Færsluflokkur: Bloggar

Var þetta nú ekki óþrafi?

Verður alltaf að drepa alla birni sem koma í heimsókn til landsins???
Ógnaði hann einhverjum eða hefði bara verið hægt að fanga hann og koma honum til síns heima?
Maður gæti grátið yfir drápþörf mannsins.

 Fallegt dýr og synd að það sé dáið.


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fréttir.

Og flottir

Þessir molar eru að fara að taka fyrstu beltagráðuna þann 12. júní.

Eiga ofboðslega erfitt með að vera alvarlegir, nema Jói...

 

 

 

 

 

 

 

Mynd001

 

 

Þessi kjána Hanibal, klöngraðist upp á þak í gær og þaðan upp í tré og sat þar fram til klukkan 22:00 eins og ugla, þar til húsbóndinn á heimilinu mátti sækja furðufuglinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd005

 

 

 

 

 

Þessi aumingjas Mysa er lögð í einelti. Bæði af sínum eigin kettlingum og einnig af Kisu kettlingum.

Henni finnst það ekki gaman....

 

Mynd003

 

 

 

... Og losar sig fagmannlega við þessi óhræsi...


Góðan daginn Guðmundur.

Ég veit margt leiðinlegra en sól og hita.
Var svo heppin að hnerra í gær og tognaði við það á hálsi... Eitthvað klikkaði allvega og ég get ekki með góðu móti hreyft mig í dag.
Samt fór ég á fætur með Eika klukkan 5 og er núna að fara að vekja litlu englana mína og koma þeim í skóla.
Svo ætla ég að setja aftur heitt á hálsinn minn og öxlina og reyna svo að venja mig af því að vera að hnerra svona eins og kjáni um mitt sumar.
Vona að þið eigið góðað dag, þó að sé ekki svona mikil sól hjá ykkur öllum Cool
     
TirsdagSkyfrit
26°
12°
Vind retning11 m/s
OnsdagSkyfrit
23°
10°
Vind retning8 m/s
TorsdagSkyfrit
24°
10°
Vind retning8 m/s
FredagSkyfrit
25°
10°
Vind retning5 m/s
LørdagSkyfrit
26°
12°
Vind retning7 m/s
                                                                                                                                                

Sól og sumar.

Sól og sumar á þessu heimili. Nenni ekki að gera allt sem ég ætlaði að gera hér heima, m.a.s að gera allt skínandi hreint... þökk sé Guðríði LoL http://lebowski.blog.is/blog/lebowski/ .

En ég á viku frí og er að hugsa um að fara á fætur klukkan 5 í fyrramálið með Eika og þá ætti ég að komast yfir... helling.

Ætla að vökva blómin inni og úti og baunabelgina og liggja svo í smá stund og hvíla mig, í sólinni Cool

Eigið góðan dag.

---------------------------------------------------------------------

Sol og sommer på dette hjem. Gider ikke at gøre de ting som jeg skulle her hjemme, dvs at gøre rent... Tak til Gudridur LoLhttp://lebowski.blog.is/blog/lebowski/

Men jeg har en uges fri nu og har tænket mig at stå op sammen med Eiki klokken 5 i morgen tidlig, så får jeg nok gjort hel masse.

Nu vil jeg vande min blomster indfor og udenfor og vores ærter, og så vil jeg hvile mig lidt, i solen Cool

Har en god dag.


Minning :(

Þegar ég var 22 ára og ein í fyrsta sinn á ævinni, með tvær litlar snúllur, og þurfti að fara að standa á eigin fótum bauðst mér vinna á veitingastaðnum Singapore í Hafnarfirði.
Eigendur staðarins, Anna og Jimmý voru án efa bestu vinnuveitendur í öllum heiminum.
Skilningsrík og þolinmóð á aula þjóninn mig.
Þegar ég hætti þar ca 1 og hálfu eða 2 árum seinna, slitnaði hægt og rólega allt samband og ég hef minnst séð af þeim síðan. Hitti reyndar Önnu fyrir ábyggilega 8 árum síðan og þá sagði hún mér að þau væru skilin.
Ég hugsa oft til þeirra eins og reyndar allra sem ég hef kynnst í þessu lífi og hef oft velt fyrir mér hvernig þeim gangi og svo framvegis.
Þegar ég fletti yfir minningargreinarnar í mogganum áðan, sá ég að Jimmý er dáinn Crying
Ég hef ekki hugmynd um hvernig eða hvers vegna, en mér brá alveg ofsalega.
Hann er einn af þeim fallegustu mönnum sem ég hef kynnst og ég á margar góðar og skemmtilegar minningar um þau hjónakorn frá þeim tíma sem ég vann hjá þeim.

Jimmý Ég votta Önnu og börnum þeirra mína dýpstu samúð.  

------------------------------------------------------------------------------------

Da jeg var 22 år og selv på første gang i mit liv, med to lille piger, og skulle til at stå på egen ben, fik jeg tilbud om arbejde som tjener på kinese restaurant Singapore i Hafnarfirdi.
Ejerene på den restaurant, Anna og Jimmy var uden tvivl de bedste arbejdesgiver i hele verden.
Forstårlig og tålmodig ved fjollede tjeneren mig.
Når jeg stoppede der ca 1,5 eller 2 år senere, mistede jeg kontakten med dem stil og roligt og jeg har ikke så meget set af dem siden den gang.
Jeg mødte dog Anna før måske 8 år siden og hun fortælte mig at de var gået fra hin anden.
Jeg har tænkt ofte til dem, lige som andre som jeg har lært at kende i denne liv og spekuleret fordan det går ved dem osv.
Da jeg i dag kiggede på den islandske avis så jeg at Jimmy er død.
Jeg har ingen idé hvordan eller hvorfor, men jeg fik et kæmpe sjok
Han var en at de mest køn mennesker som jeg har lært at kende og jeg har mange gode og sjove mindringer om de ægtepar fra den tid jeg arbejde for dem

Jimmý

 

 

 

Jeg har dyb sympati med Anna og deres børn


Dagurinn í dag... ekkert sérlega listrænn.

Þá er en einn dagurinn að verða búin.
Ég get ekki sagt að mér hafi tekist að gera nokkurn skapaðan hlut listrænan í dag. Nema að það teljist listrænt að mata gamla slappa konu af rúnstykki.

Ég fór sem sagt niðrá elliheimili í rúnstykkja kaffi. Það var voðalega notalegt. Gaman að sjá hvað gamlingjarnir okkar verða glaði þegar er gert eitthvað svona fyrir þá.
Ein var með hundinn sinn með og dásamlegt að sjá hvað gamla fólki lifnar við í návist dýra.
Er að hugsa um að fara með 2 kettlinga þangað í fyrramálið og athuga hvort fólkið sé ekki veikt í að hald þeim Smile

Eftir rúnstykkja kaffi boðið kom ég heim og ætlaði heldur betur að liggja í leti og listmannast eitthvað, en þá beið mín heimboð í kaffi hjá Guðrúnu frænku minni í Søderborg og þar sem hálfur dagurinn var hvort sem er liðinn í allt annað en það sem ég hafði ætlað mér, sló ég til og þeystist á dumbvínrauða fáki mínum alla þessa leið. Ca 16 km.

Sátum í rúma 2 tíma í sjóðheitu rokveðri og nutum kaffisins og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Bara gott og bara gaman.
Svo náði ég í hann Eika minn um 3 og við skelltum okkur í húsgagnaverslun dauðans til að kíkja eftir einhverjum gömlum ljótum mublum sem gætu orðið fallegar hvítar.
Fundnum ekki neitt.
Jú Eiki fann risastórt píanó frá kjøbenhagen en fær það ekki Woundering

Skal takast að vera dugleg við að gera ekkert af viti á morgunn.

Nat nat... Hulla Pulla

-----------------------------------------------------------------

Nu er en en dagen ved at være slut.
Jeg kan ikke sige at jeg har kun klaret at gøre noget kreativt i dag. Jo, hvis det man kan sige at made gammel kone af rundstykke er kreativt så har jeg været meget kreativ.

Jeg vent altså ned på plejehjem i morgens og fik kaffe og rundstykke samen med de andre personale og gamle. Det var meget dejligt og godt at se hvad glad de bliver når man gør sådan noget for dem.

En af personalet var med sin hund med på arbejdet og det er rigtigt dejligt at se hvad glad de gamle bliver i nærheden af dyr.
Nu tro jeg at jeg køre der ned i morgen og tager to af mine killinger med og se om de ikke vil beholde dem.Smile

Efter at have fået rundstykke og kaffe ned på plejehjemmet, kørte jeg hjem igen. Nu skulle eg bare ligge i dovnskab og gøre noget kreativt. Men hjemme ventede mig invention om kaffe ved min kusine Guðrún i Sønderborg, og da som halvdelen af dagen var forbi alligevel uden at jeg havde gjort noget af de ting som jeg skulle, bestemte jeg mig og tog min mørkevinrøde bil og kørte af stad den lange vej. Ca 16 km.

Vi sat så ude i det varme stormvejer og nød vores kaffe og snakkede om alt mellem himlens og jord. Kun godt og kun sjovt.
Så hentede jeg min Eiki klokken 3 og vi kiggede i møbblebutik dødens. Vi vil gerne købe nogle grimme møbler som kan se godt ud hvis jeg maler dem hvidt.
Vi kunne ikke find noget som helst.
Jo Eiki fandt et kæmpe stort piano fra kjøbenhagen, men det får ham ikke lov til at købe.Woundering

Det skal lykkes mig at gøre ikke noget i morgen.

Nat nat... Hulla Pulla.

 


Frídagur á morgunn.

Á morgunn á ég frí. Það finnst mér ljómandi gott. Ætla reyndar að skreppa í heimsókn í vinnuna því að það er sameiginlegur morgunnmatur og rúnstykki. Hugsa að það verði bara notalegt.

Annars er ég búin að ákveða að eyða deginum í að vera pínulítið skapandi.
T.d að mála málverk. Eða að búa til blómabeð. Bara með blómum í. Ekki illgresi. En þá verður líka að vera sól og hiti.
Ég get s.s afskrifað öll húsverk. Það finnst mér ekki leiðinlegt. Húsverk eru nefnilega ekkert listræn. Og þar sem ég var afskaplega dugleg í dag, eftir 8 tíma vinnu, þreif m.a.s. stofugluggana bæði að innan og utan, þá hef ég ekki einu sinni snert af samviskubiti.

Mamma og Lárus eru að koma 7. júní og strákarnir júbbluðu af spenningi. Ekki síst þegar ég sagði þeim að hún ætlar að koma með bæði Royal búðing og mysing.
Svo koma Pabbi og Ragna þann 17. til landsins og nokkrum dögum seinna hingað niður eftir. Ekki urðu júbblin minni við að heyra það. Búið að plana honum í ýmsar gönguferðir...

Well rúmið bíður. Later... Hulla the Pull

--------------------------------------------------------------

I morgen har jeg en fridag. Det syns jeg er bare skinende godt.
Jeg skal dog i besøg i mit arbejde da de har fælleskaffe og rundstykke. Tro det bliver hyggeligt.

 

Ellers har jeg bestemt mig at få min dag til at brug min dag i at blive lidt kreativ.
F.ex ved at male et maleri. Eller gøre et blomsterbed. Kun med blomst i. Ikke ukrudt. Men så skal det altså være sol og varme.
Jeg kan så bare udelukket alt husarbejde her hjemme. Det syns jeg ikke kedeligt Husarbejde er nemlig ikke så kreativt.
Og der som jeg har været meget dygtig i dag, efter 8 time på arbejdet, vaskede også vinduet i stuen af, indvendig og udvendig, så har jeg det bare slet ikke så skidt.

Min mor og Lárus er på vej her til d.7. juni og mine drenge jublede af glæde. Og lidt mere når jeg fortælte dem at hun skal komme med Royal budding og mysing.
Så kommer min far og Ragna d. 17. og par dag seners kommer de så her ned til vores. Drengene jubilerede ikke mindre når de fik det ad vide.
De har allerede planlagt mange gåture sammen med sin morfar.

Well min seng venter på mig... Later... Hulla the Pull


Gestirninr farnir.

Á föstudagskvöldið komu hingað gestir í mat og sátu fram eftir kvöldi. Þetta voru Svanur og Kata sem við kynntumst lítilega á Stokkseyrinni. Þau vour með strákana sína með sér og þeir nutu þess að dingla sér í sveitinni ásamt hænum og kanínum.
Verst að þau hafi ekki funndið okkur fyrr þvi að þá hefðum við getað gert eitthvað ennþá skemmtilegra saman.
En þau koma nú vonandi fljótlega aftur. Vita .m.k hvar við erum núna.

Í gærmorgunn fengu við svo dásamlega hálftíma gesti á hlaupum.
Það vorum Ann og Tóti fyrstu tengdaforeldrar mínir. Með þeim voru Elna systir Ann og Jói hennar maður. Mikið skuggalega þykkjir mér nú vænt um þetta fólk.
Ann og Tóta kynntist ég þegar ég var 14 ára. Og þegar ég skildi við son þeirra Óla Rúnar, tæpum 8 árum seinna, skildu þau samt ekki við mig og stelpurnar.
Þau hafa alla tíð reynst okkur ofsalega vel, og t.d dæmis söng hún Ann í fyrsta brúðkaupinu mínu.
Dásamlegt fólk sem ég nýt að þekkja.

Í gær var ég á kvöldvakt en náði samt að sjá brúðkaup Jóakims og Maríu. Voða falleg bæði tvö, og dásamlega krúttleg kirkja.
Svo klukkan hálf 10 átti ég að skipta um hús, þar sat karlmanns hjálpari og þið getið sko trúað að hann var ekki að horfa á eurovision. Hann var að horfa á motorkross.
Mig sem langaði svo að sjá allavega íslendingana og Danina á sviði.
Ég fór nú að kíkja inn á stofur gammlingjana til að gá að hvort væri ekki einhver að horfa á þessa heimsfrægu keppni, en það var aðeins ein kerling að horfa og hún vildi fara að sofa NÚNA, og lag númer 10 að klárast.
Í örvæntingu minni rauk ég framm á gang og sjá þá mér til mikillar hamingju að eini íslendingurinn á þessu elliheimili var ekki sofnaður. Ég rauk inn til hans og lét hann vita að hann hreinlega yrði að sjá landa sína á sviði. Hann var til í það, en fannst nú ekki mikið til þeirra koma. Hann viðurkenndi þó að bleiku skórnir væru pínulítið fallegir.
Milli íslenska lagsins og danska, ákvað ég að vinna í 5ta gír og var fólki miskunarlaust grít undir sæng og boðið góða nótt. ( hér ýki ég um 99%)
Þegar lag númer 16 var að byrja var íslenski vinur minn búinn að slökkva á sjónvarpinu en ég fékk hann til að skipta um skoðun á inu augnabliki.
Um mig hríslaðist hrollur og ég var með kökk í hálsinum svo stolt var ég af honum Simoni mínum.
Þegar ég svo slökkti á sjónvarpinu hans og gerði mig líklega til að bjóða góða nótt hafði vinur minn nú ekkert hugsað sér að fara að sofa endilega. Bauð mér í bólið og ég mátti hafa mig alla við að komast út frá honum. Hann hefur greinilega eitthvað aðeins misskilið þegar ég sagðist vera að vinna.!!!

Þegar heim kom var stigagjöfin rétt byrjuð og ég get ekki sagt með góðri samvisku að ég hafi verið glöð og ánægð. Hvaða bölvaða bull er eiginlega í gangi??? Það var ekki fyrr enn alveg í lokin þegar fyndni Svíinn kom og ætlaði að gefa sjálfum sér 12 stig að ég fór að brosa smá, en ég er auðvitað þekkt fyrir að dýrka aulahúmor.

Í dag er sól og bongó blíða og ég ætla ekki að gera neitt í dag annað en að liggja í sólinni og drekka mikið, jafnvel öl.
Svo er dagvakt hjá mér á morgunn. Veit ekki hvað er langt síðan ég tók dagvakt síðast, en ég held að það sé um mánuður. Næturvaktatörnin búin og nú fer ég að vinna með henni Kirsten minni og verð bara að segja að mig hlakka þó nokkuð mikið til.

Nog af bulli í bili. Vona að þið hafið öll dýrðar dag. Knús á ykkur öll... Hulla Pulla.

-------------------------------------------------------------------------------------

På fredagaften kom her til gæster og spiste sammen med vores, og de sat her ind til det var mørkt.
De var Svanur og Kata som vi lærte at kende når vi boed på Stokkseyri. De havde sine to drenge med og de nød at være her ud på landet sammen med høns og kaniner
Verst at de ikke har fundet vores lidt før, så kunne vi har gjort noget endnu mere sjovt sammen.
Men vi håber på de snart kommer igen. Nu ved de i hvertfald hvor de kan finde os.

I gårmorgens fik vi så dejlige halvtime gæster som havde det meget travlt.
Det var Ann og Tóti, mine første svigeforældrer.
De kom sammen med Anns søster Elna og hendes mand Jóa.
Det er meget voldsomt hvad meget jeg holder af disse mennesker.
Jeg lærte Ann og Tóta at kende når jeg var 14 år. Og når jeg og deres son Óli bliv skilt, næsten 8 år senere, blive de ikke skilt med mig og pigerne.
De har altid været meget god ved vores og f.ex var det Ann som sang til mit første bryllup.

I går havde jeg aftenvagt men nåde alligevel at se Joakims og Maries bryllup. Jeg syns de var meget køn begge to og kirken meget sød.
Klokken halv ti skulle jeg så til at gå i et andet hus, der sat i forvejen en "han hjælper" og I kan tro han ikke var ved at se Grand prix. Han var ved at se motocross!
Jeg som ville så gerne se mindst islændingene og danskerne synge.
Jeg gik lidt rundt på plejehjemmet til ar se om en af de gamle var ved at se på den grand prix. Men det var kun en gammel kone som var ved at se på den og hun skulle altså sove NU! Og sangen nr 10 var ved at være færdig.
Jeg gik lidt i panik og skyndte mig ud fra den gamle kone, og heldigvis var den eneste islænding på plejehjemmet ikke fald i søvn
Jeg skyndte mig ind på hans stue og forklarede ham at han var altså nød til at tænd for sit fjernsyn til at se på sit land synge.
Det ville han også meget gerne, men han syns ikke de var forfærdlig god. Men sagde også til mig at hendes lyserøde sko var rigtig pæn.
Mellem den islandske sang og den danske (som var nr 16) besluttede jeg mig til at arbejde i 5. gire og jeg smid de gamle uden at tænke mig om i seng med det samme (Det er 99% overdrevet)
Når de danskr var ved at begynde var min islandske ven kommen i seng og havde slukket for fjernsynet. Men jeg overtalte ham på et øjeblik at tænde igen.
Jeg fik kold vand mellem skin og ben og var næsten ved at græde så stolt bliv jeg når jeg så min søjde Simon synge.
Når jeg så havde slukket for fjernsynet og var ved at byde god nat havde min ven ikke tænkt sig at gå i seng med det samme.
Jeg bliv inverterede i hans seng og måtte hurtigt se om at komme der ud fra. Tro han har misforstået noget når jeg sagde at jeg var på arbejdet!!!

Når jeg kom hjem omkring halv tolv var de begynd at tælle sammen pointen. Jeg kan ikke sige med god samvittighed at jeg har været glad og tilfreds. Forstår slet ikke hvilken pjat forgår der!
Det var først til sidst når manden fra Sverige kom og ville give sig selv 12 point og jeg smilide lidt, men jeg kan selvfølgelig godt lide fjolled humør.

I dag er sol og kønt vejer og jeg vil ikke gøre noget som helst i dag andet end at ligge ud i solen og få meget at drink, måske også en øl.
Så skal jeg i dagvagt i morgen. Ved ikke rigtig hvonår jeg var sidst i dagvagt, men tro det er omkring en måned.
Nu skal jeg ikke mere i nattevagt og skal til at arbejde samen med mine Kirsten igen og det glæder jeg mig rigtig til.

Nok at pjat endnu. Håber at I alle få en rigtig dejlig dag. Knus og klem til jer alle samen... Hulla Pulla.


Breyttir tímar

Nú er ég búin að elska þennan mann skilyrðislaust (og óendurgoldið) í 28 ár, og aldrei lent í ástarsorg útaf honum.
Ég ætla að halda upp á það þegar 30 árin eru liðin.

Nóttin mín fór sem sagt í youtube og Rokk í Reykjavík.
Verð einfaldlega að útvega mér dvdinn með Rokk í Reykjavík. 

Fannst þessi útgáfa alltaf ljómandi best.

 


Gestir :)

Í dag fæ ég dásamlega gesti InLove

Fyrst fáum við gesti í dag. Sem ég get bæðavej ekki beðið eftir að fá að hitta. Dásamlegustu manneskjur í allri veröldinni. Sem ég er búin að þekkja síðan ég var 14 ára.

Svo fáum við gesti í kvöld. Vonandi í grill og gítar. Það er líka gott fólk. Þekkjum þau reyndar ekkert voðalega vel en besta fólk engu að síður og tilhlökkunin mikil á þessum bæ.

-------------------------------------------------------------

I dag får jeg dejlige gæste. InLove

Først får vi gæste i dag. Som jeg næsten ikke kan holde ud at vente på. Mest dejligeste mennesker i hele verden, som jeg har kendt siden jeg var 14 år.

Så får vi gæste i aften. Jeg håber at vi kan gril samen og spile på gitar. De er også søjde mennesker. Vi kender dem dog ikke særlig meget, men beste folk aligevel og vi glæder os meget på den her hjem.

Tro jeg er nød til at tage dansk kursus hvis jeg vil blive ved med at blog på dansk.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband