20.8.2008 | 12:46
Afhverju?
Ég er voðalega reið núna.
Var að lesa visi.is og sá þar þessa frétt http://visir.is/article/20080820/FRETTIR01/621784455
Nú langar mig voðalega mikið til að vita afhverju er ekkert gert?
Afhverju gera barnaverndunaryfirvöld ekki eitthvað?
Afhverju gerir lögreglan ekki eitthvað?
Móðirin er með heimilisfang og er greinilega ráðþrota. Afhverju fær hún ekki hjálp?
Það skal engin ímynda sér að það sé auðvelt að eiga barn sem maður getur ekki hjálpað.
Ég veit það að eigin raun að þetta er hreint og klárt helvíti sem foreldrar svona barna ganga í gegnum.
Helvíti sem foreldrar ráða yfirleitt ekki við sjálfir og verða því að leita eftir faghjálp.
Heimurinn flæðir í allskonar viðbjóði og ógeði, og það vita það allir.
Því lengri tíma sem það tekur að fá hjálp fyrir barnið, þeim mun erfiðara er að hjálpa því.
Þeim mun meiri líkur á að barnið upplifi viðbjóð sem engin maður ætti að upplifa og því meiri líkur á að eitthvað skelfilegt gerist.
Ég er svo mikið reið að ég ætla ekki að skrifa helminginn af því sem er efst í höfðinu á mér núna.
Ætla bara að vona að þessi móðir fái hjálp NÚNA!
Athugasemdir
Ég hef einmitt oft hugsað þetta. Stundum á kvöldin þegar ég horfi yfir borgina og strákarnir mínir eru sofandi í rúmunum sínu, hvernig tilfinningin væri að vita ekkert hvar barnið sitt er eða hvað það sé að gera.. mínúturnar hljóta að vera eins og klukkustundir..
ég held að ég mundi bara missa vitið
Guðríður Pétursdóttir, 20.8.2008 kl. 13:22
Það er nákvæmlega það sem gerist.
Fólk verður af svefni og áhyggjurnar gera fólk hreinlega veikt, og missir a.m.k part af vitinu.
Þess vegna skil ég ekki að það sé bara ekkert gert.
Þetta eru þrátt fyrir allt bara börn.
Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 13:28
nákvæmlega Hulla, thetta eru bara BØRN, og ad barnaverndarnefnd haldi ad sér høndum thegar módirin grátbidur um innløgn á studla. Thad getur nú ekki verid ad ástædulausu? finn alveg svadalega til med foreldrum sem lenda i thessum sporum.
knus og kram á thig.
María Guðmundsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:51
Skil ekki hvað er að baki, en það er greinilega eitthvað sem okkur er ekki sagt. Ein sem ég þekki vel lét sig hverfa í vetur í tvo daga til að stríða mömmu sinn, það var búið að hringja í barnaverndarnefnd og lögguna og þeir ætluðu að fara að auglýsa eftir henni en þá kom hún fram. Annars er barnaverndarnefnd ónýt í mínum augum, hafa aldrei staðið stig í þau skipti sem fólk náið mér hefur þurft á aðstoð að halda.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 13:52
Það er sennilega ekkert sem okkur er ekki sagt.
Ég hef sjálf staðið í þessum sporum og þau voru nákvæmlega svona. Ekkert öðruvísi.
Og þetta er bara barn.
Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 14:04
Já þetta er skelfing erfiðir dagar, ég fékk reynslu af þessu með hann Hjalta minn. Það líða einhverjir dagar áður en maður fær lögregluna til að svipast eftir krökkum sem þekktir eru að slíku stroki.
Það getur eiginlega enginn skilið líðan móðurinnar eða fjölskyldunnar nema hafa reynt það sjálfur.
Fordómarnir sem fólk verður fyrir eru líka þungur kross að bera...eins og þessi algenga fullyrðing : að það vanti nú eitthvað inn í söguna. Látið ýja að því að foreldrarnir séu ekki samúðarinnar virði. Undir venjulegum kringumstæðum er fólki oft sama hvað sagt er -en í þessum sporum særir það eins og glóandi sverð.
Ég ætlaði nú ekki að skrifa ritgerð en mig langaði bara að kommenta aðeins á þetta.
Ragnheiður , 20.8.2008 kl. 15:05
Úff!!! Hrikaleg staða.
Afhverju má aldrei grípa inn þegar beðið er um hjálp?
Man nú dæmi um það frá síðasta vetri hér, að íslenskur faðir bað lögreglu hér í DK um hjálp vegna sonar síns... Sú hjálp var ekki veit, því samkvæmt laganna bókstaf þurftu aðstæður að vera öðruvísi. Það endaði á skelfilegasta hátt.
Það sem við erum að berjast í, með okkar fósturbarn er barnamatur miðað við svona aðstæður og finnst manni maður þó ansi "magt løs" á tíðum.
Guðrún Þorleifs, 20.8.2008 kl. 16:38
já thetta hlítur ad vera óskaplega erfitt fyrir módurina/fjølskylduna. Mikid er stelpan falleg á myndinni. Ég vona ad thær fái hjálp.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:16
Á hvorki konu né X konu, alveg barnlaus(svo ég viti)Samt get ég reynt að ímynda mér líðan móðurinnar. Útkoman úr þeirri hugsun er vægast sagt óþægileg, segi samt pass.
Eiríkur Harðarson, 20.8.2008 kl. 21:56
Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef barnið mitt hyrfi. Ég vil ekki einu sinni hugsa um það.
Rúna Guðfinnsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:38
Það er alveg hræðilegt að ekkert skuli vera gert. Hún er búin að vera týnd síðan á föstudag.
Það er líka ótrúlegt með yfirvöld hér á Íslandi, að þau skuli aldrei gera neitt þegar á þarf að halda.
Efast ekkert um að móðurinni líði skelfilega, hún vill greinilega allt gera fyrir dóttur sína, en fær enga hjálp við það.
Linda litla, 20.8.2008 kl. 23:51
Ég las einmitt þessa frétt í gær, það er til skammar að lögreglan vilji ekkert gera, ég vildi ekki standa í sporum þessarar móður eða nokkurar annarar móðir sem þarf að ganga í genum svona lagað.
Knus á þig Hulla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 08:03
Ég er svo hjartnlega sammála Ragnheiði hér að ofan og segir hún í raun allt sem ég vildi segja,og svo eitt það sem ég skil ekki er afhverju verður að líða X timi þangað til eitthvað er gert og afhverju beita barnavendar yfirvöld sér ekki strax í málum barana,það get ég enganvegin skilið.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.8.2008 kl. 09:09
Úff hvað þetta hlýtur að vera erfitt. Ég á einn 15 ára og ég get bara ekki ýmindað mér hvernig ég yrði, ég myndi tapa vitinu.
Knús Hulla mín
Elísabet Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 10:47
Sammála
...og sendi þér og þínum kærleiksríkar kveðjur inn í daginn mín kæra
Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 11:29
Sussu svei ég toli ekki barnaverd og myndi aldrey leita tangad tó í trot væri komid.Ég tekkji tad ad bída eftir barni sínu en sonur minn bjó á götunni næstum fullordinn í nokkurn tíma og tad er ekki barnavernd ad takka ad hann á ser yndislegt líf í dag nei og nei.Tad var fjölsk,lögreglan og gódir vinir sem eiga tann heidur.Sendi allar tær gódu hugsanir sem búa í minni sálu til teirra sem sárt eiga ad binda vid svona adstædur.
Knús á tig Hulla snúlla
Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 11:36
Þetta er óþolandi ástand það er ekki eins og þetta sé fullorðið fólk, þetta eru ungviði okkar og það á að bregðast við strax því annars getur það verið orðið of seint, mér er líka alveg sama hvað við fáum að vita og ekki vita, okkur kemur það ekkert við, það á bara að finna börnin og taka þessa andskota sem halda þessum börnum í ánauð, þeir eru sekir.
Oftast eru þessar ungu stúlkur orðnar háðar þessum mönnum bæði kynferðislega og dóplega, þekki svoleiðis dæmi.
Kveðja til þín Hulla mín og takk fyrir að biðja mig að vera bloggvinu þína.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.