Þreytti Palli.

HeartÉg veit ekki hversu gáfulegt það er að taka þrefalda vaktir á sama sólarhringnum.
Sennilega ekkert gáfulegra en margar aðrar hugmyndir sem ég fæ (nú brosa einhverjir).
Allavega er ég ekki þreyttari en það að ég næ ekki að sofna þó ég sé búin að vinna 24 tíma samfleytt. Lýi... Ég kom heim í klukkutíma á milli vakta og svo fer náttúrulega einhver tími í að keyra á milli. Þannig að 24 mínus smá.

Tók að mér kvöldvakt í gær við að keyra út til gamlingjana.
Hef ekki viljað gera það áður vegna hræðslu við að tala ekki nógu góða dönsku og við að finna ekki réttu húsin og göturnar. Maður er líka bara eitthvað svo einn.
Þessi vakt gekk samt feikna vel og ég fór bara einu sinni inn í vitlaust hús. Sem er met. Við erum að tala um að ég keyrði á 13 addressur. Og bara ein villa. Það er nokkuð gott Undecided

Ég er voða stolt af mér og er að hugsa um að taka fleiri í bráð. En ekki fyrr en ég er búin að ná að sofa pínu í hausinn á mér. Sleeping

Nóttin var heldur ekki eins erfið og ég átti von á. Ég er líka svo dugleg við að hafa ofan af fyrir mér til að hreinlega sofna ekki.
Vaktin byrjaði reyndar á að ég ætti 23:30 og þá tók við rapport af kvöldvaktinni sem hafði átt ansi annasamt kvöld. Þetta var það lengsta rapport sem ég hef orðið vitni af, en hún rappaði líka um þrjár deildir svo það er kannski ekki skrítið.
Svo, því að ég er greinilega ekki eins leiðinleg og sumir halda, þá sat þessi elska hjá mér ábyggilega til klukkan 1. Klukkan 1:30 kom svo udegruppen inn til að hjálpa mér að snúa, og hún fór fyrst um klukkutíma seinna. Rétt um 3 kom svo sjúkrunarkonan inn og þegar hún fór um hálf 4 þá voru bara 3 og hálfur tími eftir af minni 8 tíma vakt.
Þessir tímar fóru að mestu í að svara neyðarkalli frá vini mínum (sem var uppáhalds þar til í nótt, nú er hann uppáhalds nörda vinnur minn) Smile 
Þessi stóri uppáhalds nörda vinur minn er búinn að ásetja sér það að reykja sig til dauða á sem stystum tíma. Þess vegna er hann hættur að sofa að mestu og hringir í staðinn í tíma og ótíma til að láta færa sér smóka.
Hann má því miður ekki hafa tóbakið sitt sjálfur vegna þess að þegar maður sefur ekkert alla nóttina á maður að sjálfsögðu það til að dotta aðeins á morgnana og daginn, og kvöldin. Og jafnvel á nóttunni þó að maður þvertaki fyrir það. Og þá aukast nefnilega líkurnar á að maður kveiki í heilu elliheimili, og það er ekki vinsælt.
Þess vegna er maður tilneyddur til að hlaupa til hans á 20 mínútna fresti til að opna læsta hirslu sem geymir þetta góðgæti hans. (örlitlar ýkjur þarna á ferðinni... með 20 mínúturnar, ekki góðgætið)
Og ekki það að ég hafi ekki gott af hreyfingunni, en come on, það eru um 100 metrar til hans aðra leiðina og reikniði svo sjálf. Stundum fer ég þangað 20 sinnum á einni vakt. Ef það er ekki hreyfing, hvað þá?

Allavega, þá var ég búin að gera ansi mikið í nótt. Labba fram og tilbaka, til að falla ekki í svefn, og allt í einu datt mér í hug að ná í stóra fjólubláa uppblásna boltann sem er ætlast til að maður geri svona æfingar á.
Ég rúllaði stjórnlaust fram og tilbaka á þessu flykki og réði ekki neitt við neitt. Hafiði prófað þetta??? Þetta er bara allt annað en auðvelt! Mig skyldi ekki undra þó að ég fái endalaust af merblettum eftir þessa annars ágætu boltaferð.

Nú held ég að svefninn sé farin að segja til sín og ætla að skutla mér upp í rúm og tékka hvort eitthvað gerist.

Knús á ykkur öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Jæja Húlla mín Núna hefur þú semsagt vakað þig vitlausa eins og við segjum á sjónum

Ánægður með þennan gamla fola " hann er með þetta á hreinu"

Og þú ert dugleg að vinna og hjálpa the Old people

Gísli Torfi, 1.9.2008 kl. 07:07

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehhe skemmtileg færsla, þessi þarna nördarinn er bara vitlaus í þér, það er ekkert öðrvísi!  Vona að þú sért nú sofnuð og dreymi þig vel vinona.

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 07:41

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega hefur þú haft á þinni könnu.  Nördinn er krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Njóttu lífsins.

Njóttu þess að það ert þú sem stjórnar peningunum.

Njóttu þess að þú ert stjórnandi yfir lífi þín.

Njóttu þess sem lífið hefur kennt þér.

Njóttu þess að vera þú og hafa kjark til þess að vera þú.

Njóttu stundarinnar því stundin kemur aldrei aftur. 

Átt þú góðan dag. null

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thú ert frábær. Kannast eitthvad vid svona smá stress ad finna ekki húskofana og sonna en thad hefst ad lokum..

en ad vinna i 24 tima!! uss..thad gæti ég sko ekki...djøs dugnadur er thetta i thér..ekki hissa ad thú getir ekki sofnad

hafdu thad gott og slakadu nú á á milli strída..

María Guðmundsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Dugnaðarforkurinn þinn.  Hvernig getur þú þetta???

Farðu vel með þig Ljúfan mín.

Elísabet Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Vodalega ertu dugleg ad vinna svona mikid, en passadu upp á sjálfa thig. Thad er heldur ekkert snidugt ad keyra sjálfan sig alveg út.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 16:11

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 1.9.2008 kl. 16:55

9 identicon

  Já og þú kallar MIG vinnualka ???

    Man ekki til að ég hafi tekið 24 tíma vakt nokkurn tímann

   Farðu vel með þig Ljúfan mín

Þóra Björk (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband