6.6.2008 | 22:00
Litli snúllinn :)
Litli kúturinn, þessi með dreddlokkana, sem stendur fremstur og er prúðu og stilltur og vel uppalinn, er litli systur sonur minn
Hann er mótmælandi... Hann reynir samt alltaf að vera kurteis og haga sér vel.
Ég er mikið stolt af honum frænda mínum.
Hann kom hingað í heimsókn í febrúar, á puttanum frá hollandi og önnur og þriðja færslan mín á þessu bloggi var einmitt um hann.
Annars var það ekkert annað. Langaði bara svo mikið að monta mig.
Vona að þið kæru bloggvinir á Íslandinu, eigið eftir að geta þverfótað fyrir álverum. Hvað ætlið þið eiginlega að gera við þau öll.? Eru ekki allir Pólverjar uppteknir í vinnu í Bónus???
Elskið friðinn og kyssið á kviðinn.
Mótmæli á álverslóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Duglegur hann frændi þinn, það vantar fleira svona fólk sem þorir að standa upp og berjast fyrir hugsjónum sínum.
Ég er ekki spennt að fá þetta álver sem verður í c.a. 10 km fjarlægð frá mér.
Elísabet Sig. (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 12:49
Oj.
Mér fannst alltaf bara heillandi að hafa eitt. = Straumsvík...
Og ég dáist af mótmælendum þegar þeir haga sér sómasamlega.
Hulla Dan, 7.6.2008 kl. 14:07
frábært hjá honum mátt sko alveg vera stolt af honum.
góda helgi
María Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 15:47
Ég er verulega stolt af frænda mínum og hans elju að mótmæla þessum hryllingi sem þessi bölvuð álver eru. Ég held að það sé sannarlega kominn tími á okkur öll að "velja" HVERSKONAR FRAMTÍÐ Við VILJUM. Það er ekkert elsku mamma hvað þetta allt varðar. Það eru bara allir svo bundnir í klafa varðandi þau þægindi sem við höfum öðlast og enginn vill neitt eftir láta. Farsæl framtíð til handa afkomendum okkar kallar á afstöðu móti öllu þessu virkjanabrölti og álversframkvæmdum. Það þarf alltaf að færa einhverja fórn, þannig er það nú bara.
Ef heldur fram sem horfir verðum við "mennirnir" búnir að tortíma okkur eftir ótrúlega fá ár. Það sér hver maður sem "nennir" að hugsa.
Elsku frænka mín, knús og trilljón kossar til ykkar í dönsku sveitinni :) þú ert svo frábær:)
Ásta Steingerður Geirsdóttir, 7.6.2008 kl. 22:20
Já það er skelfilegt hvað ráðamenn eru tilbúnir að fórna okkar fallega og einstaka landi undir svona eiturspúandi álver. Og ég er voða hrædd um að þegar þeir (ráðamennirnir) ranka við sér verður það ansi seint í rassinn gripið ef ekki bara hreinlega um seinan til að bjarga nokkru :(
Vonandi að mótmæli frænda þíns og annarra fari að skila tilætluðum árangri
Þóra Björk Magnús, 8.6.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.