Færsluflokkur: Bloggar

Hjalteyrin

Mig dreymdi Hjalteyrina í nótt.
Elska þegar mig dreymir staði sem mér hefur liðið vel á.
Það er einhvernvegin allt öðruvísi en að hugsa um þá.
Í draumum fer maður á staði sem maður var kannski búin að gleyma og ýmislegt rifjast upp sem maður annars hefði ekki verið að hugsa neitt um.
Ég man nú drauminn ekki greinilega og eins og er oft um drauma þá dofnar þeir þegar líður á daginn.
En ég er búin að hugsa um Hjalteyrina síðan ég setti strákana mína úr við skólann sinn og um leið og ég kom heim fann ég myndirnar sem ég er búin að vera að stela af netinu í gegnum tíðina og ljúfsárar minningar eru búnar að streyma fram.
Ég hugsa að ég sé frekar dramatísk hvað þetta varðar, læt kannski eins og níræð, en ég finn hjá mér ofboðslega löngun til að fara þangað aftur og eyða þar degi eða fjórum.
Fór þangað síðast fyrir 12 árum með Júlíus nýfæddan og þá var Eiki og Bogga systir með.
Eyddum ca klukkutíma þar.

Þegar ég var 7 skildu mamma og pabbi og mamma flutti með okkur stelpurnar norður á Akureyri. Þar kynntist ég honum Gunna stjúpa mínum og Stebba og Tryggva, strákunum hans tveimur.
Það er mömmu og Gunna að þakka að í dag á ég Begga bróðir og allar minningarnar tengdar Hjalteyrinni.

Eftir mínum minningum að dæma fluttum við einhvertíma mjög seint árs ( sennilega nóvember eða desember) til Hjalteyrar.
Mig grunar að þau hafi valið þennan stað til að hafa ráð á að kaupa stórt hús undir allan barnaflokkinn. Stebbi og Tryggvi  komu til okkar ca aðra hverja helgi, þannig að við vorum 6 krakkarnir þegar við vorum öll heima.
Og trúið mér það gat verið ótrúlega gaman hjá okkur.
Hjalteyrin saman stendur af tveimur götum. Efri götunni og neðri götunni.
Í efri götunni sem við bjuggum í voru 6 hús, þar af tvö tvíbýli.
Í neðri götunni eru svo 4 hús, öll tvíbýli nema eitt.
Svo eru eitthvað af húsum niður á eyrinni, en mest sumarhús held ég.

Við bjuggum í svakalega stóru húsi sem heitir Mikligarður. Mikligarður var í rauninni 4 býli þegar við fluttum þangað. Mamma og Gunni byrjuðu á að kaupa efri hæð og keyptu ekki löngu seinna neðri hæðin líka. Í hinum endanum var svo íbúð uppi og seinna fengu Hjalteyringar KEA a neðri hæðina.
Þarna var svo barnaskóli og þó að væri ekki mikið af börnum á Hjalteyrinni, þá keyrði rúta og sótti krakkana úr sveitinni.
Skólinn var bara upp í 6. bekk og stofurnar bara 3 svo að tveir bekkir deildu stofu. Enda bara um 4-6 krakkar í hverjum bekk.
Þegar var svo komið upp í 7. bekk fórum við í heimavist á Þelamörk, og vorum þar í 7. 8. Og 9.
Á Hjalteyrinni var nóg af móum til að leika sér í, tjörn, fjara sem nær inn að Akureyri (ekki vinsælt samt að reyna að labba þá leið án þess að láta vita af sér) og það sem mér þótti mest heillandi var gamla gamla síldarverksmiðjan sem lá yst á eyrinni, alveg í fjöruborðinu. Ekki sú barnvænsta en við gáfum skít í allt þannig, enda „pössuðum“ við okkur.
Veit að mæður okkar hefðu fengið hland fyrir hjartað ef þær hefðu vitað af okkur þarna en ekki að leika okkur upp í móa í búinu okkar.

Mamma hataði alla tíð þennan draumastað minn. Held að hún geri það ennþá.
Þarna átti hún sín verstu ár.
Gunni átti bílasölu á Akureyri þar sem hann vann myrkrana á milli á meðan hún sat föst í þessu volæðis rassgati, í allt of stóru húsi með olíukyndingu.
Ég er ofboðslega fegin hvað ég varð lítið vör við óbeit móður minnar á þessu himnaríki. Hugsa að það hefði dregið úr endalausi hamingju minni.

