Rok og rigning...

Hér er ógeðsveður Angry Rok og rigning og ennþá meira rok og endalaust af rigningu.
Það rignir meiri að segja á hlið, svo mikið er rokið. Og eymingja guttarnir mínir eiga að eyða 2 tímum í að tína upp rusl í dag.

Í gær var opið hús í skólanum. Mellem grúppan hans Júlla sýndi dans. Voða flott. Jóa grúppa dansaði og söng enskt lag. Og svo voru allar grúppurnar með sölubása og seldu kökur og sódavatn.
Síðast spilaði svo þungarokkhljómsveit 3 eða 4 lög og liðið bilaðist.
Litlar stelpur í prinsessukjólum stukku upp og niður og sveifluðu höndum og hausum. Foreldrar lágu í kasti. Og Atli og Matthias vinur hans misstu sig gjörsamlega í höfuð og hársveiflum. Þeir eru einu strákarnir í skólanum sem ekki hafa látið klippa sig en, og eftir þetta kvöld held ég að líkurnar á að dobla Atla Hauk til að skera hár sitt fyrir fermingu, séu afskaplega hverfandi. Skil reyndar ekki að hann hafi haldið haus í morgunn.

Ég á frí í dag. Það finnst mér dásamlegt. Ég átti reyndar líka frí í gær, en hann fór í að reyna að sofa því ég hafði verið á næturvakt nóttina áður.
Dagurinn í dag er því fullbókaður, og þó ég hafi mikinn áhuga á að eyða mínum frídögum í eitthvað skemmtilegt er það bara ekki alltaf í boði.
Þess vegna ætla ég að fara að reyna að koma mér í að byrja á einhverju svo heimilinu verði ekki lokað ef heilbrigðiseftirlitinu skyldi detta í hug að gera úttekt hérna hjá mér Tounge.

Vona að þið eigið öll góðan dag. Knús og kossar, Hulla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðan frídag

Þú veist að stelpur hafa safnað hári fyrir fermingu, er nokkuð að því að strákar geri það líka? Eftir ferminguna kemur svo breytingin, klippa stutt, svo líður smá, þá þarf að fara að leika með liti    ... í hárinu. Prófa alla litaflóruna, tekur 3 - 4 ár þá er þeim kafla lokið og við tekur kafli með engu sjampói og hárið sem fengið hafði að vaxa smá aftur víkur að lokum fyrir stuttri klippingu   Þessi pakki er í gangi í þriðja sinn hjá mér. Maður sjóast og róast


Mars er mikil misveðra mánuður hér í DK. Engin spurnig, 5 veður á einum degi og maður veit ekki hvernig á að búa sig á morgnanna. Voðalegt vandamál  

Hryllingur að þurfa að eyða frídegi í þrif, ætti að vera bannað  eyddu ekki of miklum tíma í þetta og gerðu svo eitthvað snildar skemmtilegt

Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 14.3.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Hulla Dan

Það er svo sem ekkert að því að hafa sítt hár. Atli Haukur vill bara ekki hafa teygju í því svo það er alltaf út um allt andlit á honum.
Hann vill heldur ekki hafa slöngulokka eða spöng á fermingardaginn, búin að ræða það við hann.
Hann kom hins vegar á óvart og sagði að það væri spurning um slaufu ef hann fengi íslenska þjóðbúninginn

Ég er að hugsa um að kaupa mér fallegann ungan mann sem vill þrífa gegn lágu kaupi.

Hulla Dan, 14.3.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Aldrei að vita nema þú getir fengið einn í Fötex í SDB. Það er klikkun þar þessa vikuna 200 manns ráði aukalega, spurning um að finna einhvern sem er laus eftir þetta fjör

Guðrún Þorleifs, 14.3.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Hulla Dan

Hvað meinaru??? er búið að ráða 200 manns???
Ég ætti kannski að kíkja þanngað í leit minni

Hulla Dan, 14.3.2008 kl. 11:36

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Of sein, of sein, of sein. . . held ég
Held að þetta hafi snúist um opnun á búðinni eftir gagngerar og þarfar endurbætur. Getur samt örugglega fengið vinnu hér í SDB við eitthvað annað. Mig vantar t.d. einhvern í þrif hjá mér.

MUuuuhaaaahaaaa

Guðrún Þorleifs, 14.3.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Veistu...það verða um 200 manns í fermingu Snorra. Svona er að vera giftur inn í risa risa huge stóra fjölskyldu. Það er ekki mannlegt hvað tengdafjölskyldan er stór

Gaman að lesa þig að vanda. Bestu kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:19

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert frábær Hulla mín  Góða helgi til ykkar í Danaveldi

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:16

8 Smámynd: Hulla Dan

 Guðrún... smá rangur misskilningur hér á ferðinni. Ég er alls ekki að leita mér að vinnu. Bara að manni til að sinna þeim verkum hér á heimilinnu sem mér finnst ég of fín til að gera sjálf  Við gætum kannski deilt manni, þar sem þig vantar líka einn. hihihihi.

Rúna... 200 manns er gríðarlegur fjöldi. Hvar í ósköpunum ætlaru að koma þeim fyrir???

Kata... Ég er æði  Muhahahhaha

Þið öll... Góða helgi

Hulla Dan, 14.3.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Fínt að leiðrétta þennan ranga miskiling. Ég lofa ekki meiru með þetta plott en ég get svikið.

Guðrún Þorleifs, 14.3.2008 kl. 18:39

10 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Bara kvitta fyrir lesturinn...bara gaman að lesa bloggið þitt

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:49

11 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hæ Hulla.

Hér kom ég og las og svo kvitt kvitt líka góða helgi.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 23:28

12 Smámynd: Ragnheiður

Hér er yndislegt veður, sól og bjart

Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband