Afi og amma.

Afi minn og amma mín eiga 51. árs brúðkaupsafmæli í dag InLove

Þau eru bæði dáin. Afi dó 1998 og amma 1999. Ég sakna þeirra á hverjum einasta degi Crying

Þar sem ég er ótrúlega upptekin í kvöld ákvað ég að setja inn eina gamla færslu af gamla blogginu mínu, bara til að setja eitthvað inn um þau, þennan dag.

----------------------

Amma mín var voðalega dugleg að baka alla tíð. Kleinur og ástarpunga, vínarbrauð og kanilsnúða. Alltaf eitthvað til með kaffinu hjá henni.
Ég man líka alltaf eftir setningunni sem hún lét út úr sér þegar allir voru búnir að borða kvöldmat. Sem sagt þegar ég var lítil, og var í heimsókn hjá henni og afa í Víkurbakkanum.
Hún eldaði voðalega góðan mat og afi minn sem var stór og sterkur (næstum 2 metrar á hæð borðaði hraustlega. Samt náði hann bara ekki að borða allt sem konan eldaði.
Alltaf þegar hann þakkaði fyrir matinn sagði hún
"Jóhann minn, viltu klára matinn" og benti á afgangana sem lágu ósnertir á fatinu. Stundum engir smá afgangar.Er nokkuð klár á því að amma mín hafi alltaf eldað handa 6 manns þó þau væru bara 2 í heimili.
"Jói minn, ekki viltu að ég fleygi restunum???"- svona í pínu nöldur tón-  Svona fáðu þér aðeins meira.
Og hann afi minn hlýddi. Stundum fann ég ofsalega til með honum. En í dag VEIT ég að hann kunni á hana.(Segi frá því rétt strax) Hann borðaði bara þangað til hann var hálf saddur og þakkaði svo fyrir sig, til að geta haft pláss fyrir restina.
Alveg eins og ef mig vantaði 500 kr þegar ég var yngri, þá bað ég pabba um 1000 kr. Þá vissi ég að hann léti mig hafa helming. Svona var mamma líka. Það var bara stjúpi minn hann Gunni sem lét mig hafa það sem ég bað um. Enda þorði ég næstum aldrei að biðja hann um neitt. Fannst hann eitthvað svo óútreiknanlegur.

Allavega eftir að hann afi minn komst á "aldur" og hætti að vinna fóru hlutirnir heldur að breytast. Amma fór að hætta að baka og ef ég spurði um kleinu fékk ég að vita að hún væri sko hætt að baka, það þýddi orðið ekki neitt, afi mundi bara éta það Og hann er nú orðinn svo feitur að það nær ekki nokkri átt.
Þeir sem þekktu afa minn eru sennilega allir samála mér um að hann var ekki feitur. Hann var alveg kominn með smá maga, en ekki það stórann að maður gæti talað um ístru.
Hún bakaði nú samt kellingaranginn, en þá faldi hún það líka fyrir afa mínum.

Afi kom ekki sjaldan að sækja mig í vinnuna þegar ég vann hjá Reyni bakara í kópavoginum. Stutt að fara og þá vissi hann líka að ég gæfi honum eitthvað hrikalega gott og amma vissi ekki neitt  Svo hjálpaði ég honum við að fela sönnunargögn. Dusta af skyrtunni hans og fela bréfpokana í töskunni minni.

Hvernig ég vissi að hann afi minn kunni á hana ömmu var þannig...

Einu sinni var ég í heimsókn, gerðist nú ekki sjaldan, þá voru þau flutt á Garðatorgið og afi hættur að vinna. Hann var farinn að missa heyrn og amma naut þess að gata sagt hvað sem var án þess að hann, sitjandi inn í stofu, heyrði allt.
Nema hvað. Afi virtist ekki eiga erfitt með að heyra í mér. Eina var að hann bað mig stundum að tala hægar og skýrar, og ekki sá eini sem bað mig um það á þessum tíma.
Allavega þá var hann afi búinn að fjárfesta í nýjum heyrnatækjum, og amma var á útopnu yfir því. Hann átti nefnilega önnur fyrir sem hann notaði aldrei og ömmu fannst þetta sóun á peningum. Afi var hinn kátasti inn í eldhúsi hjá okkur, veltandi þessum dýrðargripum um í höndunum á sér, guðs lifandi feginn að heyra ekki orð af því sem amma var að tuða.
Loksins setti afi heyrnatækið i eyrunn, og viti menn, hann heyrði allt. Allt annað líf sagði hann.
Glaður og kátur fór hann svo inn í bókaherbergið sitt. Ég fór á eftir honum með kaffi og þegar ég kom þangað var hann við að taka tækin úr sér. Hann setti þau á borðið og fór að súpa á kaffinu sínu. Mér er eitthvað litið á þessi voða fínu tæki og sé þá að það eru engin batterí í þeim
Þegar ég benti afa á þetta leit hann á mig dálítið flóttalega og sagði svo, "amma þín þarf ekkert að vita? er það nokkuð???"

Og þannig veit ég að afi kunni á hana ömmu mína  þessi þögli stóri fallegi maður vissi nákvæmlega hvernig hann átti að fara að, til að lifa góðu lífi með ömmu, sem gat verið ansi erfið.

Knús og kveðjur Hulla Pulla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 falleg færsla. Já ømmur okkar og afar voru yndisleg kynslód sem margir geta lært eitt og annad af. Sakna minna allra alveg thvilikt.Lífid er svo sannarlega ekki thad sama án theirra 

kvedjur inní vikuna thína

María Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Já ég er alveg á því að þeir sem ekki fá að kynnast forfeðrum sínum fara mikils á mis . . . . . . .  þau eru nefninlega hafsjór af fróðleik, lífsreynd og hafa hreinlaga ráð við öllu sem upp á kemur :)

Þóra Björk Magnús, 8.6.2008 kl. 21:58

4 identicon

Afa þínum honum Jóhanni Indriðasyni kynntist ég á unglingsárunum þegar hann vann á sama vinnustað og Oddur heitinn gerði. Afi þinn var einn af þeim mönnum sem maður gleymir ekki. Stór og myndarlegur, glettinn og mér fannst hann bera það með sér að vera svo traustur.
Mér fannst svo gaman, þegar  pabbi þinn kynnti mig fyrir fyrrverandi tengdaföður sínum, að komast að raun um að það var hann Jóhann Indriða eins og við kölluðum hann alltaf.
Við höfðum um margt að spjalla frá fyrri tíð og hann kom seinna með gamlar myndir að sýna mér.  Blessuð sé minning þeirra hjóna beggja.

Það er gott að geyma vel minningarnar um þá sem horfnir eru.

Ég sendi þér stórt knús.

Ragna (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Guð hvað þau hafa verið miklar dúllur.  Það er ómetanlegt að eiga góða ömmu og afa, þau eru svo mikilvægur partur af æskunni.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þetta er alveg meiriháttar fyndin,falleg og hjartnæm færsla.. ég fékk alveg sting í hjartað mitt,bros á andlitið og pínulítið tár í augað

Guðríður Pétursdóttir, 9.6.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta hljómar kunnuglega

Knús 

Guðrún Þorleifs, 9.6.2008 kl. 06:14

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

...en 51 ár??? er það ekki +10

Guðrún Þorleifs, 9.6.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Hulla Dan

Guð jú... auðvitað 61 ár  Ég er nú ekki í lagi...

Þakka falleg komment...

Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband