10.6.2008 | 08:43
Rebbi og villiköttur.
Um daginn átti ég 8 hænur, 1 hana og 12 kjúklinga.
Nú eigum við bara 4 hænur
Til að byrja með drukknuðu 4 kjúllar í vatnsdallinum hjá hænunum... allir í einu. Hænumamman varð voða leið en passaði voða vel upp á síðustu 2. Seinni hænan sem ungaði út ca hálfum mánuði seinna fékk 5 unga. Hún passaði sína unga líka ótrúlega vel og það var hrein unun að horfa á þær kjaga hér um garðinn með ungana sína.
Svo hvarf einn og svo annar, og allt í einu var fyrri hænan unga laus.
Hænurnar ganga lausar hjá okkur þannig að það er voðalega erfitt að ætla sér að fylgjast með þeim heilan dag. Þær eru á vappi hérna og svo rölta þær yfir til Lars og eyða stórum hluta úr deginum þar, innanum allt fóðrið og nammið frá dýrunum hans.
Við eigum ketti og Lars á ketti, en þeir höfðu ekki sýnt ungunum eða hænunum neinn áhuga svo við vorum ekkert að stressa okkur á þeim.
Hænsnahúsið stendur líka opið mest allan sólarhringinn, svo púturnar geta gengið inn og út eins og þeim sýnist.
Þegar við svo fundum dauðan unga inn í þvottahúsi fórum við að leggja saman tvo og tvo.
Kettlingarnir eru akkútar á þeim aldri að veiðikennsla er í fullum gangi.
Ég er nokkru sinni búin að banna kisu að koma inn með mús handa þeim og ræddi það við hana að veiði kennslan gæti farið fram að degi til og þá úti.
Hún hefur sennilega eitthvað misskilið mig og haldið að ég ætti við að hún skyldi frekar ná í kjúkling og tæta hann svo í sundur inn í þvottahúsi.
Kettir eru nú bara ekki alltaf með fattið í lagi.
Við ákváðum að loka hænuna eftir með þennan eina unga sem hún átti eftir og ekki hleypa henni út með hann fyrr en hann væri orðinn stór og feitur.
Einhvernvegin komst hún nú samt út á 3ja degi og kisurnar náðu í þennan síðasta unga, stoltar.
Þetta var í síðustu viku. Í gær tókum við svo eftir að það vantaði hænu. Kisurnar voga sér ekki í þær!
Við höfum ekki fundið hana síðan.
Í gær tók ég svo eftir því að það komu bara 4 hænur í garðinn en ekki haninn. Ég var nú ekkert stressuð yfir því því ég hafði heyrt í honum hjá Lars fyrr um morguninn.
Þegar Eiki kom svo heim og fór að telja þær inn, komu bara 4 hænur. Enginn Hannibal og ekki restin af hænunum. Þar á meðal gælu hænan mín Sem ég bar hérna á höfðinu þegar hún var veik og hjúkraði í fleiri daga. Hún var s.s horfin líka.
Eiki fór að leita og fann Hannibal... eða það er að segja fjaðrirnar af honum
Eiki kom óður heim og fór umsvifalaust að tæta öll eggin okkar út úr ísskápnum og inní útungunarvélina með þau.
Svo fór hann að búa til refagildru til að veiða rebba og hann slappaði ekki af fyrr en seint um kvöldið,og það hlakkaði í honum.
Refagildran er ekki þannig að hún meiði rebba. Bara útigarðurinn hjá hænunum, stærðar kjötstykki og sjálflokandi hurð.
Við höldum nefnilega að rebbi sé með greni hérna nálægt og sennilega með glorsoltna hvolpa.
Ég er ekki viss hvað við gerum við rebba ef við veiðum hann. Kannski verður hann það hræddur að hann ákveður að heimsækja okkur aldrei aftur. Kannski verðum við bara að elta hann og finna hvolpana og skutla allri rebba fjölskyldunni á Fjón.
Og það sem er kannski líklegast, kannski veiðum við ekki rebba.
Hvað sem öllu líður þá eru hænurnar innilokaðar núna og ég er ekki viss hvað við gerum í framhaldinu.
Í morgunn kl 5 vakti Eiki mig samt og gleðin skein úr augunum hans. Svona gleði eins og þegar hann fékk fyrstu byssuna sína. Svona gleði eins og þegar strákarnir fæddust. Svona gleði eins og maður sér bara í augum hins kynsins þegar eitthvað stórkostlegt hefur skeð.
Hann sagði mér að gildran hans svínvirkaði. Hann hafði að vísu ekki veitt rebba... En inn í hænsnagarðinum sat lítill (stór) ráðvilur og hræddur villikisi.
Pabbi kettlingana.
Hann hefur orðið svangur í nótt, enda óvíst hvenær greyið hefur fengið að éta síðast og ráðist á kjötstykkið sem var ætlað rebba. Og sjálfvirka hurðin hans Eika... Bamm. Lok, lok og læs.
Strákarnir kíktu á kisa í morgunn. Atli Haukur gaf honum að borða og ég og Atli hleyptum síðan greyinu út. Hann var stjarfur úr hræðslu.
Ég er að hugsa um að kaupa rafagnsól á hænurnar, sem virkar þannig að ef einhver ætlar að sökkva tönnum sínum í hold þeirra, fær viðkomandi hrikalegt stuð.
Það er s.s næst á dagsskrá.
Atli Haukur er heima í dag. Hann og hinir í bekknum hans fengu einn dag frí til að vinna sér inn smá aur til að geta haldið upp á að í ágúst fara þau í stóru grúppuna.
Atli gerði samning við Lars og fær 50 kr fyrir að slá garðinn hans og þvo bílinn.
Hann fær svo annað eins fyrir að gera það sama hérna heima.
Ég get nú ekki sagt að ég sé róleg, vitandi af snáðanum mínum upp í svona tæki.
En róaðist smá í morgunn þegar ég var sjálf búin að prófa. Þetta er sennilegra öruggara en sláttuvél sem maður getur keyrt yfir tærnar á sér.
Takk fyrir allar kveðjurnar og kvittin
Eigið góðan dag... Hulla Pulla
Athugasemdir
Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá þér Hulla mín, nema þá kannski hænsnakofanum. Vonandi verður eitthvað eftir af hænunum þegar við komum í heimsókn. Nú erum við farinn að telja niður 11 dagar í dag, 10 á morgun........
Kveðja og knús til ykkar allra,
Ragna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:31
Ertu bóndi? Ég get svarið það. Rosalega ertu klár vúman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 09:46
Takk Ragna mín, okkur hlakkar líka óskaplega til að sjá ykkur
Jenný... Nei ég er ekki bóndi á bara (átti) hænur, og reyndar kanínur líka og kisur. Langar líka ofsalega í geit og asna En ég er rosalega klár
Hulla Dan, 10.6.2008 kl. 10:55
Þú ert ótrúleg, maður kemur með krakkana í dýrafræðslu til þín, meira spennandi en húsdýragarðurinn.
Good luck með hænurnar þínar
Elísabet Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 14:34
yndislegt að lesa allt sem þú skrifar, þú segir svo skemmtilega frá, svo maður lifir sig alveg inní frásögnina
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 10.6.2008 kl. 14:35
greyid hænurnar og haninn en gott ad thid fundud kattargreyid sem var ad gæda sér á theim.
Gangi ykkur vel med "sveitina" og allt sem henni fylgir
María Guðmundsdóttir, 10.6.2008 kl. 14:51
Góð hugmynd að koma til þín í staðinn fyrir að fara í Húsdýragarðinn!!! Þú ert bara bestust í þessu öllu saman. Vona að ykkur gangi vel með restina af Vatnsneshænunum og kisa fari að skilja hvað þú ert að meina ; )
Stínus (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:25
æj leiðinlegt með hænsnin.
Atli Haukur er líklegast ekki harður samninga maður... 50 kr dk fyrir að slá garðinn og þvo bílinn???
Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 16:54
aww hænsna krúttin.. þetta er sorglegt allt saman.. Mömmu langaði alltaf að vera með hænur.. það er nefninlega kofi úti í garði sem var lítið nýttur eftir að ég var stór og mamma vildi fá hænur í hann
það hefði verið frekar skemmtilegt
Guðríður Pétursdóttir, 10.6.2008 kl. 20:47
Beta bjútí... Verið velkomin
Helga... Takk
Maja... Veit reyndar ekki hvort þetta var kisi... og ég fann svo til með honum að ég sleppti honum fríum.
Stínus... Vá hvað ég sakna þín Þú og þið eruð líka alltaf velkomin.
Heiða... Atli var með 50 kr á tímann... það er nú alveg 800 ísl
Guðríður... Gefðu mömmu þinni hænur í garðinn, það er svo huggulegt. Ég var sjálf með hænur á Stokkseyrinni og það gekk súper vel.
Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 10:42
Ég er alltaf jafn sein til en ég vara að lesa þetta fyrst núna. . . .. . . . . mér þykir ógulegga leitt að heyra þessi sorgartíðindi með hænurnar og hanann
Vona að þú getir komið þér upp öðru hænsnastórveldi hið snarasta
Þóra Björk Magnús, 11.6.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.