16.6.2008 | 11:15
Foreldrar!
Um daginn var haldinn fundur í skólanum hjá Atla Hauk. Umræðan var drykkja og reykingar barnanna í skólanum og viðhorf foreldrana til þessara mála.
Við komumst því miður ekki, en djöfull hefði ég viljað vera þarna.
Við erum aðeins búin að heyra hvað fram fór á þessum fundi, og ég er svo aldeilis gáttuð.
Danir hafa allt annað viðhorf til drykkju heldur en íslendingar, og það er kannski bara allt í lagi út af fyrir sig.
Það er ekkert stórmál hérna þó að einhver fái sér kaldan öl á heitum sumardegi, þó að sé mánudagur. Rauðvín drukkið með þriðjudagsmatnum og gamlir á elliheimilum fái sér snafs með gulu baununum sínum í hádeginu á miðvikudegi.
Ég hef sjálf ekki orðið vör við svona sudda fyllerí eins og tíðkast um helgar heima, þó að það eigi sér vissulega örugglega stað hérna líka.
Það sem mér finnst svo undarlegt og beinlínis ótrúlegt, er þegar fullorðið fólk kaupir áfengi handa börnunum sínum, kannski 14 ára, og segir svo að það sé að "kenna" börnunum að drekka. Og það sé auðvitað betra að kaupa handa því gott áfengi svo krakkarnir fari ekki að drekka landa!
Ein sagði mér að hún mundi alltaf skammta sínum strák sígarettur og bjór því þá mundi hún nákvæmlega vita hvaða magn hann tæki inn!!!
Hvað er fólk að pæla???
Það eru krakkar á aldur við Atla Hauk í skólanum sem drekka með foreldrum sínum og mér finnst það ekki í lagi.
Ábyrgðarlaust og siðlaust.
Í mínum augum er þetta svipað og ef ég mundi leyfa mínum 14 ára strák að keyra bíl. Auðvitað bara hérna heima til að byrja með, meðan hann væri að "læra" það. En svo mætti hann alveg keyra á götunum, en bara með því skilyrði að hann mundi ekki keyra of hratt, eða á einhvern annan.
Að sumu leiti væri það samt skárra því að hann væri þá a.m.k allsgáður.
Hvað ætla þessir sömu foreldrar að gera ef barninu langar í dóp? Á þá bara að redda því góðu dópi?
Hreinu hassi og tæru heróíni??? - Og mundu svo væni minn... bara lítið í einu!
Ég lít þannig á að ef að ég gef barninu mínu leyfi til að drekka áður en það er komið með aldur til, og fulla barninu mínu dettur til dæmis í hug að fá "lánaðan" bíll í næsta nágreni. Verður svo á að keyra yfir manneskju... Þá er það á mína ábyrgð. Mér að kenna.
Við eigum að vera fyrirmynd fyrir afkvæmi okkar og ekki kenna þeim að drekka, þó þau séu fermd.
Þakka fyrir kvitt og kveðjur.... Hulla Pulla
Athugasemdir
Alveg sammála þér Hugljúf mín vel orðar og flott,
Knús til þín inn í daginn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 12:37
thad sem ég er svadalega sammála thér!! fékk áfall hérna um daginn, beint á móti býr unglingsstúlka,16 ára og hélt partý med leyfi foreldranna og thar var allt fullt af krøkkum á aldrinum 15-16 ára, drekkandi bjór og brennivín .. sumir saudfullir ordnir og algerlega eftirlitslaust partý...foreldrarnir skruppi til Týskalands! nei og aftur nei...ég átti ekki ord og hneyksladist ofaní klof bara...minn drenugr er ad verda 15 í sumar og ég sæi thad i anda ad ég strauji bara i Superbest og kaupi eins og eina kippu i tilefni dagsins nei takk ,sama og thegid. Held thad megi kenna thessum krøkkum ad thad THARF ekki ad drekka til ad skemmta sér, thad er hægt ad lifa lifinu án alkóhóls og vimugjafa. Hef ekkert á móti einum øl af og til,en svona rugl á sér enga skynsemi. Afsakid langlokuna..ég bara fæ flog thegar thetta ber á góma eigdu gódan dag...
María Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:24
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Auðvitað eigum við að reyna að vera góð fyrirmynd, það skiptir öllu máli. Mikið af okkar ólánsömu unglingum koma frá heimilum þar sem agaleysi er algert og drykkja foreldra í óhófi. Það er bara staðreynd þó það sé þó ekki einhlítt.
Rúna Guðfinnsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:18
Það að fylgja ekki lögum um börn og ungmenni, varðandi útivist, drykkju og annað er ömurlegt. Við erum að segja þeim að lög og reglur séu til að bjróta þær.
Hvert ár sem líður hjá ungu fólki í þroska (andlegum og líkamlegum) án áfengis og tóbaks getur gert gæfumuninn.
Viðkvæmust erum við þegar við erum að vaxa úr grasi.
Áfram svona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 15:39
já það væri nefnilega á manns ábyrgð ef eitthvað kæmi fyrir....það er bara ekkert sem réttlætir að kaupa áfengi handa BARNI undir aldri....takk fyrir þetta Hulla
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 16:00
Guð þetta eru nákvæmlega sömu hugleiðingar og ég er í núna þótt að mitt elsta barn sé nú bara 8 ára.
En málið er að ég er að lesa Ude og hjemme (eins og ég geri ansi oft hehe) og þar er einhver lögguskvísa að sjá um einhver böll fyrir unglinga. Það sem er sérstakt við þau eru að þau eru allveg áfengislaus. Í blaðinu stendur að krakkarnir séu nú yfirleitt búin að drekka áður en þau koma, en ef þau ráða ekki við sig og eru allveg spinne gal þegar þau koma þá fá þau ekki að koma inn. En annars er það í lagi. Síðan er mynd af löggunni með 3 strákum og allir halda þeir á bjór. Síðan segja einhverjar 13 ára stelpur að út af þessum áfengislausa balli þá ætli þær að bíða með að drekka þangað til þær fermist
Mér fannst bara svo fáránlegt að lesa þetta að ég varð bbarasta orðlaus. Og það gerist sko ekki oft skal lég segja þér......
Rakel (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.