Hangikjet.

Í gær var ég svo dugleg að ég náði svo til allri neðri hæðinni áður en Eiki og strákarnir komu heim.
Þvílíkur dugnaður í einni.
Um 16:00, var bakverkurinn orðinn svo slæmur að hann leiddi niður í aðra rasskinnina og þaðan í hægri fótinn. Þá ákvað ég að nú væri komið nóg og hætti.
Fékk mér bjór í glas sem líkist meira blómavasa og hlammaði mér niður í æðisgengna sófann minn.
Sú sæla stóð ekki yfir lengi þar sem nýyfirstaðin þrifin mín voru í bráðri hættu vegna strákana.
Ég eyddi ca 1,5 tímum í að garga og æpa og nöldra og tuða.
Það var ekki fyrr en Þóra kom sem ég gat slakað pínu á aftur.

Eiki hafði boðið Þóru í mat og í boði var heimareykta hangikjötið hans.
Eiki er sem sagt búinn að taka einn frampartinn okkar og gera tilraun með að heimareykja.
Þvílíkt gott.
Eftir matinn sofnuðu svo strákarnir (þar á meðal Eiki gleðipinni) í sófanum, á meðan ég og Þóra misnotuðum youtube.
Við sátum langt fram á nótt og horfðum á gömul myndbönd og skemmtum okkur konunglega yfir hágreiðslum, klæðaburði og dansi.
Við skoðuðum líka hvernig Michael Jackson hefur þróast í gegnum tíðina. Grey kallinn Frown
Svo kjöftuðum við til 3 eða hálf 4 en þá vorum við (aðallega ég) bara búnar á því og hunskuðumst í rúmið.

Þóru datt svo það snjallræði í hug að vekja mig klukkan 8:30. Ég get ekki sagt að mér hafi fundist það jafn brilljant hugmynd og henni. Hálf skreið samt inn í eldhús í ristaðbrauð og kakó.
Fór svo á náttfötunum, með kjellu út að skoða dýrin. Þóra verður alltaf að skoða dýrin þegar hún kemur í sveitina Smile
Þegar Þóra fór svo um 11 skreið ég aftur upp í sófa og lá yfir Friends til klukkan 15.
Svoðeilis á nefnilega að eyða laugardögum.
Bakaði svo ástarpunga og er nú byrjuð að fá ónotatilfinningu.
Þessi tilfinning er reyndar búin að vera að krauma í mér síðan ég stóð upp í morgunn, en ég er búin að vera voða dugleg við að fela hana og reyna að útiloka hana.

Ég er ansi hrædd um að eitthvað hræðilegt hafi gerst með mig í gær Errm  Í allan dag er ég búin að hafa löngun til að fara upp og klára að þrífa hjá strákunum...
Ég er líka nokkru sinnum búin að standa mig að því að vera næstum búin að taka fram ryksuguna!!!
Ég hef reyndar ekki en fallið í þessa freistni, en gvuð má vita hversu lengi ég get haldið í mér.
Ég haf líka sjaldan tuðað eins mikið og í dag. Það er bara ekki að koma til greina að ég ætli að samþykkja að synir mínir og einn annar gangi ekki frá eftir sig.

Nú er ég pínu hrædd um að ég sé kannski orðin háð. Sem sagt háð því að þrífa Frown
Þetta hefur maður upp úr því að eyða frídeginum sínum í þrif...

Góðan laugardag á ykkur og Stokkseyrar Kata mín, til hamingju með afmælið.

Knús og kossar Hulla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Klikað góð hugmynd að reykja heima  

Bara að setjast niður, þá á þessi undarlega tilfinning að líða hjá. . .

humm... en þarftu að vera svona leiðinleg? sko tuða . . .  pældu í minningunni sem þú skapar
Hafðu það rólegt

Guðrún Þorleifs, 15.3.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Unnur R. H.

Mér líst vel á þetta heimareykta hangiköt, namm. Já og passaðu þig á þessu með þrifin, þetta getur verið alveg stórvarasamt mín kæra, ég er sjálf að baslast við að reyna að losna við þennan vírus, en gengur ílla.

Hafðu það sem best

Unnur R. H., 16.3.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband