt og aðeins notað einu sinni til tvisvar og hent svo frá sér. T.d bongó tromma, og egg.
Kannski fer eins með nikkuna.
En það veit guð að ég sakna gítarins.
Eiki á sem betur fer smá pening sem hann fékk í afmælisgjöf í fyrra og er eingöngu fyrir gítar.
Nú er bara að finna einn sem getur leyst hinn af. Það kemur náttúrulega aldrei annar í hans stað, en kannski einn í annað sætið.
Nú ætla ég að þrífa bölvaða þvottahúsið mitt svo ég geti hreiðrað þar um 5 kettlinga og tvær mæður.
Hafði góðan dag og njótið lífsins. Þið vitið jú aldrei hvort ykkar manni detti í hug að kaupa sér gítar eða blokkflautu.
P.s Geri bara ráð fyrir að þið getið lesið milli línanna og séuð það skynsöm að þið getið greint á milli sannleikans og skröks.
Knús í mörg smá stykki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.10.2008 | 19:03
11 ára snillingur :)
Ég bara varð... Hann er ótrúlegur þessi eftir bara tveggja ára æfingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
15.10.2008 | 09:47
15.okt
Dagurinn í dag auðkennist af dónalegu veðri eins og reyndar í gær og fyrradag. Skítaveður sem mér þætti allt í lagi að banna 3 daga í röð.
Strákarnir eru í haustfríi og haustfríin á þessu heimili auðkennast af einkar dásamlegum klæðnaði. Stutterma bolir og nærbuxur. Nema náttúrulega hjá frúnni. Þar eru síðar bleikar náttbuxur með ljós bleikum hundum á, hlýrabolur og kremaðir inniskór í notkun. Enda frúin búin að eiga frekar skítta daga. En hún fer til læknis á morgunn sem án efa mun sýna fullan áhuga á að lækna stelpuna.
Ég er mikið búin að velta fyrir mér hvort ég eigi að gera eitthvað varðandi tiltekt í dag og er satt að segja ekki að nenna því. Ætla aðeins að sjá hvernig dagurinn fer í mig.
Kannski að ég baki eina kökulufsu, held að það yrði vel þegið á þessu heimili. Verð að kíkja á hænurnar mínar og sjá hvort þær eigi egg handa mér.
Hér er búið að kveika á kerti handa tengdapabba mínum.
Í dag eru 5 ár síðan hann fór og það líður ekki sá dagur að við hugsum ekki til hans.
Söknuðurinn er ennþá mikill og minningarnar ljúfar.
Sendi mikið af kossum til allra heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.10.2008 | 15:01
Ljótt veður.
Hér er ógeðis veðurfar. Rigning og allt grátt og blautt.
Strákarnir voru að byrja í haustfríi og er fyrsti dagurinn í dag. Eiki var í fríi í dag því ég átti að vinna, en ég var eitthvað ónýtt í maganum í nótt svo ég var heima. Er samt sultu fín núna.
Dagurinn er að mestu búin að fara fram í rólegheitunum. Nennið ekki stórt í dag, en ég druslaðist þó til að þrífa baðherbergið. Kannski að maður leggi eitthvað meira á sig í dag, hver veit.
Eiki kattavinur er búinn að dunda sér við það í dag að þróa heimatilbúinn kattasjeik. Ekki úr köttum samt.
Hann var nefnilega að flaka fisk og ákvað að nýta alla afganga í kisurnar.
Held að hann hafi soðið allt gumsið og setti svo allt í mixerinn. Grunar að hann hafi sett smá súpuafgang síðan í gær saman við og pínu þurrfóður.
Úr þessu varð hið mesta vibba drulla sem ég hef séð. Og vá hvað kisurnar urðu glaðar. Brostu næstum.
Þannig að Eiki er kominn með nýtt hobbý.
Ég er alveg að læra á feisbúkkið. Djös snilld.
Búin að finna fullt af fólki sem ég þekki og þekkti og líka fólki sem ég hef aldrei þekkt, en það er annað mál.
Fyndið að sjá myndir af krökkum sem maður var með í skóla fyrir 22 árum. Það er skyndilega bara ekkert krakkar lengur, heldur fullorðið fólk með börn og hund og sumt af því hefði ég aldrei þekkt aftur. Aðrir líta næstum eins út.
Bara brilljant.
Jæja ætla að einbeita mér smá að spjalli við hann Arnþór og segi því bæbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hæ,hæ Hulla mín. Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína ,satt að segja ná þeir inn að hjartarótum allavega hjá þeirri gömlu. Annað mál er svo að tónlistin er og verður mitt stæsta áhuga og hjartans mál og reyndar eins og þú veist hef haft atvinnu af þessari stórkostlegu listgrein líka.Það kostaði svita, tár, andvökur og helling af peningum að afla þeirra réttinda sem ég nú hef og er ég hin ánægðasta yfir að hafa á gamals aldri náð þessum árangri.Ég hef nú lagt gamla heilann minn í bleyti og fundið ráð varðandi tónfælni þína sem ég held að komi að gagni. Taktu nú vel eftir ;Eiríkur elskulegur heldur áfram að þenja nikkuna og æfa sig sem best hann getur, ef til vill get ég fundið handa honum góða hljómabók sem ég mun þá senda honum.Ég var í námi hjá rússneskum tónlistarsnillingi síðastliðinn vetur á nikku svo ég þekki hljóðfærið örlítið af eigin reynslu og get sagt Eika smávegis til þegar ég kem næst á danska grund.Hafðu engar áhyggjur af flautunni Hulla mín góð ég hef eins og þú veist kennt á flautu og mun með mikilli gleði segja Eika og ykkur öllum til eins og best ég kann.
En þangað til bið ég Eika minn elskulegan að nota nú allar stundir til að æfa sig sjálfur sem mest hann má og hlífa sér hvergi, spila á nikkuna flautuna ,hrista eggin í takt við góða tónlist og það ku vera einstaklega gott að æfa svo aðrir í fjölskyldunni hlusti á t,d,inni í svefnherbergi um og eftir háttatíma.
Að lokum má geta þess að sú gamla móðir þín stundað söngnám í allmörg ár og að sjálfsögðu tel svo sannarlega ekki eftir mérað segja blessuðum tengdasyni mínum til við það líka.Að þessu loknu munu við Eiki halda tónleika þar sem þú verður heiðursgestur.Mun ég leggja til að við tvö þ.e.s. ég og Eiki syngjum saman kattardúettinn og fleira fallegt, svo flytjum við ýmis lög t.d, komdu kisa mín leikið á flautu við meðleik harmonikku og margt margt fleira.Geturðu hugsað þér hve mikla hamingju þú átt í vændum Hulla mín góð, það er bara það versta að ég kemst ekki strax til að hefja kensluna og æfingarnar ég er nefnilega enn að læra og í þetta skifti áfram á píanóið við tónlistaskólann í Reykjanesbæ.Nú gef ég þér það ráð ,að einfaldlega þola það sem inn í eyrun á þér fer og bæti nú um betur ,því engin vil ég nánös vera og mun brátt senda þér EYRNATAPPA að gjöf og vona að þeir muni koma að góðum notum.Og nú koma hin stóru gleðitíðindi.Ég er að stofna sjóð handa ungum tónelskum manni Eiríki Jensen til að fjármagna kaup á virkilega góðum og vönduðum gítar. Þar sem erfitt er um gjaldeyri á þessum tímum legg ég fram 10 ensk pund sem startfé.Ég mun svo koma pappírum varðandi áðurnefndan sjóð í hendur einhvers ættingja Eika og er ég ekki í hinum minnsta vafa að margir munu styðja gott málefni.Vertu svo margblessuð kæra dóttir og settu þolinmæðina í gang.Mamma. Ps.Þú getur ekki ýmyndað þér hvað þessi skrif eru búin að kosta tölvufælina konuna mikla þolinmæði en með hjálp betri helmingsins tókst það .Að allra síðustu, ég reyndi einu sinni að læra á fiðlu en þá ældi kötturinn minn og ég varð að hætta ....bless elskuleg, gamla heksið.
e