Færsluflokkur: Bloggar

Framkvæmdarsemi.

Framkvæmdargleði mín á sér engin takmörk.
Ég hlýt að hafa þjáðst af einhverjum skorti sem tengist sól og hita. Alla vega er ég þvílíkt búin að hressast í letinni síðan að sumarið kom Cool
Í gær ákvað ég og Atli Haukur að tími væri kominn á smá bakstur, enda gæti Atli Haukur lifað á sætabrauði eingöngu ef hann ætti tiltekna breska móður.
En hann á bara mig, og ég er að hans mati mikil frekja og stjórnsöm með meiru. Vil bæði stjórna klæðaburði hans og hvað hann setur ofan í sig.
Nohh... Við bökuðum sem sagt 2 stykki ölbrauð, sem er eitt af því besta sem strákarnir fá og seinna um kvöldið bakaði ég svo risa stafla af skonsum... sem urðu í fyrsta sinn alveg eins og Írisar skonsur... BARA góðar. Svo bjó ég til eggjasalat, svo það voru glaðir litlir strákar sem settu matarpakkann sinn í skólatöskurnar í morgunn.

Klukkan 5:30 í morgunn byrjaði ég á að hlaupa hér út um allan garð á náttfötunum.
Ég gerði það hreint ekki af löngun til að hreyfa mig heldur vegna þess að þegar ég kom hérna fram blasti við mér 10 kg kanína á veröndinni... á leiðinni að gæða sér á bananatrjánum mínum... Ég gólaði á strákana og svo ´út að skokka.
Hlunkur -hann heitir það- er nú ljúfur sem lamb og ekki mikið mál að ná honum. Hann situr núna og étur fíflablöð.
Svo hélt dugnaðurinn áfram. 
Fyrir klukkan 11 var ég svo búin að bara 4 hjónabandssælur... reyndar fyrir mistök, þær áttu bara að vera 2, en þar sem Kolla vinkona gat ekki svarað undir eins og ég sendi henni sms kl hálf 8 að ísl tíma gerði ég tvöfalda uppskrift = 4 kökur... Kolla á þessa uppskrift og ég vissi ekki hversu stór hún væri....
Svo er ég búin að gera kanilsnúða, svo marga að ég kemst ekki að í eldhúsinu til að þrífa, heppin þar.
Nú er frystirinn fullur af bakkelsi og í gleði minni í morgunn fór ég að pæla í hvort ég ætti ekki bara að rumpa jólabakstrinum af og troða honum hjá öllu hinu í frystikistuna. En ég hélt aftur af mér....

Eigið góðan dag og takk fyrir kvitt og kveðjur.  Hulla


Bara varð :)

Ég er mitt fan nr 1. Viðurkenni það fúslega. Finnst ég bæði spes og krúttleg. Svo lýg ég eins sjaldan og ég hef tök á, þó ég sé pínu ýkin. Ég le ekki fólk, meisa ekki fólk og er allt í allt mjög friðsöm. Hefði eins getað heitið Friðsemd, eða Friðmey/mær.
Alla vega þá var ég að skoða gamlar færslur - og jú ég á mér líf- og það rifjaðist upp hvað ég á fyndin börn. Þau eiga reyndar ekki langt að sækja það.
Hér kemur hún... Skrifuð í febrúar 2006... Atli Haukur rúmlega 11 ára...

Munkar og Sonic speed alive!

Ég ætlaði alltaf að segja frá kenningu Atla Hauks um munka.....

.

Þannig var að ég var að keyra þá í skólann um daginn og Atli byrjar að tala um eitthvað lag sem honum langaði svo að heyra. Ég var ekki alveg að koma því fyrir mig þó að hann segði mér nafnið á því....
-Æ mamma, þú veist, þarna, Sonic speed a live..- hummm. Ég skildi ekkert hvað hann var að meina.
-Mamma láttu ekki svona, þú erft alltaf að spila það-. Svo fór hann að reyna að syngja það... Og þá lokaðist ég alveg.  
Ég reyndi og reyndi að koma þessu lagi fyrir mig, því það er ekki oft sem Atli Haukur biður um óskalag.
– Mamma, hann er dauður, söngvarinn- Ég var engu nær. Allt í einu kveikti ég á perunni....... Ertu að tala um Elvis Prestley, spurði ég. Atla Hauk finnst Prestley nefnilega ótrúlega góður. En nei það var ekki Elvis sem krakkinn var að tala um . En einhverra hluta vegna fékk þessi uppástunga mín, um að Elvis hefði sungið lag sem heitir Sonic speed alive, Atla Hauk til að fara að hugsa um munka.
Ég skil stundum ekki hvað er að gerast inn í kollinum á þessum strákum mínum. En þegar hann var búinn að tjá mér að ég væri nú ekkert sérlega vel að mér í tónlistarsögu, þá spurði hann mig að því hvort ég vissi hvað munkar væru yfirleitt að gera í klaustrum Ég hugsaði mig vel um, því mér datt í hug að þetta væri svona trikkí spurning, og sagði síðan ofur varlega að ég gæti ímyndað mér að það tengdist trú á einhvern hátt. Pælið í því!! Ég var á nálunum yfir því að ég mundi svara vitlaust!!
Ég gat séð í baksýnisspeglinum að hann horfði á mig með pínu vorkunn í augunum. Svona .. æ greyið mamma, svo fáfróð.
– Já, sko , mamma, það vita það nú allir, sagði hann og var pínu pirraður yfir hvað ég var treg. Ég er að meina í leyniherberginu!! Veistu hvað munkarnir eru að gera í leyniherberginu??? Þeir fara alltaf inn einn og einn í einu og eru þar í smá stund og koma svo út aftur, mjög glaðir! !. Veistu hvað þeir eru að gera þarna inn???-  
Ég var farin að keyra frekar hratt, því að mig var farið að hlakka órtrúlega til að losna við barnið og þessar óþægilegu spurningar út úr bílnum.
Ef Eiki hefði spurt mig að þessu sama veit ég alveg hverju ég hefði svarað. Hahahahha.

En þar sem Atli Haukur er bara 11 ára og þar að auki sonur minn, bað ég þess í hljóði að krakkarnir í skólanum væru ekki búnir að fylla hann af einhverju rugli og hann væri en bara saklaus lítill strákur með fallegar hugsanir .
Ég hækkaði bara smá í tónlistinni og fór aftur að tala um Sonic speed alive. Atli Haukur lét nú ekki slá sig út af laginu og var greinilega með allan hugann við munkana og leyniklefann þeirra. –Mammmmmaaa!!! –Nennirðu að lækka, ég ætla að segja þér-   
Shit!! Ég lækkaði og um leið lét hann það flakka. Guð minn góður!!!
- Sko munkarnir fara inn í leyniklefa sem heyrist ekkert út um, og þar inni er geislaspilari og fullt af Elvis diskum, og svo setja þeir uppáhalds Elvis diskinn sinn í spilarann og reyna að dansa eins og hann Elvis. Eru sko að stæla hann..... -
Ég var BARA orðlaus. Mig langaði svo að hlægja, en af áður fengini reynslu, mat ég það svo, að best væri að láta það ógert.
Atli minn, sagið ég, og reyndi að halda aftur af mér, hvernig veist þú þetta??
-Mamma...... það hlýtur bara að vera. Hvað ættu þeir annars að vera að gera??- 
Gott mál,... Atli er ennþá barn!!! Og þrátt fyrir svartan húmor á þessu heimili, þá virðast strákarnir halda sakleysi sínu...... ennþá.
Ég var komin að skólanum og ákvað að spyrja ekkert útí hvernig hann vissi um leyniklefana í munkaklaustrunum. Á leiðinni í vinnuna hugsaði ég svo ekki um annað en Sonic speed alive. Ég var meiri að segja farin að raula þetta lag sem ég vissi ekki hvað var.

Þegar ég keyrði svo Atla í skátana um kvöldið setti ég diskinn hennar Dönu í með laginu mínu, Don´t stop me now, með Queen. Og Atli hrópaði upp yfir sig.... Þetta er það, Sonic speed alive.  

Ég set textanvideoið hérna með og þið megið svo dunda ykkur við að finna út úr þessari setningu hans. Sonur minn er snillingur

Súper dúper kveðjur héðan, Hulla og co


Rebbi og villiköttur.

Um daginn átti ég 8 hænur, 1 hana og 12 kjúklinga.

Nú eigum við bara 4 hænur Crying
Til að byrja með drukknuðu 4 kjúllar í vatnsdallinum hjá hænunum... allir í einu. Hænumamman varð voða leið en passaði voða vel upp á síðustu 2. Seinni hænan sem ungaði út ca hálfum mánuði seinna fékk 5 unga. Hún passaði sína unga líka ótrúlega vel og það var hrein unun að horfa á þær kjaga hér um garðinn með ungana sína.
Svo hvarf einn og svo annar, og allt í einu var fyrri hænan unga laus. bjáni

Hænurnar ganga lausar hjá okkur þannig að það er voðalega erfitt að ætla sér að fylgjast með þeim heilan dag. Þær eru á vappi hérna og svo rölta þær yfir til Lars og eyða stórum hluta úr deginum þar, innanum allt fóðrið og nammið frá dýrunum hans.
Við eigum ketti og Lars á ketti, en þeir höfðu ekki sýnt ungunum eða hænunum neinn áhuga svo við vorum ekkert að stressa okkur á þeim.hænur
Hænsnahúsið stendur líka opið mest allan sólarhringinn, svo púturnar geta gengið inn og út eins og þeim sýnist. 

Þegar við svo fundum dauðan unga inn í þvottahúsi fórum við að leggja saman tvo og tvo.
Kettlingarnir eru akkútar á þeim aldri að veiðikennsla er í fullum gangi.
Ég er nokkru sinni búin að banna kisu að koma inn með mús handa þeim og ræddi það við hana að veiði kennslan gæti farið fram að degi til og þá úti.
Hún hefur sennilega eitthvað misskilið mig og haldið að ég ætti við að hún skyldi frekar ná í kjúkling og tæta hann svo í sundur inn í þvottahúsi.
Kettir eru nú bara ekki alltaf með fattið í lagi.
Við ákváðum að loka hænuna eftir með þennan eina unga sem hún átti eftir og ekki hleypa henni út með hann fyrr en hann væri orðinn stór og feitur.
Einhvernvegin komst hún nú samt út á 3ja degi og kisurnar náðu í þennan síðasta unga, stoltar.

Þetta var í síðustu viku. Í gær tókum við svo eftir að það vantaði hænu. Kisurnar voga sér ekki í þær!
Við höfum ekki fundið hana síðan.
Í gær tók ég svo eftir því að það komu bara 4 hænur í garðinn en ekki haninn. Ég var nú ekkert stressuð yfir því því ég hafði heyrt í honum hjá Lars fyrr um morguninn.hanibal
Þegar Eiki kom svo heim og fór að telja þær inn, komu bara  4 hænur. Enginn Hannibal og ekki restin af hænunum. Þar á meðal gælu hænan mín Crying Sem ég bar hérna á höfðinu þegar hún var veik og hjúkraði í fleiri daga. Hún var s.s horfin líka.

Eiki fór að leita og fann Hannibal... eða það er að segja fjaðrirnar af honum Crying 
Eiki kom óður heim og fór umsvifalaust að tæta öll eggin okkar út úr ísskápnum og inní útungunarvélina með þau.
Svo fór hann að búa til refagildru til að veiða rebba og hann slappaði ekki af fyrr en seint um kvöldið,og það hlakkaði í honum.
Refagildran er ekki þannig að hún meiði rebba. Bara útigarðurinn hjá hænunum, stærðar kjötstykki og sjálflokandi hurð.
Við höldum nefnilega að rebbi sé með greni hérna nálægt og sennilega með glorsoltna hvolpa.
Ég er ekki viss hvað við gerum við rebba ef við veiðum hann. Kannski verður hann það hræddur að hann ákveður að heimsækja okkur aldrei aftur. Kannski verðum við bara að elta hann og finna hvolpana og skutla allri rebba fjölskyldunni á Fjón.
Og það sem er kannski líklegast, kannski veiðum við ekki rebba.

Hvað sem öllu líður þá eru hænurnar innilokaðar núna og ég er ekki viss hvað við gerum í framhaldinu.

Í morgunn kl 5 vakti Eiki mig samt og gleðin skein úr augunum hans. Svona gleði eins og þegar hann fékk fyrstu byssuna sína. Svona gleði eins og þegar strákarnir fæddust. Svona gleði eins og maður sér bara í augum hins kynsins þegar eitthvað stórkostlegt hefur skeð.
Hann sagði mér að gildran hans svínvirkaði. Hann hafði að vísu ekki veitt rebba... En inn í hænsnagarðinum sat lítill (stór) ráðvilur og hræddur villikisi.
Pabbi kettlingana.
Hann hefur orðið svangur í nótt, enda óvíst hvenær greyið hefur fengið að éta síðast og ráðist á kjötstykkið sem var ætlað rebba. Og sjálfvirka hurðin hans Eika... Bamm. Lok, lok og læs.
Strákarnir kíktu á kisa í morgunn. Atli Haukur gaf honum að borða og ég og Atli hleyptum síðan greyinu út. Hann var stjarfur úr hræðslu.

Ég er að hugsa um að kaupa rafagnsól á hænurnar, sem virkar þannig að ef einhver ætlar að sökkva tönnum sínum í hold þeirra, fær viðkomandi hrikalegt stuð.
Það er s.s næst á dagsskrá.

Atli Haukur er heima í dag. Hann og hinir í bekknum hans fengu einn dag frí til að vinna sér inn smá aur til að geta haldið upp á að í ágúst fara þau í stóru grúppuna. ahö
Atli gerði samning við Lars og fær 50 kr fyrir að slá garðinn hans og þvo bílinn.
Hann fær svo annað eins fyrir að gera það sama hérna heima.
Ég get nú ekki sagt að ég sé róleg, vitandi af snáðanum mínum atliupp í svona tæki.
En róaðist smá í morgunn þegar ég var sjálf búin að prófa. Þetta er sennilegra öruggara en sláttuvél sem maður getur keyrt yfir tærnar á sér.

 

Takk fyrir allar kveðjurnar og kvittin Smile

Eigið góðan dag... Hulla Pulla


Umhverfisvæn.

Síðustu mánuði hef ég verið ofboðslega dugleg við að vera umhverfisvæn. Vantar samt helling upp á ennþá að ég verði fullkomin Smile er t.d búin að vera á leiðinni að flokka ruslið mitt, ansi hreint lengi.
En svo er ég líka búin að vera að kaupa þvottaefni sem á að vera svaka gott, Neutral voða fínt.

Svo datt mér í hug um daginn að svíkja aðeins lit og kaupa Ariel, það duftar líka svo vel.
Og viti menn. Allur grái þvotturinn okkar varð hvítur undir eins, og bolir af strákunum sem ég er búin að berjast við að ná allskonar blettum úr með þar til gerðum vökvum og efnum, urðu blett fríir í fyrsta þvotti! Shocking Bara sí svona.

Ég náði líka að gera baðherbergið okkar ljómandi hreint á augabragði, með ekkert sérlega umhverfisvænu efni.

Niðurstaðan er þessi... Ég ætla aldrei aftur að kaupa Neutral þvottaefni. Bara Ariel með góðri lykt. Þarf þá heldur ekki að vera að kaupa öll þessi blettalosunar efni sem virka ekki nærri því eins og ég vil að þau geri.

Cillet bang er guð velkomið inn á mitt heimili héðan í frá.
Lífrænt ræktaðar vörur verða velkomnar inn á mitt heimili um leið og ég fer að hafa efni á að kaupa þær, finnist að þær ættu að vera miklu ódýrari en aðrar vörur svo að þær yrðu frekar keyptar, en það er bara mitt álit.
Ætla svo að fara að hunskast til að flokka ruslið mitt.
Ætti að hafa nægan tíma í það núna þar sem ég þarf ekki að þvo sama þvottinn aftur og aftur og eyða tíma í að láta liggja í bleyti. Spara einnig tíma við að nota Cillet bang. Nú þarf ég ekki að liggja á fjórum með edikfýluna hangandi yfir mér og skrúbba flísarnar með naglabursta. Bara opna alla glugga (því Cillit bang er eitur dauðans) og sprey sprey með Chilletinu og öll drulla rennur mjúklega ofan í niðurfallið.

Farin að þrífa.
Mojn Hulla


Afi og amma.

Afi minn og amma mín eiga 51. árs brúðkaupsafmæli í dag InLove

Þau eru bæði dáin. Afi dó 1998 og amma 1999. Ég sakna þeirra á hverjum einasta degi Crying

Þar sem ég er ótrúlega upptekin í kvöld ákvað ég að setja inn eina gamla færslu af gamla blogginu mínu, bara til að setja eitthvað inn um þau, þennan dag.

----------------------

Amma mín var voðalega dugleg að baka alla tíð. Kleinur og ástarpunga, vínarbrauð og kanilsnúða. Alltaf eitthvað til með kaffinu hjá henni.
Ég man líka alltaf eftir setningunni sem hún lét út úr sér þegar allir voru búnir að borða kvöldmat. Sem sagt þegar ég var lítil, og var í heimsókn hjá henni og afa í Víkurbakkanum.
Hún eldaði voðalega góðan mat og afi minn sem var stór og sterkur (næstum 2 metrar á hæð borðaði hraustlega. Samt náði hann bara ekki að borða allt sem konan eldaði.
Alltaf þegar hann þakkaði fyrir matinn sagði hún
"Jóhann minn, viltu klára matinn" og benti á afgangana sem lágu ósnertir á fatinu. Stundum engir smá afgangar.Er nokkuð klár á því að amma mín hafi alltaf eldað handa 6 manns þó þau væru bara 2 í heimili.
"Jói minn, ekki viltu að ég fleygi restunum???"- svona í pínu nöldur tón-  Svona fáðu þér aðeins meira.
Og hann afi minn hlýddi. Stundum fann ég ofsalega til með honum. En í dag VEIT ég að hann kunni á hana.(Segi frá því rétt strax) Hann borðaði bara þangað til hann var hálf saddur og þakkaði svo fyrir sig, til að geta haft pláss fyrir restina.
Alveg eins og ef mig vantaði 500 kr þegar ég var yngri, þá bað ég pabba um 1000 kr. Þá vissi ég að hann léti mig hafa helming. Svona var mamma líka. Það var bara stjúpi minn hann Gunni sem lét mig hafa það sem ég bað um. Enda þorði ég næstum aldrei að biðja hann um neitt. Fannst hann eitthvað svo óútreiknanlegur.

Allavega eftir að hann afi minn komst á "aldur" og hætti að vinna fóru hlutirnir heldur að breytast. Amma fór að hætta að baka og ef ég spurði um kleinu fékk ég að vita að hún væri sko hætt að baka, það þýddi orðið ekki neitt, afi mundi bara éta það Og hann er nú orðinn svo feitur að það nær ekki nokkri átt.
Þeir sem þekktu afa minn eru sennilega allir samála mér um að hann var ekki feitur. Hann var alveg kominn með smá maga, en ekki það stórann að maður gæti talað um ístru.
Hún bakaði nú samt kellingaranginn, en þá faldi hún það líka fyrir afa mínum.

Afi kom ekki sjaldan að sækja mig í vinnuna þegar ég vann hjá Reyni bakara í kópavoginum. Stutt að fara og þá vissi hann líka að ég gæfi honum eitthvað hrikalega gott og amma vissi ekki neitt  Svo hjálpaði ég honum við að fela sönnunargögn. Dusta af skyrtunni hans og fela bréfpokana í töskunni minni.

Hvernig ég vissi að hann afi minn kunni á hana ömmu var þannig...

Einu sinni var ég í heimsókn, gerðist nú ekki sjaldan, þá voru þau flutt á Garðatorgið og afi hættur að vinna. Hann var farinn að missa heyrn og amma naut þess að gata sagt hvað sem var án þess að hann, sitjandi inn í stofu, heyrði allt.
Nema hvað. Afi virtist ekki eiga erfitt með að heyra í mér. Eina var að hann bað mig stundum að tala hægar og skýrar, og ekki sá eini sem bað mig um það á þessum tíma.
Allavega þá var hann afi búinn að fjárfesta í nýjum heyrnatækjum, og amma var á útopnu yfir því. Hann átti nefnilega önnur fyrir sem hann notaði aldrei og ömmu fannst þetta sóun á peningum. Afi var hinn kátasti inn í eldhúsi hjá okkur, veltandi þessum dýrðargripum um í höndunum á sér, guðs lifandi feginn að heyra ekki orð af því sem amma var að tuða.
Loksins setti afi heyrnatækið i eyrunn, og viti menn, hann heyrði allt. Allt annað líf sagði hann.
Glaður og kátur fór hann svo inn í bókaherbergið sitt. Ég fór á eftir honum með kaffi og þegar ég kom þangað var hann við að taka tækin úr sér. Hann setti þau á borðið og fór að súpa á kaffinu sínu. Mér er eitthvað litið á þessi voða fínu tæki og sé þá að það eru engin batterí í þeim
Þegar ég benti afa á þetta leit hann á mig dálítið flóttalega og sagði svo, "amma þín þarf ekkert að vita? er það nokkuð???"

Og þannig veit ég að afi kunni á hana ömmu mína  þessi þögli stóri fallegi maður vissi nákvæmlega hvernig hann átti að fara að, til að lifa góðu lífi með ömmu, sem gat verið ansi erfið.

Knús og kveðjur Hulla Pulla

 


Litli snúllinn :)

Litli kúturinn, þessi með dreddlokkana, sem stendur fremstur og er prúðu og stilltur og vel uppalinn, er litli systur sonur minn InLove 
Hann er mótmælandi... Hann reynir samt alltaf að vera kurteis og haga sér vel.

Ég er mikið stolt af honum frænda mínum.
Hann kom hingað í heimsókn í febrúar, á puttanum frá hollandi og önnur og þriðja færslan mín á þessu bloggi var einmitt um hann.

Annars var það ekkert annað. Langaði bara svo mikið að monta mig.
Vona að þið kæru bloggvinir á Íslandinu, eigið eftir að geta þverfótað fyrir álverum. Hvað ætlið þið eiginlega að gera við þau öll.? Eru ekki allir Pólverjar uppteknir í vinnu í Bónus???

Elskið friðinn og kyssið á kviðinn.


mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbinn minn :D

Elsku Bubblingurinn minn á afmæli í dag.

Fyrir 21 ári eiginlega nákvæmlega valt bíll sem ég var í upp í Jósefdal. Ég var nýorðin 17 ára og kasólétt af frumburði mínum, henni Dönu Maríu. Ætlunin var að hrista fæðinguna í gang svo ég mundi eiga fyrsta barnið mitt á afmælisdegi goðsins, enda var ég sett þennan dag samkvæmt sónar.

Eddi vinur okkar átti fallegan, bláan Bronkco sem við rúntuðum ansi oft í.
Hann var ansi fær jeppa ökumaður og margoft keyrt þessa leið.
Við keyrum upp fjall ( ekki komið þarna í 21 ár, svo ég man ekki alveg hvernig leit út þarna) og þegar við vorum að komast á toppinn gerðist það að bíllinn drap á sér og bremsurnar urðu óvirkar.
Jeppinn byrjaði að renna aftur á bak og sama hvað Eddi skrækti og æpti þá virkaði bíllinn ekki. Hann var bara dáinn. - Hann reyndi líka að koma honum í gang- -æpandi og skrækjandi-

Jeppinn hélt áfram að renna og það eina í stöðunni var að beygja honum útaf slóðanum. Með þeim afleyðingum að hann valt.
Ég man að hann beygði til hægri og við svifum í lausu lofti og svo var eins og allt staðnaði. Ég lá frosin. Hugsaði bara um litla barnið mitt og hvort að væri allt í lagi með það.
Ég gat ekki hreyft mig og fann varla löngun hjá mér til þess... gjörsamlega lömuð.
Ég heyrði þegar Óli og Eddi veinuðu og bröltu út úr bílnum og svo heyrði ég að þeir kölluðu á mig.
Ég man að ég gat ekki svarað, sennilega verið í losti.
Ég man tryllinginn í þeim þegar þeir lyftu þessum þunga bíll ofan af höfðinu á mér og náðu að draga mig undan honum.
Aftur rúðan, þar sem ég sat, hafði dottið úr, eða brotnað, allavega var engin rúða lengur, og ég hafði lent með höfuðið undir bílnum ofna í rolluslóð, þannig að bíllinn sat þvers á rolluslóðanum og rétt snerti á mér höfuðið. Það eina sem strákarnir sáu þegar þeir komust út úr bílnum, var hvirfillinn á mér undan bílnum.
Svo segi ég að ég sé ekki heppin???
Við komumst niður af fjallinu og að sumarbústað og þar var elskulegur maður sem keyrði okkur í bæinn.
Ég hef ábyggilega fengið taugaáfall því ég missti málið og það eina sem kom útúr munninum á mér var eitthvað óskiljanlegt bull.
Ég á aldrei eftir að gleyma léttinum þegar ég komst í mónitor og fór að finna hreyfingar aftur.
Þetta var einn af mínum verstu dögum í þessu lífi. Þar ti ég vissi að litla ófædda barnið mitt var ekki slasað.
Dana mín fæddist svo þann 12. Falleg og yndisleg.InLove  Eddi kom í heimsókn og gaf henni kanínu sem hafði hangið neðan úr speglinum í bílnum. Hún á þessa kanínu ennþá og heitir hún Veltir.

En Bubbi minn á sem sagt afmæli í dag og ég vona að hann eigi gleðilegan dag.


LANGAR SVOOOO!!!!!

28. júní er þessi krúttmoli að syngja í Faxe á sjálandi. drhookInLove
Mig langar svo voðalega mikið að fara og sjá hann, þó að hann sé einn og orðinn frekar aldraður. Held að hann sé 71 árs, en sprækur og heillandi ennþá.
Var að skoða myndband með þeim félögum í morgunn og er ekki frá því að snúllur eins og Britey Spears og Christina Aguilera hafi stolið nokkrum danssporum frá honum.
Finnst ég knúin (vá hvað ég er eitthvað vel orðuð í dag) að setja hér inn myndband með þeim og það væri gaman að vita hvað ykkur finnst Smile

Hvort finnst ykkur Ray eða Christina Aguilera dansa betur???

Maðurinn kann líka að jóðla! Bara flottastur.
Já já, svona dansaði maður fyrir 34 árum Wink Æðilegir hnykkir.

-------------------------------------------------------------

28. juni skal den her krusedulle synge i Faxe musikfestival.
Jeg vil sååååå gerne være der og se ham, selv om han er selv og lidt gammel Tro han er 71 år, men frisk og charmerende .
Kiggede lige på et video med dem i Dr.Hook i morgens og kan godt forstille mig at duske lige som Britney Spears og Christina Aguilera har stolet lidt af hans dans teknik
Jeg er nød til at sætte ind et video af dem i Dr.Hook og syns det kunne være sjovt at vide hvad I syns.

Syns I Ray eller Christina Aguilera bedre til at danse???

Den mand kan også jodel! Kun den flotteste.
Ja ja, sådan dansede mand før 34 år siden.


Svaka gaman!

Þessu nappaði ég af síðunni hennar Guðríðar....
Alltaf gaman af svona... er það ekki?

1.   ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?   Já, ömmu Hullu
 
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?  Vældi smá þegar ég horfði á 6 vesæla karlmenn, fella unglings ísbjörn. Annars græt ég ekkert voðalega oft, aðallega yfir hörmungum annarra, les þess vegna fréttir ekkert voðalega oft.
 
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Í hreinskilni... nei alls ekki! 

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?  Naut AlaEiki

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? 5. Dönu, Lenu, Atla Hauk, Júlíus og Jóhann.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?  Já tel það nokkuð víst.

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Ég bý eð Eika... Svo það er ekki annað hægt.
 
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei! fyrir 21 ári, Já

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Kókópuffs, en það fæst ekki hér, svo það er ekki það sem er étið hér daginn út og inn, og hunangs seríos. Geðveikt gott. 

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Ég er alltaf í gúmmískóm svo ég þarf ekkert að hugsa um það.

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ?  Já. Þar til eitthvað kemur upp á.

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?  Gamaldags kúluís með appelsínukúlu og súkkulaðikúlu og sultu og rjóma.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?  Hvernig það aktar, útlitið,

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Brúnn í þau fáu skipti sem ég nota varalit.

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?  Mislíkar mig yfirleitt ekki. Get reyndar orðið gríðalega fúll út í mig þegar ég læt vaða yfir mig.
 
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  Ég bý í útöndum og sakna þess vegna fólksins okkar Eika sem er heima. Sakna líka ömmu og afa og einnig Harðar, besta tengdapabba í allri veröldinni.
 
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Já takk.

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Klukkan er fjögur að morgni... og ég er þess vegna í köflóttum náttbuxum, bleikum og hvítum, og í gúmmískónum góðu. Bleikir og heita Clocks. Eftirlíking af Crocks en miklu betri og 90% ódýrari. 

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?  Rúgbrauð með eggjum og kavíar.

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?  Fuglana sem eru að vakna úti, hávaðan í kettlingunum inn í þvottahúsi, sem eru líka að vakna, og hroturnar í Eika mínum inn í herbergi, sem er ekki að vakna.
 
 21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Ég held ég væri brúnn eða allavega dröppuð.
 
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?  Ungbarnalykt, vanillulykt, cinamolykt og lyktinn af þvottinnum mínum þegar hann er búin að hanga úti á snúrum.
 
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?  Ragnar Ingva, son hennar Kollu vinkonu, hún var ekki heima.
 
 24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?  Þekki ekki Guðíði sem ég "tók" þetta frá, en hún bloggar dásamlega, og ég geng út frá að hú sé hvers manns Hugljúfi Smile
 
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Horfi eins lítið og ég get á íþróttir, en fíla boxið.
 
26. ÞINN HÁRALITUR ?  Dökkbrúnn.
 
27. AUGNLITUR ÞINN ?  Grængráblábrún. Eins og konan á sýslumannsembættinu í Hafnarfirði sagði mér einu sinni þegar ég sótti um vegabréf. Ætli ég sé þá ekki móeygð.
 
 28. NOTARÐU LINSUR ?  Já ca þrisvar á ári, eða þegar ég man eftir því.
 
 29. UPPÁHALDSMATUR ?  Naut AlaEiki.... Var að svara þessu, held ég.

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Líkar vel við allt sem endar vel.

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?  Den gylende kompas. Það mun vera gullni áttavitinn??? Svaka fín mynd.

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?  Ég hef aldrei farið á deit. Fer alltaf beint í sambúð :)
 
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Get ekki ákveðið mig, finnst allur eftirmatur svo svakalega góður. Kannski Rommbúðingurinn hans pabba, þessi heiti með saftirnu út á.

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Dú not nó. Giska á xxxx hehe

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?  Pabbi.

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?  Ég er aftur að lesa Bubba bókina sem Danan mín gaf mér. 
 
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?  Nota borðstofuborðið sem músamottu, það er úr tekki, ógeðslega ljótt.
 
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Lá upp í sófa og svaf yfir rejseholdet.

 39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Nr 1 Bítlarnir, Nr 2 Dr. Hook, Nr 3 Rolling stones.
 
 40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Ameríka, þá er það búið.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Góð, blíð og Hugljúf.
 
42. HVAR FÆDDISTU ? Fæðingarheimilinnu við Eiríksgötu.

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er alltaf spennt yfir svona... Skiptir ekki máli frá hverjum, bara að ég geti svalað forvitninni einhverstaðar.

Takk fyrir... Og koma sooh


Uppáhald

Ég er ennþá með hor í nefi og bólgur í hálsi og bólgur og eymsli í öllum vöðvum og get af þeim sökum ofboðslega lítið hreyft mig. Sem passar mér yfirleitt ekkert illa því ég er ekkert mikið fyrir hreyfingu. Þetta er bara svo ógeðslega sárt.
Svo er ég með 2 frídaga í dag og á morgunn, í staðinn fyrir að ég vann um páskana, og það er ekkert spes að eyða þeim með hitapoka upp í rúmi. Ég er eiginlega bara fokking fúl.

En veðrið er gott og ég verð bara að liggja á bæn og vona að þetta skítlega heilsufar fari að skána.

Læt fylgja með eitt af mínum uppáhalds lögum, síðan við Kolla vorum með Bítlaæðið hérna um árið.

Sofið vel og hafið það gott.

 -------------------------------------------------------------

Jeg har stædivig pus i næsen og betændelse i min hals og hævelse i alle mine muskler og kan derfor ikke så meget bevæget mig.. Det passer mig næsten altids rigtig godt fordi jeg er ikke den som godt kan lide at bevæge mig for meget. Det gør bare så fuking ond.
Så har jeg 2 fo dage i dag og i morgen, og jeg syns ikke det er rigtigt sjovt at bruge dem til at ligge i seng sammen med min varmepose. Jeg er næsten bare focking sur.

Men vejret har været godt og jeg er bare nød til at ligge på bøn og håbe at den lorde helbrigde blever lidt bedere.

Jeg sætte her ind, et af mine yndlingssang med The Beatles, siden i gamle dage.

Sov godt og har det godt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband