Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
17.6.2008 | 11:11
Nýtt númer :/
Í gær vorum við svo heppin að fá nýtt símanúmer... Vorum líka ansi heppin að hafa uppgötvað það...
Þannig var að í fyrsta lagi hafði síminn ekkert hringt. Samt var Eiki búinn að reyna að hringja heim. Ég var heima en síminn hringdi aldrei.
Svo um kvöldmat ákvað Eiki að hringja heim til Íslands í gegnum tölvuna okkar, nenni ekki að fara að lýsa því eitthvað nema að hann slær inn númerið hjá mömmu sinni í tölvuna og þá hringir heimasíminn og hann tekur upp og getur talað ótrúlega lengi fyrir næstum ekki neitt.
Hann gerði eins og hann er vanur en heimasíminn hringdi bara ekki.
Fyrst héldum við að síminn væri bara eitthvað bilaður og prófuðum að hringja í hann úr gemsanum, en hann hringdi ekki. Þá prófaði Eiki - sem er nokkuð vel gefinn- að hringja úr heimasímanum í gemsan og það tókst. Nema að við þekktum ekki númerið.
Við vorum sem sagt komin með annað númer án þess að vita af því.
Eiki hringdi svo til TDC, en þeir voru bara úti að skíta og höfðu ekki hugmynd um hvað hefði gerst.
Við komumst svo að því að við erum með númerið hans Lars nágranna og ætli hann sé ekki með okkar númer.
Þeir hjá TDC eru ekki en búnir að finna út úr þessu...og skilja bara ekki neitt í neinu. Asnar.
Við getum hringt úr símanum en enginn getur hringt í okkur... Grrrrr klúður.
Gleðilegan 17.júní annars og hafið það gott í dag. Knús, Hulla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.6.2008 | 18:36
Elsku kallinn :( / Viðbót
Þetta er hræðilega sorglegt.
Hugsið ykkur að missa allt! ´
Og hundana sína... gott að kisa slapp.
Það ætla ég að vona að hann sé vel tryggður, og / eða að sett verði af stað söfnun til að hjálpa manninum.
Hugsiði ykkur að horfa upp á allt sitt hverfa á einum degi.
Hann á alla mína samúð og ég vona að honum farnist vel.
Söfnun er hafin
Margt lítið gerir eitt stórt...
Reikningsnúmerið er:1161-26-001050 kennitala:451089-2509,við Sparisjóð Strandamanna.
Finnbogastaðir brunnu til kaldra kola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.6.2008 kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2008 | 15:27
Leyfið honum að lifa þessum.
Ég ætla rétt að vona að þessi bangsi fái að lifa og þeir sem "ráða" sjái sóma sinn í því að koma honum til síns heima.
Allt í biðstöðu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.6.2008 | 11:15
Foreldrar!
Um daginn var haldinn fundur í skólanum hjá Atla Hauk. Umræðan var drykkja og reykingar barnanna í skólanum og viðhorf foreldrana til þessara mála.
Við komumst því miður ekki, en djöfull hefði ég viljað vera þarna.
Við erum aðeins búin að heyra hvað fram fór á þessum fundi, og ég er svo aldeilis gáttuð.
Danir hafa allt annað viðhorf til drykkju heldur en íslendingar, og það er kannski bara allt í lagi út af fyrir sig.
Það er ekkert stórmál hérna þó að einhver fái sér kaldan öl á heitum sumardegi, þó að sé mánudagur. Rauðvín drukkið með þriðjudagsmatnum og gamlir á elliheimilum fái sér snafs með gulu baununum sínum í hádeginu á miðvikudegi.
Ég hef sjálf ekki orðið vör við svona sudda fyllerí eins og tíðkast um helgar heima, þó að það eigi sér vissulega örugglega stað hérna líka.
Það sem mér finnst svo undarlegt og beinlínis ótrúlegt, er þegar fullorðið fólk kaupir áfengi handa börnunum sínum, kannski 14 ára, og segir svo að það sé að "kenna" börnunum að drekka. Og það sé auðvitað betra að kaupa handa því gott áfengi svo krakkarnir fari ekki að drekka landa!
Ein sagði mér að hún mundi alltaf skammta sínum strák sígarettur og bjór því þá mundi hún nákvæmlega vita hvaða magn hann tæki inn!!!
Hvað er fólk að pæla???
Það eru krakkar á aldur við Atla Hauk í skólanum sem drekka með foreldrum sínum og mér finnst það ekki í lagi.
Ábyrgðarlaust og siðlaust.
Í mínum augum er þetta svipað og ef ég mundi leyfa mínum 14 ára strák að keyra bíl. Auðvitað bara hérna heima til að byrja með, meðan hann væri að "læra" það. En svo mætti hann alveg keyra á götunum, en bara með því skilyrði að hann mundi ekki keyra of hratt, eða á einhvern annan.
Að sumu leiti væri það samt skárra því að hann væri þá a.m.k allsgáður.
Hvað ætla þessir sömu foreldrar að gera ef barninu langar í dóp? Á þá bara að redda því góðu dópi?
Hreinu hassi og tæru heróíni??? - Og mundu svo væni minn... bara lítið í einu!
Ég lít þannig á að ef að ég gef barninu mínu leyfi til að drekka áður en það er komið með aldur til, og fulla barninu mínu dettur til dæmis í hug að fá "lánaðan" bíll í næsta nágreni. Verður svo á að keyra yfir manneskju... Þá er það á mína ábyrgð. Mér að kenna.
Við eigum að vera fyrirmynd fyrir afkvæmi okkar og ekki kenna þeim að drekka, þó þau séu fermd.
Þakka fyrir kvitt og kveðjur.... Hulla Pulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.6.2008 | 04:42
Júlíus Jesús 12 ára :)
En geysa afmæli í þessari fjölskyldu. Nú er það Júlli litli í Kattholti sem er 12 ára í dag.
Treystið ykkur í aðra fæðingarsögu? Ég bara finn hjá mér blossandi þörf að tala um fæðingu barnanna minn á afmælisdaginn þeirra.
Áður en ég uppgötvaði bloggið og alla möguleikana sem það hefur upp á að bjóða sat ég yfir afkvæmum mínum á afmælisdaginn þeirra og sagði þeim nákvæmlega hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þennan dag.
- Júlli minn, veistu hvað gerðist fyrir nákvæmlega 10 árum síðan?- spurði ég son minn fyrir tveimur árum.
- Já þú eignaðist mig... Pínu pirringur.
- Nei ég meina nákvæmlega.
- Þú varst að bölva ljósmóðurinni fyrir að sofa yfir þér. Pirr pirr
- Nei, Júlli, það var seinna. Fyrir nákvæmlega 10 árum var ég og pabbi þinn á leiðinni upp á spítala, á ljósunum í Garðabæ.
- Mamma viltu ekki bara skrifa þetta í bók og gefa mér???
Þá ákvað ég að þetta væri kannski orðið svolítið lúið
Þannig að kæru bloggvinir, nú ætla ég að gefa börnunum mínum frí og skemmta ykkur í staðinn, ég fæ líka jákvæðari viðbrögð frá ykkur en kakkastrumpunum mínum.
13.júní 1996... Já þetta á að vera 13. þó að sé 15. í dag.
Ég var nýbúin að halda upp á 9 ára afmælið hennar Dönu, þennan sama dag. Klukkan var eitthvað um hálf eitt eitt eftir miðnætti, og ég var búin að ganga frá öllu og sat nú upp í sófa og slappaði af eins vel og ég gat.
Ég átti ekki að eiga fyrr en 3.júlí og reiknaði þar af leiðandi ekki með guttanum fyrr en 10. júlí.
Eiki var nýkominn og við sátum og horfðum á sjónvarpið. Ég var svo afslöppuð að ég ákvað að naglalakka mig. Og það gerist nú ekki oft.
Svo ákvað mín að skella sér í snögga sturtu fyrir svefninn.
Ég sótti mér stóran ógeðslega ljótan bol og risa stórt Sloggy dæmi. Svo arkaði ég inn á pínku litla baðið okkar.
Eins og alltaf byrjaði ég á að pissa. (rosalegt hvað ég er farin að segja ykkur frá klósettferðum mínum) Allavega fann ég að ég var löngu hætt að pissa en það hélt samt áfram að leka.
Ég var ekki alveg til í að viðurkenna að þetta væri buna af legvatni, sérstaklega því að ég var búin a plana alla fæðinguna fyrir fram.
Þar sem fæðingarnar með Dönu, Lenu og Atla Hauk voru allar eins (næstum) fyrir utan tíma, var ég búin að ákveða að 1-7 dögum eftir sónartímann mundi ég fara í gang of upp á spítala og vera búin á 2-5 tímum, frá fyrstu verkjum. Hlyti að vera svipað og hin skiptin.
Meðan ég sat þarna á klóstinnu og var í bullandi afneitun á þetta allt saman, fann ég út að ef ég hallaði mér fram, stoppaði lekinn en ef ég hallaði mér aftur byrjaði aftur að leka. Það bunaði ekkert eða neitt þannig, bara smá lekkstur.
Ég hafði löngu ákveðið að eiga þetta barn heima, -aðallega vegna þess að mér finnst svo ógeðslega vont að sitja í bíl með hríðar-. Ég var búin að kaupa dobbíu af stórum "eftir fæðingar" bindum og pissudúk og ný handklæði sem ég var löngu búin að sjóða og pakka inn í plast. Allt klárt. Og ljósan búin að gefa grænt ljós og allt klappað og klárt.
Það endaði með því að ég klessti á mig einu svona mega bindi og staulaðist fram.
Í eldhúsinu stoppaði ég til að gera smá tilraun, beygja mig í hnjánum og standa á einni löpp og svona að reyna að finna út hvenær mundi leka og hvenær ekki. Vildi endilega halda öllu vatni á sínum stað eins lengi og mögulegt væri. T.d í 3 vikur en.
- Hvað ertu eiginlega að gera. Spurði Eiki sem hafði horft á þessar æfingar mínar úr stofunni.
- Ehhhh ekki neitt. Sagði ég og gekk ofur varlega inn í stofu til hans.
Hann blaðraði svo mikið um eitthvað í sjónvarpinu að ég hætti við að segja honum frá þessu. Fór líka að hugsa um að kannski mundi þetta gróa ef ég væri bara kjurr og þá óþarfi að æsa Eika greyið upp. Hann var líka svo óreyndur eitthvað á þessu sviði. Ég hafði ákveðið að fara með honum í foreldrafræðslu, þar sem þetta var nú fyrsta barnið hans, en eftir fyrsta tímann ákvað ég að fræða hann bara sjálf, þarna var ekki verið að tala um neitt sem ég vissi ekki fyrir, enda áhuga manneskja mikil um meðgöngu, getnað og fæðingu + að vera búin að ganga í gegnum þetta allt áður.
Þegar hann var búinn að romsa heillum massa út úr sér, spurði hann mig aftur hvort væri eitthvað að mér, njálgur eða eitthvað þess háttar. Fannst ég sitja og iða mjög undarlega.
- Veistu, ég var að spá í hvort ég væri ekki bara að missa vatnið eða eitthvað þannig, sagði ég pínu glöð í röddinni,en líka smá stressuð. Vildi ekkert mikið vera að stressa Eika minn eða gera hann hræddan.
En Eiki fríkaði út, Bara sí sona. Hann skipti litum. Varð fyrst rauður í framan, svo smá útí lilla, svo blár, voða fallega blár og svo út í grænt, svo dofnaði það algjörlega. Og eftir stóð stein grár Eiríkur. Lítill og hjálparlaus, búinn að rífa marga lokka úr síða fallega hárinu sínu. Nú stóð hann þarna á miðju stofugólfinu, 18 ára, með hár niður á mitt bak, á boxerbrókum, búinn að barna miðaldra konu og nú var legvatnið farið að leka og hann vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Hann var gjörsamlega búinn. Og ég hló. Helvítis kvikindið ég, hló eins og mófó. En við skulum taka það til greina að ég var líka stressuð.
Það varð úr að Eiki minn titrandi og nær gráti hringdi upp á Lansa. Honum var sagt að við skyldum bara koma og láta kíkja á mig.
Pabbi hans Atla Hauks var með stelpurnar og Atla Hauk svo við bara skelltum okkur með það sama.
Upp á Lansa fékk ég svona móttökur...
- Hvað þú aftur??? - varstu ekki hérna um daginn
- Jú en það var sko ekki ég sem var að eiga þá, heldur vinkona mín :(
Svo kom dásamleg kona á móti mér, sú sama og hafði komið heim eftir að ég átti Atla Hauk. Anna Eðvaldsdóttir minnir mig. Hún tók að sér að skoða mig og undarlegt nok, þá var búin að gróa fyrir og ekkert legvatn lak.
Mér leið eins og hálfvita - og trúið mér, ég veit hvernig þeim líður- Oft hafði ég heyrt að ófrískar konur fengju slakan grindarbotn og mundu stundum missa þvag við hósta eða hnerra, en að ég skildi lenda í því án þess að fatta það, og gera mér svo sér ferð upp á spítala... Fannst ég mesta fífl í heimi.
Þetta var sem betur fer legvatn, hægt að sjá það á einhverjum prufum, ég júbblaði. Komin með 5 í útvíkkun og alveg verkjalaus ennþá, var látin liggja í einhverja tíma til að fylgjast með mér og á meðan náði Eiki að sýna mér sína frábæru leiklistar hæfileika... Ég fékk meðal annars að sjá Dr.Saxa. Eiki fór á kostum og ef mig misminnir ekki, hafði hann stolið sér slopp og var búin að æða ofan í skúffur og ná sér í skæri, og ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei á ævinni hlegið eins mikið. Við fundum líka ( á einni ferð okkar niður í kjallara) dálítið fyndið hlaupahjól með vörubretti framan á. Á þessu bretti sat ég með krosslagðar fætur og Eiki stóð hjólið í botn eftir öllum göngunum með mig skríkjandi framan á.
Þá er ég eina ferðina en komin fram úr mér...
Ég fékk s.s að fara heim aftur með því skilyrði að ég mundi strax hafa samband við ljósuna sem ætlaði að koma heim. Er nokkuð viss um að hún hafi heitið Guðrún Ólöf og hafi verið sú eina á þessum tíma sem kom í heimahús.
Við hringdum um leið og við komum heim - undir morgunn- Hún sagði okkur að leggja okkur bara og hringja ef eitthvað mundi gerast. Við sváfum til hádegis og allt var óbreytt þegar við vöknuðum.
Fórum í einhvern bíltúr og svo heim aftur. Um kvöldmatarleiti kom svo ljósmóðirin,aðallega því að henni fannst alltof langur tími liðinn frá því að vatnið byrjaði að leka.
Hún skoðaði mig í krók og kima og engar breytingar síðan um nóttina. Hún fór aftur þegar hún hafði tekið það loforð af okkur að hringja um leið, ef einhverjar breytingar yrðu.
14. júní og ekkert að gerast. Ljósan kom um kvöldmatarleiti og skoðaði mig aftur, tosaði í leghálsinn á mér og gaf mér örvandi te. Nuddaði svo á mér einhvern vissan blett á kálfunum á meðan ég drakk teið og Eiki dansaði bara í kringum okkur á meðan.
Nú fór ég loksins að finna verki. Minnti samt að þeir hefðu verið verri. Hún margspurði mig hvort að þetta væru ekki bara samdrættir. Ég var náttúrulega ekki alveg viss, en hélt samt að þetta væru hríðar. Við horfðum á sjónvarpið, og ég gleymdi öllum verkjum á meðan. S.s ekkert að gerast.
Rétt fyrir miðnætti fór ljósan að tala um að við skyldum nú fara upp á spítala, þar sem væri að verða 2 sólarhringar síðan vatnið byrjaði að leka. Ég var nú ekki aldeilis til í það og fékk hana með mínu blíðasta brosi að gefa þessu aðeins lengri tíma. En engar breytingar.
Um tvö leitið sagði hún ákveðin að nú skyldum við fara. Ég fékk þó leyfi til að fara í sturtu áður, og lá þar og hékk á bæn um að nú færi allt af stað, til að þurfa ekki að fara á spítala.
Ég er viss um að þessi sturtuferð mín hafi tekið um hálftíma, A.m.k gat maður lesið óþolinmæðina úr svipnum bæði á Eika og ljósunni.
Þegar við vorum komin út á bílaplan kl korter í þrjú og ég heyrði á eftir bílnum ljósunar upp eftir Hverfisgötuna, kom fyrsta hríðin. Um leið og ég tók í hurðaopnaran skall hún á af öllu afli. Og nú var of seint að fara inn aftur. Enda hefði Eiki aldrei opnað fyrir mér. Hann var alltaf á móti heimafæðingar hugmyndinni minni. Og eina ferðina en varð ég þeirra ánægju aðnjótandi að fá að sitja í bíl með hríðar. Unaðslegt.
Eftir brjálæðis akstur niðrá Lansa var ég aðframkomin. Aðallega úr bílhræðslu samt. Hugsa að við höfum verið svona ca 3 mínútur á leiðinni frá Hafnarfirði og á Lansan. (ýkjur)
Mér var dúndrað í rúm, Mér fannst Eiki ekkert fyndinn lengur. Honum fannst það heldur ekki.
Mér var eina ferðina en neitað um deyfingu en fékk í fyrsta sinn að prófa grímu, með vondri lykt.
Eftir tvær tilraunir var köfnunar tilfinningin að slá öllum hríðum út, svo ég leyfði Eika bara að leika sér með grímuna.
Ég fékk að sjálfsögðu kvíðakast eins og ég er vön að gera undir þessum kringumstæðum og vildi að þessi fæðing yrði stoppuð af. Var viss um að sonur minn væri ekki alveg tilbúinn til að fæðast, enda átti hann eftir að liggja inn í mér og taka út meiri þroska í 3 vikur í viðbót. Var alveg að missa mig á tímabili.
Ljósan sofnaði hangandi yfir grindverkið á rúminu mínu, mér til mikillar skapraunar. Fannst ég eiga að fá óskipta athygli hennar. Eftir mikið hóstakast (af mínum völdum) vaknaði loksins konan.
Til að halda sér vakandi fór hún að bjóða mér upp á alla vega stellingar til að eiga barnið mitt.
Mér fannst hún vera óð. Ég ætlaði ekki að fara að eiga barnið mitt krjúpandi á fjórum eins og kusa, fann heldur enga þörf hjá mér að liggja neitt öðruvísi. Vildi bara ljúka þessu af hér og nú.
Þannig að ég gerði það.
Fékk mér 10 í útvíkkun með það sama og eftir 2-3 rembinga fæddist svo litli kúturinn minn í sigurkufli sem náði honum niður fyrir eyru.
Ég fer ekki ofan af því að þetta er lang besta tilfinningin í öllum heiminum. Að eignast vel skapað og heilbrigt barn.
Eiki minn fékk að baða frumburðinn sinn, með því skilyrði að hann setti hárið í tagl.
Hamingjan streymdi og ég fann að þetta var orðin fíkn hjá mér... þessi hamingja.
Júlíus á Dybbølsafninu
Fallegastur
Júllinn okkar elskar dýr ofar öllu...
Nafnið hans Júlla míns er þannig til komið að besti Vinur okkar Eika á þessum tíma var hann Júlli... Dásamlegur strákur sem hefur farið mikið af vitlausum leiðum í lífinu, en er ein sú besta sál sem ég þekki.
Jesúar nafnið kom sterklega inn, en Eiki samþykkti það ekki enda með undurfurðulegan smekk fyrir nöfnum.
Ég kalla Júlla minn nú samt stundum Jesús eða Jessa litla.
Þegar Eiki neitaði Jesúar nafninu kom ekkert til greina nema Dan, og ég vann aftur
Júlli minn hefur verið ofur illa alinn og óþekkur frá blautu barnsbeini. Hann minnir mikið á Emil litla í Kattholti, hvað varðar uppátæki og sakleysi.
Júlli gerir aldrei neitt vont, en hann er ofsalega oft misskilinn. Fullorðnir eru í hans augum undur veraldar ( eins og karlmenn í mínum augum)
Júlíus er ekki ofvirkur, heldur óþekkur!
En nú er Júllinn okkar orðinn 12 ára og í eitt ár hefur bara verið hringt ca 2 -4 til að klaga hann, og allt auðvitað á misskilningi byggt.
Áður var hringt daglega...
Elska þennan stubb minn ofur ofur heitt og ég þakklát hvern einasta dag að hann er heilbrigður og fallegur, og sérlega vel gerður og vel gefinn lítill pjakkur.
Góðan dag á ykkur öll.... Heilsa... Hulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
13.6.2008 | 20:45
Takk takk :)
Vil byrja á að þakka allar fallegu kveðjurnar á færslunni á undan Elska kveðjur.
Mamma og Lárus eru hérna í Dk núna. Þau eru í sumarhúsi ekki langt frá okkur sem hentar okkur óskaplega vel, því þá er ekki langt að fara til að hanga yfir þeim og hrella þau.
Svo tóku þau líka strákana í kvöld og verða með þá í nótt.
Eins og við erum krúttlegt par og kunnum að njóta þess að vera barnlaus, þá hangi ég hérna í tölvunni og Eiki lafir í tölvunni hans Atla Hauks hérna uppi, endalaust kósý.
Það er samt pínu varhugarvert að senda börnin eftirlitslaust til hennar móður minnar.
Hún er svo hraðlygin að það síðasta sem ég sagði við strákana áður en við fóru var... Munið svo að trúa ekki orði af því sem hún amma ykkur segir ykkur!
Hún bullar endalaust um hluti sem aldrei hafa gerst.
Hún sagði þeim t.d þegar við kíktum á þau, þegar þau voru ný komin að ég hefði byrjað að reykja og drekka 3ja ára og hefði í þokkabót verið óþekk!!! Það vita nú allir sem mig þekkja að ég hef aldrei verið óhlýðin af neinu tagi.
Svo sagði hún þeim líka að ég hefði fæðst með horn og hala og hefði þurft að fara í aðgerð fljótlega efir fæðingu því að engin hefði getað horft á mig vegna allra auka hlutana.
Þetta er bara brot... og lygi.
Móðir mín er ofsalega spes kona.
Man t.d þegar ég gifti mig - einu sinni- þegar stelpurnar voru litlar. (er samt ekkert alltaf að gifta mig) að hún móðir mín fékk það hlutverk að halda dætrum mínum í skefjum. Það tókst henni ljómandi vel, en ég hugsa að allir kirkjugestirnir hafi heyrt sögurnar af Grýlu sem hún sagði stelpunum í miðri athöfn, hátt og hvellt. Á meðan át Lena blómavöndinn sinn, en það er önnur saga.
Annars er mamma voða fín. Pínu erfið á köflum, en annars indæl.
Það er dálítið erfitt að vera ég núna. Forvitin... og hef ekki hugmynd um hvað hún er að bulla í strákunum í þessum töluðu orðum.
Eigið þið nú ofsa fína helgi. Gæti trúað að sólin sé hjá ykkur, því að hún er allavega ekki hérna fyrr en á þriðjudaginn...
Kveðja og svakalega mikið af kossum... Hulla Pulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.6.2008 | 07:09
12.júní. 1987
Það er 12 júní fyrir 21 ári. Klukkan er rétt um hálf 1 að nóttu til og ég vakna við að Óli er að ýta við mér. Ég heyri í pabba frammi, svo ég veit að Óli er nýskriðinn upp í. Þeir voru nefnilega að horfa á hundleiðinlegan vestra um ellefu þegar ég fór að sofa. Ég er komin viku fram yfir áætlaðan fæðingatíma og orðin býsna vondauf um að ég fari nokkur tíma af stað.
Óli er sem sagt að ýta við mér og spyrja hvort ég sé vakandi...
- UUUU já núna, segi ég frekar pirruð, þarf ekki mikið þessa dagana til að gera mig pirraða.
- Ég var bara að spá í hvort eitthvað væri að gerast hjá þér... verkir eða eitthvað.
-Nei segi ég frekar fúl og sofna aftur.
Hálftíma seinna vekur hann mig aftur og spyr að því sama!
Ég er orðin ansi pirruð á honum og eiginlega dálítið hissa líka því hann er ekki vanur að vekja mig með svona aula spurningar.
Hann er svo að vekja mig af og til alla nóttina, mér til mikillar ánægju og yndisauka.
Um hálf fjögur vekur hann mig til að segja mér að ég hafi umlað, og hvort ég finni til eða eitthvað.
Ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki baun umlað og nú er ég orðin andvaka og ekki möguleiki að sofna aftur.
Hann sofnar hinsvegar loksins og sefur vel. Ég heyri það.
Ég lá og hugsaði og reyndi að festa svefn aftur en allt kom fyrir ekki. Skoðaði yfir herbergið sem var risastórt og fullbúið fyrir ungbarn.
Öll föt þvegin og straujuð og komin í plast ofan í kommóðu, og búin að vera þannig í 4 mánuði. Vaggan sem Guðlaug vinkona hafði smíðað í smíðum handa mér þegar hún kláraði 9. bekkinn skömmu áður stóð uppá búin, með bleiku. Allt klárt, vantaði bara litlu dóttur mína.
Um fimmleytið fékk ég svo verk! Hélt reyndar að þetta væri bara samdráttar sakleysis verkur, en þegar annar kom 3 mínútum seinna varð ég stressuð.
Þegar ég fór að pissa tveimur verkjum seinna, og eftir að hafa reynt að vekja manninn sem nú svaf vært, án árangurs, sá ég að það var byrjað að blæða.
Nú var ég á mörkunum að fríka út enda aldrei heyrt um blæðingar svona seint á meðgöngu nema maður sé að missa barnið.
Ég vakti nú manninn af öllu afli og þegar hann var búinn að jafna sig eftir mesta sjokkið hringdi hann í mömmu sína. Hún ráðlagði okkur að hringja upp á fæðingarheimili, sem við gerðum ekki.
Hringdum í staðinn í mína mömmu. Eina sem hún sagði í símann var "ég kem" og skellti svo á.
Mamma bjó á þessum tíma í Breiðholtinu en við í Hafnarfirði, svo við áttum ekki von á henni fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 mín.
Óli hringdi á fæðingarheimilið og var sagt að við skildum bara koma og við skildum ekki hafa neinar áhyggjur, slímtappinn hefði bara losnað. Yehh ræt. Slímtappi mæ es.
Mamma hefur sennilega sett í fluggírinn því hún var komin um það leiti sem Óli hætti að tala við þá hjá fæðingarheimilinu.
Mamma vakti pabba sem svaf í herberginu við hliðina, ekki hafði ég hugsun á því.
Pabbi gerði það sem hann gerir 'þegar hann veit ekki hvernig hann á að vera... Hann fór inn í eldhús og smurði fullann bakka af brauði og stóð með það tilbúið þegar við komum til að kveðja. Greyið pabbi minn.
Mamma hafði fulla stjórn á þessu öllu og skipaði okkur að taka nýja fína Charadeinn sinn og hún ætlaði svo að koma á eftir á gömlu Lödunni okkar, sem var búið að spreyja "óli + hulla" á vinstri hliðina. En hún lét sem hún sæi það ekki og kom á öðru hundraðinu á eftir okkur.
Mig minnir að klukkan hafi verið að verða 8 þegar við komum upp á fæðingarheimili.
Ég var á mörkunum að láta lífið úr verkjum og var viss um að engin kona hefði upplifað slíkar þjáningar áður.
Mamma var hins vegar kát og glöð og sýndi mér lítinn skilning. Hún gerði að gamni sínu við ljósmæðurnar og þegar fæðingarlæknirinn birtist hvíslaði hún að mér " Heilsaðu manninum Hugljúf mín, sérðu ekki að þetta er sami læknirinn og tók á móti þér?"
Og ég náttúrulega, bara 17, óharðnaður unglingurinn" greip í spaðann á lækninum og spurði hann hátt og skírt hvort hann myndi ekki eftir mér. Hann gerði það nú reyndar ekki.
Mamma má nú samt eiga það að hún flýtti sér að slökkva á kassettunni sem var sett í, mér til afslöppunar... Hann hafði öfug áhrif á mig... og mömmu líka.
Klukkan 10 var mér sagt að ég yrði nú sennilega búin fyrir fimm. Það var lítil huggun og ég var farin að væla og vildi fresta þessu öllu saman, var bara engan veginn tilbúin í alla þessa verki. Þá sussaði mamma á mig og sagði mér að taka mig saman. Svo sagði hún með sinni sykursætu röddu..."Þér var nær Hulla mín, ég er viss um að þú hefur ekki argað svona meðan var verið að koma þessu barni fyrir í þér" Svo hló hún eins og tröllskessa.
Ég snar þagnaði og Óli sótroðnaði, enda þekkti hann mömmu ekki eins vel og ég.
Ég byrjaði svo að skæla hátt og hvelt og bað um að mér yrði vinsamlegast lógað.
Það voru ljósurnar ekki til í, og mér fannst allir á móti mér.
Þegar ég var að örmagnast ákvað ég láta undan og biðja um deyfingu. Ég hafði löngu áður ákveðið að nota engar deyfingar, því að ég var svo cool.
Því miður vinan, þá er of stutt í að barnið komi, svo... NEI!
Mikið leið mér nú stórkostlega að heyra þetta "nei"...
Óli reyndi að gera sitt til að linna kvalir mínar, t.d með því að nudda á mér bakið. En þar sem hann hafði ráðist á bílskúrsgólfið hans pabba nokkrum dögum áður (ætli það hafi ekki verið fæðingarþunglyndi) og var þess vegna í gifsi, þá var það frekar óþægilegt svo ég bað hann vinsamlegast um að hætta. Mig grunar að ég hafi ekki verið sú skemmtilegasta þennan morgunn.
Nú skulum við átta okkur á að þetta gerðist allt í gamla daga. Þá tíðkaðist nefnilega sá bráð skemmtilegi siður að klippa allar konur í fæðingu, svona djøst in keis, svo þær mundu ekki rifna. Mjög gáfulegt eða hitt þó heldur.
Klukkan hálf ellefu fann ég að hjartslátturinn minn var að fjara út og ég var steinhætt að hlusta á bullið í móður minni, hún var samt voða fyndin, verður það oft þegar hún er undir jákvæðu álagi.
Skyndilega þurfti ég að rembast, og sama hvað ég reyndi að halda aftur af mér, að beðni ljósunar, þá var það bara ómögulegt.
10:50 fæddist svo frumburður minn, hún fallega Dana mín.
Ég á aldrei eftir að geta líst hvernig mér leið þegar ég fékk hana rennandi blauta og sleipa í fangið. Veit að margar hafa upplifað það sama, og þetta er bara besta tilfinning ever!
Dana grét ekki, heldur opnaði annað augað og starði á ömmu sína eins og ugla.
Hún var svo dásamlega falleg að annað eins hafði bara ekki sést þarna á fæðingarheimilinu síðan 8.maj.1970.
Þegar Dana var ca 3ja mínútna gömul kom tengdamamma mín inn. Hún hafði þá beðið allan tímann frami. Mikið rosalega var gott að sjá hana. Og mikið rosalega lofaði ég mér að Dana yrði eina barnið mitt, því illa gefin taldi ég mig ekki vera, og ætlaði mér ekki að ganga í gegnum alla þessa tæpu 6 klukkustundir af ólýsanlegum kvölum aftur. Aldrei.!!!
Illa gefin eða bara hreinlega heimsk þá á ég 5 í dag.
Elsku litla Dennan mín. Innilegar hamingjuóskir með daginn Elska þig.
Fallega Danan mín og kærastan hennar hún Hanne.
Dennan góð við mömmu sína :)
Dana að haga sér kjánalega, hún á það til :)
Dana er dóttirin sem allar mæður óska sér, en ég á!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
11.6.2008 | 10:53
Skrítið!!!
Í bæði skiptin sem við höfum flutt hingað til DK - 2001 og svo 2004- höfum við valið að sigla með norrænu.
Það virðist engin tollgæsla vera hérna... Allavega ókum við bara beint út úr bátnum og í burtu.
Dálítið skrítið, því í seinna skiptið sem við komum vorum við með Pernillu með okkur (Köttinn) og okkur var sagt heima að við kæmumst ekki einu sinni um borð án þess að vera með heilbrigðisvottorð og sérstaklega þar sem kisa var kettlinga full.
Hún þurfti líka að gangast undir heljarinnar skoðun og fá sprautur og að öllu þessu loknu fékk hún svo vottorðið. Mig minnir að allur pakkinn hafi kostað á bilinu 10-15.000.
Þegar við svo komum í Norrænu var ekki nokkur sála sem vildi kíkja á vottorðið.
Þeim var reyndar slétt sama þó að við værum með kött. Fannst meiri að segja tilvalið að við færum bara með hana inn á herbergi, eða káetu, eða klefa eða hvað þetta er kallað.
Við komuna til Hanstholm var ég svo tilbúin með þetta dýra og fína vottorð til að veifa því framan í hvern sem var, en ekki nokkur maður vildi við okkur tala.
Það er kannski engin svo heimskur að smygla einhverju hingað? Og þar af leiðandi ekki þörf á tollgæslu?
Bara smá pæling
Hafið það gott.
Mikið magn fíkniefna í Norrænu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.6.2008 | 10:36
Framkvæmdarsemi.
Framkvæmdargleði mín á sér engin takmörk.
Ég hlýt að hafa þjáðst af einhverjum skorti sem tengist sól og hita. Alla vega er ég þvílíkt búin að hressast í letinni síðan að sumarið kom
Í gær ákvað ég og Atli Haukur að tími væri kominn á smá bakstur, enda gæti Atli Haukur lifað á sætabrauði eingöngu ef hann ætti tiltekna breska móður.
En hann á bara mig, og ég er að hans mati mikil frekja og stjórnsöm með meiru. Vil bæði stjórna klæðaburði hans og hvað hann setur ofan í sig.
Nohh... Við bökuðum sem sagt 2 stykki ölbrauð, sem er eitt af því besta sem strákarnir fá og seinna um kvöldið bakaði ég svo risa stafla af skonsum... sem urðu í fyrsta sinn alveg eins og Írisar skonsur... BARA góðar. Svo bjó ég til eggjasalat, svo það voru glaðir litlir strákar sem settu matarpakkann sinn í skólatöskurnar í morgunn.
Klukkan 5:30 í morgunn byrjaði ég á að hlaupa hér út um allan garð á náttfötunum.
Ég gerði það hreint ekki af löngun til að hreyfa mig heldur vegna þess að þegar ég kom hérna fram blasti við mér 10 kg kanína á veröndinni... á leiðinni að gæða sér á bananatrjánum mínum... Ég gólaði á strákana og svo ´út að skokka.
Hlunkur -hann heitir það- er nú ljúfur sem lamb og ekki mikið mál að ná honum. Hann situr núna og étur fíflablöð.
Svo hélt dugnaðurinn áfram.
Fyrir klukkan 11 var ég svo búin að bara 4 hjónabandssælur... reyndar fyrir mistök, þær áttu bara að vera 2, en þar sem Kolla vinkona gat ekki svarað undir eins og ég sendi henni sms kl hálf 8 að ísl tíma gerði ég tvöfalda uppskrift = 4 kökur... Kolla á þessa uppskrift og ég vissi ekki hversu stór hún væri....
Svo er ég búin að gera kanilsnúða, svo marga að ég kemst ekki að í eldhúsinu til að þrífa, heppin þar.
Nú er frystirinn fullur af bakkelsi og í gleði minni í morgunn fór ég að pæla í hvort ég ætti ekki bara að rumpa jólabakstrinum af og troða honum hjá öllu hinu í frystikistuna. En ég hélt aftur af mér....
Eigið góðan dag og takk fyrir kvitt og kveðjur. Hulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2008 | 16:44
Bara varð :)
Ég er mitt fan nr 1. Viðurkenni það fúslega. Finnst ég bæði spes og krúttleg. Svo lýg ég eins sjaldan og ég hef tök á, þó ég sé pínu ýkin. Ég le ekki fólk, meisa ekki fólk og er allt í allt mjög friðsöm. Hefði eins getað heitið Friðsemd, eða Friðmey/mær.
Alla vega þá var ég að skoða gamlar færslur - og jú ég á mér líf- og það rifjaðist upp hvað ég á fyndin börn. Þau eiga reyndar ekki langt að sækja það.
Hér kemur hún... Skrifuð í febrúar 2006... Atli Haukur rúmlega 11 ára...
Munkar og Sonic speed alive!
Ég ætlaði alltaf að segja frá kenningu Atla Hauks um munka.....
.
Þannig var að ég var að keyra þá í skólann um daginn og Atli byrjar að tala um eitthvað lag sem honum langaði svo að heyra. Ég var ekki alveg að koma því fyrir mig þó að hann segði mér nafnið á því....
-Æ mamma, þú veist, þarna, Sonic speed a live..- hummm. Ég skildi ekkert hvað hann var að meina.
-Mamma láttu ekki svona, þú erft alltaf að spila það-. Svo fór hann að reyna að syngja það... Og þá lokaðist ég alveg.
Ég reyndi og reyndi að koma þessu lagi fyrir mig, því það er ekki oft sem Atli Haukur biður um óskalag.
Mamma, hann er dauður, söngvarinn- Ég var engu nær. Allt í einu kveikti ég á perunni....... Ertu að tala um Elvis Prestley, spurði ég. Atla Hauk finnst Prestley nefnilega ótrúlega góður. En nei það var ekki Elvis sem krakkinn var að tala um . En einhverra hluta vegna fékk þessi uppástunga mín, um að Elvis hefði sungið lag sem heitir Sonic speed alive, Atla Hauk til að fara að hugsa um munka.
Ég skil stundum ekki hvað er að gerast inn í kollinum á þessum strákum mínum. En þegar hann var búinn að tjá mér að ég væri nú ekkert sérlega vel að mér í tónlistarsögu, þá spurði hann mig að því hvort ég vissi hvað munkar væru yfirleitt að gera í klaustrum Ég hugsaði mig vel um, því mér datt í hug að þetta væri svona trikkí spurning, og sagði síðan ofur varlega að ég gæti ímyndað mér að það tengdist trú á einhvern hátt. Pælið í því!! Ég var á nálunum yfir því að ég mundi svara vitlaust!!
Ég gat séð í baksýnisspeglinum að hann horfði á mig með pínu vorkunn í augunum. Svona .. æ greyið mamma, svo fáfróð.
Já, sko , mamma, það vita það nú allir, sagði hann og var pínu pirraður yfir hvað ég var treg. Ég er að meina í leyniherberginu!! Veistu hvað munkarnir eru að gera í leyniherberginu??? Þeir fara alltaf inn einn og einn í einu og eru þar í smá stund og koma svo út aftur, mjög glaðir! !. Veistu hvað þeir eru að gera þarna inn???-
Ég var farin að keyra frekar hratt, því að mig var farið að hlakka órtrúlega til að losna við barnið og þessar óþægilegu spurningar út úr bílnum.
Ef Eiki hefði spurt mig að þessu sama veit ég alveg hverju ég hefði svarað. Hahahahha.
En þar sem Atli Haukur er bara 11 ára og þar að auki sonur minn, bað ég þess í hljóði að krakkarnir í skólanum væru ekki búnir að fylla hann af einhverju rugli og hann væri en bara saklaus lítill strákur með fallegar hugsanir .
Ég hækkaði bara smá í tónlistinni og fór aftur að tala um Sonic speed alive. Atli Haukur lét nú ekki slá sig út af laginu og var greinilega með allan hugann við munkana og leyniklefann þeirra. Mammmmmaaa!!! Nennirðu að lækka, ég ætla að segja þér-
Shit!! Ég lækkaði og um leið lét hann það flakka. Guð minn góður!!!
- Sko munkarnir fara inn í leyniklefa sem heyrist ekkert út um, og þar inni er geislaspilari og fullt af Elvis diskum, og svo setja þeir uppáhalds Elvis diskinn sinn í spilarann og reyna að dansa eins og hann Elvis. Eru sko að stæla hann..... -
Ég var BARA orðlaus. Mig langaði svo að hlægja, en af áður fengini reynslu, mat ég það svo, að best væri að láta það ógert.
Atli minn, sagið ég, og reyndi að halda aftur af mér, hvernig veist þú þetta??
-Mamma...... það hlýtur bara að vera. Hvað ættu þeir annars að vera að gera??-
Gott mál,... Atli er ennþá barn!!! Og þrátt fyrir svartan húmor á þessu heimili, þá virðast strákarnir halda sakleysi sínu...... ennþá.
Ég var komin að skólanum og ákvað að spyrja ekkert útí hvernig hann vissi um leyniklefana í munkaklaustrunum. Á leiðinni í vinnuna hugsaði ég svo ekki um annað en Sonic speed alive. Ég var meiri að segja farin að raula þetta lag sem ég vissi ekki hvað var.
Þegar ég keyrði svo Atla í skátana um kvöldið setti ég diskinn hennar Dönu í með laginu mínu, Don´t stop me now, með Queen. Og Atli hrópaði upp yfir sig.... Þetta er það, Sonic speed alive.
Ég set textanvideoið hérna með og þið megið svo dunda ykkur við að finna út úr þessari setningu hans. Sonur minn er snillingur
Súper dúper kveðjur héðan, Hulla og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)