Femínistar eða eitthvað annað?

Þar sem mikið er fjallað um jafnrétti og misrétti og kvenrétti og alla mögulega rétti hér á blog.is ákvað ég að koma með mínar skoðanir, eiginlega og aðallega til að vera ekki að fylla athugasemdarkerfi hjá öðrum, því mér finnst eiginlega ekki hægt að athugasemda lítið á svona stórt og viðkvæm mál. Skil jú...
Þetta er færsla sem ég reyndar birti einhvertíma á gamla blogginu mínu, en þeir sem hafa lesið það, lesa það þá bara aftur. Alltaf gaman að lesa sama hlutinn aftur og aftur.

Ef þið eigið erfitt með að skilja þetta, ef það vantar stafi hér og þar, þá er það ekki vegna þess að ég sé lesblind eða neitt þannig. Ég er bara búin að vera svo stíbbluð að ég get varla talað.
Bulla þess meira.
Hér er gamla færslan....

Ég hef að undanförnu verið að lesa hin ýmsu blogg hjá fólki (sem ég þekki ekki neitt) og einhverra hluta vegna er mikið rætt um femínista.
Nú er ég ekkert voðalega mikið inn í því sem er að gerast þarna heima, og hef ekkert mikið verið að velta mér upp úr femínistum, nema núna síðustu daga.
Fólk virðist ekki alveg vera sammála um hvað femínisti er og hvort það sjálft er femínisti eða ekki.
Er femínisti eitthvað eitt? Er femínsti einhver hreyfing eða bara lífsskoðun.
Er femínisti og rauðsokka til dæmis það sama???
Fólk virðist hafa mjög misjafnar skoðanir á þessu öllu saman og hver túlkar fyrir sig.
Ég er sjálf voðalega hlynnt jafnrétti, innan eðlilegra marka auðvitað.


Að mínu mati á hver og einn að hafa rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, hvort sem það er karl eða kona.
Auðvitað finnst mér að bæði kynin eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og allt það, en ég vill samt fá að vera kona í friði og að karlar fái að vera karlar í friði.
Kynin eru ólík að eðlisfari, þó að alltaf séu undantekningar, og mér finnst ofsalega mikilvægt að það verði þannig áfram.
Mér finnst verkaskipting hjá kynjunum í góðu lagi ef báðir aðilar eru sáttir.
Konan sér um þvottinn á heimilinu og karlinn sér um bílinn.
J


Ég vill að guð sé áfram “hann“.
Ég vill að jólasveinarnir séu áfram karlkyns.
Ég vill að ráðherrar séu áfram herrar en ekki frúr, þó að kona sé í embættinu. Væri samt gaman að breyta ráðherra í herra jólasveinn. Fjármálajólasveinn, utanríkis- jólasveinn. Mundi svo vel passa.

Ef við Eiki erum í bíltúr og springur á bílnum, þá fer Eiki út og skiptir um dekk. Því ég er kona!
Ef klósettið okkar stíflast, þá er það Eiki greyið sem losar það, því hann er karlmaðurinn á heimilinu.
Ef ég finn dauða rottu inn í þvottahúsi þá er það hann Eiki minn sem fjarlægir hana, þó að mínir kettir hafi komið með hana inn, því hann er karlmaður.
Ef að þarf að flytja til stóra þunga hluti er það Eiki sem sér um það, því hann er svo sterkur og mikið karlmenni.
Ef er ógeðleg padda hér inni og ég „konan“ vill losna við hana út, þá er það Eiki sem tekur það að sér, nema ef pabbi minn er í heimsókn, þá gerir pabbi það. En hann er líka eldri karlmaður en Eiki. LoL
Ef þarf að sauma gardínur þá geri ég það, því ég er konan á heimilinu.
Ef þarf að baka fyrir skólann eða afmæli þá sé ég um það.
Ef þarf að gefa barninu okkar brjóst, þá tek ég það að mér með glöðu geði, því ég er jú konan.
Ef þarf að umpotta blómunum okkar þá geri ég það. Því mér finnst það konuverk.
Ef þarf að strauja þvott, sem er reyndar i lágmarki því mér finnst það svo ógeðslega leiðinlegt, þá geri ég það bara og fíla mig eins og konu.

Allt hér að ofan gæti vel verið öðruvísi. Eiki getur vel straujað og ég get vel skipt um dekk.
Það er hinsvegar ekki málið. Við höfum bara gert þegjandi samkomulag og erum voðalega sátt við þetta allt.
Eiki sér meira og minna um eldamennsku hér á heimilinu, þó mér finnist það konuverk. Hann býr bara til svo asskoti góðan mat.
Ég hef hinsvegar hingað til tekið að mér að mála það sem mála þarf, þó mér finnist það eiginlega vera karlmannsverk.
Mér finnst sanngjarnt að karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Samt eru þau stundum í sömu vinnu en öll erfiðis vinnan bitnar meira á karlinum.

Þegar við Eiki kynntumst vorum við að vinna á sama stað. Einhvertíma áttum við að þökuleggja ákveðið svæði upp í Kaplakrika. Við gátum það bæði, en Eiki var bara svo mikli sterkari að öll erfiðis vinnan lenti á honum og ég sá um dútlið.
Við vorum á sömu launum.
Ég hef líka unnið með karlmönnum. T.d í uppvaski. Þar hefur meiri hlutinn lent á mér, sömu laun.
Svo er bara fullt af vinnum sem henta öður kyninu betur en hinu.
Og þannig er það bara.

Þetta eru mínar skoðanir.

Ég er ekki kvenréttindakona fram í fingurgóma. Ég vill bara að jafnrétti sé náð, án þess að skaða kynin. Karlmaður verður að fá að njóta sín sem karlmaður og konan verður að fá að njóta sín sem kona.

Verið nú prúð og góð. Ykkar Hulla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Hulla Dan

Vá!!!
Djöfull varstu fljót

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Amen

Guðrún Þorleifs, 19.8.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Nákvæmlega.. jafnrétti er ekki alveg sama og réttlæti

Guðríður Pétursdóttir, 19.8.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er það sem ég sagt vildi hafa.

Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Akkúrat svona hugsa ég þetta líka.  Takk fyrir þetta.

Elísabet Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:18

7 Smámynd: Ragnheiður

Flott hjá þér Hulla

Ragnheiður , 19.8.2008 kl. 22:59

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo algjörlega eins og talað út úr mínum huga, þetta er hið eina rétta. Get bar ekki komist eins pent að orði og þú.  Er ekki að fatta feministana því þær eru ekki að biðja um þetta heldur meira, eða þá bara að ég skil ekki skrif þeirra. En það er nú æra að Jenný er sammála þér, því hún hefur sínar skoðanir sem eru réttar fyrir hana. Love U girl Good Night

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:41

9 identicon

Skil hvað þú átt við, Ekki sammála öllu ;). (enda hef aldrei verið)

Gott að vita að einhverjir aðrir kynntust í vinnu *ROÐN*

 Kv

Nansý

Nansý pansý (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 00:59

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nákvæmlega út úr mínu hjarta, gæti ekki orðað það betur!!!!!! Flott hjá þér Hulla!!!

Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2008 kl. 08:44

11 Smámynd: Hulla Dan

Er þetta ekki nákvæmlega það sem við öll hugsum en kannski erfitt að koma því frá sér skriflega...

Knús á ykkur

Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 08:51

12 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er svo MIKIÐ rétt og satt, einhvern veginn hefur mér þótt að hinar OFVIRKU BANNSETTU feministatúttur. Séu sko eingöngu að leita eftir FORRÉTTINDUM þ.e. að sitja og RÁÐSKAST með okkur karlana, með því að sitja einhversstaðar í stjórnum og LEGGJA LÍNURNAR. Þarna er ég nú komin út fyrir efni pistils þíns, samt er ég nú á því að svona sé þetta. Síðan má nú spyrja sig hverjum bitnar þessi ofurfeminismi á ég vil halda því fram að það séu, fyrst og fremst börnin(ef einhver eru) Þessar femmatúttur eru það afbrigði sem ég allt að því fyrirlít. Tek fram að þessi athugasemd er skrifuð af SVO mikilli varfærni að hefði ég notað þau orð, sem ég er vanur að nota um þessi(yfirleitt ekki alltaf skrípi)þá yrði ég settur í útlegð.

Eiríkur Harðarson, 20.8.2008 kl. 10:52

13 identicon

Eins og talað út frá mínu hjarta Hulla mín. Svona eiga bara hlutirnir að vera. Ég hef heldur aldrei rauðsokka verið og verð vonandi aldrei. Hinsvegar eiga konur og karlar að fá sömu laun fyrir sömu vinnu.  Mér finnst líka að þeir sem hafa auglýst eftir starfsfólki séu ekki skuldbundnir til þess að ráða konu bara ef hún sækir um, þó einhver af karl umsækjendunum hefði verið betri kostur. Mér finnst það óþarfa forréttindi að kona sé ráðin bara af því hún er kona.

Sendi stórt knús til ykkar allra

Ragna (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband