11.6.2008 | 10:36
Framkvæmdarsemi.
Framkvæmdargleði mín á sér engin takmörk.
Ég hlýt að hafa þjáðst af einhverjum skorti sem tengist sól og hita. Alla vega er ég þvílíkt búin að hressast í letinni síðan að sumarið kom
Í gær ákvað ég og Atli Haukur að tími væri kominn á smá bakstur, enda gæti Atli Haukur lifað á sætabrauði eingöngu ef hann ætti tiltekna breska móður.
En hann á bara mig, og ég er að hans mati mikil frekja og stjórnsöm með meiru. Vil bæði stjórna klæðaburði hans og hvað hann setur ofan í sig.
Nohh... Við bökuðum sem sagt 2 stykki ölbrauð, sem er eitt af því besta sem strákarnir fá og seinna um kvöldið bakaði ég svo risa stafla af skonsum... sem urðu í fyrsta sinn alveg eins og Írisar skonsur... BARA góðar. Svo bjó ég til eggjasalat, svo það voru glaðir litlir strákar sem settu matarpakkann sinn í skólatöskurnar í morgunn.
Klukkan 5:30 í morgunn byrjaði ég á að hlaupa hér út um allan garð á náttfötunum.
Ég gerði það hreint ekki af löngun til að hreyfa mig heldur vegna þess að þegar ég kom hérna fram blasti við mér 10 kg kanína á veröndinni... á leiðinni að gæða sér á bananatrjánum mínum... Ég gólaði á strákana og svo ´út að skokka.
Hlunkur -hann heitir það- er nú ljúfur sem lamb og ekki mikið mál að ná honum. Hann situr núna og étur fíflablöð.
Svo hélt dugnaðurinn áfram.
Fyrir klukkan 11 var ég svo búin að bara 4 hjónabandssælur... reyndar fyrir mistök, þær áttu bara að vera 2, en þar sem Kolla vinkona gat ekki svarað undir eins og ég sendi henni sms kl hálf 8 að ísl tíma gerði ég tvöfalda uppskrift = 4 kökur... Kolla á þessa uppskrift og ég vissi ekki hversu stór hún væri....
Svo er ég búin að gera kanilsnúða, svo marga að ég kemst ekki að í eldhúsinu til að þrífa, heppin þar.
Nú er frystirinn fullur af bakkelsi og í gleði minni í morgunn fór ég að pæla í hvort ég ætti ekki bara að rumpa jólabakstrinum af og troða honum hjá öllu hinu í frystikistuna. En ég hélt aftur af mér....
Eigið góðan dag og takk fyrir kvitt og kveðjur. Hulla
Athugasemdir
Þú ert dásamleg Hugljúf. Ér er löngu hætt að baka þar sem við fjölskyldan erum löngu komin yfir eðlilegu-þyngdar-kúrfuna!. Nú er það bara hrökkbrauð og kirsuberjatómatar í snakk við sjónvarpið.
Ég fylltist örlítilli framkvæmdargleði, svona rétt á meðan ég las pistilinn þinn, en hún er horfin eins og dögg fyrir sólu. Það er bara ágætt fyrir mig að sitja við tölvuna og eiga fíflalegan garð eins og einn nágranninn sagði.
Kveðjur til ykkar af Ströndinni.
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 10:55
Fíflalegann garð
Það fer þér náttúrulega bara best að sitja og vera fynndin
Kveðja til ykkar úr danskri sveit.
Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 11:01
Það er naumast væri sko allveg til í að kíkja í kaffi þar að segja í bakkelsi.. er ekki orðin fullorðin til að drekka kaffi
knús á þig
Linda (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:27
Hey ertu heima???
Hringi í þig smá...
Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 11:29
Svei mér ef maður á ekki erindi sveitina
Guðrún Þorleifs, 11.6.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.