Ég sem barn upplifði mömmu og Gunna bara hamingjusamt fólk sem hafði lítið milli handana. Þau sönkuðu að sér gömlum húsgögnum og gerðu upp, Gunni skreytti veggi með þvílíkum listaverkum sem hann gerði sjálfur.
Mamma bjó til risastórt steinabeð í garðinum og ég man að það voru ófáar ferðirnar hjá þeim berandi stórar hellur og steina í þetta beð hjá henni.
Hún skreytti líka vegg á herberginu hans Begga með sól og skýjum og málaði svo mynd af uppáhalds sögu persónunni hans, Jason.

Meðan við krakkarnir fögnuðum stórhríð á veturna og rúlluðumst upp í endalausri hamingju þegar himinháir skaflarnir héldu áfram að stækka og urðu á hæð við húsið okkar, sat mamma greyið inni og bölvaðist út í veðurguðina og hataði að vera innilokuð á þessu krummaskuði sem henni fannst vera á hjar veraldar.

Við krakkarnir höfðum feikna nóg að gera við að leika okkur á sumrin og vorin, skoða hreiður með eggjum og seinna ungum í. Týna krækiber í tonna tali. Leika okkur í fjörunni, vaða í tjörninni, veiða hornsíli og að sjálfsögðu eyddum við mestum tímanum í ævinýra veröldinni sem verksmiðjan var.
Á veturna gátum við skautað á tjörninni, rennt okkur á þotum, hoppað á milli ísjaka (sem var ekki eins vinsælt hjá mæðrum okkar) og við grófum göng í skaflana sem hlóðust upp (meðan mamma var að missa sig inni). Göng sem voru svo löng að inn á milli gerðum við stór rými sem við gátum setið inn í með kerti sem við stálum oftast frá mömmu. Þessi göng var samt best að grafa þegar Stebbi og Tryggvi  voru í heimsókn því að þeir voru sterkari en við og þar af leiðandi duglegri grafarar.

Svo var það sem heillaði mig mest við veturna. Það var þegar rafmagnið fór af. Það þótti mér hrikalega spennandi.
Þá óð mamma geðill um allt húsið og kveikti á kertum fyrir okkur. Það þótti mér gaman. En ekki mömmu.
Ég man að ég gat ekki með neinu móti skilið mömmu að taka ekki þátt í gleði minni í rafmagnsleysinu. Hún bölvaði ísskápnum og eldavélinni og öðrum heimilistækjum sem gengu fyrir rafmagni og hún gat ekki notað í þá tíma eða daga sem við vorum án straums.
En þar sem hún var ekki  viðræðuhæf í rafmagnsleysinu var bara best að láta hana eiga sig á meðan.

Ég skil mömmu í dag.
Ég er líka ótrúlega þakklát bæði mömmu og Gunna fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að flytja til Hjalteyrar.
Þegar ég var unglingur og var spurð að því hvaðan ég væri sagði ég alltaf að ég væri Hjalteyringur.
Í dag segist ég bara vera Íslendingur. Eða að ég sé ættuð frá Ólafsfirði og Borgarfirði Eystra.
Finnst ég ekki hafa rétt á að segja Hjalteyingur enda bjuggum við bara í ca 4 ár þar.

hjalt1 Séð niður á eyrinna.
Verksmiðjan og allt góssið.

Held að þessi mynd verði stærri ef er klikkað á hana.
Þá sést líka nafnið á þeim sem tók hana og ég vona að ég verði ekki kærð fyrir þjófnað.
   Þarna sést byggðin upp í brekkunni. 
 



hjalt3

 

Við bjuggum í húsinnu efst til vinstri.
Ef báðar myndirnar eru skoðaðar má sjá að húsin á eyrinni eru þau sömu, bara tekin frá sitt hvoru sjónarhorninu.


Þið sem nenntuð svona langt Smile have a nice day.

 


Femínistar eða eitthvað annað?

Þar sem mikið er fjallað um jafnrétti og misrétti og kvenrétti og alla mögulega rétti hér á blog.is ákvað ég að koma með mínar skoðanir, eiginlega og aðallega til að vera ekki að fylla athugasemdarkerfi hjá öðrum, því mér finnst eiginlega ekki hægt að athugasemda lítið á svona stórt og viðkvæm mál. Skil jú...
Þetta er færsla sem ég reyndar birti einhvertíma á gamla blogginu mínu, en þeir sem hafa lesið það, lesa það þá bara aftur. Alltaf gaman að lesa sama hlutinn aftur og aftur.

Ef þið eigið erfitt með að skilja þetta, ef það vantar stafi hér og þar, þá er það ekki vegna þess að ég sé lesblind eða neitt þannig. Ég er bara búin að vera svo stíbbluð að ég get varla talað.
Bulla þess meira.
Hér er gamla færslan....

Ég hef að undanförnu verið að lesa hin ýmsu blogg hjá fólki (sem ég þekki ekki neitt) og einhverra hluta vegna er mikið rætt um femínista.
Nú er ég ekkert voðalega mikið inn í því sem er að gerast þarna heima, og hef ekkert mikið verið að velta mér upp úr femínistum, nema núna síðustu daga.
Fólk virðist ekki alveg vera sammála um hvað femínisti er og hvort það sjálft er femínisti eða ekki.
Er femínisti eitthvað eitt? Er femínsti einhver hreyfing eða bara lífsskoðun.
Er femínisti og rauðsokka til dæmis það sama???
Fólk virðist hafa mjög misjafnar skoðanir á þessu öllu saman og hver túlkar fyrir sig.
Ég er sjálf voðalega hlynnt jafnrétti, innan eðlilegra marka auðvitað.


Að mínu mati á hver og einn að hafa rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, hvort sem það er karl eða kona.
Auðvitað finnst mér að bæði kynin eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og allt það, en ég vill samt fá að vera kona í friði og að karlar fái að vera karlar í friði.
Kynin eru ólík að eðlisfari, þó að alltaf séu undantekningar, og mér finnst ofsalega mikilvægt að það verði þannig áfram.
Mér finnst verkaskipting hjá kynjunum í góðu lagi ef báðir aðilar eru sáttir.
Konan sér um þvottinn á heimilinu og karlinn sér um bílinn.
J


Ég vill að guð sé áfram “hann“.
Ég vill að jólasveinarnir séu áfram karlkyns.
Ég vill að ráðherrar séu áfram herrar en ekki frúr, þó að kona sé í embættinu. Væri samt gaman að breyta ráðherra í herra jólasveinn. Fjármálajólasveinn, utanríkis- jólasveinn. Mundi svo vel passa.

Ef við Eiki erum í bíltúr og springur á bílnum, þá fer Eiki út og skiptir um dekk. Því ég er kona!
Ef klósettið okkar stíflast, þá er það Eiki greyið sem losar það, því hann er karlmaðurinn á heimilinu.
Ef ég finn dauða rottu inn í þvottahúsi þá er það hann Eiki minn sem fjarlægir hana, þó að mínir kettir hafi komið með hana inn, því hann er karlmaður.
Ef að þarf að flytja til stóra þunga hluti er það Eiki sem sér um það, því hann er svo sterkur og mikið karlmenni.
Ef er ógeðleg padda hér inni og ég „konan“ vill losna við hana út, þá er það Eiki sem tekur það að sér, nema ef pabbi minn er í heimsókn, þá gerir pabbi það. En hann er líka eldri karlmaður en Eiki. LoL
Ef þarf að sauma gardínur þá geri ég það, því ég er konan á heimilinu.
Ef þarf að baka fyrir skólann eða afmæli þá sé ég um það.
Ef þarf að gefa barninu okkar brjóst, þá tek ég það að mér með glöðu geði, því ég er jú konan.
Ef þarf að umpotta blómunum okkar þá geri ég það. Því mér finnst það konuverk.
Ef þarf að strauja þvott, sem er reyndar i lágmarki því mér finnst það svo ógeðslega leiðinlegt, þá geri ég það bara og fíla mig eins og konu.

Allt hér að ofan gæti vel verið öðruvísi. Eiki getur vel straujað og ég get vel skipt um dekk.
Það er hinsvegar ekki málið. Við höfum bara gert þegjandi samkomulag og erum voðalega sátt við þetta allt.
Eiki sér meira og minna um eldamennsku hér á heimilinu, þó mér finnist það konuverk. Hann býr bara til svo asskoti góðan mat.
Ég hef hinsvegar hingað til tekið að mér að mála það sem mála þarf, þó mér finnist það eiginlega vera karlmannsverk.
Mér finnst sanngjarnt að karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Samt eru þau stundum í sömu vinnu en öll erfiðis vinnan bitnar meira á karlinum.

Þegar við Eiki kynntumst vorum við að vinna á sama stað. Einhvertíma áttum við að þökuleggja ákveðið svæði upp í Kaplakrika. Við gátum það bæði, en Eiki var bara svo mikli sterkari að öll erfiðis vinnan lenti á honum og ég sá um dútlið.
Við vorum á sömu launum.
Ég hef líka unnið með karlmönnum. T.d í uppvaski. Þar hefur meiri hlutinn lent á mér, sömu laun.
Svo er bara fullt af vinnum sem henta öður kyninu betur en hinu.
Og þannig er það bara.

Þetta eru mínar skoðanir.

Ég er ekki kvenréttindakona fram í fingurgóma. Ég vill bara að jafnrétti sé náð, án þess að skaða kynin. Karlmaður verður að fá að njóta sín sem karlmaður og konan verður að fá að njóta sín sem kona.

Verið nú prúð og góð. Ykkar Hulla.


Msn samtal milli Eika og Jóhanns

Ég var eitthvað að gramsa í tölvunni okkar áðan og fann þá þetta samtal.
Þetta samtal hefur átt sér stað snemma í sumar þegar eitthvað var að gerast í Åbenrå og allar búðir opnar frameftir.
Man að Dana og Hanne tóku strákana og við Eiki fengum barnlaust kvöld.
Höfum sennilega sofnað klukkan 21 það kvöld eins og önnur þegar við erum barnlaus.
Aular.
Allavega fann ég þetta samtal og finnst það voða skondið, en mömmum finnst nú líka alltaf sín börn voða fyndið svo það er ekkert að marka.
Jói hefur verið rétt um 8 ára og ekki góður í að skrifa íslensku.

 Eiki says:Hæ Jóí
Johann says:hæ pabbi
Eiki says:ertu bara að hanga í tölvunni ?? hehe
Johann winks:Play "Kærestebrev"
Johann says:alve sama
Eiki says:ertu búin að fara í bæinn með stelpunum
Johann says:ok
Eiki says:hvað ertu búin að vera að gera
Eiki says:??
Johann says:spilla og vera i bajen
Eiki says:ok
Eiki says:er gaman ?
Johann says:
Johann says:ju ju
Eiki says:við erum að horfa á mynd á DR1
Johann says: jæ helde ad du meiner i bejen
Eiki says:við vorum í bænum áðan nú erum við að horfa á mnd
Eiki says:mynd
Johann says:ok 
Johann just sent you a nudge. 
Eiki says:hey
Eiki says:hehe
Johann says:hvad
Eiki says:hvað
Eiki says:??
Johann says:ok
Eiki says:ertu búin að fá nammi
Eiki says:??
Johann says:a
Johann says:ja
Eiki says:ok mundu að taka með heim handa pabba
Johann says:ok kansge
Eiki says:ekki kannski
Eiki says:þú setur eitt nammi í vasann og eitt í munnin hehe
Johann says:ok
Eiki says:600/1200
Johann says:
Eiki says:hhe
Johann says:
kedor du kever mig æb og aned 
Eiki says:ha
Eiki says:ísl
Eiki says:íslensku
Johann says:kom nu
Eiki says:ha
Johann says:
Johann says:ekki bæ
Eiki says:
Eiki says:hvað þá
Johann says:tak vad er du ar kera
Eiki says:ég er að horfa á ómar spila póker á internetinu
Johann says:flod
Eiki says:flott
Eiki says:já hann er að vinna
Eiki says:ertu farinn að sofa ??
Johann says:ved sjovømsd
Eiki says:heyrru þú átt að vera farinn að sofa
Eiki says:kl er 10
Johann says:nej jeg er spilla ps
Johann says:2
Eiki says:já en nú áttu að fara að sofa
Eiki says:ertu núna að fara að sfa
Eiki says:sofa
Eiki says:??
Johann says:          
Eiki says:ok ok
Eiki says:góða nótt
Eiki says:sofðu rótt
Johann says:jeg sanag ikør
Eiki says:sakna þín líka
Johann says:ilove yoy
Eiki says:elska þig
Johann says: ?
Eiki says:love you 2
Eiki says:farðu nú að sofa  ástin mín
Johann says: ok
Eiki says:
Johann says:

jeg skal spille 


Snilld!

Rauðvín og súkkulaði!
Bara brakandi snilld við túrverkjum. Skál.
Nei.... ekki heil flaska og 500 gr af súkkulaði.
Eitt glas og 450 gr af súkkulaði Tounge 
Það er toppurinn.

Góða nótt á ykkur kropparnir minir. Heart


Feita kjötbollan

Ég og Stína vorum mættar á svæðið klukkan 6.
Meat Loaf átti ekki að byrja sjálfur fyrr en um 9 svo við nutum þess bara að sitja í grasinu og spjalla. Veðrið var æðislegt og regnslárnar sem ég hafði pakkað niður voru aldrei teknar upp.
Tíminn var fljótur að líða og um það leiti sem sólin settist byrjaði Hlunkurinn að spila.
Fyrstu 4 lögin könnuðumst við ekkert við. Hljóta að hafa verið ný vegna þess að það leit ekki út fyrir að neinn kannaðist við þau.
Hann var með 2 skvísur sem bakraddasöngkonur og þær vöktu helmingi meiri athygli en hann sjálfur.

Loksins kom lag númer 5 eða 6 og það könnuðust allir við. Paradis by the desboard ligth.
Hljómsveitin var frábær. Og þegar Meat Loaf byrjaði að syngja sló þögn á mannskapinn. Ég veit ekki hvort kallinn var orðinn svona fullur eða hvort hann er bara búinn að missa getuna, en allavega hljómaði þetta skelfilega hjá honum. Fólk leit á hvort annað og það mátti lesa samúðina úr augum þeirra. Svo kom að því að konan átti að byrja og inn á sviðið leið hún Patricia og bjargaði málunum.
Hún var hreint ótrúleg. Veit ekki alveg hvað hún er að hugsa að hanga þarna með honum, en hún hefur sennilega sínar ástæður. Hún er stórkostleg söngkona og öll sviðsframkoma hennar frábær.
Svo koma annað kunnuglegt lag. Hot sommernigth. Þar ákvað kall að syngja bara viðlagið. Hann söng það í ca 20 mínútur. Svo tók hann Bat out of hell og eitt annað nýlegra. Svo var bara allt búið. Uppklappslagði var ekki eitt af þessum gömlu góðu.
Miða við George Mikchael tónleikana sem Þóra bauð mér á í fyrra var þetta bara prummp.

Ef hann hefði ekki haft Patirciu og Susane (held ég að hin hafi heitið) hefði hann verið í ljótum málum.
En ég sé alls ekki eftir þessu. Það var lítið af fólki og ég með mína mannafóbíu þorði næstum alveg inn í þvöguna og fékk ekki eitt einasta köfnunarkast Smile
Leið bara svaka vel. Svo fengum við fullt af athygli bæði frá 60 ára mönnum og svo aftur frá 16 ára strákum. Ekkert mikið þar á milli. En þetta segir okkur bara að við séum á mjög óræðnum aldri Undecided

Við löbbuðum svo niður í bæ. Lengri leiðina -því við villtumst- og Eiki náið i mig og Bjarni vonandi í Stínu. Lestin var nefnilega nýfarin þegar við komum.

Well thats all folks.


LOKSINS!!

Þá er bara alveg að koma að því.
Eftir 4 tíma verð ég á tónleikum með Meatloaf!!!!
Ég og http://stinasveins.blog.is/blog/stinasveins/ ákváðum fyrr í þessari viku að slá þessu upp í kæruleysi og bara skella okkur tvær einar.
Þar sem við höfum bara einu sinni farið eitthvað tvær einar síðan við kynntumst fyrir 6 árum, og það var fyrir 2 eða 3 árum þegar við skelltum okkur tvær einar upp í Kolding og fengum okkur naflalokka og siðan pitsu, tók ca 3 tíma, þá vorum við búnar að ákveða að hittast kannski pínu fyrr og fá okkur bjór og pitsu og spjalla smá áður en bollan stígur á sviðið. Hefði verið voða gaman.
En þar sem það gekk ekki upp, þá gengur bara betur næst Smile

Góða skemmtum á mig í kvöld!

Eigið notarlega helgi öll! Heart
 


Hillan.

Þá er hillan tilbúin.
Ég er voða ánægð með hana og finnst hún bara ágæt (ágætt er betra en gott Wink) svona hvít.

Ég kom henni fyrir í gær og raðaði í henni því helsta sem mér finnst voða voða vænt um, og/eða þýða eitthvað fyrir mig Smile

Efst setti ég ljósmæðra bækurnar sem mamma gaf mér þegar ég ákvað að verða ljósmóðir og mamma trúði BARA á mig Heart 
Þar er líka kertaljós sem logar næstum hvert einasta kvöld. Og svo blóm sem ég er sjálf búin að koma til. Stal afleggjara inn á klósetti á bókasafni í Vester Sottrup.  Að öðru leiti er ég ekki þjófótt.
Í næstu hillu er hvíta biblían sem pabbi gaf mér í jólagjöf þegar ég uppgötvaði að mig vantaði mestu ævintýrabók allra tíma. - Á Grímsævintýri og H.C Andersen og fullt af fleirum- 
Þar við hliðina er svo sálmabók og svo bangsabrúðarhjón og fuglarnir sem skreyttu brúðartertuna okkar, (sem ég hafði steingleymt að panta og pantaði hana fyrst deginum áður).  Svo er brúðargjöfin frá vinnunni minni þar við hliðina.
Svo kemur stytta sem Sveinbjörg og Frikki gáfu mér einhvertíma áður en Jói fæddist, af börnum, og af því að Jói var ekki til, þá eru börnin bara 4.
Svo kemur skálin sem við systurnar vorum skírðar upp úr, og svo börnin mín, nema Lena, hún var skírð í kirkju.
Í hillunni þar fyrir neðan eru svo bækur sem Eiki á um forseta Íslands og svo apastyttan mín sem táknar syni mína. Sér ekkert ljótt, heyrir ekkert ljótt og segir ekkert ljótt. Algjörir englar sem ég á.
Svo koma uppáhalds bækurnar mínar... Heimilislæknirinn!!! Þeir eru nú ekkert ófáir sjúkdómarnir sem ég hef fengið eftir að ég eignaðist þessar bækur. Og alltaf skal ég hafa samband við lækni því ég er að öllum líkindum með eitthvað banvænt. Hef líka verið með elliglöp fyrir aldur fram. Held reyndar að það sé staðreynd.
Svo koma 2 neðstu og merkilegu hillurnar!
Í næst neðstu hillunni er nefnilega fyrstu bækurnar sem ég keypti af bóksala sem kom heim, án þess að Eiki væri neitt sérstaklega hamingjusamur. Mig langaði bara svo mikið í þær að ég lét sem ég heyrði ekki í honum þegar hann fór að minna mig á hvað við höfðum rætt fyrr um daginn. S.s að kaupa ekki neitt. Þetta eru 4 bækur um íslenskt þjóðlíf og þjóðhætti íslendinga fyrr á öldum og gjörsamlega ómissandi á hvert heimili. Blush 
Svo er í miðjunni handunnin leirskál sem Bogga systir gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum og lét þau orð falla í leiðinni að nú skildi ég fara að kaupa mér ekta muni og hætta að versla við ótrúlegu búðina.
Neðst eru svo bækurnar Árið, en þær keypti ég meðan ég bjó með Óla pabba stelpnanna, á móti hans vilja. Þær fékk svo Óli þegar við skildum en náði aldrei í þær... svo nú á ég þær Tounge Þær eru frá 1969-1989 en vantar inn í 1975-1978 veit ekki afhverju. En ef einhver á þær bækur sem mig vantar inn í þá endilega látið mig vita. Þ.e.a.s. ef þið viljið losna við þær án þess að það kosti morð og milljón.
Svo koma þær bækur sem mér þykir langlang vænst um. Ísland í aldanna rás. Heart Þær keypti ég líka án Eika vilja. Hann var meiri að segja svo mikið á móti því að í fyrsta sinn í okkar sambandi langaði mér mikið til að arga smá á hann.
Eiki minn er samt svo dásamlegur að hann segir svo sem ekki neitt fyrir framan sölumenn.
Kannski... Nei Hulla, okkur vantar ekki bækur, við ætluðum að kaupa ný blöndunartæki manstu.
Ég náttúrulega með elliglöp fyrir aldur fram og man ekki neitt eftir því.
Eða... Hulla, við eigum eftir að kaupa jólagjafir handa krökkunum. Svo er hann fullviss um að þeim langi ekki í þessar bækur.
Eða... Hulla, ef við kaupum þessar bækur þá á ég ekki fyrir bensíni til að komast í vinnu fram að útborgunn. Og honum langar ekkert að ferðast á puttanum þessa 60 km sem eru frá Stokkseyri og til Reykjavíkur.
Hvað gerir Eiki þá í örvæntingu sinni. Nú hann stelur náttúrulega pennanum af sölumanninum og felur hann!!! Ég er ekki einu sinni að grínast. Ég gat auðvitað ekki skrifað undir eitt eða neitt í sambandi við kaup á þessum bókum án þess að hafa penna.
Ég leitaði náttúrulega út um allt að pennanum því ekki grunaði mig Eika.
Svo fór ég að leita að öðrum penna og sölumaðurinn fór út í bíl að tékka á hvort hann væri með auka penna. Og til síst fann ég penna í skólatöskunni hennar Dönu.
Loksins var hægt að ganga frá þessu og Eiki lét vel í ljós vanþóknun sína á þessu öllu saman.

Ég er mikið búin að hlægja af þessu síðan, en þótti þetta ekki bit fyndið á því augnabliki sem rann upp fyrir mér að Eiki var búinn að fela alla penna heimilisins auk penna sölumannsins.

Ég tek það fram að Eiki komst í vinnu og krakkarnir fengu jólagjafir.

Djöfull get ég blaðrað. Ætlaði bara rétt að setja inn myndir af hillunni áður en ég færi að leggja mig. Var sko að koma af næturvakt.

P.s Eiki er núna búinn að raða Toyotu bókinni sinni og bókinni um bílinn í fínu hillunna mína. Hugsa að ég verði að finna aðra hillu og gera fína fyrir bílabækurnar hans.

Fyrir. 

 

Fyrir...

 

 

 

 

 

 


Eftir..

 

Eftir...

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið eigið góðan dag og að ég sofi vel. Knús InLove


Dugnaður dauðans.

Í hvert skipti sem ég er örlítið, oggu pons duglegri en vanalega, finn ég hjá mér óstöðvandi hvöt til að láta alla vita. Eða bara drita því á alheimsnetið svo alþjóð megi sjá.
Spurning að setja þetta inn á fleiri tungumálum.  Hummm

Jabb. Ég var sem sagt dugleg í dag.
Þar sem ég get sennilega aldrei í þessu lífi keypt mér almennilegar mubblur, þá tók ég á það ráð að dubba dálítið upp á ógeðis stól sem ég keypti einu sinni á 15 kr hjá rauða krossinum.
Svo gaf http://landsveit.blog.is/blog/landsveit/ frænka mér hillu fyrir endur löngu, sem stóð alltaf til að mála og nú er það sem sagt búið og ég að springa úr stolti.

Set hér inn mynd af stólnum viðbjóðslega.

 Fyrir Fyrir                                                    

  

 

 

    

 

   
   




EftirEftir

 

 

 

 

 

 

 

Snilli sem ég er InLove


Fallegt framtak!

Kíkið endilega við á þessari síðu http://asdisomar.blog.is/blog/asdisomar/ 
Hér er á ferðinni kona með hjarta úr gulli og sál úr silki.

Knús og kram Hulla málari.

Frábært!!!

Þetta eru góðar fréttir og ég ætla rétt að vona að þetta verði samþykkt. Finnst það bara sjálfsagt og skil ekki afhverju lögreglan hefur ekki haft heimild hingað til.

Ég á alveg svakalega erfitt með að átta mig á, á hvaða forsendum hæstiréttur hafnar því að framlengja nálgunarbannið yfir þessum manni.
Bara eitthvað sem ég get ekki með nokkru móti skilið.

Allavega styð ég þetta heilshugar og óska þess af öllu hjarta að þetta komist í gegn.


mbl.is Vill nálgunarbann án dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband