Eftir á blog.

Mér leiðist þegar ég þarf að blogga eftir á. En þegar maður er internetslaus í nokkra daga og við tekur svo vinna og svefn dagar, þá er bara ekkert við því að gera.

Nú ætla ég að byrja á að fara aftur til 29.ágúst þegar klukkan er eitthvað um 18.
Við erum að koma frá Þýskalandi og erum að verða komin til Åbenrå þegar gemsinn minn hringir.
Það er Brynja frænka, systir tengdamömmu. Hún er sem sagt í Dk núna ásamt pabba sínum og mömmu. (Tengdaafa og tengdaömmu minni).
Hún er eitthvað ofboðslega dularfull og byrjar á að segja mér að hún sitji út á verönd með frú Stínu og herra Bjarna http://stinasveins.blog.is/blog/stinasveins/. Èg sá í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, þar sem hún býr hjá syni sínum og hans kærustu til ábyggilega 15 ára og í Danmörku gerir maður það títt að sitja út á verönd. Þ.e.a.s. ef það rignir ekki þeim mun meira. A fimmtudagskvöldið var svo boðið til fjölskyldufundar þar sem börnin úthlutuðu fallega upprúlluðum miðum til afa síns og ömmur. Mamma Stínu var nefnilega líka í heimsókn svo þarna sátu 3 ömmur. A miðunum stóð svo að pabbi þeirra og mamma ætluðu að gifta sig daginn eftir kl 11:15. Þessir miðar komu svo af stað táraflóðum hjá allavega ömmunum og allir drifu sig snemma í rúmið til að geta tekið þátt daginn eftir.
Nú var allt afstaðið og allir í sæluvímu.
Planið hjá okkur hafði verið að kíkja upp eftir á laugardeginum til að hitta þau öll, en því var nú snögglega breytt og við þeystum af stað heim til að fóðra dýrin og keyrðum svo af öllu afli til Fredricia til að líta brúðhjónin augum.
Og dísús hvað þau voru flott. Stína ljómaði eins og sólin og var í látlausum rosa fallegum hvítum sumarkjól og leit út eins og lítil fermingarsnúlla. Stelpurnar voru í svipuðum kjólum og mamman og bara guðdómlega fallegar. Bjarni virkaði örlítið grennri en venjulega og var meiri að segja með bindi og Gabbi litli var eins og pabbi sinn í hvítri skyrtu og voða fallegur.
Svo var skálað í freyðivíni og gítarinn misnotaður og mikið sungið.
Frábært kvöld og ég segi bara enn og aftur... Takk.

Júlli og Jóhann eru báðir komnir heim frá ferðalögunum og báðir alsælir.
Jói var sem sagt á Fyn og skemmti sér konunglega á meðan Júlli var í Svíðþjóð og samkvæmt hans lýsingum var hann í stöðugri lífshættu. Klifraði í háum klettum, sigldi á kajak og var bitinn af Geddu í fótinn.
Atli Haukur var voða feginn að sjá bræður sína aftur og þeir eru búnir að vera eins og englar síðan þeir komu heim.

Svo datt netið okkar út ásamt símanum í þrjá daga.
Það var fyrst þá sem við gerðum okkur grein fyrir hversu háð við erum þessu blessaða interneti.
Til að byrja með bárum við okkur vel og létum sem okkur væri bara alveg sama. Jafnvel fegin.
Fyrsta kvöldið klappaði Eiki bara saman höndunum og spurði mig hvað við ættum að gera þar sem við værum nú laus við netið.
"Humm" sagði ég og einbeitti mér að því að það væri hollt að vera netlaus inn á milli.
"Ættum við ekki bara að kíkja aðeins á sjónvarpið, svona til tilbreytingar" sagði ég og brosti því blíðasta sem ég átti. Grunnaði nefnilega að maðurinn væri með pínu svita yfir þessu netleysi.
"Jú frábær hugmynd" sagði Eiki og stökk að tölvunni. "Bara rétt að kíkja á dagskránna í kvöld"
Upps no can do. Ekkert net.
"Eigum við þá ekki bara að spila smá á gítarinn og syngja, ég skal gera mitt besta til að vera ekki fölsk" sagði ég og vissi um leið að þetta þætti honum gaman.
"Geðveikt ég fer inn á textar.is og finn eitthvað skemmtilegt" Upps no can do, ekkert internet.
Eiki var orðinn voðalega fölur og leið greinilega ekki sem best.
Þá stakk ég upp á að við færum bara snemma í rúmið og stunduðum smá kynlíf. En Eiki sagðist vera búinn að gleyma fyrir löngu hvernig það væri gert og nú komst hann ekki einu sinni inn á netið til að rifja upp. Þessir 3 dagar eru þess vegna allir í móðu hjá manninum mínum og ég vona hans vegna að við þurfum aldrei að ganga í gegnum netleysi aftur.

Èg er búin að vera ótrúlega þreytt síðustu viku. Ekki komið neinu í verk og finnst ég geti sofið endalaust. Èg kenni um sumarleysi og skil ekki að tryggingarnar dekki ekki þennan vanlíðan svo ég geti með góðri samvisku skellt okkur til Spánar í nokkra daga.

Svo fór ég til læknis um daginn. Kannski var ég búin að segja ykkur frá því en nenni ekki að lesa gamlar færslur til að athuga það, svo ég bara segi það aftur.
Þessi vinur minn fann að sjálfsögðu ekkert að mér nema ofnæmi sem honum finnst engin ástæða til að kanna eitthvað nánar. Bara að éta pillur. Það reddar öllu.
Hann gaf mér tilvísun á Gigtspítalann til frekari rannsókna og ég er búin að fá bréf frá þeim og kemst að eftir 28 vikur eins gott að sé ekkert alvarlegt að mér.

Èg er að vonast til að við komumst eina ferð en til Fredricia áður en  Brynja fer með tengda ömmu og afa til Íslands aftur. Þau fara á miðvikudaginn.
Þau eru búin að koma í eina heimsókn hingað sem mér finnst frábært. Fólk á níræðisaldri er nú yfirleitt ekkert fyrir svona ferðalög. Hvað þá þegar fólk getur varla hreyft sig fyrir gigt og eymslum í hnjám og öðrum kvillum sem fylgir ellinni.
En þetta dásamlega fólk lætur ekki stoppa sig ef þeim langar að bregða sér eitthvað.
Afi gamli er búinn að fara á pöbbarölt með Eika, Bjarna og Þresti og Lindu sem fékk að vera bílstjóri. A meðan sátum við Stína heima með börnin 10 og spjölluðum við Brynju og Báru um alla heima og geyma. Gamla konan segir svo skemmtilega frá að það er unun að hlusta á hana. Svo er hún líka bara með þannig rödd að maður getur alveg gleymt sér í henni.

Jæja ég er að fá krampa í fingurna sem dugar ekki þar sem 800 kíló af þvotti bíða mín. Þarf að fara í gegnum skápana hjá strákunum og þrífa herbergin þeirra.

Knús og kossar og ég verð sennilega í nokkrar vikur að lesa hjá ykkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Váááá. . .  hvað þið báruð þetta vel í gær. Hefði aldrei trúða því að ég hefði verið að hitta fólk sem hefði verið án internets í 3 sólarhringa  Hetjur

Guðrún Þorleifs, 8.9.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

já undarlegt með þessi tryggingafélög..þetta væri nú það minnsta

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

uss madur er rusalega hádur netinu , eins gott thetta entist ekki lengur  

vonandi er ekkert ad hjá thér , en já ,skitt ad madur fái ekki nidurgreiddar ferdir sonna i sólina,madur tharf nú ad hlada batteríin af og til.

hafdu thad gott og góda viku

María Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ofsalega skil ég þig, fæ fráhvarfseinkenni á háu stigi ef netið dettur út.  Svo þetta með kynlífið, prentaðu þetta út við tækifæri, ég meina leiðbeiningarnar fyrir húsbandið ef netið klikkar nú aftur hehehhe.

Ía Jóhannsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara frábær og bara allt sem hefur gerst hjá ykkur, en annars verður mað'ur að venja sig á að gera eitthvað er netið dettur út svo smá rúmsvall væri líklegast lausnin.
knúsý knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 11:30

6 identicon

Alllt í lagi þó þið þurfið nú stöku sinnum að vera netlaus og vera án leiðbeininga um kynlífið í þrjá daga. Það miklu alvarlegra mál með okkur sem erum svo háð pistlunum frá þér. Við eigum verulega bágt við slíkar aðstæður.

Gaman að heyra um Stínu og Bjarna.  Ef þau eru ennþá á svæðinu, amma og afi Eika, viltu þá skila rosa góðri kveðju til þeirra.

Svo fylgir auðvitað stórt knús á línuna.

Ragna (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.9.2008 kl. 11:48

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Æi hvað ég vorkenni ykkur, var netlaus og símalaus í 2 daga í sumar og hélt að ég yrði ekki eldri

Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:16

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hæ hæ Hulla.

Ég sá þú varst einhvers staðar að spyrja mig um Sveinku og Frikka en ég finn það ekki. Ég man ennþá ekkert eftir þeim. Ef Frikki býr nálægt mér í Guðna húsi, þá dettur mér helst í hug Ásgarður??? Getur það verið?? Ég er svo félagsfælin og ómannblendin að ég þekki ekki næstu nágranna....

Betsu kveðjur yfir til ykkar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:21

10 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

kærar kvedjur frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband