Umhverfisvæn.

Síðustu mánuði hef ég verið ofboðslega dugleg við að vera umhverfisvæn. Vantar samt helling upp á ennþá að ég verði fullkomin Smile er t.d búin að vera á leiðinni að flokka ruslið mitt, ansi hreint lengi.
En svo er ég líka búin að vera að kaupa þvottaefni sem á að vera svaka gott, Neutral voða fínt.

Svo datt mér í hug um daginn að svíkja aðeins lit og kaupa Ariel, það duftar líka svo vel.
Og viti menn. Allur grái þvotturinn okkar varð hvítur undir eins, og bolir af strákunum sem ég er búin að berjast við að ná allskonar blettum úr með þar til gerðum vökvum og efnum, urðu blett fríir í fyrsta þvotti! Shocking Bara sí svona.

Ég náði líka að gera baðherbergið okkar ljómandi hreint á augabragði, með ekkert sérlega umhverfisvænu efni.

Niðurstaðan er þessi... Ég ætla aldrei aftur að kaupa Neutral þvottaefni. Bara Ariel með góðri lykt. Þarf þá heldur ekki að vera að kaupa öll þessi blettalosunar efni sem virka ekki nærri því eins og ég vil að þau geri.

Cillet bang er guð velkomið inn á mitt heimili héðan í frá.
Lífrænt ræktaðar vörur verða velkomnar inn á mitt heimili um leið og ég fer að hafa efni á að kaupa þær, finnist að þær ættu að vera miklu ódýrari en aðrar vörur svo að þær yrðu frekar keyptar, en það er bara mitt álit.
Ætla svo að fara að hunskast til að flokka ruslið mitt.
Ætti að hafa nægan tíma í það núna þar sem ég þarf ekki að þvo sama þvottinn aftur og aftur og eyða tíma í að láta liggja í bleyti. Spara einnig tíma við að nota Cillet bang. Nú þarf ég ekki að liggja á fjórum með edikfýluna hangandi yfir mér og skrúbba flísarnar með naglabursta. Bara opna alla glugga (því Cillit bang er eitur dauðans) og sprey sprey með Chilletinu og öll drulla rennur mjúklega ofan í niðurfallið.

Farin að þrífa.
Mojn Hulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það er ekki hægt að líkja þessum efnum saman, Ariel eða Nautral.  Ég nota alltaf Ariel annað slagið en blessuð börnin fá bara rauða húð og kláða ef ég nota það á fötin þeirra.

Sammála með þetta lífræna, hvað er málið?  Afhverju er ekki hvatning til þess að hafa þessar vörur miklu ódýrari en ólífrænt, eða alla vega á sama verði???  Það mundi spara ansi stóran pening í heilbrigðiskerfinu ef það væri möguleiki fyrir alla að lifa á þessu.  Það er margbúið að sanna það.

Gangi þér vel í þrifunum dúllan mín. 

Elísabet Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 09:59

2 identicon

Hulla mín, Alveg er ég sammála ég hef líka notað Nautral og ferlega eru það léleg kaup, geri það ekki aftur. keypti reyndar í vetur eitthvað heimsfrægt þvottaefni og vegna þess hvað ég ver orðin vön að nota mikið magn í einu af Nautral fjandanum þá eðlilega setti ég sama magn af þessu nýja, og fötin misstu lit og borðtuskurnar urðu full tuskulegar, velti því fyrir mér fyrst þettað er svona svakalega (fitu)leysandi hvort það c hægt að fara í bað með þettað ef maður þyrfti að minnka sig aðeins. Er þettað kanski baðsápan hans Michael Jacksons? Hann er mjög grannur og hefur auk þess misst lit? Já ekki er verðið á lífrænt ræktuðu að hvetja mann til kaupæðis, n þú ert svosem byrjuð á að nota læífrænt, egg allavegana eða eru þettað kanski bara skrauthænsn? Góðar stundir í þessum mikla frítíma sem þú hefur nú fundið með nýju þvottaefni, hljómar eins og auglýsing.  Ha hahaha....

Bína (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er ekki mjög umhverfisvæn á neinn hátt nema að ég hendi ekki rusli á víðavangi... og þá er það upptalið sko

Guðríður Pétursdóttir, 9.6.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

jú hey ég reyki ekki eða keyri bíl... það er umhverfisvænt.. ekki satt??

Guðríður Pétursdóttir, 9.6.2008 kl. 10:46

5 identicon

Gott að þú ert búin að fatta þetta með umhverfis dótið helmingi umhverfisvænna=helmingi minni virkni................

Kv Ak

Arnþór (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gef skít í umhverfisvænt þvottaefni.  Kann engan við sjúskaðan gráleitan þvott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég held ég taki thig bara til fyrirmyndar...hef verid ad drullast thetta lika med Neutral og fjandinn sjálfur hvad allt hvitt er bara grámygludrullulegt svo bara til fjandans med thad og næst verdur keypt Ariel...getur ekki verid mjøg umhverfisvænt heldur ad moka svo blettaeydir á allt galleríid...svo thetta jafnar sig bara út.

Get sæst á ad fara med blød og kassa i gáminn....svo ég er ekki alger umhverfisantisti sko... eigdu gódan dag.

María Guðmundsdóttir, 9.6.2008 kl. 13:00

8 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef prufað þessi umhverfisvænu þvottaefni en að vísu fyrir 20 árum, það er eina sem krakkarnir mínir fengu útbrot undan. Ég er sjálf með psoriasis og nota bara ariel og það er ekkert mál, engin útbrot. Ég nenni ekki að nota umhverfisvænt, það kostar miklu meira vesen sem tekur allan sparnað burt..eins og margþvottur á blettunum óneitanlega gerir.

Ég kaupi ekki lífrænt ræktað af sömu ástæðu og þú...það kostar handlegg, fót og auga hér á Íslandi !

Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já Hulla mín þess vegna nota ég Ariel til að ná blettunum úr fötunum,ég notaði alltaf neutral en fyrst bletta hriðnaði ég með arilel fljótandi en svo var ekki til neutral og keypti ariel og allt fínt .

Knus á þig mín kæra Hulla. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.6.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  He he he  þú ert perla stelpa :)

  Ég hlakka óneitanlega til að hitta ykkur í iöllum þessum hvítþvgnu fötum . . . . .  ætli maður fái nokkuð ofbirtu í augun þó ???

     Ég hef lengi verið að velta fyrir mér þessu cillet bangi en verið frekar skeptísk á að Það virki eins og auglýst er, en ég sé að það verður efst á mínum innkaupalista næst þegar ég fer í búðina :)

    :*

Þóra Björk Magnús, 9.6.2008 kl. 19:38

11 Smámynd: Hulla Dan

Takk fyrir öll...

Beta bjútí... Skil ekk þetta verð á öllu lífrænu, hvatningardautt með öllu.

Bína... Gaman að sjá ummerki eftir þig hérna  Það er afskaplega ljótt að gera grín af Mikka. Finnst voða vænt um kallinn þó hann sé pínu upplitaður.
Og ég á gríðalega góðar varphænur, eða átti, voru að fá heimsókn af Rebba!

Guðríður... Þú ert umhverfisvænni en margir  Svo ertu líka krútt og það vegur sko þungt.

Jenný... Sammála...

Mæja... Taktu mig til fyrirmyndar og þú átt eftir að ljóma eins og sólin

Ragga... Hehehe handlegg og fót, þú ert fynndin.

Heiður... Sammála

Og Þóra... Ég ER perla, og stelpa! Og Cillet bang er það eina sem dugar.

Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 19:51

12 identicon

 hæ e r alt  gott ad freta eftir 22  ar hvad er tad

LINDA (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:48

13 Smámynd: Linda Björk Ólafsdóttir

hæ hvad e r ad fretta  eg myndast svo illa tiv eru engar myndir en tad  koma myndir af bornum minum seina

Linda Björk Ólafsdóttir, 9.6.2008 kl. 21:58

14 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þá ert þú búin að finna sannleikan og getur gengið í ljósinu (Hvíta þvottinum)

Guðrún Þorleifs, 10.6.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband