8.11.2008 | 11:23
Loksins!!!
Þá er komið að því... Hittingur í kvöld
Við ætlum að hittast nokkrar íslenskar stelpur og spjalla frá okkur ráð og rænu í kvöld.
Ætluðum að hittast fyrst fyrir mörgum mánuðum en eitthvað kom upp á og ekkert varð af neinu. Næsti hittingur sem ákveðin var rann líka út í buskan og vona ég þess vegna að þessi eigi eftir að heppnast vel.
Ég keyri héðan um 14 og fer þá beint til Frediricia og næ þar í eitt stykki Stínu. Við förum svo saman til Vejle að ná í aðra Stínu... Svo komum við til með að bruna beinustu leið til Þóru í Brørup.
Pælingin er að panta bara pítsur og slá í smá nammisjóð og hugga okkur svo fram eftir nóttu.
Það sem við búum allar hingað og þangað ætlum við bara að gista hjá Þóru og borða svo saman morgunn mat áður en við förum heim...
Vona að komist fleiri á næsta hitting sem verður innan skamms Muhhahahah
Nohhh er að hugsa um að næra mig og vaska svo ég geti farið að rúlla upp eftir.
Góða helgi til ykkar kæru bloggvinir
Athugasemdir
DÚllan mín er löngu farin að bíða, nei seigi svona, en hlakka ekkert smá til, vona að ég verði ekki komin með taugaáfall af spenníngi Sjáumst
Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 11:52
Góða skemmtun
Líney, 8.11.2008 kl. 12:05
Góða skemmtun mín kæra, reyndu nú að slaka á og njóta þess alls sem lífið bíður uppá.
Kveðjur og knús yfir hafið
Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:34
Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 13:12
já skemmtid ykkur vel skvísur wish i was there, efast ekki um thad verdur stud á ykkur
María Guðmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:48
Bara skemmtid ykkur vel og njótid ad spjalla um heima og geyma ...Bara ekki um krísuna í verden.
Stórt fadmlag til ykkar allra.
kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 8.11.2008 kl. 18:53
Skemmtid ykkur vel. Verdur ørugglega gaman.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:01
Góða skemmtun
Linda (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:12
Það var hérna í sjónvarpinu í kvöld sýnt frá mótmælum á Austurvelli . Þar var margt um mannin. Það sem gladdi mitt gamla hjarta verulega , var að sjá að það eru þó nægjanleg matvæli til í landinu þrátt fyrir kreppuna því verulegu magni af tómötum, skyri, eggjum og fleiru var fleygt í Alþingishúsið. Mætti ég ráða væru þeir sem matnum hentu látnir þrífa upp ósköpin, tel það miklu betri aðferð en að setja ræflana í steininn og fæða þá þar á kostnað almennings. Annars skemmtu þér nú alveg reglulega vel í kvöld,þín mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:27
http://www.youtube.com/user/jonjonsson00
Hæ Hulla og aðrir það er athyglisvert að skoða þessar upplýsingarmyndir sem Jón Jónsson hefur gert og skýrir dáldið ástandið hér. Jón þessi er reyndar með eftirnafnið Sullenberger ef vel er að gáð. En hvað um það þetta er vel unnið og skýrir vel braskið á bak við krosseignatengslin sem hafa haft afleiðingar fyrir Ísland svo eftir er tekið.
Kveðja til allra í DK, sérstaklega í sveitina til Eika og the boys and the girls.
Lárus P. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:47
Góða skemmtun.. Verð með ykkur í huga.. hér með mjólkurglasið mitt..
kærleikskveðjur Dóra Esbjerg
Dóra, 8.11.2008 kl. 22:27
góða skemmtun..
Guðríður Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 00:07
Skemmtu þér í botn í kvöld.
Luv
Elísabet Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 13:39
vonandi hafið þið haft yndislega samverustund !
KærleiksLjós frá Steinu í Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 16:35
Hvað gerðist eiginlega í tessu partýi ?? Ekkert hefur heyrst frá Hullu í MARGA MARGA DAGA !!!!
Farin að hafa áhyggjur skvís, láttu í tér heyra ...bloggaðu frjáls as always....
Harpa Hall (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:38
Góða skemmtun frænka mín. Frábært hjá ykkur að halda svona hóp. Það er alltaf svo gaman að líta við á blogginu þínu, það er svo einlægt. Þú ert það sem sagt er á hreinni íslensku "frábær" sett innan gæsalappa til að leggja mína áherslu á það sem mér finnst. Kveðja til allra strákanna þinna. Ásta frænka.
Ásta Steingerður Geirsdóttir, 14.11.2008 kl. 19:49
Efast ekki um að það hefur verið gaman í partýinu. Átt það sko löngu skilið að komast út að kjafta á íslensku.
En mér er farið að líða mjög illa að fá ekki nýja færslu frá þér. Var ég ekki búin að segja þér að þú ert uppaháldsboggarinn minn :o)
Knús í krús frá mér
Rakel (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.