Duglegust... og prjónar

Sko... Smile 
Nú er klukkan hjá mér korter yfir miðnætti og allir í mínu húsi hrjóta hrotum hina réttlátu.
Ég sit hér ein og fagna ótrúlegum árangri. W00t
Ég hef ekki reykt eina einustu sígarettu síðan 5. des!!! Pælið í því...
Þannig að í dag er dagur númer 31 liðinn og mér líður stórkostlega. Þannig. Ekkert reyndar betur en venjulega, en ég er voðalega stolt af mér.
Féll ekki á því þegar hún tengdamóðir mín kom eða þegar við vorum hjá Lindu í Köben. 
Á mánudaginn næsta ætla ég með tveimur stórum skutlum úr vinnunni að sprikla. Hlakka ekkert smá til.

Vá hvað ég er ógeðslega dugleg.
Á mömmu eiginlega allt að þakka. Hún sendi mér reykingarstopp töflur sem kreppu ég hafði ekki efni á hérna í útlandinu. Takk mamma mín InLove Nú eru strax minni líkur á að ég fái lungnakrabba. Fer í röngen vonandi í næstu viku... Ef ég hef tíma...  

Nohh næsta mál á dagsskrá er að ég ætlaði að fara að verða svo hrikalega dugleg og byrja að prjóna.
Pabbi og Ragna gáfu mér svakalega fallegt lopavesti í jólagjöf og ég er bara vægast sagt húkkt á því. (Takk þið rosalega) Langar afskaplega í fleiri en tími ekki fyrir nokkurn mun að borga fyrir það... þetta var sem sagt rosa dýr jólagjöf!!!!
Á einhver prjóna sem hann er hættur að nota???
Já ég er að óska eftir prjónum!!! Og jafnvel loparestum líka.
Hvað er málið með verðið á þessu dóti????
Nenni varla að fá mér rollur og rokk, bara því mig langar í vesti.
Allavega ef einhver situr uppi með rosa magn af prjónum og hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera við þá, þá endilega látið mig vita Smile 
Langar svo að prjóna röndótta sokka upp á læri þannig að afgangs garn er líka vel þegið...

Ætlaði að skrifa eitthvað meira en man ekki hvað...

Knús og kossar á ykkur dúllurnar mínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú dugleg að ætla byrja prjóna:) og ennþá duglegri að hætta reykja, ánægð með þig;)  Gaman kíkja á bloggið þitt.

Kveðja,
Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Hulla Dan

Vá. Djöfull varstu fljót  

Hrikalega dygtig :)

Hulla Dan, 6.1.2009 kl. 23:47

3 identicon

Innilegar hamingjuóskir með árangurinn gegn sígarettunum. Líklega mannstu hvernig fúr fyrir mér?  Hjartaáfall 46 ára gömul og raunar kraftaverk að ég gekk ekki alveg frá mér. Þrír pakkar á dag. Nú segir einhver,nei nú lýgur sú gamla, en ég segi bara sannleikann, vitið það gott fólk að þetta er enginn vandi.  Venjulega ef fólk er spurt um reykingar dregur það helminginn frá, mannlegt eðli býst ég við. Hamingjuóskir með verðandi prjónaskap, í því efni get ég ekki hjálpað þér, ég hef raunar getað prjónað trefla,  en svo ekki meir, ég kann ekki að beygja á ermum og í það eina skipti sem ég hef prjónað vettlinga var útkoman vægast sagt skelfileg.  Vettlingarnir voru með langri nögl á þumli og belgurinn svipaður.  Það var slæmt að amma þín og nafna skyldi ekki auðnast það að geta kennt þér kúnstina.  Veistu Hulla mín að ég held að ég sjái ekki eins mikið eftir neinu um dagana og það hvernig ég reykti ofaní ykkur börnin mín, blessaða sakleysingjana.  Mannstu stundum bíltúrana þegar kerling tók upp rettuna og kveiktin í.  Svo heyrðist lítið kvein, mamma það er svo hræðilega vont loft hérna, svar; greyin mín hættiði þessu röfli.getið þið ekki opnað gluggann! Svo bar maður á sig franskt ilmvatn, svei því bara.  Haltu áfram þínu striki, mundu eftir því sem ég gerði ef að löngunin fer að ásækja þig.  Hér gerðist gleðilegur atburður í kvöld.  Hingað komu feðgar í heimsókn,  sonurinn var nemandi minn og er nú fjórum árum síðar einn efnilegasti nemandi tónlistarskólans hérna í bænum.  Hann er kominn langt fram úr mér og fingrafimin og túlkunin ótrúleg.  Ég er þrælmontinn af stráksa, hann lék fyrir okkur Lárus og pabba sinn lög eftir stórmeistarana af snilld.  Þetta segir mér að ég hef afrekað einhverju sem kennari.Kveðjur til kallanna þinna.Lási biður að heilsa.Mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Hulla Dan

Já takk mamma mín. Þér að þakka í raun.
Amma kenndi mér helling áður en hún fór. Mörgum árum áður. Málið er bara að ég fékk hana alltaf til að gera það sem ég nennti ekki að standa í að læra. Svo sem þumla og hæla. Og svo þetta með að taka úr og bæta í... grrrrrr.
Ég held að engin mui eins vel eftir bíltúrunum með þér og stjúp mínum eins og Beggi (og ég því ég vorkenndi svo Begga)
Ég sé mest í heiminum eftir að hafa reykt ofan í börnin mín (þar til fyrir 3 árum) og á meðgöngum. Er eitthvað hræðilegra??? Uhhh nje  ekki margt!
Fínt með neman þinn.
Hringi á morgunn í þig. Vertu vöknuð klukkan 7 á dönskum tíma... Þarf að tala við þig :) (ok kannski ekki 7)

Elsk jú

Hulla Dan, 7.1.2009 kl. 00:55

5 identicon

Hæ Hulla og takk fyrir skemmtileg skrif.  Þegar þú minnist á rollur þá poppar upp í hugann atriðið með Ladda þar sem hann lék leiðsögumann sem ætlaði að fara með kanatúrista upp á hálendið og þátturinn var svona ef rétt er munað:  We are going to out angry on horses. (við ætlum í útreið á hestum)  We are gonna fuck the horses to the mountain (við ælum að ríða hrossunum til fjalla)  I am the guide and I am gonna fuck first (ég er leiðsögumaðuinn og ríð fyrstur)  You may not fuck me first (þið megið ekki ríða á undan mér) you may not fuck faster than me (þið megið ekki ríða hraðar en ég)  Here are we on the highland on Who field (hér erum við í hálendinu á Hveravöllum) here was the famous outlaw mr. Montain no wind and his wife Slobe ( hér voru hinir frægu útlagar fjalla Eyvindur og Halla kona hans) They eat stolen roll (þau nærðust á stolnum rollum)  they fried the stolen roll meat in the who ower here ( þau steiktu stolið rollukjöt í hvernum hér) they wast the first people in the world to deep fried roll meat. (þau voru fyrsta fólkið í heiminum sem djúpsteiktu rollukjöt).  Já Íslendingar or rollurnar eiga langa sögu saman og eiga eftir að fylgjast að um aldir ef grunur minn reynist réttur.

Kveðja

Lárus (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:11

6 identicon

Hæ Hulla og gleðilegt ár - bara stórframkvæmdir - prjón og hætta að reykja - allt í einum pakka . Ég hætti að reykja fyrir nokkrum árum - reyndi að prjóna á sínum tíma og bjí til einhverskonar köggul sem hvorki ég né aðrir botnuðu í - hvað þá að við gætum skilið hvernig köggullinn varð til. Gaman að sjá ( á myndunum ) hvað þú ert að blómstra - skilaðu kveðju til allra unganna þinna - já Eika líka.

Óli Hrólfs

Ólafur I Hrólfsson 

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband