Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þá er komið að því

Og ég get ekki sagt að ég sé beint róleg.
Er komið að því að mennirnir eyðileggi heiminn eða tekst þetta hjá þeim, þá hljóta þeir að verða voða voða glaðir.

Annars fór ég inn á http://www.deathclock.com/ í nótt og komst þá að því að ég ætti ekki að deyja fyrr en 2049 þannig að ég get dregið andan léttar Woundering
I kvöld fáum við að sjá hvort mark sé takandi á dauðaklukkunni... nú eða 2049.

Finnst það frekar mikill bömmer ef við deyjum öll. Fullt sem ég á eftir að gera.

En þetta mun nú allt skýrast í kvöld. Vona allavega að þetta sé ekki í síðasta sinn sem ég blogga.

Ætla núna að fara að sofa eftir næturvaktina svo ég geti vakað í kvöld W00t

Látið ykkur nú líða vel... Knús á ykkur öll og ég vona að við lifum svo ég geti bloggað um kynþokkafull karlmenn LoL


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin!

Æ hvað ég fann eitthvað til með þessum konum þegar ég sá fréttina.
Hugsið ykkur að þurfa að flýja landið sitt til svona framandi lands eins og okkar land er.
Pælið í breytingu fyrir þetta fólk.
Hlýtur að vera rosalega erfitt, þó sé sennilega en erfiðara að hýrast í vonlausum flóttamannabúðum.

Nú óska ég þess bara af öllu hjarta að þetta eigi eftir að ganga vel og vel verði tekið á móti þeim, sem ég efast reyndar ekkert um.
Eining vona ég að íslenskir foreldrar komi til með að útskýra fordómalaust fyrir börnum sínum aðstæður þessa fólks svo börnunum verði líka vel tekið af íslenskum börnum.
Og ég vona að þau fái öll íslenskukennslu frá fyrsta degi svo þau geti sem fyrst farið að standa á eigin fótum og orðið sjálfstæð. Það er sennilega það mikilvægasta fyrir þessar konur.

Hlakka til að fylgjast með hvernig þeim kemur til með að ganga í íslensku samfélagi og sendi mínar hlýjustu kveðjur til þeirra. Heart


mbl.is Á ferðalagi í sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keane - Somewhere Only We Know

Keane - Somewhere Only We Know

I walked across an empty land,
I knew the pathway like the back of my hand.
I felt the earth beneath my feet,
Sat by the river and it made me complete.
Oh, simple thing, where have you gone?
I'm getting old and I need something to rely on.
So tell me when you're gonna let me in,
I'm getting tired and I need somewhere to begin.

I came across a fallen elm tree,
I felt the branches; are they looking at me?
Is this the place we used to love?
Is this the place that I've been dreaming of?

Oh, simple thing, where have you gone?
I'm getting old and I need something to rely on.
So tell me when you're gonna let me in,
I'm getting tired and I need somewhere to begin.
So if you have a minute why don't we go,
Talk about it somewhere only we know?
This could be the end of everything.
So why don't we go, somewhere only we know,
Somewhere only we know.

Oh, simple thing, where have you gone?
I'm getting old and I need something to rely on.
So, tell me when you gonna let me in,
I'm getting tired and I need somewhere to begin.
So if you have a minute why don't we go,
Talk about it somewhere only we know?
This could be the end of everything.
So why don't we go, so why don't we go,

Hmmm yeahh, ooohhh, oh oh

This could be the end of everything.
So why don't we go, somewhere only we know,
Somewhere only we know
Somewhere only we know.

Bara endalaust heilluð af þeim þessa stundina. Bæði lögum og textum.

Annars var ég að velta fyrir mér kynþokkafullum karlmönnum og held að ég hafi ekki hætt að hugsa um þá síðan Jenný var með einhvern smá pistil um daginn. Þá datt mér bara enginn í hug.
Nú man ég eftir mjög mörgum. Verð sennilega að flokka þá dálítið áður en ég hrúga þeim hingað inn.
Allavega... góða nótt í bili Heart


Eftir á blog.

Mér leiðist þegar ég þarf að blogga eftir á. En þegar maður er internetslaus í nokkra daga og við tekur svo vinna og svefn dagar, þá er bara ekkert við því að gera.

Nú ætla ég að byrja á að fara aftur til 29.ágúst þegar klukkan er eitthvað um 18.
Við erum að koma frá Þýskalandi og erum að verða komin til Åbenrå þegar gemsinn minn hringir.
Það er Brynja frænka, systir tengdamömmu. Hún er sem sagt í Dk núna ásamt pabba sínum og mömmu. (Tengdaafa og tengdaömmu minni).
Hún er eitthvað ofboðslega dularfull og byrjar á að segja mér að hún sitji út á verönd með frú Stínu og herra Bjarna http://stinasveins.blog.is/blog/stinasveins/. Èg sá í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, þar sem hún býr hjá syni sínum og hans kærustu til ábyggilega 15 ára og í Danmörku gerir maður það títt að sitja út á verönd. Þ.e.a.s. ef það rignir ekki þeim mun meira. A fimmtudagskvöldið var svo boðið til fjölskyldufundar þar sem börnin úthlutuðu fallega upprúlluðum miðum til afa síns og ömmur. Mamma Stínu var nefnilega líka í heimsókn svo þarna sátu 3 ömmur. A miðunum stóð svo að pabbi þeirra og mamma ætluðu að gifta sig daginn eftir kl 11:15. Þessir miðar komu svo af stað táraflóðum hjá allavega ömmunum og allir drifu sig snemma í rúmið til að geta tekið þátt daginn eftir.
Nú var allt afstaðið og allir í sæluvímu.
Planið hjá okkur hafði verið að kíkja upp eftir á laugardeginum til að hitta þau öll, en því var nú snögglega breytt og við þeystum af stað heim til að fóðra dýrin og keyrðum svo af öllu afli til Fredricia til að líta brúðhjónin augum.
Og dísús hvað þau voru flott. Stína ljómaði eins og sólin og var í látlausum rosa fallegum hvítum sumarkjól og leit út eins og lítil fermingarsnúlla. Stelpurnar voru í svipuðum kjólum og mamman og bara guðdómlega fallegar. Bjarni virkaði örlítið grennri en venjulega og var meiri að segja með bindi og Gabbi litli var eins og pabbi sinn í hvítri skyrtu og voða fallegur.
Svo var skálað í freyðivíni og gítarinn misnotaður og mikið sungið.
Frábært kvöld og ég segi bara enn og aftur... Takk.

Júlli og Jóhann eru báðir komnir heim frá ferðalögunum og báðir alsælir.
Jói var sem sagt á Fyn og skemmti sér konunglega á meðan Júlli var í Svíðþjóð og samkvæmt hans lýsingum var hann í stöðugri lífshættu. Klifraði í háum klettum, sigldi á kajak og var bitinn af Geddu í fótinn.
Atli Haukur var voða feginn að sjá bræður sína aftur og þeir eru búnir að vera eins og englar síðan þeir komu heim.

Svo datt netið okkar út ásamt símanum í þrjá daga.
Það var fyrst þá sem við gerðum okkur grein fyrir hversu háð við erum þessu blessaða interneti.
Til að byrja með bárum við okkur vel og létum sem okkur væri bara alveg sama. Jafnvel fegin.
Fyrsta kvöldið klappaði Eiki bara saman höndunum og spurði mig hvað við ættum að gera þar sem við værum nú laus við netið.
"Humm" sagði ég og einbeitti mér að því að það væri hollt að vera netlaus inn á milli.
"Ættum við ekki bara að kíkja aðeins á sjónvarpið, svona til tilbreytingar" sagði ég og brosti því blíðasta sem ég átti. Grunnaði nefnilega að maðurinn væri með pínu svita yfir þessu netleysi.
"Jú frábær hugmynd" sagði Eiki og stökk að tölvunni. "Bara rétt að kíkja á dagskránna í kvöld"
Upps no can do. Ekkert net.
"Eigum við þá ekki bara að spila smá á gítarinn og syngja, ég skal gera mitt besta til að vera ekki fölsk" sagði ég og vissi um leið að þetta þætti honum gaman.
"Geðveikt ég fer inn á textar.is og finn eitthvað skemmtilegt" Upps no can do, ekkert internet.
Eiki var orðinn voðalega fölur og leið greinilega ekki sem best.
Þá stakk ég upp á að við færum bara snemma í rúmið og stunduðum smá kynlíf. En Eiki sagðist vera búinn að gleyma fyrir löngu hvernig það væri gert og nú komst hann ekki einu sinni inn á netið til að rifja upp. Þessir 3 dagar eru þess vegna allir í móðu hjá manninum mínum og ég vona hans vegna að við þurfum aldrei að ganga í gegnum netleysi aftur.

Èg er búin að vera ótrúlega þreytt síðustu viku. Ekki komið neinu í verk og finnst ég geti sofið endalaust. Èg kenni um sumarleysi og skil ekki að tryggingarnar dekki ekki þennan vanlíðan svo ég geti með góðri samvisku skellt okkur til Spánar í nokkra daga.

Svo fór ég til læknis um daginn. Kannski var ég búin að segja ykkur frá því en nenni ekki að lesa gamlar færslur til að athuga það, svo ég bara segi það aftur.
Þessi vinur minn fann að sjálfsögðu ekkert að mér nema ofnæmi sem honum finnst engin ástæða til að kanna eitthvað nánar. Bara að éta pillur. Það reddar öllu.
Hann gaf mér tilvísun á Gigtspítalann til frekari rannsókna og ég er búin að fá bréf frá þeim og kemst að eftir 28 vikur eins gott að sé ekkert alvarlegt að mér.

Èg er að vonast til að við komumst eina ferð en til Fredricia áður en  Brynja fer með tengda ömmu og afa til Íslands aftur. Þau fara á miðvikudaginn.
Þau eru búin að koma í eina heimsókn hingað sem mér finnst frábært. Fólk á níræðisaldri er nú yfirleitt ekkert fyrir svona ferðalög. Hvað þá þegar fólk getur varla hreyft sig fyrir gigt og eymslum í hnjám og öðrum kvillum sem fylgir ellinni.
En þetta dásamlega fólk lætur ekki stoppa sig ef þeim langar að bregða sér eitthvað.
Afi gamli er búinn að fara á pöbbarölt með Eika, Bjarna og Þresti og Lindu sem fékk að vera bílstjóri. A meðan sátum við Stína heima með börnin 10 og spjölluðum við Brynju og Báru um alla heima og geyma. Gamla konan segir svo skemmtilega frá að það er unun að hlusta á hana. Svo er hún líka bara með þannig rödd að maður getur alveg gleymt sér í henni.

Jæja ég er að fá krampa í fingurna sem dugar ekki þar sem 800 kíló af þvotti bíða mín. Þarf að fara í gegnum skápana hjá strákunum og þrífa herbergin þeirra.

Knús og kossar og ég verð sennilega í nokkrar vikur að lesa hjá ykkur öllum.


Soffía

Soffía

 Veikindi og erfiðleikar gera sjaldnast boð á undan sér, það fær hún Soffía sem er kona á fertugsaldri að reyna þessa dagana,  hún þarf á hjálp okkar og fyrirbænum að halda

 Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónsviðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni. Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim í Hafnarfjörðinn heilu og höldnu. Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt, þar sem gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar.  Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku, og þá kom í ljós að um æxli væri að ræða.  Aðeins viku eftir greiningu gekkst Soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu.  Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni.  Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana.  Soffía á 3 börn, 21 árs gamla dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn.

Soffía dvelst enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær hún fær að fara heim, hún verður óvinnufær um óákveðinn tíma, hún hefur starfað sem húsvörður í blokk og búið í húsvarðaríbúðinni. Það er því ljóst að hún mun verða húsnæðislaus og atvinnulaus með börnin sín þrjú.

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir Reikningsnúmer: 0140-05-14321 kennitala: 161069-3619


Dekurvika Alta Hauks

Júlli og Jói eru farnir í útilegu með skólanum fram á föstudag.
Árlegur viðburður, en í þetta skiptið fer Atli Haukur ekki fyrr en í viku 50, sem er bæði gott og slæmt.
Slæmt því að þá fáum við ekki okkar árlegu kærustupara viku (enda orðin gift) og gott því að þá er hægt að dekra snáðan pínu.
Hann fellur oft í skuggan af litlu bræðrum sínum og sækir í minni athygli en þeir, þannig að þetta verður vikan hans.

Þegar við náðum í hann eftir skóla í dag tókum við eftir að það munaði ekki nema nanomíkrómillimetra að allar tærnar á honum stæðu út úr skónum.
Því var brunað til A-Z í leit að öðrum skóm.
Já HALLÓ... Drengurinn notar númer 43!!!!
Litlinn minn sem notaði 38 síðasta ár og ég ætlaði ekki að trúa að fermingarskórnir væru númer 41, er kominn í jafn stóra skó og Eiki.
Hann er að breytast alveg svakalega. Þvílíkt búið að togna úr honum og hann er allur að þrekna.
Hann er samt ekki en byrjaður í mútum. Það veldur móður hans dálitli angist, því hún var búin að lofa því að leggja hann í einelti á fyrsta degi og svo ekki sögunni meir. En það virðist ekkert vera að koma að því.

Áðan þegar hann var að fara í sturtu og ég galaði á eftir honum þetta venjulega...

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og þvoðu þér voða vel um hárið!

Atli Haukur: Ég geri það alltaf

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og mundu að skrúbba undir höndunum

Atli Haukur: (Frekar pirraður) Já ég er vanur að gera það!

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og hreinar nariur

Atli Haukur: MAMMA!!!

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og mundu að þvo eyrun hrikalega vel! (minnug myndunum af eyrunum af Viktoríu Beckham)

Atli Haukur: (hlægjandi) Mamma... Nú ertu bara að reyna að finna upp á einhverju.

??? Ég stóð eftir gáttuð. Ég er en að spá í hvort að hann hafi í alvöru verið að meina þetta eða hvort hann sé bara jafn fyndinn og móður sín. Á alltaf pínu erfitt að átta mig á þegar strákarnir eru fyndnir... á þennan hátt.
Er ekki en búin að nenna að tékka á eyrunum hans.

Knús en og aftur Heart

 


Síðasta afmælið í bili.

Hún litla systir mín á afmæli í dag.
Hún er 35 og er stödd í Palestínu þessa stundina með "stóru" systir okkar. Hér er linkur ef einhver vil lesa um litlu hjálparana í Frú Palestínu. http://www.nornabudin.is/sapuopera/
Ég er ekki sú eina í þessari snilldar fjölskyldu sem fæ klikkaðar hugmyndir. W00t
Til hamingju fröken Borghildur Blíðalogn Heart 
bogga

 

 

Borghildur Blíðalogn, eða bara Bogga Blíða.
Stundum kölluð Borghildur engilblíð.

 

 

 

 

 

 

Og það var það. Eigið gott kveld krúttmolarnir mínir.


Þreytti Palli.

HeartÉg veit ekki hversu gáfulegt það er að taka þrefalda vaktir á sama sólarhringnum.
Sennilega ekkert gáfulegra en margar aðrar hugmyndir sem ég fæ (nú brosa einhverjir).
Allavega er ég ekki þreyttari en það að ég næ ekki að sofna þó ég sé búin að vinna 24 tíma samfleytt. Lýi... Ég kom heim í klukkutíma á milli vakta og svo fer náttúrulega einhver tími í að keyra á milli. Þannig að 24 mínus smá.

Tók að mér kvöldvakt í gær við að keyra út til gamlingjana.
Hef ekki viljað gera það áður vegna hræðslu við að tala ekki nógu góða dönsku og við að finna ekki réttu húsin og göturnar. Maður er líka bara eitthvað svo einn.
Þessi vakt gekk samt feikna vel og ég fór bara einu sinni inn í vitlaust hús. Sem er met. Við erum að tala um að ég keyrði á 13 addressur. Og bara ein villa. Það er nokkuð gott Undecided

Ég er voða stolt af mér og er að hugsa um að taka fleiri í bráð. En ekki fyrr en ég er búin að ná að sofa pínu í hausinn á mér. Sleeping

Nóttin var heldur ekki eins erfið og ég átti von á. Ég er líka svo dugleg við að hafa ofan af fyrir mér til að hreinlega sofna ekki.
Vaktin byrjaði reyndar á að ég ætti 23:30 og þá tók við rapport af kvöldvaktinni sem hafði átt ansi annasamt kvöld. Þetta var það lengsta rapport sem ég hef orðið vitni af, en hún rappaði líka um þrjár deildir svo það er kannski ekki skrítið.
Svo, því að ég er greinilega ekki eins leiðinleg og sumir halda, þá sat þessi elska hjá mér ábyggilega til klukkan 1. Klukkan 1:30 kom svo udegruppen inn til að hjálpa mér að snúa, og hún fór fyrst um klukkutíma seinna. Rétt um 3 kom svo sjúkrunarkonan inn og þegar hún fór um hálf 4 þá voru bara 3 og hálfur tími eftir af minni 8 tíma vakt.
Þessir tímar fóru að mestu í að svara neyðarkalli frá vini mínum (sem var uppáhalds þar til í nótt, nú er hann uppáhalds nörda vinnur minn) Smile 
Þessi stóri uppáhalds nörda vinur minn er búinn að ásetja sér það að reykja sig til dauða á sem stystum tíma. Þess vegna er hann hættur að sofa að mestu og hringir í staðinn í tíma og ótíma til að láta færa sér smóka.
Hann má því miður ekki hafa tóbakið sitt sjálfur vegna þess að þegar maður sefur ekkert alla nóttina á maður að sjálfsögðu það til að dotta aðeins á morgnana og daginn, og kvöldin. Og jafnvel á nóttunni þó að maður þvertaki fyrir það. Og þá aukast nefnilega líkurnar á að maður kveiki í heilu elliheimili, og það er ekki vinsælt.
Þess vegna er maður tilneyddur til að hlaupa til hans á 20 mínútna fresti til að opna læsta hirslu sem geymir þetta góðgæti hans. (örlitlar ýkjur þarna á ferðinni... með 20 mínúturnar, ekki góðgætið)
Og ekki það að ég hafi ekki gott af hreyfingunni, en come on, það eru um 100 metrar til hans aðra leiðina og reikniði svo sjálf. Stundum fer ég þangað 20 sinnum á einni vakt. Ef það er ekki hreyfing, hvað þá?

Allavega, þá var ég búin að gera ansi mikið í nótt. Labba fram og tilbaka, til að falla ekki í svefn, og allt í einu datt mér í hug að ná í stóra fjólubláa uppblásna boltann sem er ætlast til að maður geri svona æfingar á.
Ég rúllaði stjórnlaust fram og tilbaka á þessu flykki og réði ekki neitt við neitt. Hafiði prófað þetta??? Þetta er bara allt annað en auðvelt! Mig skyldi ekki undra þó að ég fái endalaust af merblettum eftir þessa annars ágætu boltaferð.

Nú held ég að svefninn sé farin að segja til sín og ætla að skutla mér upp í rúm og tékka hvort eitthvað gerist.

Knús á ykkur öll


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband