Þá er komið að því

Og ég get ekki sagt að ég sé beint róleg.
Er komið að því að mennirnir eyðileggi heiminn eða tekst þetta hjá þeim, þá hljóta þeir að verða voða voða glaðir.

Annars fór ég inn á http://www.deathclock.com/ í nótt og komst þá að því að ég ætti ekki að deyja fyrr en 2049 þannig að ég get dregið andan léttar Woundering
I kvöld fáum við að sjá hvort mark sé takandi á dauðaklukkunni... nú eða 2049.

Finnst það frekar mikill bömmer ef við deyjum öll. Fullt sem ég á eftir að gera.

En þetta mun nú allt skýrast í kvöld. Vona allavega að þetta sé ekki í síðasta sinn sem ég blogga.

Ætla núna að fara að sofa eftir næturvaktina svo ég geti vakað í kvöld W00t

Látið ykkur nú líða vel... Knús á ykkur öll og ég vona að við lifum svo ég geti bloggað um kynþokkafull karlmenn LoL


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulla, Hulla!!! Hættu þessu  Sem betur fer vaknaði ég lifandi  

Guðrún Þorleifs, 10.9.2008 kl. 07:07

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Segjum tvær, en var alltaf að vakna öðru hvoru í nótt, hafði svona andvara á mér ef ég gæfi nú upp öndina og allt sem ég á eftir að gera næstu daga hér. 

Góðan daginn þegar þú kemst á ról á þessum fallega september morgni.

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:47

3 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

ok ég las þetta en sá hvergi talað um heimsendi

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 10.9.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Úff Hugljúf, þú hræðir úr manni líftóruna.  

Knús og hafðu það gott í kvöld.

Elísabet Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er alveg bráðlifandi. Eða það held ég allavega.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hugsaði ekki um þetta einu sinni.  Algjörlega kúl.  En ég er töffari.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:19

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég held að ég sé ennþá lifandi

nema að mig sé að dreyma

Guðríður Pétursdóttir, 10.9.2008 kl. 17:17

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta var langur og leiðinlegur dagur, þannig  að mér hefði líklega verið nákvæmlega sama þó ég sogaðist inn í eitthvert svarthol.....Mad Emoticon

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.9.2008 kl. 17:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki var mér hugsað til þess, en hægan ég var andvaka í nótt vissi ekki afhverju,
kannski einhver udirvitund.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 17:23

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það hefur frá örófi alda verið spáð heimsendi, en trúðu mér það verður bara kreppa á hinum og þessum stöðum í heiminum og það byrjar fyrst alvarlega 20012, en ekkert sem við ráðum ekki við.

kærleikur til þín mín kæra

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 20:06

11 Smámynd: Linda litla

HEI HULLA !!!! Við erum á lífi

Njótum þess

Bestu kveðjur í danaveldi.

Linda litla, 11.9.2008 kl. 11:11

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mér finnst thetta ferlega scary og skil ekkert í thessu fólki. Hefur thad aldrei heyrt ad thad er hættulegt ad leika sér med eldinn.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.9.2008 kl. 21:04

13 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég hugsaði nú ekkert um þetta, maður fer héðan þegar að því kemur hvort sem það er heimsendir eða ekki

Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:07

14 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

og svo voru einhverjir ad hakka sig inn á kerfid. uuuuuuhhhhhhhh scary

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 21:19

15 Smámynd: Gísli Torfi

þegar ég fer 6 feet under........ þá kemst maður á botnin í lífinu.

Gísli Torfi, 13.9.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband