Velkomin!

Æ hvað ég fann eitthvað til með þessum konum þegar ég sá fréttina.
Hugsið ykkur að þurfa að flýja landið sitt til svona framandi lands eins og okkar land er.
Pælið í breytingu fyrir þetta fólk.
Hlýtur að vera rosalega erfitt, þó sé sennilega en erfiðara að hýrast í vonlausum flóttamannabúðum.

Nú óska ég þess bara af öllu hjarta að þetta eigi eftir að ganga vel og vel verði tekið á móti þeim, sem ég efast reyndar ekkert um.
Eining vona ég að íslenskir foreldrar komi til með að útskýra fordómalaust fyrir börnum sínum aðstæður þessa fólks svo börnunum verði líka vel tekið af íslenskum börnum.
Og ég vona að þau fái öll íslenskukennslu frá fyrsta degi svo þau geti sem fyrst farið að standa á eigin fótum og orðið sjálfstæð. Það er sennilega það mikilvægasta fyrir þessar konur.

Hlakka til að fylgjast með hvernig þeim kemur til með að ganga í íslensku samfélagi og sendi mínar hlýjustu kveðjur til þeirra. Heart


mbl.is Á ferðalagi í sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta á eftir að ganga vel ef framhaldið verður í sama dúr og móttökurnar.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Frábært fólk á Skaganum og vinna þarna mjög þarft starf en örugglega erfitt þegar fram líða stundir.  Sendi þeim öllum baráttukveðjur og tek ofan fyrir þeim.

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:02

3 identicon

Tetta fólk á alla mína samúð. ENN teir sem eru ábyrgir eru USA og UK. Ekki við. Tað væri nær að teir tækju að sér tessar konur. Tað eru einstæðar mæður hér á skaganum sem eru búnar að bíða eftir íbúð enn tað eru bara kannski eitthverjar druslur? Hefðu kannski átt að hugsa svoldið áður enn tær hleyptu upp á sig? Nei nei verum nú ekkert að hugsa um okkar fólk tað reddar sér! Tað er svo gaman og krútlegt að sjá svona slæðukonur moma til okkar með litlu sætu brúnu börnin sín! Já og svo finst okkur við vera svo góð að gera svona fallegt fyrir aumingja útlendingana sem vilja setjast að hjá OKKUR!

óskar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Óskar, flóttakonurnar fluttu í íbúðir á almennum leigumarkaði á kostnað Rauða krossins. Það sem þú segir ber vott um þann misskilning sem ríkti í byrjun og sumir settu þannig fram að verið væri að taka brauð frá hungruðum Skagabörnum ... sem er sannarlega ekki rétt. Ég var sjálf ein af þessum einstæðu, bláfátæku, íslensku sem þurfti að bjarga sér ... en vá hvað ég var samt rík miðað við þessar konur.

Við myndum sannarlega þiggja hjálp í útlöndum ef Ísland yrði t.d. óbyggilegt vegna náttúruhamfara.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:29

5 identicon

Já tað er hægt að borga fyrir tær enn ekki vinkonu mína sem er ein með tvö börn?? Hvað er málið með að hjálpa öðrum á undan okkur? Viltu ekki bara gefa helming launa tinna til útlanda næstu mánaðarmót? Margir sem gætu notað aurin tinn tar. Ég mundi vilja sjá helmingi minni peninga fara til tróunaraðstoðar og helmingi meira til að hjálpa fólki hér heima. Viltu td tala um hvað á að gera fyrir tá sem voru á Breiðavík? Enn tað er auðvitað ekki nógu fínt! Bara eh gamlir kallar!

óskar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

úbbs...ég óska þessum konum bara alls þess besta.....samgleðst þeim að vera komnar með börnin sín úr þessu helvíti, sem það hlýtur að hafa verið.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 9.9.2008 kl. 13:00

7 identicon

Auðvitað eigum við alltaf að gera það sem við getum fyrir þá sem standa okkur næst.  En það er sama hvað við gerum, það verður aldrei nokkurn tíman hægt að gera allt fyrir alla sem eitthvað þurfa.  Og hvað þá?  Eigum við þá bara aldrei að hjálpa þeim sem standa okkur fjær?  Af því að við erum ekki búin að bjarga öllum í okkar nánasta umhverfi.  Ég held að góðverk felist einmitt frekar í því að koma til aðstoðar þeim sem standa okkur fjær, það er allavega miklu óeigingjarnara góðverk, ef svo má að orði komast.  Það er nefninlega skylda okkar að gera góðverk þeim sem standa okkur nær og telst því varla til góðverka.  En eins og þú bendir svo stíft á, þá er það ekki skylda okkar að taka þetta fólk að okkur, en að gera það samt hlýtur því að vera góðverk.  Er Rauði Krossinn ekki góðgerðarsamtök?  Er það ekki í eðli okkar flestra að vilja gera góðverk?  Hvað er þá að hér?  Ég vorkenni þér Óskar, þú ert greinilega þessi týpa sem er alltaf tilbúinn til að finna sökudólga og ný vandamál í stað þess að leysa þau sem upp koma.

Sigrún (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég sendi þeim baráttukveðjur og Akranes er að gera góða hluti.  Persónulega finnst mér að við eigum að opna landið fyrir fólki sem á í vanda.  Við mannkynið höfum bara einn stað og það er jörðin.  Landamæri eru oft af hinu illa.

Elísabet Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sendi baráttu kveðjur til þessarar kvenna og barna í von um að þau aðlagist okkar samfélagi vel.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.9.2008 kl. 13:16

10 Smámynd: Hulla Dan

Ef ég hef skilið rétt er það rauði krossinn sem er að hjálpa þessum konum.
Einstæðar mæður og aðrir íslendingar sem þurfa á aðstoð að halda leita til sveitafélaga... er það ekki annars rétt hjá mér?
Rauði krossinn hefur alltaf verið með hjálparstarf fyrir t.d hungruð börn í Eþíópíu og styrkt fátæka Afríkubúa og ég man ekki til þess að fólk hafi eitthvað haft út á það að setja, ég get ekki séð að þetta sé neitt öðruvísi nema að þessar konur og börn koma til með að búa á okkar landi þar sem ekki er búandi heima hjá þeim sjálfur.
Þetta eru konur og börn sem hafa upplifað meiri óhugnað en við getum nokkur tíma ímyndað okkur og ég skil ekki að nokkur geti haft eitthvað út á það að setja.

Takk öll fyrir ykkar innlegg.

Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 14:05

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég held að þú þarna Óskar hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um, mér sínist það

Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:05

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá þeim þetta hlýtur að vera erfitt hjá þessu fólki.

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:55

13 Smámynd: Ragnheiður

Ég óska þeim alls hins besta hér á landi. Ég hef ekki áhyggjur af þeim í höndum stórkostlegra Skagamanna eins og hennar Gurríar.

Bara áfram...svona.

Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 19:01

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitta

Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 20:16

15 identicon

Vitanlega ber okkur að hjálpa þessu fólki og ég óska því alls hins besta hér á landi.  Við getum ekki með nokkru móti ímyndað okkur hvað það hefur gengið í gegnum og ekkert var framundan nema sama eymdin.  Við höfum sjálfsagt mörg orðið fyrir ýmsum áföllum, en við komumst ekki nálægt því að vita hvað eymd eins og þetta fólk og fleiri þar sem hernaður ríkir, hefur upplifað.
Hinsvegar vil ég ekki gera lítið úr þeim sem þurfa á hjálp að halda hér á landi.  Hjálparstofnun kirkjunnar, bæjarfélögin, mæðrastyrksnefnd o.fl. koma sem betur fer þeim til hjálpar, sem á þurfa að halda, þó alltaf megi gera betur. Svo hefur fólk hér meiri möguleika á að fá vinnu.   En, þetta blessað flóttafólk hefur ekki haft neitt slíkt sér til hjálpar - fyrr en nú. Samgleðjumst þeim og vonum að þeim verði vel tekið og líði vel hér.

Með hjartans kveðju Hulla mín,

Ragna (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:34

16 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Já, vid getum ørugglega ekki ímyndad okkur vonleysid og ømurlegar adstædur í svona flóttamannabúdum. Thad er alltaf erfitt ad rádstafa peningum á sem bestan hátt, og alltaf skiftar skodanir um thad. En thad er gott ad thad eru "hjálparstofnanir" eins og raudi krossinn. Stærsta vandamálid er thegar thad eru formenn eins og danski Jørgen Poulsen sem tók fleiri millur med sér í kvedjutgjøf thegar hann hætti sem formadur danska rauda krossins. Thá missir fólk áhugann á ad gefa.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:39

17 identicon

Tað verður gaman að fylgjast með tví hvað fólk mun segja og gera tegar tessar slæðukerlingar og geðveikir synir teirra fara að láta að sér kveða hérna! Múslimar er tað ógeðslegasta sem hægt er að fá nálægt sér. Tað verður eitthvað tegar tað fara að koma hingað fréttir af heiðursmorðum og umskurnum kvenna!

óli (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:03

18 Smámynd: Hulla Dan

Það ætla ég að vona að þér líði betur óli eftir að hafa ausið úr þér hérna á síðunni minni. 
Mér finnst fínt að fólk hafi mismunandi skoðanir, en reyndu að vanda orðavalið og vera ekki með ljót orð um fólk sem þú ekki þekkir, ekki allavega á þessari síðu.
Svo ætla ég að vona að þú finnir frið í sálartetrinu þínu og getir fundið leið til að samgleðjast fólki sem hefur fengið annan séns í lífinu.

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband