Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
6.1.2009 | 23:29
Duglegust... og prjónar
Sko...
Nú er klukkan hjá mér korter yfir miðnætti og allir í mínu húsi hrjóta hrotum hina réttlátu.
Ég sit hér ein og fagna ótrúlegum árangri.
Ég hef ekki reykt eina einustu sígarettu síðan 5. des!!! Pælið í því...
Þannig að í dag er dagur númer 31 liðinn og mér líður stórkostlega. Þannig. Ekkert reyndar betur en venjulega, en ég er voðalega stolt af mér.
Féll ekki á því þegar hún tengdamóðir mín kom eða þegar við vorum hjá Lindu í Köben.
Á mánudaginn næsta ætla ég með tveimur stórum skutlum úr vinnunni að sprikla. Hlakka ekkert smá til.
Vá hvað ég er ógeðslega dugleg.
Á mömmu eiginlega allt að þakka. Hún sendi mér reykingarstopp töflur sem kreppu ég hafði ekki efni á hérna í útlandinu. Takk mamma mín Nú eru strax minni líkur á að ég fái lungnakrabba. Fer í röngen vonandi í næstu viku... Ef ég hef tíma...
Nohh næsta mál á dagsskrá er að ég ætlaði að fara að verða svo hrikalega dugleg og byrja að prjóna.
Pabbi og Ragna gáfu mér svakalega fallegt lopavesti í jólagjöf og ég er bara vægast sagt húkkt á því. (Takk þið rosalega) Langar afskaplega í fleiri en tími ekki fyrir nokkurn mun að borga fyrir það... þetta var sem sagt rosa dýr jólagjöf!!!!
Á einhver prjóna sem hann er hættur að nota???
Já ég er að óska eftir prjónum!!! Og jafnvel loparestum líka.
Hvað er málið með verðið á þessu dóti????
Nenni varla að fá mér rollur og rokk, bara því mig langar í vesti.
Allavega ef einhver situr uppi með rosa magn af prjónum og hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera við þá, þá endilega látið mig vita
Langar svo að prjóna röndótta sokka upp á læri þannig að afgangs garn er líka vel þegið...
Ætlaði að skrifa eitthvað meira en man ekki hvað...
Knús og kossar á ykkur dúllurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2009 | 10:19
Jólakort 1973
Í gær þegar ég var að leita að eldgömlum myndum og aðallega myndum frá því ég var í heimavistarskólanum á Reykjanesi fann ég dálítið ennþá betra. Nefnilega jólakort frá henni langömmu minni Helgu. Sem sagt mömma afa Jóa.
Það litla sem ég man eftir henni er inn á stofnun, ég held Kristneshælinu í Eyjafirði en samt ekki viss. Hún átti eins gollu og við systurnar og meira man ég ekki...
Allavega stendur þetta í jólakortinu til mín...
Jólin 1973
Elsku frænka mín!
Ég vona að þú hafir það sem best um alla ókomna tíð. Nú ferð þú bráðum
að fara í skóla.
Þín langamma Helga.
Á hinn helminginn er límt blað sem á stendur...
Elsku Hugljúf mín! Láttu
þessa fáu aura í baukinn þinn svo að hann sé ekki alveg tómur. Fyrirgefðu.
Guð blessi þig amma.
Mér finnst þetta mest krúttlegasta jólakort sem ég hef nokkur tíma lesið
Þetta er skrifað þegar ég er 3ja ára og sennilega ekkert farin að pæla í skólagöngu fyrir alvöru á þessum tíma.
Gamla konan kallar mig frænku og svo biðst hún fyrirgefningar á því að gefa mér pening...
Gamalt fólk getur verið svo hrikalega mikil krútt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.1.2009 | 02:57
Magasín óttans.
Í dag eigum við dýrindis kaffivél. Kaffivél sem kostar um 30.000 ísk. Pæliði í því.
Þannig var að við fengum 500 dk gjafabréf í Magasín þegar við giftum okkur.
Þar sem Magasín er í Kaupmannahöfn og við búum ekki þar rétt hjá, ákváðum við að muna eftir að taka gjafabréfið með þegar við fórum til Köben í síðustu viku.
Í Magasíni iðaði allt af fólki. Það var gjörsamlega troðið þarna inni og ég með mína mannfjölda fóbíu hafði það alls ekki gott.
Við óðum um allt til að reyna að finna eitthvað á 500 kall svo við værum laus við gjafabréfið.Það er bara ekkert sérlega margt á 500 kall eða þar undir í þessari verslun. Samt var útsala.
Meiri segja allar merkjavörur eins og Herstal eða Royal Köbenhavn voru miklu dýrari þarna en í öðrum búðum. Get ekki skilið að svona verslanir geti gengið, en trúið mér. Miða við mannfjöldan þarna inni fer þessi verslun aldrei á hausinn.
Eftir dágott ráp og milljón skoð, ákvað Eiki að selja gjafakortið bara þarna inni og fara svo bara með okkur í rúmfatalagerinn eða eitthvað sambærilegt :)
En þá rákum við augun í kaffivél.Við erum búin að eiga einhverjar 3 síðan við fluttum hingað fyrir tæpum 5 árum síðan, og planið var að kaupa svona Sensor vél, sem hellir bara upp á einn eða tvo bolla í einu.Þannig vél kostar um 500 dk í Þýskalandi en kostaði eftir 50% afslátt um 1400 í þessari asnalegu butik!
Við hættum umsvifalaust við á staðnum og keyptum þessa sem við rákum augun í fyrst. Sú kostaði 30.000 isl en var sett niður í 500 dk.
Svo nú eigum við alla vega kaffivél með tryggingu og allt.
Fyrir jól var heitið á mig!
Og ég er góð til áheita, því get ég lofað
Ég fékk sem sagt sendan aur -áheitaaur- og er nú búin að ákveða að taka þann aur og aurinn fyrir Sensor kaffivélinni sem við erum hætt við að kaupa og kaupa handa okkur myndavél fyrir þann pening.
Þó að ég fái kannski ekki bestu vél í heimi fyrir 1000 dk þá fæ ég alla vega myndavél þannig að ég geti tekið myndir og sent fullorðni áheitis frænku minni á Íslandi.
Jæja. Er að hugsa um að hætta þessu bölvaða rugli.
Er á næturvakt, þ.e.a.s sit fasta vakt hjá einum gömlum og leyfi mér þess vegna að hanga á netinu, hann sefur jú og ég er á góðri leið með að sofna líka. Gat ekki sofið nema 3 og hálfan tíma í dag og kemst ekki heim fyrr en um 10 í fyrramálið.
Jú eitt en. Ég er búin að taka þá dásamlegu ákvörðun að prjóna á þessu ári.
Ætla að biðja einhvern heima að senda mér lopa og prjóna og svo ætla ég að prjóna mér fleiri lopavesti eins og ég fékk í jólagjöf, er orðin háð strax og svo ætla ég að prjóna sokka. Kann það alveg... nema hælinn. Og vettlinga eins og amma gerði, svona smá háa upp. Kann það líka alveg... nema þumalinn. Amma gerði alltaf hæla og þumla fyrir mig. Hugsa samt að ég geti fundið út úr því.
Hagið ykkur
-----------------------------------------------------------------
I dag har vi en rigtig flot og fin kaffe maskine. Kaffe maskine som koster omkring 30.000 isk. Prøve at tænk!
Det var sådan at da vi giftede os fik vi gavebrev i Magasin til 500 dk.
Der som Magasin er i København og vi ikke bor der i nærheden, havde vi tænkt os at huske gavekortet når vi skulle til København i sidste uge.
Ind i Magasin var der mennesker over det hele. Jeg med min alt for mange mennesker fobi havde det ikke så godt.
Vi løb frem og tilbage og håbede på at finde et eller andet for 500 dk så vi kunne forsvinde der fra igen. Der var bare ikke rigtig noget til 500 dk eller der under i den dumme butik. Slev om der var udsalg.
Alt var så dyrt. Også mærkevare lige som Herstal eller Royal København kostede meget mere der inde men andre steder.
Jeg har ikke nemt ved at forstår hvordan sådan butik kan blive ved, men tro på hvad jeg siger
I forhold til hvad mange mennesker var der inde kommer den butik aldrig til med at få krise.
Efter at have rendt rundt og efter mange tusind kig, ville Erik prøve at sælge gjavekortet der inde og tage vores så med i Jysk eller Ikea.
Men pludselig fik vi øjne på en kaffemaskine. Vi har haft 3 eller4 stykke i de næsten 5 år som vi har boet her.
Vi ville have købt kaffemaskine som hedder Sensor og kan lave kaffe på et øjeblik til en eller to mennesker at gange. Sådan en maskine koster ca 500 dk i Tyskeland men den samme maskine kostede 1400 dk ind i Magasin selvom der var 50% af.
Vi besluttede os med det samme, at købe ikke denne til 1400 men vi købte til sidst den som vi så først. Den kostede 30.000 isk men var sæt ned til 500 dk.
Så nu har vi en kaffe maskine med forsikring og det hele.
Opføre jer
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.1.2009 | 23:12
Staldrið aðeins við!
Mig langar að tileinka öllum þeim sem fordæma mótmælunum heima þennan brjálæðislega flotta og -mikið í varið- texta. --------------------------------------------------------- Ég labbaði í bæinn, mér létt í skapi var Þá settist hjá mér stúlka, hún sagðist vera sautján. Við töluðum um bilið, sem byggjum við af hvöt, Þá kom hún mér á óvart, því er ég fór að inna sé einskis nýtur, reki í lífsins gjólu. En gleymum ekki staðreyndum, því staðreyndin er sú: Það vorum ég og þú, sem upp þau ólum. Ekki vitlaus texti. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.1.2009 | 18:39
Klæðskiptingur!
Góðan daginn og gleðilegt ár.
Ég heiti Hulla og ég er klæðskiptingur.
Ég áttaði mig á þessari áráttu minni um daginn þegar ég var að taka til í löngu gleymdum skáp, og fann þá hermannabuxurnar hans Darra.
Þessar sem hann gleymdi og ég ætlaði alltaf að senda honum, í ágúst 2007
En af því að þær voru í gleymda skápnum fann ég þær fyrst núna þegar ég gerði jóla hreint. Gleymdi því greinilega í fyrra.
Nohhh ég ákvað nú að taka þær frá, enda uppáhalds buxur frænda míns, og koma þeim í póst.
Svo fór ég allt í einu að spá í hvort hann væri ekki bara búinn að vaxa upp úr þeim, enda drengur í uppvexti miklum, og setti þær aðeins til hliðar.
Svo var ég eitthvað búin að kíkja á þær af og til og viðurkenni það bara hér og nú að ég hef alltaf verið frekar veik fyrir hermannabuxum. Átti einar í rúm 8 ár en þær voru algrænar. Þessar eru flekkóttar.
Nú það endaði náttúrulega með að ég mátaði helvítis buxurnar, en aðallega til að sjá hvort ég væri nokkur feit í þeim. Darri rosa grannur og ég ákvað að ef þær pössuðu mér þyrfti ég ekki framar að hafa áhyggjur af auka kílóum.
Þegar ég var komin í buxurnar rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði aldrei ætlað að senda buxurnar með það sama! Og núna þegar ég sé hvað þær klæða mig dásamlega (fyrir utan að vera aðeins of stórar) langar mig ekki baun að senda þær over hoved. So sorry Darri.
Svo fór ég að pæla í hvort að þetta væri kannski vandamál og eins og svo oft prófaði ég að snúa málinu til að sjá það frá öðru sjónarhorni.
Ég setti Eika í mitt hlutverk og Soffíu systurdóttur hans í Darra hlutverk. Og þá sá ég að ég á við stórt vandamála að glíma!
Svo fór ég að hugsa aftur í tíman, um öll skiptin sem ég hef t.d fengið lánaðar peysurnar hans Eika. Skroppið út til hænsnana í íþróttabuxunum hans og jafnvel stolið boxer buxum af honum þegar ég er nýkomin úr sturtu og ekki nennt að fara strax í náttara.
Ég get alveg svarið fyrir það að ef hann Eiki tæki upp á því chilla hérna á G-streng af mér eftir gott sturtubað, yrði ég ekki alveg hrifin. Í alvöru.
Eða ef ég kæmi að honum lauma sér út í eitthvað af peysunum mínum. Eða træði sér í buxur af mér.
Þannig að kæru vinir.
Ég er klæðskiptingur af lífi og sál og sennilega fædd með þennan galla.
Eigið gott fyrsta kvöld ársins og ég sendi mikið af kossum heim og glás af þakklæti til þeirra sem mótmæla meðferð íslensku þjóðarinnar.
--------------------------------------------------
God dag og glædeligt nyt år.
Jeg hedder Hulla og jeg er en transvesitter.
Jeg fand ud af mine tvangstanker (ved ikke om man skal bruge dette ord) en dag når jeg var ved at gøre rent i en, for længe glemt skabe, og fand der militær bukser fra min nevo Darra.
Dem som han glemte hos mig og jeg skulle sende tilbage til ham i august 2007.
Men fordi at de var i den glemte skabe, fand jeg dem først nu når jeg var ved at gøre jule rengørning.
Har helt klart glemt det sidste år.
Nohhh, jeg tog dem til siden, til at kunne sende dem til min nevø med det samme.
Så begyndte jeg at tænke om han kunne passe dem endnu, han er jo en dreng som vokser meget hurtig. jeg sætte bukserne til siden.
Så kiggede jeg på dem af og til. Jeg kan godt fortælle jer at jeg har altid været lidt syg for milletæri bukser. Jeg havde en gang sådan en i 8 år men de var kun grøn. De her er sådan med plette på.
Til sist blev det selfølge til at jeg prøvede de lorte bukser på, men mest til at se om jeg var fed eller/og kraftig i dem. Darri er nemilg meget tynd og jeg så det sådan at hvis de passede godt til mig, ville jeg aldrig igen bekrymme mig for extra kilo
Da jeg havde bukserne på opdagede jeg noget. Jeg ville ikke sende bukserne tilbage med det samme! Og nu da jeg kan se hvor fantastik jeg ser ud i dem (lidt for store måske) vil jeg slet ikke sende dem tilbage, over hoved. Undskyld Darri
Så begyndte jeg at spekulere om det måske var probleme og lige som often før prøvede jeg at se tingene fra en anden synspunkt.
Jeg vendede det hele om og sætte Eiki i mit sted og hans kusine Soffie, i Darris sted.
Og O MY GOD, nu kunne jeg se at det var et kæmpe probleme som jeg havde!
Da jeg tænker til bage, om alle gangene som jeg har lånt Eikis striktrøjer. Gået ud til hønsnene i hans idrættsbukser og jeg har også nappet hans boxer underbukser da jeg har været i brusebad og ikke gidet med det samme at tage mit nattøj på
Jeg kan godt fortæl jer at hvis han Eiki ville begynde at chille her hjemme i min G-stren, efter at han havde været i brustbad, ville jeg ikke blive glad. Helt ærlig.
Eller hvis jeg så ham prøve at snyde sig ud i min trøje eller bukser.
Så mine kære venner.Jeg er altså en transvesitter af live og sål og er nok født med den ulemp.
I må have et rigtigt godt første aften denne år, og jeg sende meget af kys hjem og utroligt meget af søde tanker til dem som demostrater behandllinger af den Islandsk nation.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)