Afmæli.

Elsku litli stóri snáðinn okkar hann Atli Haukur varð 14 ára í gær. Reyndi að koma inn færslu þá en einhverra hluta vegna tókst það ekki. Ergilegt.
Ég var að vinna til klukkan 3 í gær svo hann fékk fyrst pakkana þegar ég kom heim... Mömmur missa ekki af þannig hlutum nefnilega.
Eftir pakka opnun ákváðum við að skreppa til Stínu og Bjarna þannig að það varð ekkert af kökubakstri. En hjá Bjarna og Stínu elduðum vorum við með Tortillas sem er í miklu uppáhaldi hjá Atla Hauk.

Mér finnst svo stutt síðan hann kom í heiminn þessi snúlli.
Man að fæðingin gekk eins og í sögu, fyrir utan að hann ruddist í heiminn eftir aðeins 8 í útvíkkun, sem var dálítið sárt.
Það liðu aðeins 2 og hálfur tími frá fyrstu verkjum og þar til ég hafði þennan hlunk í fanginu. Hann var 51 cm og 3800 gr. Ekkert voðalega stór en samt fannst mér hann miklu stærri en stelpurnar voru.
Man að pabbi hans Atla Hauks hafði ekki náð í mömmu en hringt í alla aðra og þegar hún hringdi svo eftir vinnu til að heyra hvernig dóttur sinni liði, þá hélt hún að hann væri að gera grín í henni, þegar hann sagði að ég hefði átt um morgunninn.
Hún hringdi strax upp á fæðingardeild og fékk þá að vita að Atli hefði sagt rétt frá. Bað um mig í símann og þegar hún svo var búin að ganga úr skugga um að dóttur sinni liði vel, spurði hún hvort barnið væri heilbrigt. Sko, þarna var hún ekki en búin að spyrja um kynið, enda vissi hún það mæta vel að ég gengi með stúlkubarn þó ég væri marg búin að segja henni að ég væri með strák. Þegar hún svo spurði mig hvort væri allt í lagi með barnið og það væri rétt skapað, blossaði upp í mér einhver óskiljanlegur púki. Og ég sagði NEI það er ekki rétt skapað.Whistling
Ég heyrði að röddin í mömmu var að bresta, og þar sem ég er gott og vel upp alið barn og ekki til neitt slæmt í mér flýtti ég mér að segja " Mamma, hún er með typpi"  Voða fyndin.
Mamma mín hafði ekki húmor fyrir svona sjúku djóki og lagði á mig. Crying
Ég tók eftir að ljósurnar á skrifstofunni horfðu voðalega undarlega á mig þannig að ég flýtti mér að segja bless, við sóninn í símanum, og hunskaðist frekar aumingjaleg og með stæðsta móral ever inn í stofuna mína.
Mamma heimsótti mig ekkert upp á spítala, enda fór ég heim morguninn eftir og hringdi þá og baðst afsökunar. Algjör bjáni.

Flottur

 

 

 Litli mömmu gormurinn á fermingardaginn 4.maj núna í ár.

Síðan er gaurinn búinn að stækka óhuggnarlega mikið og er held ég orðinn hærri en ég.

 

 

 

IMG_2152

 

Þessi er tekinn nokkrum dögum fyrir fermingu þegar síða hárið var horfið og ég held að þetta sé fyrsta myndin í mörg ár þar sem kúturinn er ekki með geiflur á andlitinu.

 

 

 

Billede027

 

Rétt fyrirklippingu... Með geiflu.

 

 

 

 

 

 

 


Atli og norna frænka

 

Og þessi er alltaf í smá uppáhaldi hjá mér.
Atli Haukur og Jóa nornafrænku sinni.

 

 

 

 

Þetta er uppáhalds Atlinn minn og hann er svo ljúfur og góður að það er stundum til vandræða.
Hann er einnig sá latasti og það hefur einnig stundum orðið til vandræða Grin
Elska hann ofar öllu eins og hina strumpana mína.

Verið góð við hvort annað og brosið... Það er svo gott fyrir geðið Kissing


Enn óð!

Skrifstofudúllan hringdi í mig áðan og var alveg rosalega dásamleg.
Baðst fyrirgefningar á þessu öllu, sem var auðvitað allt henni að kenna. Hún er samt svakalega fín. Og ég tók af henni loforð að svona kæmi aldrei fyrir aftur.
En ég fæ ekki krónu fyrr en næstu mánaðarmót.
Ætla að mæta í vinnu i nótt og fresta öllum aðgerðum um óákveðinn tíma.

Lifið vel kæru bloggvinir. Nú ætla ég að reyna að leggja mig örlítið þar sem ég hef ekki náð því ennþá.


Arg!!!

Í dag er ég brjáluð Devil 
Mest er ég brjáluð út í danska verkalýðsfélagið og þá sem sömdu þær úldnu reglur sem þar gilda.
Mig grunnar sterklega að það séu konur sem hafa sett þessi bjánalegu reglugerðir því konur eru jú konum verstar og ég er ekki viss um að neinum karlmanni mundi detta svona vitleysa í hug.
Þannig er að ég er að fastráðin upp á 28 tíma í viku. Ég er ljómandi sátt við það og get alltaf tekið aukavinnu ef út í það er farið.
Þegar ég byrjaði var mér kynnt hvernig ég mundi vinna 4 vikur fram í tímann og það passaði afskaplega vel inn í mína rútínu.
Aðra vikuna var ég að vinna miðviku og fimmtudaga og hina vikunna frí á miðviku og fimmtudögum.
Dagarnir sem maður á má milli heita allir einhverjum voða fínum nöfnum t.d AD dagur og A1 dagur og PF dagur o.s.frv. Þegar ég spurði út í þetta var mér bara sagt að þetta væru frídagarnir mínir og þetta þyrfti að vera svona í kerfinu. Enda ekki fyrir hvíta konu að finna út úr þessu. Bla bla.
Ef ég svo tók aukavakt þá fékk ég hana ekki útborgaða fyrr en 3 mánuðum seinna. Þetta er ofsalega sniðugt fynnst mörgum því þá liggja allir aukatímarnir inni og fólk getur tekið frí út á þá. Það er samt ekki alltaf sem maður getur ráðið hvenær.Woundering
Það var ekki fyrr en María byrjaði fyrir um ári að hún náði að útskýra þetta fyrir mér. Eða alla vega svo mikið að ég náði að skilja að ef ég tek aukavinnu t.d á AD degi fæ ég ekki krónu aukalega fyrir það, en ef ég kæmi aukalega inn á PF degi fengi ég yfirvinnu borgaða.
Ég bað svo um að allar vaktir sem ég tæki aukalega kæmu til útborgunar strax og ekki seinna.
Ég er nefnilega svo vond manneskja að ég tek bara auka vinnu ef mig lagnar til þess og ef mig vantar auka pening. Ekki til að gera einhverju sveitafélagi greiða. Það vill nefnilega þannig til að ég er með fullt hús að börnum og köttum og manni og öllu þessu þarf líka að sinna.
Svo núna rétt fyrir sumarfríið mitt tók ég eftir að það var búið að breyta planinu mínu án þess að svo mikið sem að ræða það við mig fyrst. Nú er það þannig að ég alltaf að vinna miðviku og fimmtudag aðrahverja viku en hina annaðhvort mánudag, föstudag, laugar og sunnudag, eða þriðjudag, föstudad, laugar og sunnudag. Og ég get það allveg. Finnst bara lágmarks kurteisi að spurja áður en er ráðist á vaktarskemman manns og öllu umbreytt.
Þegar ég svo fór að skammast yfir þessu við trúnaðarkonuna okkar sagði hún mér að lögum samkvæmt mætti yfirmaður minn róta í planinu mínu eins og honum hentaði, bara ef hann gerði það alltaf með 4 vikna fyrirvara!!!
Ég náttúrulega hélt að konan væri að drilla í mér og hló bara Hahahahaha. En nei nei. Hún var sko ekkert að drilla í mér eitt eða neitt. Svona er þetta bara. Og þó að sumir séu kannski ekkert sáttir við þetta þá gerir engin eitt eða neitt.
Það hefur ekki verið gert mikið af þessu á mínum vinnustað en það eru sum elliheimilli hérna sem keyra þetta svona allt árið og allir voða sáttir.
Þegar ég sagði trúnaðarkonunni að ég væri ekki til í eitthvað svona og þetta gæti ekki gengið því að sumir eru með aukavinnu eða bara að maður vill gjarnan getað planlagt sig lengra en 4 vikur framm í tímann varð hún svakalega undrandi og augunn í henni urðu á stærð við botn á bjórflösku og hún hvíslaði að mér að ef að þetta yrði tekið upp hjá okkur gæti ég ekki neitað. Ég gæti átt á hættu að verða rekin. Ég sagði henni að ég mundi nú sennilega bara byrja á því að segja upp ef þær ætluðu sér að taka upp á einhverju svona. En hún er frábær þessi trúnaðarkona, virkilega indæl og ég er guðs lifandi fegin að það sé ekki hún sem setur þessar asnalegu reglur. Þá þyrfti ég nefnilega að hata hana.

Ég er búin að vera afskaplega dugleg við að taka aukavaktir. Bæði í ágúst og svo núna í september.
Svo fékk ég launaseðilinn minn og þar vantar inn á allar aukavaktirnar. En þessi skrifstofudúlla hefur tekið sér það bessaleyfi að setja allar mínar aukavaktir sem ónýta frídaga.
Þegar ég svo hringdi í hana í morgunn og sagði henni að hún yrði að laga þetta og leggja inn á mig það sem upp á vantar varð hún bara vandræðaleg og skildi ekki neitt í neinu. Þannig að ég þurfti að útskýra mjög gaumgæfilega fyrir henni hvað hún hefði gert. Ég ætti sem sagt inni einhverja 25 tíma í frídaga og vildi fá þá útborgaða í dag.
Hún varð hinsvegar mjög hrifin af öllum þessum frídögum og spurði hvort ég væri ekki glöð!!
Ég varð að hryggja hana með að segja að gleði mín væri afskaplega takmörkuð og mér þætti voða vænt um ef hún bara mundi laga þetta núna.
Já, sagði hún. Ég hugsa að ég geti lagað þetta þannig að þetta komi með næstu launum...
Já nei það gengur ekki,  sagði ég og fauk smá í mig. Ég er nefnilega að taka aukavaktir því að mig vantar peninga, ekki útaf neinu öðru. Hún varð mjög hissa og ég hef á tilfinningunni að ég sé ekkert svakalega vinsæl í augnablikinu.
Hún sagðist ætla að gera það sem hún gæti...

Ég er líka brjáluð út í læknadæmið hérna.
Ég fór í lungnapróf í morgunn og var látin blása í vél.
Þegar það var búið og ég spurði hvað tæki svo við sagði lungnaprófskonan að hún skildi  bara gefa mér tíma hjá lækni og hann mundi svo útskýra fyrir mér hvað hefði komið út úr þessu öllu.
Gott mál sagði ég og sagði henni að ég vildi fara til Dr.Kjær. Það var jú hann sem ákvað að reyna að finna hvað væri að mér svo hann er í uppáhaldi hjá mér núna.
Já góðan daginn. Hann átti tíma eftir 5 vikur því hann er bæði vinsæll og læknar þurfa líka sumarfrí... í OKTOBER!!!
Með tárin í augunum bað ég um tíma hjá þessum nýja sem ég man ekki hvað heitir, en hann er líka vinsæll svo það var 2ja vikna bið.
Hágrátandi (smá ýkjur) samþykkti ég tíma hjá fíflinu honum Bentzon.

Annars er það að frétta af litlu fyrirbura kettlingunum að þeir dóu allir. Ein af öðrum, enda svo sem ekki við öðru að búast. Ég reyndi þó.
Nú liggur mamma þeirra hjá systrabörnunum sínum og elskar þá útaf lífinu. Mamma þeirra hún kisa fær ansi gott frí á meðan.

Well ætla að reyna að koma mér úr þessari fílu og reyna að leggja mig fyrir næturvaktina mína.
Knús á ykkur inn í daginn. Heart


Smá útskýring...

Sko, bara smá útskýringar á öllum þessum kisum hérna á heimilinu...
Mínir kettir eru eiginlega bara 3. En þar sem ég er svo góðhjörtuð kona, þá tók ég að mér 2 læður sem hún Lena mín átti og gat ekki verið með þegar hún hættir með sínum fyrrverandi fyrir um ári síðan.
Þessar tvær elskur (sem koma reyndar úr goti frá mér, eða minni læðu) áttu síðan báðar kettlinga í maí núna á þessu ári, samtals 9 stykki. Þeim kom ég - hin góða- fyrir á góðum heimilum.
Síðustu 2 á sunnudaginn síðasta.
Lena átti svo að koma með pilluna handa dætrum sínum og var alltaf á leiðinni. En Lena er bara Lena og ekki sú snarasta Sideways
Hér er svo búinn að vera á sveimi flækings köttur einn, frekar tættur og kolféllu systurnar fyrir honum... aftur!
Kisa átti svo 5 kettlinga fyrir 2 vikum (búin að koma 2 af þeim fyrir, þegar þeir verða 13 vikna) og Misa átti svo 5 í gærkvöldi.
Þeir eru sennilega fyrirburar og hún vill ekki sjá þá. Misa vill hinsvegar alveg sjá um systrabörn sín og liggur hjá þeim út í eitt!
Eiki og ég erum hinsvegar búin að eyða miklum tíma í að mata þessa 5 fyrirbura með sprautu og heimalagaðri blöndu og ég er svo búin að nudda þá fram og til baka og eyða deginum í að reyna að koma þeim á spenna hjá móður sinni sem er sennilega haldin fæðingar þunglyndi. Eins er ég búin að reyna að koma þeim á spena hjá Kisu sem er þó það indæl að þvo þeim í bak og fyrir.

Þessir 5 eiga svo til enga lífsvon og ég veit að ég er voða vitlaus að reyna þetta... en ég bara get ekki horft á þá deyja án þessa að allavega reyna eitthvað Crying

Grey skinnin.
Svo ætla ég að gefa þá alla fyrir jól án þess að spyrja fröken Lenfríði fögru að einu eða neinu.

Guð hjálpi okkur kisunum og takk þið öll fyrir innlit og kvitteringar. Elska hreinlega kvitterí... Heart


Okei!

Þá á ég 15 ketti W00t
Geri aðrir betur...

Knús á ykkur öll InLove


Smá fréttir.

À föstudaginn síðasta fór ég á djammið. Þannig var að Åbenrå kommune var með teiti fyrir alla sem eru á launaskrá hjá þeim. Eða allavega þá sem eru í heilbrigðisgeiranum. Ekki alveg með þetta á hreinu, enda eiginlega bara sama. Allavega þá kom Dana hingað og sótti móður sína og eina til og skutlaði okkur heim til Mæju þar sem við hittumst nokkrar úr vinnunni. Svona aðeins til að hita upp fyrir kvöldið. Það var eiginlega langt frá því að vera leiðinlegt og ég var svo gríðarlega heppin að hitta hann Nonna litla sem að ég var með í Reykjarnesskóla fyrir "nokkrum" árum Smile 
Nonni litli er ekki lítill lengur, heldur fullorðinn 2ja barna faðir og á bæði börnin með henni Mæju.
Ferlega furðulegt að muna eftir litlum 13-14 ára gutta og hitta hann síðan 23 árum seinna.
Við fórum síðan um 6 leitið í þessa íþróttahöll þar sem geðin fór fram.
Það var hinsvegar ekki alveg eins gaman til að byrja með því það voru 2700 manns á staðnum og mér leið hálfpartinn eins og sardínu... í dós.
Eiginlega bara ógeðsleg tilfinning. Hjartað byrjar að hamast og maður svitnar og á tímabili langaði mig helst að gráta og hringja í Eika og biðja hann að ná í mig.
En þar sem ég var með hóp af fólki gekk þetta og ég hékk eins og mara á þeim ef við þurftum eitthvað að færa okkur til.
Eftir einn öl eða 2 og smá í gogginn var ég og Mæja farnar að dansa eins og óðar og ég get svo svarið að ég er búin að vera með harðsperrur í maganum og fleirum frábærum stöðum alla helgina.
Um 11 leitið bað ég svo Eika að ná í mig. Þá var ég búin að vera berfætt hálft kvöldið og gat orðið ekki gengið lengur. Allt vegna þess að ég aulaðist til að fara í skóm með smá hæl á.
Það varð samt ekkert úr að Eiki næði í mig, því að ein sem ég er að vinna með var akkúrat að fara heim og skutlaði mér.
Morguninn eftir mætti ég svo í málningarvinnu út í skóla hjá strákunum.
Get ekki sagt að ég hafi verið í mínu besta formi, en ég náði að hanga þar til hálf fimm og skólastofan hans Júlla er orðin nýmáluð og fín.

Ì gærkvöldi sáum við svo fyrsta þáttinn af Dagvaktinni og ég get svo svarið að mér finnst þetta snilldar þættir.
Við sáum líka 4 þætti af Ríkinu og mér til ómældrar gleði sá ég að hann Vikki minn er með eitt af stóru hlutverkunum. Hugsa að ég eigi eftir að kalla hann Hr.Slaufa það sem eftir er.

Klukkan hálf 12 í gær ákvað ég að gera eitthvað í þessum kisu málum hjá mér.
Setti inn auglýsingu í gul og gratis. Auglýsti báðar litlu læðurnar gefins með því skilyrði að þær færu á sama heimilið. Veit að það minkar líkurnar um meira en helming, en þær eru bara svo miklar vinkonum að mér fannst synd að aðskilja þær.
Hálftíma seinna hringdi kona og um 1 leitið var konan búin að koma og farin með báðar systurnar með sér. Smile
Þá eru bara allir hinir eftir. Geri ráð fyrir að vera búin að finna heimili handa þeim öllum fyrir jól.
Ætla bara að halda Pernillu, Lilly og Klóa eftir.
Þannig að ef þið vitið um íslendinga í Dk sem langar óskaplega í kisa, þá er bara að hafa samband og ég get meiri að segja keyrt út Wink

Jæja, ég er að fara til læknis og er búin að ákveða -eins og alltaf- að ég fari bara ekki út frá honum fyrr en ég er búin að fá einhver svör. Nú annars verð ég bara að koma heim til að fara til læknis. Tounge

Knús á ykkur öll Heart


Er ég best... eða???

NautNaut:
Það leikur enginn vafi á því að þú ert skarpur.
Fólk kann að meta hversu hratt þú hugsar og þegar þú beitir þér, spararðu peninga fyrir þig og fyrirtækið.

Er ekki bara málið að fara að biðja um launahækkun???


Nú og þegar.

Elliheimili árið 2008 

Starfsstúlka elliheimilisins gekk inn á stofuna og sá að gamla konan var komin upp í rúm og sofnuð.
Prjónadótið hennar lá snyrtilega ofan í fallegu bláu glerskálinni sem gamla konan hafði erft eftir móður sína.
'A náttborðinu suðaði í heyrnatækjunum sem gamla konan hafði gleymt að slökkva á og lágvær harmónikku tónlist leið frá útvarpinu sem stóð á fallegum eikar skenk.
Lítill plastbikar undan töflunum hennar stóð við vaskinn og stakk undarlega í stúf við gamlan bolla með handmáluðum gráum rósum á, sem gamla konan hafði notað til að drekka vatn úr með töflunum sínum.
Starfsstúlkan setti plast bikarinn upp í skáp við hliðina á kassanum sem lyf gömlu konunnar voru geymd í. Lykt af spritti lá ennþá í loftinu eftir að hjúkrunarkonan hafði hreinsað gamalt nuddsár sem gamla konan hafði átt erfitt með að losna við, eftir að hafa gengið í alltof þröngum skóm í mörg ár.
Hún leit í kringum sig í lítilli íbúðinni og renndi augunum yfir gamlar eikar og tekk mublur og velti fyrir sér hvort gamla konan hefði sjálf saumað púðana í gamla plusssófanum og heklað alla dúkana sem lágu á borðunum og undir myndum og öðrum skrautmunum í hillunum.
Svo læddist hún inn í svefnherbergið og slökkti á útvarpinu og opnaði heyrnartækin svo þau yrðu ekki batteríslaus morguninn eftir.
Hún leit á gömlu konuna þar sem hún lá friðsæl og andaði rólega.
Blúndan á kraganum á fallega munstruðum flónels náttkjólnum gægðist upp fyrir mjúka dúnsængina og fallega grátt hárið glansaði undarlega í birtunni af náttlampanum.
Þessi 93 ára gamla kona hafði átt erfitt líf og þurft að vinna hörðum höndum á býlinu sem þau hjónin höfðu átt, ásamt því að ala upp 4 börn. Mest allan fatnað saumað hún sjálf, allt brauð og kökur bakaði hún og hún hafði oft talað um hversu mikinn mun hún hafði fundið eftir að þau fengu sjálfvirku mjaltavélina, og hún þurfti ekki að handmjólka allar kýrnar sjálf.
Samt var þessi gamla kona svo nægjusöm og þakklát. Hún sagði starfsfólkinu oft hversu gott líf hún hefði átt og hvað hún væri þakklát fyrir það eitt að komast sjálf fram úr rúmi á morgnana.

Elliheimili árið 2040

Starfsstúlka elliheimilisins gekk inn á stofuna og sá að gamla konan var komin upp í rúm og sofnuð.
Tvö snafsglös, spil og póker peningar hafði verið tróðið ofan í bastkörfu sem stóð við gamalt hvítlútað IKEA furuborðið.
Ùr náttborðsskúffunni barst hávaði frá víbrator sem gamla konan hafði gleymt að slökkva á og lágvær rap tónlist barst frá ipodi hennar sem hafði dottið úr eyrum á henni og lá nú á koddanum.
Lítil kvenleg pípa stóð við vaskinn en úr henni reykti sú gamla maríjúana þrisvar sinnum á dag í staðinn fyrir að belgja sig út af pillum.
Starfsstúlkan sló úr pípunni og setti hana upp í skáp við hliðina á sígarettukartoninu sem sú gamla var nýlega byrjuð á.  Graftrarykt lá í loftinu en sú gamla hafði fengið sýkingu í naflalokkinn en harðneitaði að taka hann úr. 
Hún leit í kringum sig í lítilli íbúðinni og renndi augunum yfir gömul plast og furu húsgögn sem höfðu ábyggilega verið keypt í Rúmfatalagernum og í IKEA fyrir mörgum árum síðan.
Hún velti fyrir sér hvort sú gamla hefði sjálf valið púðana í slitnum gervileðursófanum, eða hvort hún hefði pantað þá úr einhverri netverslun.
Svo læddist hún inn í svefnherbergið og slökkti á ipodinum. Hún slökkti líka á víbratornum svo hann yrði ekki batteríslaus daginn eftir og til að losna við hávaðan sem hann olli einn ofan í skúffu.
Hún leit á gömlu konuna þar sem hún lá friðsæl og hraut rösklega.
Gamall handleggurinn lá ber ofan á sænginni því sú gamla harðneitaði að sofa í náttfötum eða neinu öðru en topp og G-streng, og hrukkótt húðflúr af svartri rós blasti við starfsstúlkunni. Hún breiddi þunna políester sængina betur yfir þá gömlu og velti fyrir sér hvort ökklabandið sem hún var með væri 8 eða 12 karöt. Rauði liturinn var að vaxa úr hári hennar og grá hársrótin sýndist meiri í bjarmanum frá lapp tölvunni sem stóð á náttborðinu.
Þessi 72 ára gamla kona hafði átt afskaplega erfitt líf að eigin sögn. Með manni númer 3 hafði hún eignast eitt barn og þurft að berjast fyrir því í 2 löng ár að fá uppþvottavél. Manninum hennar hafði ekki þótt það nauðsynlegt þar sem þau voru með heimilishjálp 2svar í viku.
Þau höfðu átt fallegt einbýlishús og 2 bíla og þurftu bæði að vinna úti til að fjármagna ýmis nauðsynleg kaup. Fatnaður var dýr á þessum árum og stöðugt nýjar merkjavörur að líta dagsinsljós.  Sú gamla talaði oft um þegar hún eignaðist sína fyrstu róbóta ryksugu. Þvílíkur munur að þurfa ekki að labba um 200 fermetra húsið með gömul ryksuguna.
Samt var þessi gamla kona sífellt þakklát og þakkaði á hverjum degi fyrir flotta rafknúna hjólastólinn sinn og konuna sem kom mánaðarlega til að viðhalda löngum gervinöglunum hennar.


AHA.

NautNaut:
Það fer í taugarnar á þér þegar allt endar í kostnaðarsömu rugli.
Það gæti líka hvatt þig til að gera breytingar.
Nú er rétti tíminn og þú ert tilbúinn.

 

Það er nefnilega það... Nú er bara spurningin hvort aðrir séu tilbúnir fyrir mínar breytingar???


Snoðhaus

Það eru búnar að vera misjafnar móttökurnar sem hármissir minn hefur fengið.
Sumir hafa sagt "ó nei ekki fallega síða hárið þitt!!!"
Halló... hárið mitt var bæði brennt og illa farið eftir nokkur heima permanett og það var þunnt og fíngert og bara ekki til að hafa á höfðinu.
Einn sem ég er að vinna með þekkti mig ekki og var í smá stund að átta sig á hver ég var.
Ætli minn stórkostlegi íslenski hreimur hafi ekki kippt honum í veruleikan aftur.

Annars er partý í vinnunni minni á föstudaginn eftir viku og ég get varla setið kjurr. Ætlum nokkrar að hittast hjá Maju og mig grunar að það verði ekki leiðinlegt.

Þar sem ég myndast hræðilega illa eða er bara af guðsnáð alveg hræðilega ljót, þá læt ég bara fylgja með næturvaktsmynd. Hún er tekin stuttu eftir miklar hrakfallir á stóra boltanum. Meira um það seinna.

snoðhaus

Farin að horfa á talent. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband