Færsluflokkur: Bloggar

Aftaka!

Í dag er ég bara hálf manneskja.
Þannig er að það er búið að fjarlæga af mér líkamspart!
Um daginn var ég nefnilega svo dugleg að fara með strákana mína 3 til læknis.
Þeir voru reyndar ekkert veikir enda hraustmenni með afbrygðum, en svona pínu gallaðir frá náttúrunnar hendi.
Júlli minn þurfti reyndar bara að fá 12 ára sprautu, en hinir að láta kíkja á gallana sína. Það er jú engin fullkomin.
Atli Haukur er með fæðingarblett á upphandleggnum sem ég vildi láta kíkja á og bletturinn var allur mældur og allt skráð. Dokksi sagði að þetta væri hin huggulegasti blettur og hann gæti bara verið stoltur af honum.
Þá var röðin kominn að Jóhanni en hann þarf á lýtaaðgerð að halda. Ég er ekkert að djóka. Hann er nú ekkert mikið útlitsgallaður hann Jói minn en erfði útlitsgalla frá pabba sínum og er með skakkt miðnesi. Og það er orðið það mikið núna að hann finnur stundum til. Þannig að þeir fara saman feðgarnir í lýtaaðgerð á nýja árinu.
Nú var röðin komin að mér. Þegar Dokksi sá blettinn minn (ó) fagra sem er búinn að liggja í skugga hægra brjósts míns í 38 ár, sagði hann hugsi.
"Humm ég hef nú séð þá verri! Það er nú sennilega í lagi með þennan" Eigum við ekki bara að fylgjast vel með honum og þú kemur svo bara aftur ef hann breytist"
Ég útskýrði fyrir honum að ég væri nú ekkert að gægjast undir brjóstið á mér dagsdaglega og væri stundum algerlega ómeðvituð um hann í langan tíma.
Og hvað ef hann breytist? spurði ég.
" Já þá tökum við hann um leið" sagði rjóði læknirinn minn. (hann er ábyggilega með einhvern húðsjúkdóm því hann roðnar ekkert eðlilega mikið)
"Ok og þá er hann orðinn illkynja... eða hvað" spurði hún litla ég. Náttúrulega nautheimsk :)
Hann viðurkenndi það býsna hugsi. (ekki samt að ég væri heimsk)
"Já er kannski ekki bara ráða að taka hann áður en ég er komin með húðkrabba, sagði ég og hef sennilega virkað heimskari en áður.
"Humm". Hugsaði læknirinn minn og gaf mér svo tíma á fimmtudaginn síðasta í aftöku! Tók það samt fram aftur og aftur að það væri ekkert að óttast.
Ég var heldur ekkert hrædd. Ekki baun. Held samt að ég hefði orðið það ef ég hefði komið nokkrum árum seinna og hann hefði sagt "Þú hefðir átt að koma fyrr"

Nú. Til að gera langa sögu stutta fékk ég leyfi til að fara aðeins fyrr úr vinnunni (og man núna rétt í þessu að ég gleymdi að skrifa það á vaktplanið) þrátt fyrir julefrokost og snapsa.
Ég viðurkenni það fúslega að um 11 leitið var ég farin að finna fyrir ansi miklu stressi og þegar ég mætti til hans kl 14:45 var ég næstum grátandi úr hræðslu.
Hann var samt ansi kammó. Sagði mér einhvern brandara um íslendinga! Sem ég, vegna hræðslu, hlustaði ekki á og misskyldi þess vegna og fékk Dokksa til að roðna en meira en venjulega.
Hann reyndi allt til að róa mig. Sagði mér frá öllum útlimunum sem hann hafði fjarlægt og öllum börnunum sem hann hafði skoðið inn í þennan heim (keisaraskurður).
Ég get lofað ykkur því að það róaði mig minna en ekkert.
"Ertu skurðlæknir" spurði ég hann afar varlega. Vildi ekki stressa hann upp. Hann hélt jú á sprautu!
Þegar hann játaði því langaði mig næstum að hætta við. Hvers vegna skurðlæknir ákveður, eða ekki, að fara að vinna sem heimilislæknir var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka á móti akkúrat þarna.
Eftir að hafa reynt að fela fyrir mér hjúmangó stóra deyfisprautu, kom hann með hnífinn. Reyndi líka að fela hann.
Ég fann blóðið úr mér renna niður á bekkinn sem ég lá á, og það eina gáfulega sem mér datt í hug var að spyrja hann hvort hann gæti ekki notað tækifærið og notað eitthvað af þessu blóði mínu til að mæla hjá mér blóðsykurinn. Hann gat það ekki og allt þetta blóð fór því til spillis.
Hann var svo, svo fyndinn að rétta mér glas með einhverju í, og þegar ég var búin að hrista það fram og til baka og skildi ekkert í því hvað þetta var, tjáði hann mér að þetta væri líkamsparturinn sem hann hefði fjarlægt. Frekar stoltur.
Ég get ekki sagt að ég sakni hans, en þegar einn af þessum 3 saumum sem héldu sárinu saman, datt úr á degi 2, varð ég pínu leið. Ég á að mæta í saumaaftöku á mánudaginn og er guðséloflifandi fegin að ég sé ekki með fleiri svona óvætti á kroppnum.

Í stuttu máli sagt, my ass.


Stolt af þeim!

Þegar ég sá þessa frétt varð ég í fyrsta sinn í dálítið langan tíma virkilega stolt af því að vera Íslendingur. Í leiðinni skammaðist ég mín, en þá aðallega fyrir að hafa minna vit á þessu öllu saman en krakkar sem eru á aldur við mín börn og aðeins eldri.
Skammaðist mín fyrir það, að á meðan "krakkarnir" (Sem eru eiginlega ekki krakkar lengur) standa í svona aðgerðum og vilja með hug og hjarta losa íslensku þjóðina við þessi ósköp sem hafa dunið á síðustu mánuði. Losa komandi kynslóðir við kreppu tímabil og vilja allt gera til þess að þeirra börn og barnabörn erfi gott og farsælt land, situr fullorðið fólk, foreldra þessarar kynslóðar heima hjá sér án þess að aðhafast nokkuð annað en að rausa. Ég er ein af þessum sem rausa án þess að hafa sett mig nógu vel inn í hlutina, en það þarf nú heldur engan sérfræðing til að sjá að spillingin og valdaníðslan er þvílík.
Og þetta eru rausararnir bara tilbúnir að láta yfir sig ganga.

Friðsamlegar aðgerðir eru alltaf bestar. Ég held að allir geti verið sammála um það.
Þær bara virka sára sjaldan.
Þá þarf að gríp til róttækrar aðgerða og vona að þær virki betur.

Ég er ekki auli og geri mér fulla grein fyrir að sennilega verð ég ekki vinsæl fyrir þessi skrif, en mér er fokking sama.

Svo ætla ég að bæta við í lokin (því ég er komin í ham) að fyrir ykkur sem ekki vitið þá er hann Haukur bónusfána flaggari ekki bara með hrikalega góðan húmor, heldur er hann sá heilsteyptasti einstaklingur sem ég hef nokkru sinni kynnst.
Ég hef aldrei kynnst manni sem elskar landið sitt jafn mikið og Haukur gerir, og hann er til í að gera hvað sem er, til að hans börn og komandi kynslóðir þurfi ekki að ganga í gegnum helvíti, bara af því að nokkrir einstaklingar höguðu því þannig að íslenska þjóðin er svo til á hausnum.
Hann er vel gefinn einstaklingur og ég er stolt af að vera móðursystir hans.

Eigið svo góðan dag og styðjið ungmennin okkar frekar en að sitja heima og skrifa niðrandi færslur um þau á bloggin ykkar.

Elska flest ykkar í tætlur.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarboð.

Í gærkvöldi var okkur boðið í mat til hans Lars hérna hinu megin við götuna.
Við ákváðum að treysta Júlla og Jóa til að vera einum heima á meðan við skruppum yfir. Þeir eru líka 12 og 9 og ekki meira en 20 metrar til Lars svo við vorum hér um bil áhyggjulaus þegar við röltum yfir.
Jói spurði hvort við ætluðum virkilega ekki að taka bílinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvort hann var að hæðast að okkur eða hvort honum var alvara.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann Lars býður okkur í mat og í fyrsta sinn sem við hittum vini hans.
Það voru komin tvenn hjón á undan okkur. Ég rauk náttúrulega á línuna og heilsaði og sagði öllum hvað ég héti. Minnug um hvað ég gerði mig af miklu fífli í julefrokostnum sem við héldum í vinnunni um daginn. Meira um það síðar. Þannig gerir maður bara í Danmörku. Allir að heilsast og allt eitthvað voðalega hátíðlegt. Held meiri að segja að ég hafi móðgað Lars þegar ég spurði hvort ég ætti að hjálpa honum með eitthvað.
Nohhh. Fyrst fengum við fyrirmat drykk. Hef ekki grænan grun um hvort það var áfengi eða bara djús sem við vorum að drekka, en það voru klakar í og það bjargaði öllu.

Áður en við fengum drykkinn var fólk farið að reyna að tala saman og brjóta ísinn smá. En alltaf voru svona vandræðalegar þagnir inn á milli. Alveg þar til einn kall með mikinn maga og Hitlersskegg ákvað að redda málunum og hressa aðeins upp á mannskapinn. Hann fór að segja okkur frá því þegar konan hans dó!!!
Ég er ekki að grínast en ég var næstum því farin að hágráta. Við fengum nákvæmlega að vita allt sem gerðist á heimili hans þessa 13 daga frá því konan hans greindist með blóðtappa í ökkla og hvernig hann skreið upp eftir líkamanum hennar og þar til hann gerði útaf við hana á svefnherbergisgólfinu fyrir framan dóttur þeirra og hvernig hann tilgangslaust reyndi að halda lífi í konunni sinni. Bara svakaleg frásögn.

Loksins var matur og það var líka voðalega hátíðlegt. Allir stóðu bak við stólana sína þar til okkur var boðið að setjast.
Í forrétt var eitthvað fiskidæmi, rosalega gott. Hörpuskel þar á meðal og allt algjört jammý. Með forréttinum var boðið uppá hvítvín.
Svo kom aðalrétturinn. Það var dádýr sem mér skildist að hafi andast hérna út á akri hjá okkur. Það var jafn vont og fiskirétturinn var góður. Eina sem mér fannst gott við aðalréttinn var gulræturnar og baunabelgirnir. En þar sem ég er gríðarlega kurteis stúlka át ég allt af disknum og strauk kviðinn og stundi af uppgerðar ánægju. Lars varð voða glaður. Já og með þessu var boðið upp á suður Afrískt rauðvín.
Svo var eftirréttur. Ísterta (og þarna át ég og stundi uppgerðarlaust) með henni bauð kallinn upp á púrtvín. Þar sagði ég nei takk og hélt mér við rauðvínið afríska.
Svo var kaffi, smákökur og súkkulaði borið fram ásamt koníaki og whiskýi. Ég sat hjá þar líka. Fékk reyndar kaffi og hefði hæglega getað raðað í mig súkkulaði en sat á mér.
Ótrúlegt en það sá ekki vín á manni, nema þá helst Eika :)
Það eina sem mér fannst skrítið við þetta matarboð var að það ekkert sungið. Danir eru mjög söngelskir og syngja við öll tækifæri, en ekki þarna. Mig grunar að Lars sé kominn með upp í kok við að hlusta á okkur Eika á sumrin, þegar við sitjum út í garði langt fram eftir og spilum og syngjum.
Hann hefur sennilega beðið fólk að sýna sér nærgætni og láta það vera að syngja. Hann vill kannski slappa af og reyna að gleyma á veturna.

Við röltum yfir um hálf eitt og Eiki minn lýsti leiðina (til himna) með nýja ferlega flotta vasaljósinu sínu. Ótrúlegt hvað geislinn lýsir langt upp í loftið.

Jóinn okkar steinsvaf í sófanum og sjónvarpið var ennþá í gangi.
Júlíus var hinsvegar "glað"vakandi og tjáði okkur það að hann gæti ekki bara farið að sofa þegar hann væri að passa. Sofnaði held ég á leiðinni upp.

Í dag er svo dagurinn sem ég ætlaði að klára að þrífa fyrir jólin svo ég gæti farið að baka. Núna korter í 4 er ég nákvæmlega búin að gera mest lítið. Náði þó að strauja vinnu kirtlana mína og .... já og er nú að blogga.
Kannski nenni ég einhverju á morgunn :)


Allt að koma.

Ég er búin að finna undanfarna daga að eitthvað er að gerast með bloggarann í mér.
Samt ekki nógu mikið til að ég nenni að henda inn almennilegri færslu. En það hlýtur að koma.

Nú ætla ég að reyna að koma einhverju í verk hérna svo ég geti farið að baka aðeins til jólanna.

Læt fylgja með nýjasta piparkökusönginn.

Þegar piparúðinn notast
lítill löggumaður tekur:
Fyrst af öllu piparúðann
og hann ýtir fast á staut.
Þá má heyra ýmsa æpa,
aðrir hvítna eins og næpa.
Sumir nudda æstir augun,
æða grátandi á braut.

Þegar öllu þessu er lokið
lítill löggumaður segir:
Þetta er ansi góður úði,
allt er hyskið farið brott.
Inni í klefa á ég bjána,
einn með gulan bónusfána
Og með svona piparúða
gengur police-vinnan flott.

Bæ í bili.


Ja kvennfólk!!! :)

Konan fór með vinkonum sínum á barinn eftir vinnu.
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega
kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.
Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.

Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til
hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).

Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði
hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina
algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er,
fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."

Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú
ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.
Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né
færri en þremur orðum."

Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr
veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu,
horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...



... <<Skrollaðu niður>>






...






...





...






...





...






..."Þrífðu húsið mitt"

Konur eru engir kjánar ;)

DAAAAAAAAAAA

Takk fyrir öll fallegur og uppörvandi kommentin á fyrri færslu Smile I do love ya.
Er að fá það örlítið betra...

Er komin með fasta vinnu frá og með 1. des á frábæru elliheimili hérna í nágreninu Smile Held að ég gæti bara ekki verið meira ánægð núna, sem sagt vegna vinnumála.

Smá gleði:

Two blondes living in Oklahoma were sitting on a bench talking, and one  blonde says to the other, "Which do you think is farther away... Florida or the moon?"  
The other blonde turns and says "Helloooooooooo, can you see Florida ?????"  
.......................................................

There&#39;s this blonde out for a walk. She comes to a river and sees another blonde on the opposite bank. "Yoo-hoo!" she shouts, "How can I get to the other side?"  
    The second blonde looks up the river then down the river and shouts back, "You  ARE on the other side."  

   ...............................

   Nenni ekki að breyta stöfunum. Ætla að drulla mér í rúmið... Búin að fá fullt af góðum bókum frá mömmu og ætla að njóta þess í kvöld.
Knús og kossar til ykkar.


Allt við það sama hér.

Kæru bloggvinir.
Nú er ég búin að vera aumingi með hor ansi lengi og er að hugsa um að hætta því. Núna.
Vantar samt smá ráð og svör ef þið hafið einhver.

Hvernig hjálpar maður fólki sem vill ekki leyfa manni að hjálpa sér?
Hvernig hjálpar maður fólki sem slær á fingurna á manni í hvert skipti sem maður réttir út hjálpar hönd?
Hvernig fær maður viðkomandi til að skilja muninn á réttu og röngu?
Hvernig fer maður að því að finna fólk sem er ekkert spennt fyrir því að láta finna sig?
Og hversu langt má maður ganga í þessu bloggi?
Er það virkilega einkamál hvers og eins hvernig þeir haga sér? Líka þegar það hefur hræðileg áhrif á heilu fjölskyldurnar?
Það er talað um að maður uppskeri eins og maður sáir... Er það ekki bara lygi???
Getur maður fengið hita og hálsbólgu af eintómu stressi? Nei djók... Veit að það er sennilega árstíminn.

Er að hugsa um að rífa mig upp úr þessum djöfulsins aumingjaskap og volæði...
Fæ orðið taugaáfall þegar ég lít í spegill og þegar Eiki minn gargaði í morgunn þegar hann leit framan í mig, skildi ég að ég verð að gera eitthvað í mínum málum. Sem sagt að fara að líta betur út.
Annars merkilegt hvað áhyggjur geta sest í andlitið á manni.

Fékk annars frekar sjaldgæfa minningu um daginn. Aldrei að vita nema að ég bloggi um hana fljótlega. Kannski meiri að segja á þessu ári.

Ætla að kveikja upp -er orðin ansi fær í því- svo ég komist í sturtu. Það ku vera svo hressandi.

Mojn í bili. Hulla sem er á barmi sturlunar.


Áts!!!

Er búin að eiga svolítið vont í hjártanu og sálinni!!!

Blogga þegar ég er búin að fá það smá betra!

Crying

 

P.S Hittingurinn var samt frábær!!!!!


Loksins!!!

Þá er komið að því... Hittingur í kvöld Smile
Við ætlum að hittast nokkrar íslenskar stelpur og spjalla frá okkur ráð og rænu í kvöld.
Ætluðum að hittast fyrst fyrir mörgum mánuðum en eitthvað kom upp á og ekkert varð af neinu. Næsti hittingur sem ákveðin var rann líka út í buskan og vona ég þess vegna að þessi eigi eftir að heppnast vel.
Ég keyri héðan um 14 og fer þá beint til Frediricia og næ þar í eitt stykki Stínu. Við förum svo saman til Vejle að ná í aðra Stínu... Svo komum við til með að bruna beinustu leið til Þóru í Brørup.
Pælingin er að panta bara pítsur og slá í smá nammisjóð og hugga okkur svo fram eftir nóttu.
Það sem við búum allar hingað og þangað ætlum við bara að gista hjá Þóru og borða svo saman morgunn mat áður en við förum heim...
Vona að komist fleiri á næsta hitting sem verður innan skamms Muhhahahah

Nohhh er að hugsa um að næra mig og vaska svo ég geti farið að rúlla upp eftir.

Góða helgi til ykkar kæru bloggvinir Heart

 


Einasta kreppufærslan sem kemur til með að koma fra mér ;)

Er þetta ekki magnaður texti???
Og hvað dettur manni í hug? Jú ástandið á litlu fallegu eyjunni okkar.
Gylfi er ekki galinn og Bubbinn minn og Utangarðsmenn flytja þetta á snilldar hátt.
Búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var 10 eða... alltaf!!!

 Það má leika sér með textann og breyta nöfnum, setja Davíð í stað Jóns osv.

Ég lýsi hér með frati og ógeði á þá sem hafa stuðlað að því að koma íslensku þjóðinni á höfuðið.
Og einnig þá sem koma fram í fjölmiðlum og ljúga upp í opið geðið á almenningi.

Ég legg nú til og mæli með að þessir háu herrar verði hýddir á opinberum vetfangi eigi síður en strax!

Svo mörg voru nú þau orðin og svo vona ég að ég komi aldrei til með að blogga um íslenska kreppu framar.
Óska íslensku þjóðinni friðar og sendi óskir um bjartari framtíð Heart

Og allir saman svo!!!

Jón pönkariPDFPrentaTölvupóstur
Lag: Utangarðsmenn, texti: Gunnar Ægisson

Svartir sauðir glatað fé
týndur hirðir, háð og spé.
Kirkjan öll úr plasti er
kross úr áli, Kristur úr tré.

Biblían á míkró-filmum
tölvustýrðar hugvekjur
boðskapurinn rúllar eins og valtari.
Jón, - Jón pönkari þjónar fyrir altari.

Sóknarbörnin sitja í leðurstólum
með stillanlegu baki og dæsa við.
Bryðja saltkex, smella fingrum
í takt við innbyggt diskóið.

Jón er í steik, hvað á hann að segja
hverju má hér bæta við.
Liðið ropar, strýkur um kviðinn
Jón, Jón, Jón, Jón pönkari þjónar fyrir altari.

Orð hans mælast óðar illa fyrir,
hann svívirðir okkur, ég segi það með,
hann rakkar niður samfélagið,
öryggi, tekjur og fasteignaveð.

Við neglum hann, neglum hann fastan á krossinn
og brosum meðan honum blæðir út.
Dauðans gefum honum kossinn
Jón pönkari hangir fyrir altari.

Eigið notarlegt kvöld gullin mín. InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband