5.1.2009 | 02:57
Magasín óttans.
Í dag eigum við dýrindis kaffivél. Kaffivél sem kostar um 30.000 ísk. Pæliði í því.
Þannig var að við fengum 500 dk gjafabréf í Magasín þegar við giftum okkur.
Þar sem Magasín er í Kaupmannahöfn og við búum ekki þar rétt hjá, ákváðum við að muna eftir að taka gjafabréfið með þegar við fórum til Köben í síðustu viku.
Í Magasíni iðaði allt af fólki. Það var gjörsamlega troðið þarna inni og ég með mína mannfjölda fóbíu hafði það alls ekki gott.
Við óðum um allt til að reyna að finna eitthvað á 500 kall svo við værum laus við gjafabréfið.Það er bara ekkert sérlega margt á 500 kall eða þar undir í þessari verslun. Samt var útsala.
Meiri segja allar merkjavörur eins og Herstal eða Royal Köbenhavn voru miklu dýrari þarna en í öðrum búðum. Get ekki skilið að svona verslanir geti gengið, en trúið mér. Miða við mannfjöldan þarna inni fer þessi verslun aldrei á hausinn.
Eftir dágott ráp og milljón skoð, ákvað Eiki að selja gjafakortið bara þarna inni og fara svo bara með okkur í rúmfatalagerinn eða eitthvað sambærilegt :)
En þá rákum við augun í kaffivél.Við erum búin að eiga einhverjar 3 síðan við fluttum hingað fyrir tæpum 5 árum síðan, og planið var að kaupa svona Sensor vél, sem hellir bara upp á einn eða tvo bolla í einu.Þannig vél kostar um 500 dk í Þýskalandi en kostaði eftir 50% afslátt um 1400 í þessari asnalegu butik!
Við hættum umsvifalaust við á staðnum og keyptum þessa sem við rákum augun í fyrst. Sú kostaði 30.000 isl en var sett niður í 500 dk.
Svo nú eigum við alla vega kaffivél með tryggingu og allt.
Fyrir jól var heitið á mig!
Og ég er góð til áheita, því get ég lofað
Ég fékk sem sagt sendan aur -áheitaaur- og er nú búin að ákveða að taka þann aur og aurinn fyrir Sensor kaffivélinni sem við erum hætt við að kaupa og kaupa handa okkur myndavél fyrir þann pening.
Þó að ég fái kannski ekki bestu vél í heimi fyrir 1000 dk þá fæ ég alla vega myndavél þannig að ég geti tekið myndir og sent fullorðni áheitis frænku minni á Íslandi.
Jæja. Er að hugsa um að hætta þessu bölvaða rugli.
Er á næturvakt, þ.e.a.s sit fasta vakt hjá einum gömlum og leyfi mér þess vegna að hanga á netinu, hann sefur jú og ég er á góðri leið með að sofna líka. Gat ekki sofið nema 3 og hálfan tíma í dag og kemst ekki heim fyrr en um 10 í fyrramálið.
Jú eitt en. Ég er búin að taka þá dásamlegu ákvörðun að prjóna á þessu ári.
Ætla að biðja einhvern heima að senda mér lopa og prjóna og svo ætla ég að prjóna mér fleiri lopavesti eins og ég fékk í jólagjöf, er orðin háð strax og svo ætla ég að prjóna sokka. Kann það alveg... nema hælinn. Og vettlinga eins og amma gerði, svona smá háa upp. Kann það líka alveg... nema þumalinn. Amma gerði alltaf hæla og þumla fyrir mig. Hugsa samt að ég geti fundið út úr því.
Hagið ykkur
-----------------------------------------------------------------
I dag har vi en rigtig flot og fin kaffe maskine. Kaffe maskine som koster omkring 30.000 isk. Prøve at tænk!
Det var sådan at da vi giftede os fik vi gavebrev i Magasin til 500 dk.
Der som Magasin er i København og vi ikke bor der i nærheden, havde vi tænkt os at huske gavekortet når vi skulle til København i sidste uge.
Ind i Magasin var der mennesker over det hele. Jeg med min alt for mange mennesker fobi havde det ikke så godt.
Vi løb frem og tilbage og håbede på at finde et eller andet for 500 dk så vi kunne forsvinde der fra igen. Der var bare ikke rigtig noget til 500 dk eller der under i den dumme butik. Slev om der var udsalg.
Alt var så dyrt. Også mærkevare lige som Herstal eller Royal København kostede meget mere der inde men andre steder.
Jeg har ikke nemt ved at forstår hvordan sådan butik kan blive ved, men tro på hvad jeg siger
I forhold til hvad mange mennesker var der inde kommer den butik aldrig til med at få krise.
Efter at have rendt rundt og efter mange tusind kig, ville Erik prøve at sælge gjavekortet der inde og tage vores så med i Jysk eller Ikea.
Men pludselig fik vi øjne på en kaffemaskine. Vi har haft 3 eller4 stykke i de næsten 5 år som vi har boet her.
Vi ville have købt kaffemaskine som hedder Sensor og kan lave kaffe på et øjeblik til en eller to mennesker at gange. Sådan en maskine koster ca 500 dk i Tyskeland men den samme maskine kostede 1400 dk ind i Magasin selvom der var 50% af.
Vi besluttede os med det samme, at købe ikke denne til 1400 men vi købte til sidst den som vi så først. Den kostede 30.000 isk men var sæt ned til 500 dk.
Så nu har vi en kaffe maskine med forsikring og det hele.
Opføre jer
Athugasemdir
Takk fyrir spjalli i gær Dullan min. Ég verð nu að reina að koma við og smakka kaffið í nýju kaffivelinni i vikunni. Vonandi sefur þú betur i dag en í gær.
Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 08:14
Til hamingju med tilkomandi myndavel .Tær eru bara naudsyn.
Hjartanskvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 08:42
Já vá þú getur farið inn á gul&gratis og skoðað fínar vélar þar fyrir 1000 dkr
Hafðu góðan dag... og gott kaffi
Kærleikknús til þín Dóra
Dóra, 5.1.2009 kl. 09:32
Til hamingju með þetta allt saman, vélarnar og lopann heheh.. Þú er sjálfsagt steinsofandi núna svo dreymi þig vel.
Ía Jóhannsdóttir, 5.1.2009 kl. 09:36
já til hamingju med kaffivélina, bara naudsynlegt ad eiga góda kaffivél og prjóna segirdu! gangi thér bara vel med thad, ég gæti ekki prjónad trefil thótt mér væri borgad fyrir thad.. en ber mikla virdingu fyrir øllum sem thetta geta.
Hafdu thad gott , knús og kram hédan
María Guðmundsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:10
Kaffið úr vélinni fínu bragðast vel. Gerði það líka úr hinni
Fínt hjá þér að taka að þér áheit, virkar fínt og gott betur, hef ég heyrt.
Fáðu þér myndavél, en þangað til get ég alveg myndað þig meira. Þurfum báðar að æfa okkur, þú að sitja fyrir og ég að mynda erfið viðfangsefni. Muhahaaaaa...
Vona að þú hafir sofið vel í dag.
Knús
Ps.Ertu enn í alvöru að spá í að prjóna
Guðrún Þorleifs, 5.1.2009 kl. 16:42
Til lukku með kaffivélina og myndavélina. Þetta er aldeilis búbót.
Helga Magnúsdóttir, 5.1.2009 kl. 19:09
Já guðrún ég er sko að fara að prjóna :)
Verðum að æfa okkur fljótlega
Knús á ykkur
Hulla Dan, 5.1.2009 kl. 19:38
Ok en ég kann enn ekki að gera hæl
Guðrún Þorleifs, 5.1.2009 kl. 19:42
gledilegt ár og til hamingju med nýju kaffikønnuna thína og allt.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:44
Ég haga mér. Lofa og þá þú líka krúttið þitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.