8.4.2008 | 22:40
Bara varð!!!
Ég bara varð að losa smá um!!!
Blogg þörfin er búin að vera svo mikil undanfarið, en ég búin að vera svo busy að ég hef aðeins látið eftir mér að lesa blogghringinn minn -sem er bæðavei alltaf að stækka- en ekki að setjast niður og blogga smá.
Nú er Eiki og strákarnir löngu sofnaðir, svo ég ákvað að gefa sjálfri mér nokkrar mínútur til að létta á mér.
Í fyrsta lagi á hann Gísli Leó 16 ára afmæli í dag (08.04) Hann er sonur Lindu systir hans Eika.
Í öðru lagi er svarti kisinn minn hann Klói og svarta læðan hennar Þóru, hún Lady 4 ára í dag. En þau eru bæði (enda sistkyn) undan svarta kisa (sem ég man ekki lengur hva heitir) sem bjó í Kjartanshúsi á Stokkseyri.
Sko, fyrst og fermst er ég búin að eignast héraunga Ég og Atli Haukur fundum hann eitt kvöldið þegar ég sótti Atla í Blans. Þarna sat hann aleinn út í vegkanti og kisuskott að leika sér við hann þegar ég keyrði til Blans. Ég var á það mikilli ferð (þó ég keyri afar gætilega alltaf) að ég náði ekki að stoppa til að elta hann. Auk þess er þetta einbreiður vegur og ekki ætlast til að fólk sé eitthvað mikið að stoppa til að spóka sig. En á heimleiðinni sagði ég Atla Hauk frá þessu og við ákváðum að hafa augun opin og kíkja eftir honum.
Kisu sáum við strax. Á nákvæmlega sama staðnum og hún hafði verið 10 mínútum áður, en engin héri.
2,5 metrum síðar komum við auga á Hérastubb (hann heitir það, þar til annað kemur í ljós) Atli Haukur stökk út. Þá hafði ég náttúrulega stöðvað bílinn. Og héri litli sat bara og lét Atla Hauk taka sig upp og við tókum hann með okkur heim.
Heima beið svo frú Lotta með spenana fulla af mjólk (held ég) og hann var strax settur til hennar. Og ungana hennar 6.
Hann er bara svo feiminn greyið. Hann var ekkert alveg að þora að ráðast á spenana strax, þannig að Eiki gaf honum smá mjólkurbland í sprautu.
Ég er nokkuð viss um að rebbi hafi náð í mömmu hans úr því að hann var einn að ráfurolast þarna í myrkrinu. Hann var líka ofsalega horaður og hefði sennilega ekki lifað meira en sólarhring í viðbót ef hugrakka hetjan ég, hefði ekki fundið hann.
Hann verður EKKI étinn!
Það er búið að gera Eika það ljóst að þessi Hérastubbur verður settur frjáls, um leið og hann er orðinn stór og pattaralegur.
Set inn mynd af honum á morgunn
Ég var á kvöldvakt í gær og í kvöld. Í gær var Atli Haukur heima, því hann átti inni smá mömmudag.
Bæði Júlli og Jói hafa fengið sína, en Atli átti sinn alltaf eftir. Við vorum búin að plana smá ferð í bæinn. Til dæmis til að finna kerti og servéttur fyrir ferminguna hans. En það er eiginlega það eina sem stendur á "To do" listanum Veit ekki vel af hverju mér kemur ekkert til hugar til að setja á þennan lista minn. Fannst þetta stórmál þegar Dana fermdist.
Allavega, Eiki svaf yfir sig og varð því að taka bílinn. Sem var fínt út af fyrir sig. Við náðum þá að sofa í hálftíma aukalega. En vorum bíllaus fyrir vikið.
Við skelltum okkur þess vegna bara á netið og skoðuðum kerti og skreytingar.
Mér til mikillar gleði og undrunar vill Atli Haukur dumbrautt sem aðallit í kerti, blómst og servéttur. Hef samt ekki guðmund um af hverju ég er svona hamingjusöm með það.
Nú er ég eina ferðina aftur komin langt í burtu frá því sem ég ætlaði að segja frá.
Ég sem sagt fékk óvænt vakt klukkan tvö á mömmudeginum og var með hrikalegan bömmer yfir að þurfa að rjúfa þessa dásamlegu stund með Atla Hauk.
Hann hinsvegar sá bjarta punktinn, sem hann gerir yfirleitt alltaf snáðinn. Hann sá nefnilega fram á að geta líka fengið smá tíma með Eika. Eiki þurfti náttúrulega að koma og ná í mig og keyra mig í aukavinnuna, áður en hann mundi ná í strákana.
Atli vissi að Eiki þyrfti sennilega að versla og þeir gætu þá dundað sér smá í búðum. Skil ekki þennan brennandi áhuga strákana á búðum.
Svo fór ég bara að vinna og strákarnir komnir í rúmið þegar ég kom heim um 21:30.
Það var þess vegna ekki fyrr en klukkan 7:46 í morgunn, þegar ég var að fara að keyra þá í skólann að mér fannst Atli líta eitthvað undarlega út, þegar ég kíkti út um eldhúsgluggann.
Þarna stóð elsti sonur minn í kolsvörtum rykfrakka, af ábyggilega löngu (eða ný) dánum manni!!!
Hann hafði þá farið með Eika í rauðakross búðina í V-Sottrup og séð þennan líka dásamlega frakka.
Að sjálfsögðu gaf Eiki honum frakkann, en ekki hvað???
Litli (stóri) sonur minn fór þess vegna í frakka sem hann þurfti að halda uppi, svo hann mundi ekki stíga á hann (svo síður er hann) í skólann í morgunn.
Ég hefði alveg getað notað móðurvaldið og rekið hann úr frakkanum. En mér varð hugsað til sjálfrar míns í æsku, þegar pabbi átti bágt með að fara með mig út úir húsi vegna gaddaólar um hálsinn og gallavestis sem var svo útkrotað að jafnvel ég átti í erfiðleikum með að finna það sem ég hafði síðast skrifað á það. Að ógleymdum gúmmískónum sem voru ansi nauðsynlegir yfir hnéháa ullarsokkana sem hún amma mín prjónaði handa mér.
Ætli undarlegur klæðaburður erfist???
Nú ætla ég að snauta í bælið, heyri að Jói er kominn nyður til að hlýa mömmu sinni
Góða nótt.
Athugasemdir
Gaman að fá loksins blogg frá þér! Góð fjölgun hjá ykkur. Vonandi getið þið bjargað lífi Hérastubbs svo hann geti haldið út í hin stóra heim og spjarað sig
Varðandi fermingarundirbúninginn og áhyggjur af honum þá veðja ég á að eftir að hafa staðið í tveimur fermingum, hafir þú nú reynslu sem nýtist þér og því er þetta minna mál
Atli er greinilega krútt töffari sem veit hvað hann vill og líklegt að þitt álit skipti litlu... svona í smá tíma
Mikið hefur verið gaman hjá honum pápa þínum að taka þig, snúlluna með sér út fyrir hússins dyr á unglingsárum þínum
Ég lér mér nægja að troða mér í skó af mömmu frá því hún var "ung", stóra lopapeysu og hárið huldi andlitið.
Guðrún Þorleifs, 9.4.2008 kl. 07:00
Gud minn gódur villtu brenna tennan frakka....!!
Ég hef aldrei haft svona undarlegan fatasmekk er tad ?? Ég er líka uppáhaldsbarnid titt ikk??
Hlakka til ad hitta nýjasta systkini mitt, Hérastubb..
Love ya all... Kiss
Dana María Ólafsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:27
Flott færsla. Vonandi lifir hérastubbur greyið.
Hóst..sonur minn fór einusinni í náttslopp í skólann, utanyfir hitt. Skólinn hafði ekki húmor fyrir því
Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 10:30
Já Hérastubbur lést í morgunn Greyið litla.
Guðrún: Ég hef bara fermt einu sinni. Og það er voðalega langt síðan. Lena er ófermd s.s.
Náttslopp í skólann það er eiginlega það fyndnasta af öllu.
Dana mín... Þú er allavega uppáhalds stóra stelpan mín
Hulla Dan, 9.4.2008 kl. 11:46
æ leidinlegt med litla héradsstubbinn
en med frakkann....bara fruss..hahahahahaha
María Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:15
OMG Ég skrifadi HÉRADSSTUBBUR bara ef thid tókud ekki eftir thvi....humm hummm...madur er bara ekki í lagi svona nýkominn úr vinnu...
María Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:19
Gaman að heyra frá þér Hulla sætasta Leiðinlegt að heyra af andláti hérastubbs Hann er bara góður á því í frakkanum hann Atli þinn Ha frú Lotta ? Það er greinilega smá bóndakona í þér elskan Ég hefði átt að vera að ferma sl.sunnudag, en drengurinn var löngu hættur við að fermast þannig að ég losnaði við það Hafðu það sem allra best skvísipæ
Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.4.2008 kl. 18:20
Gat ekki annað enn hlegið er ég sá myndinna af Atla Hauk í frakkanum,, var sjálf svo heppinn ( eða það fannst mér allavega) að áskotnast gamlann frakka af langafa mínum á unglingsárum mínum,,
Man að ég var að fara til Dk til pabba og var í þessum síða svarta frakka með rauðu fóðri,, klóruðum gallabuxum keðju í eyrnasnepplunum og tóbaksklút um hálsinn...
Amma signdi sig og sagði við Mömmu " Að þú skulir senda stúlkuna svona til fara til útlanda.. hvað heldurðu að pabbi hennar mun halda" ;) Mamma hristi bara hausinn og sagði að þetta væri bara tímabil sem ég væri að fara í gegnum :) Og já það var sko mikið rétt hjá mömmu,, við höfum örugglega flest okkar gengið í gegnum þessi ´timabil... samt fyndið er maður stendur og rausar yfir ungunum sínum ,, hífðu upp um þig það sést í naríurnar og það er horft á mann og sagt,, hey mamma fylgjustu ekkert með tískunni þá hugsar maður til baka og vonast til að þetta tímabil verði fljótt yfirgengið og eitthvað smekklegra verður í tísku
Hlakka rosa miiiiiiiiiiiiiiiiikið til að sjá ykkur á morgun.. knús á ykkur öll
Linda (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:14
Hehehehe hann er sko engum líkur hann Atli Haukur Ég hef grun um að þessi áhugi hjá Atla Hauki á gömlum herraklæðum sé eitthvað sem nánast hver kynslóð gengur í gegnum
þegar ég var tólf eða þrettán ára og eitthvað á milli 160 og 165 cm á hæð fannst mér ekkert flottara en að stelast til að fá lánaðan jakka af honum pabba mínum sem var eitthvað yfir 190 cm á hæð og mikill að vexti, herðabreiður og flottur hef þó grun um það í dag að jakkinn hafi sennilega klætt hann föður minn örlítið betur en mig hí hí
Góða ferð elskurnar til Kaupmannahafnar, farið þið nú varlega og komið heil heim.
Kossar og knús Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:41
Er alveg brjálað að gera hjá þér? Voðalegt að fá ekkert blogg hérna
Hvernig er þar næsta vika hjá þér fyrir hitting?
Þetta fer að verða mjög spennandi skal ég segja þér. Ég er með leyndarmál í gangi, verulega skemmtilegt!!!
Guðrún Þorleifs, 12.4.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.